Landvörn - 12.07.1948, Page 2

Landvörn - 12.07.1948, Page 2
s LANDVÖRN Flóttirm. úr sveitunum Verzlunarófrelsi Sumar vefnaðarvorubíiðirnar í Reykjavík hafa nu á boð- stólum handklæði, sem nýlega hafa verið keypt frá Tékkó- slóvakíu. Þetta er vörutegund, sem lengi hefur vantað í verzl- anir víðsvegar í bæjum og byggðum Iandsins. Þegar svo hand- klæðin koma, þá eru þau keypt inn frá Tékkóslóvakxu, sam- kvæmt fyrirmælum ráðanna og nefndanna. Útsöluverð þessara handklæða er, kr. 19,00 og kr. 25,25 stykkið, eftir stærð og gæð- um. Til samanburðar þessu, er handklæði, sem ferðamaður úr Reykjavík, keypti nýlega í búð, í Randaríkjunum. Við saman- burðinn kom í ljós, að bandaríska handklæðið hafði sömu lengd og 25,25 kr. handklæðið, en var 10 cm.' breiðara og efnið mikið þykkara og í alla staði vandaðra í því bandaríska. Verðið á þessu handklæði frá Bandaríkjunum hefði orðið með kostnaði, toll- um og álagningu, út úr búð hér, kr. 8,75 stykkið. Þetta er eitt dæmi af mörgum, sem ijóslega gefur þjóðinni til kynna, hve viðskiptamálum okkar er óviturlega hagað. Hér er um að kenna margra ára vanþekkingu og reynsluleysi þeirra nefnda og ráða. sem með yfirsíjórn þessara mála hafa farið og fara enn. Hvers vegna er ekki unnið miklu öflugar að því, en hingað til hefur verið gert, að vinna markaði fyrir útflutningsvörur okkar í Bandaríkjunum? Þar eru svo stór og mannmörg lönd og þar fer fram mesta verzlun veraldarinnar, svo slíkan markað mun- aði lítið um framleiðsluvörur okkar. Þó við yrðum að selja vörur okkar þangað eitthvað ódýrari, að krónutali, þá gætum við keypt þar margar vörur 200—300 próseitt ódýrari, heldur en frá sum- um þeim Evrópulöndum, sem við eigum nú viðskipti við, eða fengið vörurnar greiddar í frjálsum gjaldeyri, dollurum. Hér er um að ræða eitt hið allra mikilvægasta hagsmunamá) i viðskipta- lifi okkar fslendinga, þess vegna þurfum við að vera vel vak- andi í þessum málum og gera öflug átök til að koma þeim á réttari brautir. Fyrir nokkrum árum skrifuðu tveir landskunnir stjórnmála- menn um viðhorf bænda til ís- lenzkra stjórnmála og konnist báðir að þeirri niðurstöðu, að bændur hugsuðu almennt ekki út frá stéttarsjónarmiðum, held- ur. út' frá því, sem þeir teldu þjóðinni fyrir beztu í heild. Þessar blaðagreinar vöktu mikla athygli, og munu flestir hafa verið þeirrar skoðunar, pð þetta væri rétt athugað. Þegar þess er gætt, að allar aðrar stéttir haga sér í stjórn- málum einvörðungu út frá sjón- armiði eigin hagsmuna, þá er það augljósf, að bændunum er stórhættulegt, fjárhagslega og stjórnmálalega séð, að hafa ekki tekið upp sömu hætti. Árangur- inn er líka augljós. Þegar „ný- sköpunarmennirnir“ tóku eitt hundrað milljónir króna til að lána í sjávarútveginn því nær Vaxtalaust, fékk tandbúnaðurinn tíu milljónir í skjaldaskriflum ög baugabrotum. — Ef nokkur skilningur hefði verið hjá leið- andi stjórnmálamönnum, hefði landbúnaðurinn átt að fá tvö hundmð milljónir á móti fram- laginu til sjávarútvegsins. * - - ■ Eins og málum er nú kornið í islenzkum stjórnmálum, verð- ur bændastéttin að sameinast í eina heild um hagsmunamál sín eins og aðrar stéttir, í stað þess að vera leiksoppur í höndum stjórnmálaflokkanna, eins og stéttin hefur verið hingað til. Þetta viðhorf bændastéttar- innar fil stjórnmálanna er vafa- laust einhver veigamesta ástæðan fyrir því, að sveitirnar eru að tæmast að fólki. Unga fólkið ér á flótta úr sveitinni, og bænd- ur á öllum aldri og í alls konar kringumstæðum flýja sveitina án þess að nokkur skynsamleg ástséða sé fyrir þessum flótta. — Það hefur að vísu verið útbásún- að lxjá ýmsu „slagorðafólki“, að