Landvörn - 06.04.1946, Side 3

Landvörn - 06.04.1946, Side 3
LANDVÖRN 3 í hernaðarefnum einhver þýð- ingarmesti blettur á jörðinni, þegar átök byrja um yfirráð hnattarins. Benti ég á að kommúnistar hefðu í frammi hótanir við borgaraflokkana, ef þeir beittu sér fyrir sáttmála um hervernd Bandaríkjanna. Það mál yrði þá fram að ganga í sumar, eftir kosningar. Til þess þyrftu allir góðir Islend- ingar að sameinast um átök í þessu eina máli. Landvörn er stofnað í því skyni að koma á þessari samheldni móti leiðtog- um kommúnista. Landvörn blandar sér hins vegar ekki í deilumál stétta og flokka, nema um þetta eina atriði. En það er líka stærsta mál þjóðarinn- ar. Þar er teflt um líf hennar eða dauða bæði í nútíð og framtíð. fSAóíþrói kommúnista. Alþýðublaðið fullyrti að kommúnistar hefðu sent nokk- urt lið inn á fyrirlestur minn til þess að hefja óspektir og hávaða. Ég gat þess í fundar- byrjun að enginn ávinningur væri fyrir andstæðinga mína að hindra flutning ræðunnar Hún yrði. þá prentuð þegar í stað og lesin af þúsundum í staðinn fyrir hundruð sem nú væru í salnum. Voru áheyrend- ur hinir prúðustu og fylgdu roksemdum mínum með djúpri eftirtekt. Þegar einhverjir ung- gæðingar gerðu sig líklega til að trufla ræðuna, þögguðu ná- búarnir niður óþörf andvörp þeirra. Áheyrendur vildu heyra um landvörn íslands og ekki láta trufla þær röksemdir. Bár- ust fréttir út um bæ, og þaðan út um allt land af „stemningu“ fundarmanna. Var mál manna að nú væri farið að breyta sókn kommúnista í vörn. Kommúnistar eiga nokkurt og mjög háróma fylgi meðal sumra nemenda í Háskólanum. Vildu þessir piltar halda annan fund til stuðnings kenningunni um varnarleýsi landsins. Þjóð- viljinn segir að þeim hafi orðið lítt ágengt. Enginn hafi viljað ljá þeim hús. Telur Þjóðviljinn að Gamla og Nýja Bíó hafi neitað, og auk þess Tjarnar- bíó sem er eign Háskólans. Þótti kommúnistum verst að vera í svo litlu áliti hjá kenn- urum Háskólans. Þá leituðu hinir órólegu stúdentar á náð- ir útvarpsins, en það gat ekki orðið við bæn þeirra. Síðast fréttist að forsprakkar Moskva- stefnunnar hafi í hyggju að halda útifund um hugsjónir sínar. Þykjast þeir annaðhvort ætla að tala af svölum þing- hússins eða frá dyraþrepi dóm- kirkjunnar. Vafalaust geta þeir einhversstaðar hóað söfnuði kommúnista saman undir ber- um himni en ekki er líklegt að forráðamönnum dómkirkj unnar eða forsetum Alþingis þyki þeir æskilegir í þinghúsinu eða dóm- kirkjunni. Borgundor- Engan vegsauka gat Hal- gerður á Hlíðarenda haft af því hvorki að guðs eða manna lögum, þó að hún hefði sent Melkólf þræl með nokkuð af osti þeim, er hún hafði rang- lega tekið, til nábúans í Kirkju- bæ. Ekki eiga Rússar heldur að auka hróður sinn með því að hernema Borgundarhólm í vor sem leið, þegar veldi Þjóðverja var hrunið, eyða þar borgum og bæjum með loftárásum, setja þar mikinn herafla, alger- lega í óþökk Dana, gera sér þar flugvöll og varnarvirki í fullri óþökk og kúga Dani til að greiða til framdráttar hernum á Borgundarhólmi 2 milljónir kr. mánaðarlega. Sögðu Danir, sem von var, að meðan þeir greiddu þennan blóðskatt gætu þeir lítið goldið til almennrar hjálparstarfsemi þjóðarinnar. I sumar þóttust Rússar hvað eftir annað vera að flytja lið sitt frá Borgundarhólmi, en alltaf reyndist það tálvon. Sennilegast þykir, að Stalin hafi hernumið klettaeyju þessa til þess að ægja Norðurlönd- um og halda uppi fráleitu taugastríði gagnvart þessum fé- lagslega þroskuðu þjóðum. I öðru lagi var hentugt að her- nema Borgundarhólm, og fara þaðan á heppilegum tíma til þess að gera Truman erfiðara fyrir með herverndarsáttmála við íslendinga. Borgundarhólm- ur er góð vígstöð, en þýðingar- lítil í samanburði við ísland. Hafa Rússar auk þess á sínu valdi nálega alla norðurströnd Þýskalands. Geta þeir frá þeim vígstöðvum hernumið Borgund- arhólm af Dönum svo að segja á augnabliki enda hafa þeir byggt þar flugvöll sem auð- gengið er að. Hafa grunnvitrir menn og óskygnir um stjórn- mál tekið leik Rússa með Borg- undarhólm sem vott um sann- girni af þeirra hálfu, en