Landvörn - 12.07.1948, Qupperneq 4

Landvörn - 12.07.1948, Qupperneq 4
4 LANDVÖRN A. Köstler: Hin ungborna yfirstétt Öll völd í Rússlandi eru hjá Flokknum. Til þess að skilja hina nýju stjórnar- háttu, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hinum stórkostlegu breytingum, sem orðið hafa á forystu Bolshe- vikaflokksins og áhangl enda hans síðustu áratugina. Það sýnir oss höfuðeinkenni Stalinismans í skýrum drátt- um. Fyrst eru breytingar á for- ystunni. Ég ætla ekki að þylja nöfn byltingarforkólf- anna, sem afmáðir voru í hreinsuninni. Hitt vita flest- ir, að af öllum þeim, er fræg- astir voru í tíð Lenins, er Stalin nú einn í lifenda tölu. En yfirleitt er litið svo á, að manndrápin í sambandi við réttarhöldin hafi ein- ungis náð til forystuliðs flokksins, hafi verið eins konar hólmganga goðanna eða átök milli foringjanna, sem leiddu til þess, að Stalin losaði sig við alla keppinauta sína og fékk frjálsar hendur til þess að framfylgja stjórn- málastefnu sinni með öllum þeim kænskubrögðum og hentisemi, sem honum er lagið — og ýmsir telja eina til þess fallna að tryggja tilveru Rússlands á þeim ár- um, er innbyrðis og aðsteðj- andi vandræði þrengdu að. Væri þetta rétt, bæri að líta á hreinsunina sem stjórn- málaleg átök, sem leyst hefðu verið með harðfylgi, svo sem venja er í Rússlandi og Bolshevikaflokkunum, en næði þó einungis til starf- andi stjórnmálamanna, án þess að raska við hyrningar- steinum byltingaríkisins. Slík átök gætu svarað til stjórn- arkreppu í lýðræðisríki, ef ekki væri fengizt um aðferð- ina, sem beitt var til að leysa hana. — Hún væri ekki hið sama og gagnbylting eða blóðbað. En slíkur skilningur á hreinsuninni er bersýnilega rangur. Hún var engan veg- inn takmörkuð við forystu- liðið eða stjórnmálaleiðtog- ana, heldur tók hún til alls flokksins frá toppi til táar og gerbreytti innsta eðli hans. Eftirfarandi tölur úr opinberum skýrslum sanna þe'tta: Seytjánda allsherjarþing Bolshevikaflokksins var háð í janúar—febrúar 1934. Það var fyrir hreinsunina. Átjánda flokksþing var háð í marz 1939. Það var rétt eftir hreinsunina. Á 17. þinginu höfðu 22,6 af hundraði fulltrúanna ver- ið meðlimir flokksins frá því fyrir byltinguna 1917. Á 18. þinginu var tilsvar- andi tala 2,4 af hundraði. Með öðrum orðum sagt: Ein- ungis tíundihluti þeirra hafði lifað af hreinsunareld- inn. (Þessar tölur, sem hér verður vitnað í, eru sam- kvæmt opinberum skýrslum 17. og 18. flokksþingsins og teknar úr Schwartz: „Heads of Russian Factories“, Social Research, New York, sept. 1942). Á 17. flokksþinginu voru 17.7 hundruðustu fulltrúanna frá 1917, höfðu með öðrum orðum gengið í flokkinn bylt- ingarárið. Á 18. flokksþinginu var tilsvarandi tala 2,6 hundruð- ustu. Lætur því nærri, að 40 af hverju hundraði fulltrúa á 17. þinginu hafi verið í flokknum frá því í borgara- stríðinu. Á 18. þinginu voru þeir orðnir aðeins 5 af hundraði hverju. Enn skýrari verður þessi samanburður, ef dæmi er tekið frá árinu 1919. Á 17. flokksþinginu voru 80 af hverju hundraði fulltrúa „gamlir flokksmenn" (frá 1919 eða eldri). Á 18. flokks- þinginu var tilsyarandi tala 14.8 af hundraði. Nákvæmlega fram talið voru meðlimir flokksins 1.588,852, þegar 18. flokks- þingið var háð (1939). Þar af voru aðeins um 20,000, — þ. e. 1,3 af hundraði, — gamlir bolshevikar, sem höfðu verið í flokknum síð- an 1917 eða lengur. En árið 1918 voru flokksmenn 260, 000 til 270,000 að tölu, flest- ir á léttasta skeiði. Hvað hefur komið