ekki sé hægt að lifa „mannsæm- andi“ lífi í sveitunum. — Ég hef nú reyndar aldrei skilið, hvað felst í þessu orðskrípi, en víst er um það, að það hefur haft sín áhrif til að gera sveita- fólkið óánægt með kjör sín. Meginástæðan fyrir flóttanum úr sveitinni mun vera sú, að fólk býst við meiri peningatekj- um í bæjunum (sem í flestum tilfellum er rangt), og einkan- lega meiri þægindum, s. s. raf- magni, auðveldari skólamennt- un fyrir börnin og meiri skemmtunum. Þá koma og oft tit greina ýmsar persónulegar ástæður, sem oft eru þó aðeins tylli- ástæður til að afsaka flóttann. Það sorglega við þennan flótta úr sveitinni ér það, að bændur, þó í góðum efnum séu í sveit- inni, verSa öreigar viö að flytja til bœjanna. — Söluverð góðra jarða og bústofns hrekkur sjald- an fyrir lélegu húsnæði í báejun- um, og er þá ekki á annað að treysta til lífsframfæris en vafa- sama daglaunavinnu. — Þess eru heldur ekki fá dæmi, að bændur hafa hlaupizt frá jörð- um sínum án þess að geta selt þær, — skilið þær eftir í eyði —, og ekki haft annað handa á milli í nýja heimkynninu en það, sem þeir hafa fengið fyrir bústofninn. * Hér er öllu snúið öfugt. 1 stað þess að flýja sveitina til þess að öðlast þægindi þau, sem bæirnir hafa að bjóða, eiga bændur að hafa þann metnað að sitja kyrr- ir í sveitunum, en sameinast í kröfunum um að fá sams konar þægindi í sveitirnar eins og nú ei’u í bæjunum. Þar er það eink- um rafmagnið, senx uin er að ræða, en það ætli ekki að véra neitt sérstakt kraftaverk að láta um 6000 sveitabýluin í té næg- an stuðning til þess að þau geti fengið nægilegt rafmagn til heimilisþarfa á næstu árum. — Líkléga kostaði það ekki öllu meira heldur en hin fyrirhug- aða nýja Sogsvirkjun og Laxár- samanlagt. — Bændur verða aðeins að gæta þess, að láta ekki ginna sig með loforð- um um rafmagn frá hinúm stóru rafstöðvum. Á meðan flutning- ur á rafmagni kostar jafnmikið og nú, er engin von til þess að rafmagnsþörf sveitanna verði fullnægt á þann hátt, nema að- eins þar, sem þéttbýlið er mest. Flóttinn úr sveitinni er blett- ur á íslénzkri bændastétt, eink- um Tiinu unga fólki. Sá blettur verður ekki afmáður og þjóð- inni ekki bjargað frá stjórnar- farslegri og fjárhagslegri tortím- ingu, nema fólkið hverfi aftur í sveitina. — Þeir sem enn biia í sveitunum verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að búa sem bezt í haginn fyrir þá, sem vilja flvtjast í sveit og í- lendast þar. Og umfram allt annað: íslenzka bændastéttin verður að sameinast í kröfum sínum um að fá þau þægindi upp í sveitirnar, sem sveitafólkið þyk- ist nú vera að leita eflir með flóttanum til bæjanna. Það ér fyrst og fremst rafmagnið og nauðsynlegir búvegir. ÖII aukn- ing á rafmagni bæjanna og end- urbætur -á skemmtivegum verða að bíða, þangað til að búið er að sjá öllum byggðum og byggi- legum bændabýlum fyrir nauð- synlegu rafmagni og sæmilegum samgöngum. Og um þetta þarf bæiidastéttin ekki að biðja sem neina ölmusu, heldur sem sjálf- sagt framlag þjóðfélagsins til að afstýra þeim þjóðarvoða, sem fram undan er, ef sveitalíf á ís- Iandi verður lagt i rústir fyrir skammsýni valdhafanna og manndómsleysi bændastéttarinn- ar í því að standa saman um hagsniunamál sín og flýja ekki af hólminúm, þótt á móti blási. Þ.v. virkjun NÝJASTA IMÝTT Hugsið ykkur, góðir borgarar og kjósendur í Reykjavík. Nýjasta ákvörðun borgarstjórans og for- manns fegrunarráðs Reykjavíkur kvað vera sú, að setja sorpeyð- ingarstöðina, þegar hún verður sett á laggirnar, efst upp á Öskju- hlíðina! Það verður dásamleg viðbót við síldarbræðslustöðina í Örfirisey og grútarbræðsluna við hafnar- bakkann, að