Landvörn - 12.07.1948, Side 3

Landvörn - 12.07.1948, Side 3
LANDVÖRN S otttfodrtt Blað óháðra borgara. Rit8tjórar: Helgi Lárusson og Jónas Jónsson. \ ÁbyrgðarmaSur: Jónas Jónsson. Afgreiðsla: Laugavegi 18 A (BókabúSin). Sími 5093. Isafoldarprentsmiðja h.f. Merkileg og virhuleg menningarstojnun Er ísland óbyggt heimsskautaland? Árið 1911 stofnaði danskur mað- ur, Niels Poulson, félagsskap í Bandaríkjunum til þess a‘ð efla og greiða fyrir gagnkvæmum náms- ferðum og andlegri kynningu Ameríku- og Norðurlandabúa. Ánafnaði Poulson félaginu eignir sínar, sem voru allmiklar og nefndi það Tlie American Scandinavian Foundation. Síðan hafa verið stofnuð hliðstæð félög á Norður- löndum, í Danmörku 1914, Noregi og Svíþjóð 1919 og á Islandi 1940, (íslenzk- Ameríska félagið). Eru konungar Norðurlanda vernd- arar félagsdeildanna í löndum sín- um. Aðalstofnunin og félögin á Norðurlöndum hafa tekjur af ár- gjöldum meðlima sinna og gjöfum einstakra manna og stofnana. T. d. fékk Hákon 7. Noregskonungur stofnuninni afmælisgjöf þá, 50.000 dollara, er norgka þjóðin færði honum 1945. á 40. ríkisstjórnar- afmæii hans. I starfi sínu leggur stofnunin áherzlu á að greiðafyrir háskólanemendum og kynnisför- um iðnaðarmanna. Árlega sækja amerískir stúdentar nám til há- skóla á Norðurlöndum og fá til þess styrk frá stofnuninni, en hinir eru þó miklu fleiri, sem léita til náms frá Norðurlöndum til Bandaríkjanna. Fá þeir styrki frá deildunum í heimalandi sínu og ennfremur styrki og fyrir- greiðslu frá handarísku stofnun- inni. I öðru lagi er greitt fyrir starfsmönnum og iðnlærðum mönnum, sem dveljast um skeið 9ið bandarísk atvinnu- og iðn- fyrirtæki til að kynna sér tækni ,og vinnubrögð Ámeríkumanna. Sumir iðnlærðir menn fá blátt áfram kaup fyrir vinnu sína, samkvæmt undanþágu, sem stofn- unin útvegar frá vinnulöggjöf Bandaríkjanna. Aðrir fá styrk frá stofnuninni (180 dollara á mán.) til dvalarinnar, en venjulegast tekur viðkomandi fyrirtæki þann kostnað á sig og endurgreiðir stofnuninni hann. Loks vinnur stofnunin að al- hliða kynningu Norðurlanda og Ameríku, gefur út ársfjórðun^s- tímarit í því skyni, á norrænt bókasafn og leysir úr fyrirspurn- um margra einstaklinga um Norð- urlönd. Þá sér stofnunin um fjrrir- lestraferðir hinna ágætustu fræði- manna frá Bandaríkjunum til Norðurlanda og býður norrænum fræðimönnum til amerískra há- skóla. Er þetta allt hin virðu- legasta landkynning. — Einhvers staðar sá ég þess getið, að Banda- ríkin væru aðallega kynnt með Hollywoodkvikmyndum í Evrópu, en þá landkynningu teldu margir Bandaríkjamenn hvorki virðulega né réttilega. Hingað til mun aðeins einn ís- lenzkur fræðimaður hafa sótt heim Bandaríkin á vegum The American Scandinavian Founda- tion. Er það Sigurður Nordal, sem flutti fyrirlestra við Harvardhá- skóla. Hins vegar hefur aldrei komið hingað sendikennari frá Bandaríkjunum, þótt þeir hafi heimsótt alla aðra háskóla á Norð- urlöndum. Stofnunin hefur þegar styrkt nokkra ísl. stúdenta til náms i Bandaríkjunum og greitt fyrir fleirum með því að litvega þeim skólavist. * Hér var nýlega á ferð forseti The American Scandinavian Foundation, Lithgow Osbome. Þykir honum Island heldur hafa dregizt aftur úr í skiptum sínum við stofnunina, samanborið við hin Norðurlöndin. Fáir iðnaöar- menn eða verkfræðingar hafa far- ið