Landvörn - 06.04.1946, Side 2

Landvörn - 06.04.1946, Side 2
2 LÁNDVÖRN „Lœrdóms- menn". Nokkrir af kennurum og nemendum háskólans hafa 1 vetur tekið undir með komm- únistum, um að ísland skuli bíða varnarlaust eftir innrás landvinningaþ j óðar. Meiri hluti kennara og nem- enda í þessari menntastofnun eru þó lafusir við þessa hreyf- ingu en stallbræður kommún- ista hafa þó verið nokkuð at- hafnasamir Ffafa nemendur úr háskólanum gefið út ritlinga um þetta efni tveim sinnum. Eitt sinn komið kennara úr lagadeild í útvarp með ávarp um þessi mál, og í öðru sinni haldið útifund í porti í Reykja- vík. Nokkurs yfirlætis kennir í ræðum og ritlingum sumra þessara manna. Lét einn þeirra svo um mælt, að lítið væri sinnt orðræðum „lærdómsmanna“ í þessum hóp. Þar sem Land- vörn er stofnuð til að greiða götu réttra skýringa á varnar- leysi íslands, þykir rétt að at- huga stuttlega kenningu þess- ara manna, sem vonast eftir að frá þeim komi mikill lær- dómur um mesta vandamál Is- lendinga. Skal vikið að þessum kenningum í svipaðri röð eílis og þær hafa komið fram. I. Kunnur fræðimaður full- yrðir varðandi hernaðarástand nútímans að eldflaugar Þjóð- verja hafi farið með ljóshraða. Samkvæmt því hefði slíkt skot átt að geta ferðast til sólar- innar á nokkrum mínútum. Raunverulega myndi ferð eld- flauganna þessa vegalengd hafa tekið nokkur missiri. Hér var sýnilega ekki nógu grundaður dómur, úr því að farið var út í skýringar á nútíma hertækni. II. Næsti fræðimaður lagði til að ísland gengi beint í Þjóðabandalagið. Skömmu síð- ar lá við áflogum milli helztu manna þeirrar stofnunar, þeg- ar rætt var um vandamál. Síð- an leystust fundir forráða- mannanna upp, án ályktana sökum ólæknandi ósamkomu- lags. Að lokum kom Persíu- málið þar sem liggur við að heimsstríð hefjist út af landi, þar sem bandalagið á að tryggja ævarandi frið. III. Enn gekk fram skap- styggur en glöggur fræðimað- ur. Honum þótti sýnilega mið- ur að kommúnistar fengu ekki meirihluta aðstöðu í Reykjavík, en vildi láta þjóðina fá öll nauðsynleg skilríki um vernd- arleysið, og leggja úrslitin und- ir atkvæði þjóðarinnar. Sú til- laga var áður komin fram frá ritstjóra Landvarnar. IV. Áhugasamur guðfræð- ingur komst að þeirri niður- stöðu að ef ísland heldi þeirri hervernd sem það samdi um 1941, þá myndi þjóðih glata Einari bónda á Þverá, Jóni Sigurðssyni, og afmælisdegi hans 1944. Sjálfsagt hefir þessi „kennimaður“ gleymt því, að líðræðisríkin þrjú, austan við Eystrasalt, áttu söguhetjur, minningar og helga daga. En þær glötuðu öllu þessu á fá- einum vikum. Gráðug landvinn- ingaþjóð lét her sinn flæða yfir löndin, eyða frelsi þeirra, þurrka út menningu þeirra og helgar minningar og helga daga. Ef þessar þjóðir hefðu átt kost á þeirri vörn, sem ís- landi hefir staðið til boða myndi hvert mannsbarn í þess- um löndum hafa kropið á kné og þakkað skapara sínum fyrir að bjarga landi og þjóð frá tímanlegri tortýming. V. Enn kom einn fræðimað- ur til sögunnar. Hann segir að herverndin hafi verið „ill nauð- syn“. Var það „nauðsyn“ af því að ísland hefði annars hlot- ið örlög Noregs og Danmerk- ur? Úr því fræðimaðurinn er þakklátur fyrir að sleppa lif- andi með auð, frelsi, alsnægtir og sjálfstæði út úr þessu stríði, ætti að vera æskilegt, að glata ekki gæfunni fyrir blábera grunnhygni. Enn segir hann: „Loksins rann upp sá dagur, að ísland varð sjálfstætt full- valda ríki, og vakti það al- mennan fögnuð í landinu. Þó var sá hængur á að erlendir herir voru enn í landinu.“ Hvað gerði „hængurinn“. Hann varði ísland. Hann flutti hingað auð- inn og efnið í háskólabygging- una. I hans skjóli kom frelsi, fullveldið, og viðurkenning stórveldanna, nema Rússa. Sta- lin lét þegja á Þingvöllum. Fræðimaðurinn er vongóður um framtíðina. „Ef til vill gæti hún“ (þ. e. njesta heimsstyrj- öld) „farið fram hjá okkur.“ Það vefst sýnilega fyrir höf- undi hversvegna Rússar þurfa tylft smáríkja í skjólgarð í næsta stríði. Auk þess hefir flotablað Rússa sagt að floti Stalins þurfi höfn á íslandi. Að lokum segir þessi lærdóms- maður um Rússa: „Það er ósennilegt að þeir eða aðrir komi hingað óboðnir..