Árnesingur - 01.06.1945, Qupperneq 3
ÁRNESINGUR
3
Stéttarsambandið (Um síðari hlut-
ann, almenna atkvæðagreiðslu, var ekki
ágreiningur).
Halldór Sigurðsson, bóndi á Staðarfelli,
mælti fyrir tillögunni f. h. minnihluta
fundarins. í þessari till. er ekkert ákveðið
um grundvöllinn. Það áttu bændurnir að
gera sjálfir með atkvæðagreiðslu sam-
hliða næstu búnaðarþings-kosningum, um
það voru allir sammála. Við stuðnings-
menn þessarar till. lýstum yfir, að við
mundum beita okkur einhuga fyrir stétt-
arsamtökin, ef þessi till. yrði samþ. til
bráðabirgða. Till. var vísaö til skipulags-
nefndar, en samkomulag náðist ekki.
(Ég persónulega fullyrði, að það var á-
hrifum frá stjórn Bf. í. að kenna, að sam-
komulag náðist ekki).
Halldór Kristjánsson skáld á Kirkjubóli
hafði orð fyrir meirihlutanum og eftir
nokkrar umræður var till. felld með 25:15
atkv. 9 fulltrúar greiddu ekki atkvæði. Þar
með var slegið á samkomulagsviðleitni
minni hlutans.
Því næst var samþ. með 31:10 atkv. (7
fulltrúar greiddu ekki atkv.) eftirfarandi
tillaga:
„Fulltrúafundurinn samþykkir að stofna
Stéttarsamband bænda á þeim grundvelli,
sem samþ. var á auka-búnaðarþingi
1945 ....“. (Fundargerðina hefi ég ekki,
tek því ekki ábyrgð á hverju orði. Efnið er
rétt. Síðari hlutinn var um alm. atkvæða-
greiðslu).
Með því að ég, sem línur þessar rita, er
með öllu andvígur þessu formi, sagði ég
mig frá störfum á fundinum og neitaði að
gerast að svo stöddu háður bændasam-
tökum á þessum grundvelli. Skoðana-
bræður mínir leiddu þetta hjá sér og gáfu
engar yfirlýsingar.
IV.
Á fundinum var öll stjórn Bf. ísl., bún-
aðarmálastjóri og 4—5 búnaðarþings-
menn sammála um stefnu auka-búnaðar-
þings, þar á meðal tveir alþm., Borgfirð-
inga og Mýramanna, en aðeins einn bún-
aðarþingsmaður, Þórarinn Helgason í
Þykkvabæ, með stefnu sunnlenzku bænd-
anna. Leikurinn var því næsta ójafn. Þrátt
fyrir allan liðsmuninn er þó búið að eyða
mörgum agnúum, sem voru í lögum Bf. ísl.
frá aukabúnaðarþingi varðandi Stéttar-
sambandið, svo sem réttindi form. Bf. ísl.,
stjórnarinnar og búnaðarmálastjóra á að-
alfundum o. fl. Eftir er samt aðalatriðið,
það ákvæði, að stéttarsambandið sé deild
í Bf. ísl. Frá stjórn Stéttarsambandsins
hefir verið skýrt í öllum blöðum, og sleppi
ég því atriði þess vegna hér og læt lokið
frásögn minni um fundinn.
V.
í stjórn Bf. ísl. eru þingm, Mýramanna,
Bjarni Ásgeirsson, form., Pétur Ottesen,
þingm. Borgfirðinga og Jón Hannesson í
Deildartungu, Borgarfirði. Formaður hins
nýstofnaða stéttarsambands er Sverrir
Gíslason, bóndi í Hvammi, Mýrasýslu.
í stjórn og varastjórn Stéttarsambands-
ins eru 10 bændur, Árnesingur er þar eng-
inn.
Nú leikur mér hugur á að spyrja, hvort
sú málsafgreiðsla, sem að framan er lýst,
sé viðunandi lausn á því félagsmálavið-
horfi bænda á Suðurlandi, sem tengd var
við fulltrúafundarboðið 7. sept s. 1.?
Þessu svara bændur með atkvæði sínu í
vor. Hverjum bónda ber skylda til að
greiða atkvæði, hvernig sem hann lítur á
þetta mál. Bjarni Bjarnason.
Tryppaslátrun mun vera með allra mesta
móti núna. Bændur munu fá kr. 2.00 fyrir
kg. Ekki bætir þetta innlenda dilkakjöts-
markaðinn að selja jafn góða fæðu og kjöt
af ungum hrossum svo lágu verði. Stjórn
Stéttarsambands bænda sér einhver ráð
við þessu óráði.
Því er haldið fram, að mikið seljist af
þessu kjöti í bæjunum, einkum á Akureyri.