Landvörn - 06.04.1946, Qupperneq 1

Landvörn - 06.04.1946, Qupperneq 1
I. árg. Reykjavík, 6. apríl 1946. 1. tbl. LANDVÖRN í byrjun yfirstandandi aldar gaf Einar Benediktsson og nokkrir aðrir áhugasamir ís- lenzkir frelsisvinir út blaðið Landvörn. Það var lítið blað. Það lifði fremur stutta stund. En það hafði meiri áhrif held- ur en mörg önnur blöð, sem lifað hafa lengi og án þess að skilja eftir veruleg spor. Sam- herjar Einars Benediktssonar sem stóðu að Landvörn voru kallaðir Landvarnamenn. Það var ekki mjög margmennur hópur, en hann grundvallaði það pólitíska frelsi, sem ís- lenzka þjóðin býr nú við. Land- varnamenn litp réttilega svo á, að Danir vildu bæði ráða ís- landi stjómarfarslega, og hafa hagnað af framleiðslu lands- ins og verzlun. ísland hafði öldum saman verið gróðalind fyrir danska menn. Ekki fáar af stórbyggingum þeim, sem prýða Kaupmannahöfn eru reistar fyrir óhæfilegan gróða frá íslandi. Landvarnamenn litu svo á, að Danir væru, vegna metnaðar og hagsmuna- vona, ásæknir um aðstöðu sína á íslandi. Félagsskapur og blaðaútgáfa Landvarnarmanna laut að því að taka upp and- legar varnir í frelsismáli þjóð- arinnar, fræða íslendinga um rétt þeirra og skyldur, um hættuna af áleitni Dana, en þó allra helzt um framtíðartak- markið. En það var alger skiln- aður Islands og Danmerkur, og alger stöðvun þeirrar háskalegu aldagömlu venju að ísland væri mergsogið og vanstýrt af út- lendum mönnum. Landvama- hreyfingunni tókst að ná tak- marki sínu. Hún bjó þjóðina undir hið mikla átak 1908, þeg- ar íslendingar lýstu hátíðlega yfir að þeir vildu vera alger- lega frjálsir, og að þeir myndu með engu móti sætta sig við að vera hluti af veldi Danakon- ungs. íslendingar ákváðu skiln- að við Danmörku með kosning- um 1908. Þeir framkvæmdu síð- asta þátt þessa formlega skiln- aðar 17. júní 1944, með vel- viljaðri aðstoð tveggja mestu manna, yfirstandandi tíma, Roosevelts og Churchills. En þó að ísland hefði end- urreist þjóðveldið, þá var enn eftir að leysa mesta vandann: Hervörn íslands. Þjóðin hafði aldrei reynt að gera sér grein fyrir hættu varnarleysisins. Enski flotinn hafði öldum sam- an haldið uppí lögreglustarfi á Atlantshafi norðanverðu, vegna öryggis eyríkisins við Ermarsund. En vorið 1941 til- kynnti stjórn Bretlands íslend- ingum, að nú væru svo breytt- ar aðstæður í stjórnmálum heimsins, að þeir gætu ekki skapað íslandi nægilegt öryggi. Bretar ráðlögðu Islendingum að óska eftir að Bandaríkin tækju að sér þessa vernd, a. m. k. í foili. Borgaraflokkarnir á Al- þingi fylgdu ráðum Breta, en flokkur kommúnista reis á móti þessari ákvörðun. Þá kom strax fram sú skipting um hervernd íslands sem enn er ráðandi í landinu. Sú skoð- un manna mun halda áfram næstu vikur og mánuði, þangað til ísland hefir tryggt frelsi sitt og framtíð, eða glatað hvorutveggja. Það blað sem nú hefur göngu sína, er lítið fyrirtæki eins og hin fyrri Landvorn. Að því standa enn sem komið er ekki nema fáeinir áhugamenn, sem með þegnskap- og þegnskyldu- vinnu reyna að fræða þjóðina, á yfirstandandi hættutíma um mesta pólitíska málið, sem fs- lendingar hafa nokkurn tíma átt að ráða fram úr. Hér er um að ræða síðasta stigið í frelsis- baráttu hverrar þjóðar: Örygg- ið móti innrás og kúgun grimm- lyndra og ágjarnra nábúa. Við íslendingar erum að vonum glaðir yfir frelsissigrum þeim, sem unnir hafa verið og leitt hafa til þess, að ísland er nú þjóðveldi, og viðurkent alger- lega sjálfstætt ríki. En þetta sjálfstæði er ekki meira virði en sá pappír sem lýðveldis- stjórnarskráin er rituð á, ef þjóðin býr ekki við