sjá sorpbílana alla daga vfkunnar trilla upp á há hlíðina — og sjá og finna reyk- inn af réttunum leggja yfir „bæ- inn með hinu dásamlega útsýni". Ef þetta kemst í framkvæmd, þá er sýnt, að ekki á að hallast á. Það á að vera samræmi í hlut- unum. * Fyrir tæpum tíu árum skrifaði einn góður borgari þessa bæjar, Jón Helgason kaupmaður á Skóla- vörðustíg 21, ágæta grein um skipulagsmál Reykjavíkur. Hann segir þar meðal annars: • „Þegar byggja skal bæ eða borg, er alveg nauðsynlegt að taka fullt tilit til þriggja höfuðatriða: >1. afstöðu bæjarins til staðhátta og umhverfis. 2. útlits og samræmis bygginga, og 3. umferðar. Á nútíma mælikvarða er sú borg illa byggð, sem ekki er byggð í samræmi við þetta þrent. En til þess að tryggja það, að þessum höfuðatriðum sé fylgt, þarf fyrst og fremst skipulagsuppdrátt, það er að segja, að setja allar fram- kvæmdir á fast form fyrirfram, bæði þær sem stefna að aukningu bæjarins, og eins hinar, sem miða að því að endurskipuleggja eldri hverfi. .... Það er augljóst mál, að í skipulagsmálum Reykjavíkui’bæj- ar hefur ríkt hinn mesti glund- roði og óákveðni mörg hin síðari ár. Því til sönnunar nægir að benda á það, að um margra ára skeið hefur enginn samþykktur skipulagsuppdráttur verið til fyr- ir bæinn (athugið, að þetta er ritað fyrir nærri tíu árum síðan). Það eitt út af fyrir sig er svo fráleitt, að enginn orð fá lýst. Þegar svo þar við bætist, að ein- mitt öll þessi ár, sem Reykjaví.k hefur verið án skipulagsupp- dráttar, hefur árlega verið byggt meira, en áður á áratug, og nú nær eingöngu úr steini, en áður mest úr timbri. Verður það til þess að undirstrika enn frekar hið algjöra giftuleysi, sem fylgir þess- um málum höfuðborgar íslands. .... Það væri óneitanlega djúpt tekið í árinni, að segja, að Esjan hajfi verið eyðilögð. En fegurð hennar höfum við Reykvíkingar sannarlega ekki fært okkur í nyt sem skyldi. Eg fullyrði, að ein- mitt Esjunnar vegna gætum við íslendingar átt eina af fegurstu götunum í höfuðborgum Evrópu, og á ég þar við Skúlagötuna. Aðr- ar þjóðir hefðu vafalaust haft vit á því, að prýða höfuðborg sína, með því að fegra einmitt þessa götu, þar sem hið undur fagra útsýni til Esjunnar nýtur sín allra bezt. Margir útlendingar, sem víðs hafa farið, halda því fram, að Esjan, með hinu ótæmandi lit- skrúði sínu, sé fallegasta fjall sem þeir hafi séð. Fegurð Esju og útsýnið til hennar á sólríkum sumarkvöldum, er einmitt sérstak- lega frá þessum stað, svo dásam- legt, að mig furðar stórlega á því, að engum skuli hafa dottið í hug, að þessari götu, Skúlagötu, sæma aðeins hin veglegustu mann- virki. ...: Þá eru það verksmiðjurii- ar, þær sýna ef til vill betur en flest annað hið fullkomna skipu- lagsleysi, sem ríkir um bygging- ar í Reykjavík hin síðustu árin. Nokkrar þeirra hafa verið byggðar við .Skúlagötuna, þá göt- una, sem gæti v.erið langglæsileg- asta gatan í öllum bænum, og þar sem aðeins ætti að byggja fögur stórhýsi. Aðrar hafa verið settar í Rauðarárholtið, þann blett í Reykjavík, sem var eitthvert allra ákjósanlegasta íbúðarhúsastæði bæjarins. Loks er nú verið að demba verksmiðjum á svæðið inni undir Höfða, sem einnig er kjörið fyrir íbúðarhús. Að hola verksmiðjunum niður hingað og þangað, innan um íbúð- arhverfin, er óafsakanlegt með öllu, þegar landrými er nóg ann- ars staðar fyrir þær. Það er eng- in framsýni í því, að byggja nokkra verksmiðju nær bænum en fyrir innan Elliðaár. Landspildan milli Grafarvogs og Árbæjar og þar austur af, er tilvalin fyrir verksmiðjuhverfi.' Það skiptir engu, hvort skrefið er stigið fullt áratugnum fyrr eða síðar, til þess að tryggja