Landvörn - 12.07.1948, Side 1
tllað óháðra borgara.
L árg.
Reykjavík, 12. júlí 1948.
6. tbl.
(ý-ónai (ýónaon:
Heima og erlendis
Noregur og ísland.
Norðmenn og Islendingar hafa með samstarfinu um að
heiðra minningu Snori’a Sturlusonar lagt varanlegan grund-
völl að heppilegri sambúð frændþjóðanna á ókomnum öld-
um.
Þegar ísland byggðist frá Noregi fyrir tíu öldum, kom
í ljós ákveðinn málefnaágreiningur. Norðmenn stefndu að
sterku, arfgengu ríkisvaldi. Landnámsmennirnir íslenzku
kröfðust mikils frelsis fyrir einstaklinginn, og að ríkis-
valdið legði ekki nein veruleg bönd á athafnafrelsi borgar-
anna. I sambandi við þessa lífsskoðun stofnsettu íslend-
ingar þjóðveldi, þar sem lögð var megináherzla á jafn-
vægið í þjóðfélaginu og öryggi einstaklinganna fyrir sterku
ríkisvaldi. Frá landnámsöldinni og fram um 1200 lifðu
Norðmenn og íslendingar í vinsamlegri sambúð. Hver þjóð-
in um sig hélt tryggð við sitt stjórnarform, en virti að
fullu rétt frændanna í hinu landinu. En þegar vald kon-
ungs í Noregi óx og efldist, varð valdasóknin yfirsterkari
frændsemistilfinningunni. Norskir valdamenn neyttu afls-
munar og lögðu íslenzka þjóðveldið undir sig. Þá lamaðist
eðlilegur máttur fslendinga. Þjóðin gat ekki notið með-
fæddra hæfileika eða gæða landsins til fulls, nema hún væri
frjáls.
Fræðimenn hefja nýja sókn.
Eftir að Noregur varð frjáls 1814, hófust alhliða fram-
farir þar í landi. fsland átti þá enn eftir að búa við al-
danska innlimun um 60 ára skeið. í hinni sigursælu fram-
sókn Norðmanna á 19. öld varð mörgum af andlegum leið-
togum þeirra á sú yfirsjón að telja rétt og viðeigandi að
innlima ísland að fornu og nýju í veldi norsku þjóðar-
innar. Sagnfræðingar og bókmenntamenn fetuðu í þessu
efni í fótspor Hákonar gamla. fslendingar kunnu miður
vel þessum aðförum. Þeir vildu eiga sig sjálfir, móðurmál
sitt og öll söguleg og andleg afrek íslenzkra manna. Urðu
um þetta langvarandi átök, og höfðu þau, sem von var,
nokkur áhrif í þá átt að hindra hina eðlilegu og meðfæddu
frændsemis tilfinningu, sem jafnan er undir yfirborðinu
— jafnvel í kaldranalegum viðskiptum náskyldra þjóða.
Norska þjóðin vaknar. ,
Fyrir 30 árum hófst í Noregi öflug móthreyfing gegn
innlimunarstarfsemi sagnfræðinganna. Leiðtogar norsku
ungmennafélaganna hófu þessa baráttu, og þeir notuðu
minninguna um Snorra Sturluson til að grundvalla milli
frændþjóðanna réttlátan og sómalegan frið. Þeir hófu al-
menna fjársöfnun um land allt til að reisa Snorra Sturlu-
syni glæsilegt minnismerki bæði á íslandi og í Noregi. Þar
með skyldi viðurkennt tii fulls, að Snorri hefði verið ís-
lenzkur snillingur, sem gerzt hefði stórfelldur velgerða-
maðnr allra Norðmanna. Um leið og þetta var viðurkennt,
féll að sjálfsögðu niður deilan um almenna innlimun ís-
lenzkrar menningar í andlegU veldi Norðmanna. Vakning-
aralda barst frá norskum ungmennafélögum til allra lands-
hluta og allra stétta. Sjálft hásætið varð höfuðvígi í þess-
ari sókn sögulegs réttlætis.
