Árnesingur - 01.06.1945, Side 6

Árnesingur - 01.06.1945, Side 6
6 ÁRNESINGUR „Alþýðuheill, siðsemi, ástsemi og varúð sé mið og einkunn félagsmanna“. Um skyldur forstöðumanna segir svo meðal annars: „Þeir láni eftir kringumstæðum efna sinna, þegar þarf, leigulaust, verzlunar- skuldum hinna fátæku til lúkningar — Til var, nokkru fyrr eða rétt eftir alda- mótin 1800, að bændur gerðu með sér samtök til að ná betri verzlunarkjörum. Völdu bændur þá duglegan, harðsnúinn foringja til að selja kaupmönnum vörur margra bænda í einu lagi, en félagslög voru engin. Slík samtök eru einna fyrst kunn úr Fnjóskadal en þó kunnust úr Rangár- vallasýslu. Þetta hefir sennilega borizt norður og orðið Þingeyingum' lyftistöng. í Nýjum félagsritum voru einlægt hvatn- ingargreinar, þó einkum frá Jóni Sig- urðssyni. 1841 ritar Tómas Sæmundsson hvatningargrein til landa sinna, einkum í þá átt, að bændur sameinist um skipakaup „til að eiga skip í förum til að nálgast nauðsynjar sínar og flytja á kaupeyri sinn, svo að þeir eigi sem minnst undir kaup- mönnum, en geti sjálfir styrkzt að efn- um, lært að fara með skip og verzlun og kynnt sér háttu annarra þjóða“. Jón Sigurðsson segir í Nýjum félagsrit- um 1872: „Þeir einir íslendingar eru þeim (þ. e. kaupmönnunum) geðfelldir, sem vilja standa eins og spakar kýr meðan þær eru mjólkaðar". Almennt var upphaf kaupfélagsskapar- ins á íslandi tengt við kaupfélagið á Húsavík frá 1882, enda er það fyrsta fé- lagið, sem lifði af alla byrjunarörðugleika og nú eitt af stærstu félögunum, en Arn- ór Sigurjónsson, fyrrum skólastjóri, hefir grafið upp í gömlum skjölum eldri sam- vinnufélagsskap, sem setti sér lög og regl- ur, svo sem að framan er lýst. Arnór Sig- urjónsson hefir ritað fróðlega og skemmti- lega bók, sem kom út á s. 1. ári: „íslenzk samvinnufélög hundrað ára“. Ennþá eldri eru þó samtök bænda um sameiginlega afurðasölu, án þess að til formlegs félags væri stofnað, svo sem fyrr er lýst. II. Ýmsir nútima bændur trúa jafnvel því enn í dag, að kaupfélögin séu ekki alveg nauðsynleg. Þeir menn ættu að athuga tvennt. Fyrst það, að alloft hafa félags- leysingjarnir notið góðs af samtökum hinna og einnig hitt, að hugarfar manna breytist ekki einlægt svo mjög við hvern mannsaldurinn, sem líður. Hver veit nema hér væru enn erlendir ríkisborgarar, sem réðu miklu í verzlun okkar, ef bændurnir hefðu ekki risið upp gegn þeirri aðstöðu. Að vísu hafa komið til sögunnar á síðari árum velviljaðir og vel upplýstir kaup- menn, eigi að síður er augljóst, að sam- vinnufélögin hafa ráðið mestu um vöru- verð marga sðastliðna áratugi. Eftir 50 ára baráttu kaupfélaganna við selstöðu- verzlanirnar dönsku gafst sú síðasta upp árið 1933, Riisverzlun á Borðeyri. Þótt því skipulagi, sem þarf til að flytja inn erlendar vörur og dreifa þeim á félags- legan hátt og að selja innlendar vörur er- lendis, sé alls ekki lokið og geti ávallt verið að þróast, er þó rétt stefnt og ómetanlega mikið hefir áunnizt í samtakaáttina. Margur spyr nú hvort ekki hafi skapazt ný viðhorf og verkefni, sem einnig krefjist samtaka bændanna þótt í öðru formi yrði en samvinnufélögin? Fyrsta spurningin verður þó vissulega sú, hvort íslendingar eigi að hætta að búa í sveitunum. Útlit er fyrir, eins og nú stefnir, að fólk ætlist ekki fyrir, það þyrpist í bæina með- an eitthvað er til að eyða og eta út. Við sjávarsíðuna hafa ekki verið sköpuð verðmæti í mörg ár, nema ef telja ætti eitthvað af rafveitum og hitaveitum. Fiski- flotinn er gamall og úreltur, iðnaðurinn verndaður með tollum. Hróflað hefir verið

x

Árnesingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árnesingur
https://timarit.is/publication/1915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.