hervernd, sem veitir ýtrustu tryggingu móti innrás framandi herþjóð- ar. íslendingar áttu mikið í húfi í glímunni við Hákon gamla, og við Kristján III. er hann sölsaði undir stjórn Dana mikið af eignum fslendinga á siðaskiftatímanum. íslendir.gar áttu um sárt að binda þegar einokuninni var komið á 1602 og 60 árum síðar, þegar Kópa- vogsfundurinn var haldinn. Alt þetta og marg fleira var háska- legt. En íslenzka þjóðin lifði samt, þó að hún væri þjökuð og í margháttaðri áþján. En öll þessi kúgun var svipur hjá sjón í samanburði við örlög Eystrasaltsríkjanna þriggja, þar sem sál þjóðanna er þurk- uð út með hugvitssamlegri tækni, svo að ekki séu nefnd fleiri dæmi um hina algerðu kúgun sem einræðis-valdhafar nútímans beita við minnimátt- ar þjóðir. Nú vill svo vel til að ísland getur á næstu vikum eða mán- uðum stigið lokasporið í Sjálf- stæðisbaráttunni. íslendingum stendur til boða hervernd máttarmestu þjóðar- innar í heiminum, þjóðar sem hefir í meir en eina öld vernd- að frelsi allra hinna vanmátt- ugu lýðvelda í Ameríku, án þess að misbeita verndarvaldi sínu í eitt einasta skifti. Land- vörn álítur að íslenzka þjóðin eigi rétt á að fá fulla vitneskju um þetta mál. Kommúnistar skýra það í málgögnum sínum frá sjónarmiði hins austræna einræðis. Fram að þessu hefir ekki verið nægileg aðstaða til að skýra málið frá sjónarmiði íslendinga. Landvörn vill fyrir sitt leyti reyna að bæta úr þessari vöntun, til að greiða fyrir því að allir sannir ís- lendingar geti í vor og sumar staðið saman, þegar hægt er að stíga lokasporið í frelsis- málinu, með því að tryggja ís- lendinga fyrir þeirri útsloknun sem bíður hverrar þeirrar þjóð- ar, sem verður einræði að bráð. Kunnur prestur í Reykjavík heldur ræðu um að þjóðin glati Einari á Þverá og Jóni Sig- urðssyni, ef hún gerist ekki al- gerlega varnarlaus gegn árás- um einræðisherra. Eftir þessu ættu Jón og Einar að vera al- gerlega glataðir íslenzku ætt- jörðinni frá 1941 og til þessa dags vegna hervarnarsáttmál- ans við Bandaríkin. Ti! lesenda Landvamar. Aðstandendur þessa blaðs geta að einu leyti tekið sér til fyrirmyndar höfuðand- stæðinga sína, sem auglýsa eftir aðstoð og stuðningi við málefni sín. Takmark Landvarnar er að vinna að samstarfi sem flestra góðra íslendinga, um að þjóðin tryggi sér með skipulegum og vel undir- búnum samningi, sem stað- festur sé með leynilegri at- kvæðagreiðslu kjósenda í landinu, hervernd Banda- ríkjanna um tilsett árabil, móti hverskonar hernaðar- aðgerðum framandi þjóða. Til þess að tryggja þetta Jj#ál, þarf að rita og ræða um landvörnina og síðan að taka heilbrigða og þjóðholla ályktun. Útgáfa blaðsins, útsend- ing og ýmiss konar önnur fyrirgreiðsla kostar fé og vinnu. Ég leyfi mér þess vegna að óska eftir hvers- konar stuðningi, sem hægt er að veita í þessu efni. Koma þar að góðu haldi jöfnum höndum fjárfram- lög, sjálfboðavinna og stutt- ar skýringar um málið, eink- um í bréfsformi. Menn, sem vilja styðja landvarnamálið á einn eða annan hátt, eru beðnir að snúa sér til f jár- haldsmanns Landvarnar, Helga Lárussonar, Vestur- götu 5 eða til undirritaðs ritstjóra blaðsins, Hávalla- götu 24. Jónas Jónsson. frá Hriflu. Þegar nemandi úr háskólan- um hélt því fram í portinu, að Islendingar ættu að hafa her á flugvöllum landsins og verjast innrás frá einræðislandi, fór kuldahrollur um lið kommún- ista niður á asfaltinu. Þeim fanst nóg að tala um hetju- dáðir.

x

Landvörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landvörn
https://timarit.is/publication/1926

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.