kynnisfarir til Bandaríkjanna enn sem komið er ,og mundu þó margir fúsir til ferðar. Islenzk- ameríska félagið hefur haft mjög hljótt um starfsemi sína, meðlimir þess munu fáir, og fjárráð lítil. Nú eru hins vegar námsmenn orðn- ir svo margir, sem dvalizt hafa vestan hafs. áð grundvöllur er fenginn fyrir aukinni starfsemi félagsins. Bíður þess áreiðanlega mikið og umsvifamikið starf hér á næstunni — ekki síður en hjá frændþjóðum okkar austan hafs. J. Ey. Austrið og vestrið mætist í Ber- lín, en samlagast ekki. Má líkja borginni við opna púðurtmmu, sem gæti sprungið í loft upp, ef skot hlypi úr byssu að óvörum. Ibúar borgarinnar eru eins og mýs í gildru. Rússar hindra flutninga- vestan frá jneð valdi, enda þótt það geti innan skamms valdið hungursneyð í borginni. Þeir hafa þama miklu sterkar aðstöðu en vesturveldin, og beita bolabrögð- um en hinir engilsaxneskri seiglu. Er framkoma Rússa í Berlín ennþá eitt dæmi þess, að þeirvið- urkenna ekki venjulegar dreng- skaparreglur í skiptum við aðrar þjóðir, ef þeir hafa afl til að láta hendur skipta. Smám saman mun vesturlandabúum skiljast þetta, ðg mörgum er það nú þegar Ijóst. Þess vegna er rangt að líta á kommúnistaflokkana sem venju- lega stjórnmálaflokka. Þeir eru ekkert annað en samblástur til að undirbúa valdatöku með ofbeldi. Járntjaldið blaktir Kyrrðin austan járntjaldsins hefur allt í einu verið rofin. Tító er fallinn í ónáð og borinn þung- um sökum .M. a. kvað hann hafa talað af léttúð um rauða herinn. Enginn veit með vissu, hvert sak- arefnið er í raun og veru. Ef t-il vill hefur Tító vaðið í þeiiri villu, að hann gæti haldið fullu sjálf- stæði lands síns innan hins aust- ræna bandalags. Eitthvað svipað vakti fyrir Qvisling á sinni tíð. En Hitler hló að slíkum bama- skap. Serbar eru gömul bænda- þjóð og hafa barizt fyrir sjálf- í síðasta blaði Landvarnar ræddi ég nokkuð á víð og dreif um rann- sóknarferðir ritlendinga hingað og nauðsyn þess að veita þeim bæði fyrirgreiðslu og ' aðháld, ef vér vildum ekki láta skoða Island sem óbyggt heimsskautaland, sem allir gætu troðið fótum og atað ógeðs- legum örnefnum, eins og gert hefur verið á Grænlandi og Svalbarða. Nefndi ég heimsókn hinna sænsku vísindamanna sem dæmi um góða gesti, er gættu ýtrustu kurteisi í garð lands og þjóðar. Sama dag- inn og þessi grein var prentuð, frétti ég um nýjan og flestum ó- væntan leiðangur hingað til lands. Eru þar komnir 17 menn frá Tékkóslóvakíu með allan útbúnað eins og setulið til tveggja mánaða rannsókna á ■ Islandi. Blaðamenn eru kallaðir til viðtals. Sjálfir em þeir að mestu mállausir á vestræn- ar tungur, en íslenzkur maður tekur sig' fram um að túlka er- indi þeirra. Ætla þeir einkum að rannsaka ísaldar menjar, gróður og dýralíf hér á landi og velja sér bækistöðvar í Brunnum norður af Þingvöllum. Þess er sérstaklega getið ,að ljósmyndari sé með í förinni, og Benes, fyrrverandi for- seti, hafi lagt mikla blessun yfir fyrirtækið og jafnvel styrkt það með peningum. Öll frásögnin, sem blöðin bii'tu um þetta, var haria ‘þokukennd, ef ekki óskiljanleg með öllu. Sérstaklega var tekið fram, að leiðangurinn ætti að rannsaka gróður í fjöllum, sem staðið hefðu upp úr jökli á síðasta ísaldarskeiði hér á landi. Þæi' rann- sóknir eru ekki ókunnar íslenzkum fræðimönnum, og í Noregi liggja þær ljóst