fyrir þá? Scwartz gizkar á, að um það bil fjórðungur þeirra hafi fallið í borgarastyrjöldinni, og virðist það ríflega áætlað. Þá eru samt um 200,000, sem mætti vænta í lifenda tölu á 18. flokksþinginu. En einungis 20,000 voru eftir í flokknum, — hinir níu af hverjum tíu eru horfnir, samkv. tölum flokksþingsrit- arans, á árunum 1934—1939. Og hér er ekki um að ræða forystumenn, ekki einu sinni fulltrúa á flokksþinginu: Það voru hinir óbreyttu liðs- menn, verkamenn og bænd- ur, sem höfðu framkvæmt byltinguna og barizt í borg- arastyrjöldinni. Eftir blóðtökuna kom Bolshevikaflokurinn fram í algerlega nýrri mynd, sem aðeins átti nafnið og 1,3 hundruðustu meðlima sinna sameiginlega við hinn sögu- fræga flokk, er hratt bylt- ingunni af stað. Nú munu málpípur komm- únista, ef til vill svara því tiþ að samt sem áður sé þetta flokkur verkamanna og bænda. Ætli það? Lítum aft- ur á hinar opinberu tölur. Samkvæmt kjörbréfanefnd 17. fiokksþingsins voru 9,3 hundruðustu fulltrúanna „verkamenn við framleiðslu- störf“, — sem sé núverandi en ekki fyrrverandi erfiðis- menn. Á 18. þinginu telur kjörbréfanefndin í fyrsta skipti enga hundraðstölu verkamanna af hópi fulltrú- anna. Orsökin kom fram í störfum þingsins, sem sam- þykkti einróma breytingar á lögum flokksins, þeim grein- um, er kváðu á um þjóðfé- lagslegan uppruna fulltrú- anna og áttu að tryggja völd öreiganna. Kommúnistaflokk- ur Rússlands var þannig bæði í orði og á borði hættur að vera flokkur verkamanna. Til þess að taka af öll tví- mæli í þessu efni, var eng- inn hinna frægu Stakhanov- víkinga, sem flutu sem full- trúar inn á 19. flokksþingið, valinn í miðstjórn Flokksins, enda þótt þar eigi 139 per- sónur sæti. En hverjir eru þá í Flokknum, — þessari almátt- igu samkundu, sem telur íiálfa aðra milljón meðlima, skipar öll helztu embætti landsins og stjórnar því. Hverjir eru hinir 90,7 af hundraði árið 1934, sem þá þegar voru ekki „verkamenn við framleiðslustörf ?“ Sovjet- ríkið viðurkennir og á ein- ungis eina meginstétt við hlið þeirra: Stjórnendur rík- isins og stjórnendur atvinnu- lífsins, skrifstofulærða og iðnfróða. Um það bil þriðj- ungur af stjórnendumSovjet- ríkjanna eru verkfræðingar. Hitt eru framkvæmdastjór- ar. Annars staðar hefur ver- ið sýnt fram á, hvernig hin nýja yfirstétt hefur fjar- lægst almúgann meir og meir, hvernig henni hefur tekizt að skapa nýtt svig- rúm fyrir arfgeng forrétt- indi, er nálgast skilyrði fyr- ir erfðastétt (svipaða gömlu, rússnesku höfðingjastétt- inni), hvernig hún lokaði skjaldborg sinni til að verj- ast aðskotadýrum úr lágstétt- inni og hvernig reglan um „alþýðukjarna“ var afnum- inn í hinum æðri skólum. Flokkshreinsunin og valda taka skrifstofudjáknanna í Flokknum var lokaskrefið frá alræði öreiganna til valdatöku hinnar nýju yfir- stéttar. (Úr The Yog'i and the Commissar, 1945). Úr heimahögum Áður var á það bent hér í blað- inu, að stefnt væri í mikinn voða um hreinlæti og þrifnað í bænum, ef síldarbræðslur væru settar við höfnina og við bryggjurnar. Væri óþarfi að eitra loftið að óþörfu fyrir tveim fimmtu hlutum Is- lendinga, sem valið hafa sér byggð í höfuðstaðnum. Síðan hefi ég séð í Noregi, hversu þar er farið að í þessum efnum. Á eynni Storð, út af Harðangursfirði, er bærinn Leirvík með 2000íbúa. Þar þótti þurfa að reisa síldarbræðslu vegna vetrarveiða. En ekki þótti hlýða að setja verksmiðjuna við bæinn, heidur við vog, sem er það fjarri, að þeir, sem vinna við bræðsluna, fara þangað í