Og nú er lokið þessum sögulega þætti í samskiptum
Norðmanna og Islendinga. Líkön Snorra í Reykholti og
Björgvin eru hin ytri tákn. Framvegis verða afrek Snorra
og minningin um frægð hans sá grundvöllur, sem sam-
skipti frændþjóðanna byggjast á. I þeim fáu orðum, sem
ég mælti í Björgvin hinn 23. júní s. 1. við afhjúpun Snorra-
styttunnar, leitaðist ég við að skýra þessa nýju afstöðu.
Nú er komið á það réttláta jafnvægi og sú gagnkvæma
vinátta, sem einkennir skipti Norðmanna og íslendinga frá
landnámsárunum, og þar til er valdamenn Norðmanna hófu
innlimunarherferð sína á verk Snorra Sturlusonar.
Norðmenn gerðu Ólaf Haraldsson að andlegu samein-
ingartákni fyrr á öldum. Þeir gerðu hann að dýrlingi fyrir
andlega yfirburði, þrátt fyrir mikinn mannlegan veikleika.
Nú er Snorri Sturluson og minning hans eins konar end-
urtekning á aðstöðu Ólafs Haraldsonar. Manngildið var
ófullkomið, en lista og vinnuhæfileikarnir stórfelldir. Und-
ir nútíma kringumstæðum á Snorri Sturluson að vera tákn
norrænnar samhyggju. Hinar fjölmörgu veilur í skapgerð
hans hættu að hafa almenna þýðingu um leið og Árni
beizkur hafði vegið hann. En í ritsnilld hans og fræði-
mennsku eru engar veilur. Að þeirri hlið er nánar vikið
í smáræðu þeirri frá helgunarhátíð Snori’a í Björgvin, er
hér fer á eftir.
Dýrlingur í nýjum sið.
Fyrir níu öldum átti norska þjóðin hetjukonung, sem
lét lífið í orustu við Stiklastað fyrir trú sína og sjálfstæði
Noregs. Eftir andlát konungs sannfærðist norska þjóðin um,
að Ólafur Haraldsson væri enn að verki með henni, —
stórhuga og fús að hjálpa, hvenær sem leitað væri eftir
vernd hans eða aðstoð. — Ólafur konungur Haraldsson
varð á skömmum tíma dýrlingur, og trúin á helgi hans
barst út um öll Norðurlönd.
Nokkru síðar, — fyrir sjö öldum, — var í Reykholti á
íslandi stórbóndi, æðsti maður lýðveldisins, vísindamaður
og skáld. Það var Snorri Sturluson. Hann lét — eins og
Ólafur helgi lífið fyrir andlega yfirburði sína og sjálfstæði
ættjarðarinnar. Eftir nokkrar aldir hófst í Noregi og síð-
ar á íslandi trú á helgi Snorra. Hann varð á nútíma vísu
dýrlingur norrænna þjóða. Fyrir mátt hans og atbeina
tóku að gerast kraftaverk. Hann efldi fylgjendur sína til
afreksverka. Með aðstoð hans endurreistu Norðmenn há-
sæti Haraldsættarinnar, og Islendingar mynduðu nýtt lýð-
veldi.
Þegar Snorri Sturluson ritaði Heimskringlu, stóð hann
á hátindi þeirrar menningar, sem hið forna íslenzku lýð-
veldi átti mesta. Vegna þeirra yfirburða og þekkingar á
landi og þjóð í Noregi tókst Snorra að rita fornsögu lands-
ins með þeim ágætum, að hann varð einn af höfuðsnilling-
um allra þjóða og allra alda.
Trúin á helgi Snorra varð almenn um öll Norðurlönd,
en þar kom um síðir að æskumenn í Noregi og Islandi urðu
á sáttir um að taka saman höndum, yfir hafið til að hrinda
í framkvæmd opinberri helgun þessa mikla velgerðarmanns
norrænna þjóða, og frá æskunni barst þessi vakningaralda
til allra annarra þjóðhollra manna í báður löndunum. Lík-
ön Snori'a, eftir einn af öndvegishöldum heimslistarinnar,
hafa verið reist í Reykjavík og í Björgvin. Gröf hins mikla
sagnfræðings er að vísu glötuð, en Heimskringla lifir og
er að verki í hundrað þúsundum norrænna heimila. Sú bók
mun ætíð verða leiðarljós á vegum Islendinga og Norð-
manna, hvar sem þeir fara, meðan þessar þjóðir muna
uppruna sinn og norrænar hetjudáðir. Óbornar kynslóðir
í Noregi og á íslandi munu minnast með þakklæti þeirra
daga 1947 og 1948, þegar norskir konungsmenn og íslenzkir
lýðveldissinnar staðfestu á eftirminnilegan og hátíðlegan
hátt helgi Snorra Sturlusonar.