fyrir. Eðlilegt hefði því verið, að þessir menn hefðu leitað til staðkunnugra fræðimanna í stæði sínu öldum saman. Má því vera, að þeir kunni illa hinni kommúnistísku flatsæng til lengd- ar. Hitt gæti og hugsazt, að Rúss- ar þættust blátt áfram þurfa Júgóslavíu til þess að færa veldi sitt suður að Miðjarðarhafi. Palestína Þar er nú vopnahlé í bili, en litlar líkur til að það leiði til frið- ar. Baráttan í Palestínu á svo víð- ar og djúpar rætur, að nærri stappar heimsstyrjöld, þótt oimstu- svæðið sé ekki stórt. — Júðar vilja bei'jast til valda í landinu og hafa til þess stuðning gyðinga- samtaka víða um heim, er ráða yfir miklu fjármagni. Styðja Sovétríkin baráttu þeirra og blása að kolunum. Hins vegar berjast Arabar með oddi og egg gegn sjálfstæðu Júðaríki í Palestínu. Hallast Bretar á þá sveifina, en hafast ekki að. I síðasta hefti Dagrenningar vekur Jónas Guðmundsson eftir- tekt á misskilningi sem víða kem- ur fram, en hann er í því fólginn að blanda saman kristnum mönn- um af gyðingaættum og Júðum, sem ,',afneita með öllu hi/num kristna siðferðigrundvelli, sem flhstar menningarþjóðir Evrópu byggja tilveru sína á“, segir J. G. og bætir við: „Kommúnistar fyr- irlíta alla, sem ekki eru kommún- istar, og telja þá réttlausa með öHu, og hið^ sama gera Gyðingar. .... Júðar líta á sig sem guðs Útvöldu þjóð og telja sig hafa rétt til þess að fara með „heiðingj- ana“ eins og þeim sýnist. Júðar þessum löndum og íjengiö hjá þeim leiðsögn, en um slíkt virðist ekki að ræða. Uppi við Brunna og á Kaldadalssvæðinu munu vart hafa verið „eyjar“ upp úr ísaldarjökl- inum .Hins vegai' hefur Skarðs- heiði, Súlur og Esjan, — þarna í kringum Hvalfjörðinn, staðið upp úr. Þangað þurfa því setu- liðsmenn þessir að bregða sér, ef að líkum lætur. Upphaflega mUn leiðangur þessi hafa ætlað til Grænlands, en Danir talið á því mörg tormerki og bent þeim á ís- land sem „þægilegt" land. — Vit- anlega hefur leiðangurinn fengið leyfi íslenzkra yfirvalda til dvalar sinnar' og höfum vér því ekki við aðra um að sakast en eigin frum- býlingshátt og umkomuleysi. Eng- inn myndi láta sér detta í hug að gera út slíkan vísindaleiðangur á hendur Norðmönnum, Svíum eða Dönum í heimalöndum þeirra. Hins vegar hafa Norðmenn og Danir varla getað bannað þeim Svalbarða og Grænland, af því að það eru lítt byggð heimsskautalönd. * Rétt fyrir stríðið kom hingað myndarlegur þýzkur leiðangur og valdi sér rannsóknarsvæði á ör- æfunum austan Eyjaf jarðar. Blaða- mönnum var sagt, að ýmislegt gæti bent til þess, að Island væri að gliðna sundur uni miðjuna, og væru þeir komnir til að mæla þverbrestinn og búa svo um, að hægt væri að fylgjast með gliðnuninni á komandi árum. Þessi leiðangur gerði mælingar og setti margar vörður og merki, sem vafa- laust mátti telja til vísindalegs undirbúnings. En ég tel mig hafa allgóðar heimildir fyrir því, að jafnframt hafi þeir sett upp merki til að vísa leið á sjálfgerðar lendingarbrautir fyrir flugvélar. Þannig má sameina hið vísinda- lega og „þarflega“ á hinn dásam- legasta hátt.. — Enginn skilji oi'ð mín svo, að ég óttisit, ’að hinn tékkneski leiðangur muni gera slíkt hið sama, enda væri það úrelt að- ferð. — En ég vil segja annað hreint og beint: Þegar hinn áðumefndi þýzki leiðangur kom hingað, viss- um vér ekki ,að Þjóðverjar væru að hefja árásarstríð, sem