Árnesingur - 01.06.1945, Side 4

Árnesingur - 01.06.1945, Side 4
4 ÁRNESINGUR Er annar hver bóndi að eignast dráttarvél? Því er oft haldið fram af ýmsum, að ís- lenzkir bændur séu fákunnandi um flest ræktunarstörf, bæði jarðrækt og búfjár- rækt, og er þá vitnað í stéttarbræður þeirra erlendis til samanburðar. Þeir, sem líta með einhverri sanngirni á störf bænda- stéttarinnar, viðurkenna það að vísu, að íslenzka bændastéttin stendur ekki jafn- fætis t. d. dönskum bændum, gildir það bæði um alla ræktunarmenningu svo og alla tækni við búreksturinn, en þegar sá samanburður er gerður, verður að líta á aðstöðu mun þessara tveggja stétta, bæði hvað snertir veðráttu landanna og þá menningu, sem bændur þessara landa hafa haft, til þess að byggja störf sín á. Þetta verður ekki nánar rökstutt hér, en hver hugsandi maður getur gert sér grein fyrir þessu og hefir þar af leiðandi ekki leyfi til þess að kasta steini að bændum lands- ins, því starfandi bændastétt hefir á- reiðanlega staðið að jafn mikjum ’eða meiri framförum á undanförnum árum, eins og hefir átt sér stað undir svipuðum kringumstæðum hjá stéttarbræðrum þeirra erlendis. Hvað ætli sé t. d. langt síðan Ukrainubúar fóru að rækta korn með tilbúnum áburði? Eða hvað er langt síðan Júgóslavar fóru almennt að nota t. d. járnplóg til plægingar? Hvorugt mun vera almennt enn þann dag í dag. Bylting getur átt sér stað í stjórnmál- um, en tilsvarandi bylting getur ekki átt sér stað í ræktunarmenningu þjóðanna — þar verður að eiga sér stað þróun. Þess vegna er það fullkomin fjarstæða að hugsa sér, að á nokkrum mánuðum eða einu ári sé hægt að skapa gerbreytingu á ræktun- arháttum og ræktun jaröar og búpenings. Eins og kunnugt er, hefir áhugi bænda fyrir aukinni tækni við búskapinn, einkum við ræktunina, vaxið mjög nú á stríðsár- unum. Þessi áhugi kemur m. a. fram í hinum miklu pöntunum á léttum dráttar- vélum (Farmal A). Sumir bændur hafa þegar fengið þessar vélar eða aðrar gerð- ir dráttarvéla, en mikill fjöldi á þær í pöntun. Um það bil annar hver bóndi í Ár- nessýslu mun eiga þessar vélar (Farmal A) í pöntun og ef innflutningur á þeim fæst í vetur, verður dráttarvél þegar á næsta sumri á öðrum hverjum bæ í sýsl- unni. Mikið af þeim störfum, sem hægt er að vinna með Farmal, má vinna með hestum, séu til góðir dráttarhestar og hestaverk- færi, en hvorttveggja skortir mjög tilfinn- anlega. Þótt margt sé hrossa á hverjum bæ, hefir bændum gengið fremur erfið- lega að temja hesta sína til dráttar. Aft- ur á móti virðast menn komast tiltölulega fljótt upp á það að fara með dráttarvélar. Mér virðist ekki ástæða til þess að draga úr þeim möguleikum, sem tengdir eru við dráttarvélar. Vélarnar eru án efa vel gerðar frá hendi verksmiðjanna og þær virðast mjög hentugar, sem heimilisáhöld. Það, sem kemur til með að skipta mestu máli, er það, hvað vélarnar endast lengi. Lítill vafi er á því, að ending vélanna er fyrst og fremst komin undir því, hversu eigendurnir fara með þær. í því sambandi vil ég benda á nokkur atriði: 1) Að ofreyna ekki vélarnar og keyra þær gætilega, sér- staklega á meðan þær eru nýjar. 2) Að halda hjólbörðunum hæfilega hörðum og láta vélarnar standa á þurri undirstöðu þegar þær eru ekki í notkun. 3) Að keyra þær ekki hart á misjöfnum vegi, því að þær hafa engar fjaðrir eða stuðdempara. 4) Að koma í veg fyrir ryðgun vélanna með því að hafa þær inni eða ef þess er ekki

x

Árnesingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.