Þeir, sem koma hér saman í dag, og þær milljónir sem
fylgjast í anda með þessari samkomu í Noregi og á ís-
landi, eru að leggja síðustu hönd að verki við að helga
annan höfuðdýrling norrænna þjóða. — J. J.
Fulltrúar íslands á Snorrahátíðinni í Bergen komu með flugvél
frá Osló til Keflavíkur að kvöldi h. 5. júlí. Á meðan þeir dvöldust í
Björgvin fóru þeir í boði norsku Snorranefndarinnar suður með
Hörðalandi til að skoða forna sögustaði, sem frægir eru úr Heims-
kringlu. Léði Bergenska gufuskipafélagið norsku Snorranefndinni -
glæsilegt skip til fararinnar. Bergensbúar eru stoltir af hinum at- J
hafnasama og fagra bæ sínum, enda skortir þá aldrei stórhug né
örlæti til að fegra hann og gera virðingu hans sem mesta. Mættum |
við margt af þeim læra í því efni. — r.
Malbik — Step
Einn af hagsýnustu og ötulustu
kaupsýslumönnum okkar Islend-
inga var í vor á ferð vestur í
Bandaríkjunum.
I New York tók hann eftir
því, að mjög víða þar sem götur
voru malbikaðar, voru menn að
lagfæra skemmdir á götunum,
Honum þótti þetta merkilegt, og
spurði, hvort malbikaðar götur
þyrftu að jafnaði svo mikiila
lagfæringa við. En viðgerðar-
mennirnirsvöruðu: Síðasti vetur
var kaldur og umhleypingasamur
í New Ýork. Snjór lá oft dálítinn
tíma á götunum, og þegar hann
þiðnaði, skófu bílamir slitlagið
ofan af, svo að víða urðu holur
eftir. Steyptu göturnar voru ó-
skemmdar.
Þetta er merkileg reynsla,, sem
íslenzkir verkfræðingar ættu að
gefa nánari gaum.
Malbikunin hentar ekki vot-
viðrasömu loftslagi og umhleyp-
ingasömu.
Verkfræðingar Reykjavíkurbæj -
ar hafa undanfarin ár lagt
milj. króna í gatnagerð. Höfuð-
áhersla hefjur verið lögð á mal-
bikun. En þó að malbikuð gata
sé mikil endurbót í staðinn fýrir
forarvilpurnar, sem hér voru áð-
ur, að minnsta kosti fyrir gang-
andi fólk, þá eru flestir aðrir
en þeir, !sem fyrir þessum verk-
um standa, búnir að veita því at-
hygli, að malbikun getur ekki
veríð framtíðargatnagerð hér á
landi.
Bifreiðastjórar segja, að engar
götur séu jafn hættulegar um-
ferðar og malbikaðar götur, sem
orðnar eru holóttar. Bílhringarnir
höggvast sundur á skörpum brún-
um holanna og erfiðara er að
sjá þær en aðrar torfærur á
vegum.
Sú sauðþráa íhaldssemi, sem
hér er að verki, væri fyrirgefan-
leg, ef menn þekktu ekki annað
betra. En þeir sárfáu götuspottar,
sem steyptir hafa verið, sýna ótví-
rætt, að við eigum að hefja þá
gatnagerð hér á landi af fullri
alvöru.
Þeir heildsálar, sem undanfarin
ár hafa flutt inn þúsundir og
aftur þúsundir tonna af sementi,
eiga að hefjast ha*nda og setja á
stofn fullkomna sementsverk-
smiðju. Sémentsnotkun okkar Is-
lendinga er svo mikil, að óverj-
andi er að flytja það mikið leng-
ur inn til landsins, og lengi mun
steinsteypa verða talin hentug-
asta og endingarbezta byggingar-
efnið hér á landi.
Borgari.
Vegna sumarleyfa í
prentsmiðjunni mun
næsta blað Landvarnar
ekki koma út fyrr en
viku af ágúst.