Árnesingur - 01.06.1945, Page 1
Laugarvatnsfundurinn
i.
Eftir að stjórn Búnaðarsambands Suð-
urlands vissi, að Árnesingur ætti að koma
út óskaði hún, að blaðið yrði sent öllum
bændum á sambandssvæðinu með grein-
argerð frá Laugarvatnsfundinum, sem hún
hafði boðað til 17. sept. s. 1. Stjórn sam-
bandsins og fulltrúar bænda á sambands-
svæðinu voru einhuga á Laugarvatnsfund-
inum um þá stefnu að stofna óháð stéttar-
samband bænda, en urðu í minnihluta.
Þrátt fyrir það, að ég hafi lýst nokkuð
þessum fundi í Tímanum er mér ljúft að
rita um þetta mál í Árnesing og tel ég því,
að mér sé heimilt, ekki einungis fyrir mína
hönd heldur og fyrir hönd allra fulltrúanna
af suðurlandsundirlendinu, að segja nokk-
uð frá fundinum.
Skoðun okkar var eftir því, sem við
bezt vissum, í fyllsta samræmi við það
umboð, er okkur var veitt á kjörmanna-
fundum í öllum sýslunum þrem. Vilji sunn-
lenzku bændanna, um óháð stéttarsam-
band, var fyrir borð borinn og að engu
hafður á fulltrúaþinginu. Þetta þurfa allir
hlutaðeigendur að vita. Það í þessari grein,
sem sagt er, en ekki er beinlínis frá fund-
inum, er mitt eigið sjónarmið og ritað á
eigin ábyrgð.
Við fulltrúar af Suðurlandsundirlend-
inu lítum aftur svo á, að stéttarsamband
bænda yrði næsta máttvana án fjörugrar
þátttöku bænda á svæði Búnaðarsambands
Suðurlands.
Fulltrúar af sambandssvæðinu lögðu sig
einnig fram um málamiðlun svo sem síðar
skal sýnt. Okkar tilraun var virt að vettugi,
en að vísu af veikum meirihluta. Auk okkar,
sem fyrr getur, stóðu að málamiðlun full-
trúar Gullbrs. Dalamanna og að nokkru
leyti Snæfellinga, N.-ísfirðinga, V.-Hún-
vetninga og S.-Þingeyinga, margir full-
trúar voru hlutlausir.
II.
Forsaga málsins er í stuttu máli sú, að
eftir nokkur fundahöld á Selfossi í fyrra
haust, vetur og vor, og orðhagur maður
hefir nefnt Selfosshreyfinguna, ákvað
Búnaðarsamband Suðurlands að rita
bændum hvatningarbréf og fundarboð í
þeim tilgangi að vekja áhuga þeirra fyrir
stéttarsamtökum um hagsmuni og réttindi
þess fólks, sem enn vill heyja lífsbaráttuna
í sveitum þessa lands.
Bréfið var prentað í 7000 et. og sent
hverjum einasta bónda í landinu og mörg-
um öðrum mönnum. Þessi sjaldgæfa aðferð
var höfð til þess, að ekki skyldi bregðast, að
hver bóndi fengi málið til eigin athugun-
ar, nákvæmlega eins og Búnaðarsamb,-
þingið lagði það fyrir, og gæti síðan mynd-
að sér skoðun á því án áróðurs og þannig
■i'iDSGOKASAr-N
í Á - 1 r) \t S 6 4
í
[__IsLAN.T?