“ Höfund- ur hefir sýnilega ekki fylgst með atburðum síðustu ára. Hver bauð Hitler inn í Austur- ríki, Tjekkóslovakiu og Pól- land? Hver bauð Stalin að rjúfa griðasáttmála við Pól- verja, Rúmena, Lithaen, Let- land, Estland og Finnland ? Hver lokkaði Hitler inn í Dan- mörku, Noreg, Belgíu, Holland, Júgoslaviu og Grikklaryl ? Hver kom hinum skakkeygðu Japön- um til að rjúfa orð og eiða með árásum á Perluhöfn? öllu þessu og ýmsu fleira þarf „lær- dómsmaðurinn“ að svara þjóð- inni. Nú kemur röðin að hinum ungu „lærdómsmönnum,“ sem reyna svo sem vera ber að feta í fótspor lærifeðra sinna. A. Fyrsti nemandi valdi sér og sínum að kjörorði yfir- lýsingu Jóns Sigurðssonar frá Þjóðfundinum 1851 „Vér mót- mælum allir.“ Þegar Jón mælti þessi orð, hafði hann um langt skeið helgað krafta sína frelsis- baráttu landsins, og grund- vallað framfarir og þjóðleg vísindi á íslandi. Verk hans höfðu talað. Hann var orðinn foringi þjóðar sinnar sakir yfirburða og athafna. Djarf- mæli. hans fór honum vel og hæfði aðstöðu hans allri. Hins- vegar hafa nemendur þeir, sem hér eiga hlut að máli, setið í sæmd og friði í skólum ríkisins, numið ýmislegt, en ekki sýnt orku sína í verki utan skóla- veggjanna fyr en nú. Fylgir jafnan nokkur áhætta að taka sér í hönd vopn afreksmanna. Er það frægt, þegar Gustaf IV. Svíakonungur greip sverð Karls XII. og gekk vígamannlegur um konungshöllina í Stokk- hólmi. Aldrei fór sá konungur í stríð. Ekki vann hann sigra, en var settur af og lauk dögum sínum á friðsömu gamalmenna- hæli. Ibsen orti um vopnaburð hans. B. Annar nemandi segir, að ísland þurfi að vera varnar- laust, af því að „íslendingar hljóta að taka tillit til alheims- ins og eflingu friðar, sem er engum nauðsynlegri en smá- þjóðunum.“ Það verður erfið ganga fyrir þennan unga mann að endurbæta alheiminn, eins og sýnilega vakir þó fyrir honum Sami höfundur segir að ef Islendingar trygðu sér her- vernd Bandaríkjamanna það ala á tortryggni og mis- klið milli“ stórvelda. Eftir þessu hefir það verið dauða- synd þegar íslenzka ríkið gerði verndarsáttmálann við Bandaríkin 1941. Enn segir sami nemandi, að við slíka hervernd „myndi íslenzka þjóð- in baka sér abyrgð í augum alls heims.“ Þessi ungi Iær- dómsmaður hefir svo mikla þörf fyrir að ráðstafa alheimin um, að það væri velgemíngur að senda hann til annara stjarna í blýhólk með hraða Ijóssins. C. Nýr nemandi segir: „Hlut- leysi myndi herjum sterkara. Engin . hemaðarþjóð . niyndi varpa atomsprengjum á ís- land til að myrða hlutlausa íbúa þess.“ Pilturinn ætti að spyrja Vilhelmínu drotningu um Hitler og Rotterdam vorið 1940. Enn segir sami nemandi: íslenzka þjóðin veit að hún hefir ríka skyldu við umheiminn.“ Þessi nemandi ætti að spyrja Nordal hvort umheimurinn beri um- hyggju fyrir íslandi, úr því að grunt er í „græskumat“ norrænu þjóðanna. # „Lærdómsmennirnir“ hafa borið þessar „umþenkingar“ á borð fyrir þjóðina í stað rök- semda, auk nokkurra fleiri at- hugasemda af sama tagi, sem verða skýrðar síðar. Það væri mjög æskilegt vegna álits háskólans að þessir bandamenn kommúnistaflokksins sýndu x ræðu og riti enn meiri „lær- dóm, og enn meiri staðgóða þekkingu heldur en í þessum byrjunaraðgerðum um endan- lega lausn sjálfstæðisbaráttunn- ar. Varnarlaust ríki hefir ætíð verið og er enn dæmt til dauða og tortímingar. FYRIRLESTUR í Gomla Bsó 17, marz s. I. • Ég hefi í vetur ritað allýtar- lega grein um landvarnarmál þjóðarinnar. Nokkur hluti greinarinnar birtist fyrst sem þingskjal. Síðan kom hún í 11. og 12. hefti Ófeigs árið sem leið og að lokum í sérprentun, sem er seld í bókabúðum út um land. Mönnum féll efni þessar- ar ritgerðar svo vel í geð, að hún var gefin út að nýju í stærra upplagi heldur en áður hefur verið gert með annað ritað mál á Islandi. Með þess- um hætti á greinin að geta komist inn á svo að segja hvert heimili í landinu. Ég fylgdi máli þessu eftir með fyrirlestri í Gamla Bíó 17. marz. Inngang- ur var seldur og komu inn rúm- lega 1800 kr. Renna tekjur þær í sjóð sem verja á til að gera fullkominn leikvang á Þingvöllum. Stór og góður á- heyrendahópur kom í Gamla Bíó. Rakti ég þar þá hættu, sem stafar af algerðu vamar- leysi lancfeins, þar sem það er

x

Landvörn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landvörn
https://timarit.is/publication/1926

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.