framtíðarlausn á þessu máli. Sumum kann að þykja nokk- uð langt og erfitt með flutning til og frá verksmiðjunum, séu þær fyrir innan EUiðaár. En það þótti líka einu sinni langt frá Læk og upp að Skólavörðu. Ef verkpmiðja á framtíð fyrir sér, þarf hún að hafa útþensluskilyrði, en þ’au hef- ur engin verksmiðja inni í bæn- um“. Þessar þörfu og hyggilegu á- bendingar voru skráðar fyrir nærri tíu árum. Síðan hefur bær- inn þanizt út í allar áttir, fyr- irhyggjulítið og venjulega mun blind tilviljun hafa ráðið og að- staða þeirra, sem í hlut áttu, hvað ofan á varð um skipulag í það og það skiptið. Ennþá mun ekki vera til allsherjar skipulag af bænum. Tvær nefndir togast þar á, og er fáheyrt, að örfáum sauð- þráum mönnum skuli fengið svo mikið vald í hendur, að þar geti dutlungar ráðið, hvort þeir, toga Fundarhöld á Akureyri Þrjár merkar samkomur voru haldnar á Akureyri í s.l. mánuðL f fyrsta lagi hélt S. í. S. þar að- alfund sinn. Var Sigurður Krist- insson þar kosinn formaSur sam- bandsstjómar í sæti Einai'S heit- ins á Eyrarlandi. Margir munu hafa búizt við, að Eysteinn Jóns- son yrði kjörinn í þetta sæti, en harín var endurkjörinn varafor- maður. Gæti þetta bent til þess, að félagsmenn S. í. S. vildu ekki dragast ósjálfrátt inn í deilur um dægunnál með oddamönnum sín- um. Landsfundur Sjálfstœðismanna var einnig haldinn á Akureyri. Það vakti einkum eftirtekt, að Olafur Thors deildi harkalega á Framsóknarflokkinn í aðalræðu sinni og beindi þó einkum skeyt- um sínum að Eysteini ráðherra. Virðist þar tvennt geta valdið: Annaðhvort ætli Ólafur að losá um núverandi stjórnarsamstarf eöa hann vilji brýna Eystein á því, að hann hafi tæplega nauð- synlegt taumhald á a'Salmálgagni Framsóknarflokksins og hollustu þess við ríkisstjórnina. Af samþykktum flokksins er sú einna merkust, að fulltrúamir lýstu yfir eindregnu fylgi við stefnu Vestui-veldanna í baráttu fyrir fiælsi og lýðræði. Alþýðu- flokkuxinn mun áður hafa lýst yf- ir svipaðri afstöðu, en ályktanir Framsóknarflokksins eru enn á reiki í þessu efni. TJngir framsóknarmenn komu einnig saman á aðalfund sinn á Akureyri. Voru samþykktir þein’a næsta undarlegar og það svo, aS líkast er því sem þeir hafi sagt sig úr lögum við móðurskipið og ætli að sigla sinn sjó. M. a. lýstu þeir yfir óánægju með nú- verandi ríkisstjórn — þvert öfan í miðstjóm flokksins — og á fundi í Austurbæjarbíó í vor stóðu full- trúar ungra framsóknarmanna að tillögu, er lýsti yfir ánægju með samstarf núverandi stjórnmála- flokka. Skrifaði Vigfús Hreða- vatnsgoði þá ávítur í Tímann til hinna ungu manna, en þeir svör- uðu með hortugheitum. Nú virð- ist Vigfús hafa látið þá setja ofan. Á fundinum var felld tillaga þess efnis að fordæma stjómar- samvinna við kommúnista, en sam- þykkt að veita ekki ofbeldisflokk- um brautargengi. Mun Vigfús skera úr því, hver skuli ofbeldis- flokkur heita, þegar þar að kemur. Loks var samþykkt ályktun í anda Vigfúsar um uppsögn Keflavíkur- samningsins. gæruna af þér í dag eða mér á morgun. Á þetta hafa yfirvöld bæjarins horft árum saman og ekki nennt að taka hendur úr vösum til þess að kippa því í lag. En nú er talið, að þeir muni vera búnir að hugsa nóg, og hafi loks tekið ákvarðanir, og niður- staðan orðið síldarbræðsla í Örfir- isey, bræðsluskip við hafnarbakk- ann, nýr öskuhaugur í Vatnsmýr- inni og sorpeyðingarstöð uppi á Öskjuhlíð. Það er eðlilegt, að það þurfi langan aðdraganda að svo „gagn- merkum“ framkvæmdum. Borgari. )

x

Landvörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landvörn
https://timarit.is/publication/1927

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.