okkur væri ætlað hlutverk í. Nú vitum vér þetta og marg fleira. Nú vitum vér það, að Rússar em landvinn- ingaþjóð með fjölda leppríkja í kringum sig, sem verða að dansa eftir þeirra pípu. Eitt þessara ríkja er fyrrverandi land Benes forseta, nú Gottwalds. Frá því landi fá vart aðrir utanfararleyfi lána aldrei öðmm Júðum fé gegn vöxtum, af því að það er bannað í Móse lögum, en það bann skilja þeir þannig, að það nái ekki til annarra, svo heimilt sé að taka vexti — okurvexti, ef því er að skipta — af heiðingjunum. I lagasafni og lagdskýringum Júðanna — Talmud — er að finna t. d. þessa setningu: Þér (þ. e. Júðar) skuluð kallaðir menn, en áðrar þjóðir heims' skulu elclci kallaðir menn, heldur skepnur. Og ennfremur segir þar: Allir, sem ekki eru Júðar, eiga að verða þrœlar Júðanna. Þessi fáu dæmi sýna hinn and- lega skyldleika milli Júðanna og kommúnistanna .. . þessar furðu- legu kenningar Júðanna hafa allt til þessa dags skapað þeim hatur þeirra, sem með þeim bjuggu. Arabar þekkja þetta betur en nokkur önnur þjóð af löngu sam- býli og viðskiptum við Gyðinga". r. en trúverðugir kommúnistar, — hinir eru svo gjamir á að strjúka úr vistinni. En vitanlega má hafa 2—3 heiðarlega vísindamenn á oddinum, ef þeir hafa nógu sterk- an lífvörð. — Eins og allt er í pottinn búið, bar ríkisstjórninni að synja þess- um leiðangri um athafnaleyfi á þann hátt, sem til var stofnað. ■ Slíkt leyfi hefði hvergi fengizt í Vestur-Evrópu — nema á fs- landi. Og hvemig myndi oss ganga að fá tilsvarandi leyfi í löndunum austan járntjaldsins? I stað leiðangursins mátti gera Tékkum vel til og bjóða 2—4 vís- indamönnum að koma hingað hæfi- lega langa kynnisför í fylgd með íslenzkum leiðsögumanni. Það hefði ekki kostað mikið, en sómt sér betur. J. Ey. Úr ríki nefndanna Skuldaskilanefnd vélbáta- eigenda. Stjórnarnefnd Búnaðarfé- Iags íslands. Stjórnarnefnd byggingar- sjóðs verkamannabústaða. Stjórnarnefnd drykkju- mannahælisins. Stjórnarnefnd Fiskifélags íslands. Stjórnarnefnd ófriðartrygg inganna. Stjórnarnefnd ríkisspítal- anna. Stjórnarnefnd síldarverk- smiðja ríkisins. Stjórnarnefnd stríðstrygg- ingarfélags íslenzkra skips- hafna,- Stjórnarnefnd vátrygginga félags vélbátaeigenda. Stjórnarskrárnefnd. Strandferðamálanefnd. Sumardvalarnefnd. Sögunefnd alþingis. Sölunefnd setuliðseigna. Tilraunaráð búfjárræktun- arinnar. • Tilraunaráð jarðræktarinn- ar. — Tollskrárlaganefnd. Tryggingarráð. Undirfasteignamatsnefndir Undirnefnd milliþinga- nefndar í stjórnarskrármál- inu. Úthlutunarnefnd bifreiða. Uthlutunarnefnd styrkta- og lánasjóðs fiskiskipa. Úthlutunarnefnd tilrauna- starfseminnar. Útvarpsráð. Útvegsbankanefndin. Velferðarnefnd. Veiðimálanefnd. Verðlagsnefnd. Verðlagsnefnd garðávaxta. Verðlagsnefnd landbúnað- arafurða. V erðlagsniðurf ærslunefnd. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar. V erkf æranef nd. V i ðski ptaráðsnef nd. Viðskiptanefnd. Vinnufólkseklunefnd. Vörumiðlunarnefnd. V f irf astei gnamatsnef nd. Yfirhúsaleigunefnd. Yfirskattanefnd. Yfirskattanefnd Reykja- víkur. Þingvallanefnd. Þjóðhátíðarnefnd. Öryggislaganefnd. Öryggismálanefnd. Örnefnanefnd. UTAN ÚR HEIMI «

x

Landvörn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landvörn
https://timarit.is/publication/1927

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.