raun- verulega er allt málið þáttur í slægviturri landvinningastarf- semi, sem miðar að heimsyfir- ráðum. s Reykiavík, Aðdragandi þessa fundar er sá, að í haust sem leið reis kommúnistaflokkurinn með miklu offorsi gegn öllum við- ræðum um landvarnir Islend- inga í sambandi við Bandarík- in. Brá sendiherra Rússa í Reykjavík við, um leið og þetta umtal byrjaði, og var auðséð, að honum þótti málið skipta sig og sitt land allmiklu. Hafði kommúnistaflokkurinn uppi mikinn hávaða utan lands og innan. En flokksdeild þessi er hér á landi ennþa í mjög mikl- um minni hluta. Lét stjórn kommúnistaflokksins þegna sína hefja umræður í nemenda- félagi háskólans. Var nemend- um, sem fylgdu borgaraflokk- unum óhægt um vik. Kommún- istapiltarnir höfðu hátt, sögðu sinn flokk elska landið mest og fylgja eindregið bæði Einari á Þverá og Jóni Sigurðssyni. Borgaraflokkarnir þrír sögðu ekkert um málið, hvorki á þingi eða í blöðum sínum, ef frá eru taldar nokkrar ritstjórnar- greinar í Vísi. Fylgismenn borgaraflokkanna í háskólan- um höfðu þess vegna enga leið- sögn um málið frá sínum póli- tísku samherjum. Varð niður- staðan sú, að þeir vildu ekki sýnast öllu minni fylgjendur Einars á Þverá en byltinga- sinnar og tóku þess vegna þátt í ályktunum varðandi þetta mál. Áhuginn var samt ekki meiri en svo, að þegar tillaga var samþykkt í þessu efni, voru ekki nema um 50 nemendur á fundi. En kommúnistar settu tillöguna engu síður í útvarpið. Eftir að ég hafði flutt ræðu mína í Gamla bíó 17. marz, ákváðu kommúnistar að gera landvarnamálið að æsingarefni og beittu deild sinni í háskólan- um fyrir hávaðanum. Reyndu þeir að fá fundarstað, en var alls staðar synjað. Benti það á, að borgarar höfuðstaðarins hafi litlar mætur á framferði kommúnista í þessu efni. Að lokum afréðu þeir að safna saman fólki í port í miðbænum. „Sellukommúnistar“ voru látn- ir mæta til að klappa. Þó voru hinir fleiri, sem komu til að sjá leiksýninguna án þéss að láta skoðun í Ijósi. Enginn fundarmaður bar fram nokkra röksemd um það, hvernig ísland gæti haldið frelsi sínu, án sáttmála um vernd stórþjóðar. Á fundinum kom heillaskeyti, sem kommún- istar höfðu pantað frá einum heittrúaðasta fylgismanni sín- um í prentarastétt. Hvar sem til spyrst í höfuð- staðnum, sveitum og sjávar- þorpum, er allur almenningur fylgjandi því að semja um her- vernd við Bandaríkin. Þjóð- hollir og sæmilega þroskaðir menn vita, að varnarlaus smá- þjóð lendir fyrr en varir und- ir kúgunarhæl landræningja, sem vega að þeim, sem geta ekki varið sig. Rássnesk kúgui á NorðurSöndum. Rússnesk hætta vofir yfir Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Kemur þetta ómaklega fram gagnvart íslendingum, þannig að sænsk og dönsk blöð eru öðru hvoru með óviðkunnanlega forráðamanna umþenkingar varðandi sjálfstæðismál íslend- inga. I þessum blaðagreinum er sagt, að það sé nú efst á óska- lista Norðurlandaþjóða, að ís- land fái ekki hervernd frá Bandaríkjamönnum. Þessar bendingar eru ekki alvörumál dugandi manna í Svíþjóð og Danmörku. Allir skynsamir og þjóðhollir menn í þessum lönd- um óska í hjarta sínu eftir að Island haldi frelsi sínu, og að það verði ekki virki austrænn- ar kúgunar. Mjög yrði þröngt fyrir dyrum í Svíþjóð og Dan- mörku, ef Rússar hefðu á valdi sínu öll lönd austur og sunnan við Eystrasalt, og væru auk þess búin að gerí^ Island að Gibraltar móti Engilsöxum og Norðurlandaþjóðunum. Myndi þá skammt þess að bíða, að allar norrænu þjóðirnar á meg- inlandinu sætu við sama borð og fólkið í Eystrasaltsríkjunum situr nú. Blaðamenn í Dan- mörku og Svíþjóð ráðleggja Is- lendingum að neita vörn Banda-* ríkjanna, til að sýna austrænu stefnunni yfi rborðskurteisi, og kaupa sér stundarfrið móti að- steðjandi yfirgangi. íslending- ar duga bezt sjálfum sér og norrænum frændum með því, að vígbúast eftir beztu getu, þannig að engin einræðisþjóð telji sig eiga hingað erindi, t8

x

Landvörn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landvörn
https://timarit.is/publication/1926

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.