al- meningsvögnum á hálfum tíma. Er alsiða erlendis að sækja til vinnu þvílíka leið eða lengri. Enginn vafi er á, að í Reykja- vík á að koma síldariðjunni fyrir inn hjá Gufunesi. Er þangað auðsótt á strætisvögnum og auk þess lítil ástæða til að þrýsta allri . framleiðslu Réykvíkinga saman þar, sem byggðin er þétt- ust. Norðmenn dreifa iðnaðinum úr stærstu bæjunum til sveita og kauptúna. Bretar eru að byrja á sömu tilhögun. I Svíþjóð er miklu af iðnframleiðslu landsins þannig fyrir, komið, að einstakir hlutar samsettrar framleiðslu eru smíðaðir í mismunandi héruðum og settir saman,- þar sem bezt þykir henta. Svisslendingar hafa öldum saman gert beztu úr og klukkur veraldarinnar í sveita- byggðum landsins. Framsýnir þjóðmálamenn í öðrum löndum vinna að því að haga svo fram- leiðsluháttunum, að sem fl^st b.örn . og unglingar geti vaxið upp á grænu grasi og verkamenn haft aðstöðu til að hafa nokkra ræktun með innistörfunum. For- ráðamenn Reykjavíkur hafa verið í skammsýnasta lagi og látið of-. vöxt þjá bæinn. Geta þeir nú að nokkru bætt úr gömlum van- rækslusyndum með því að koma síidariðjunni vel fyrir í nánd við bæinn og unna þeim, sem þar kunna að festa byggð, betri lífs- kjara en að vera samanlímdir í sex hæða húsum með gráa möl eða asfalt umhverfis. * Þegar Bandaríkin buðu íslend- inguin samkomulag um hei-mál árið 1946, var væntanlegt sam- komulag byggt á því, að íslend- ingar legðu fram land á 'tiltekn- um stöðum og aðstöðu, en Banda- ríkin her og vopn. Ég lagði þá til að samið yrði um slíkt banda- lag til 25 ára, en ísland fengi, meðan sáttmálinn stæði, hömlu- lausan innflutning til Bandaríkj- anna. Með því mátti fyrirbyggja þær hörmungar, sem þjóðin á nú við að búa um viðskiptamálin. Allar likur eru til, að eins og þá stóð á, hefði þetta lánazt. Þjóðinni hefði þá verið í einu tryggd; pólitískt og fjárhagslegt s.fálfstælði. Þá setjfci Aðalbjörg Sigurðardóttir, hálft kennaralið háskólans og allur kommúnista- flokkurinn upp hark mikið í porti einu í Reykjavík og tókst að draga kjark og dug úr borg- urum landsins, svo að þeir létu hið gullna augnáblik fara fram hjá sér ónotað. Nú er tími til kominn fyrir framleiðendur og iðnrekendur til sjávar og sveita að athuga, hversu gengur að fá yfirfærslur hjá Aðalbjörgu, Sig- PETEE FREUCKEN Einhver mesti blekbullari af dönsku kyni, Peter Freueken, er nýkominn heim til föðurlandsins eftir langa dvöi í Bandaríkjunum. Danska kommúnistablaðið hefur birt langa þvættingsgrein eftir hann, sem Þjóðviljinn hefur til- einkað sér með miklu yfirlæti. Ber Preucken Bandaríkjamönnum illa söguna, þeir séu slæmir við negra og kommúnista —• og gyðinga hati þeir. Svo vilji þeir kaupa Græu- land, en það geti ekki komið til mála, því að Eskimóarnir „eru landar okkar“, segir Freucken. Það skyldi þó aldrei vera, að bíessaðir Eskimóarnir hefðu hreint og beint mihna athafnafrelsi í danska ríkinu en negrarnir í Bandaríkjunuip? Eða hvað yrði sagt um Bandaríkin, ef þau söfn- uðu öllum svertingjunum á einn, afvikinn stað og enginn fengi að fara þaðan eða koma þangað nema með stjórnarleyfi, enginn verzla við þá nema stjórnin sjálf o.s. frv. Peter Freucken hefur talað af sér. Hið sama gerir Þjóðviljinn dag- lega. Z. urbirni dósent og Einari Olgeirs- syni. Má vera, að bændur sam- vinnuleiðtogar, kaupmenn, kúseig- endur og útvegsmenn finni nú og um mörg ókomin ár, hvílík hörm- ung það er, þegar greindir menn og ráðsettir láta vesælar skraf- skjóður og fólk í þjónustu er- lendra þjóða ráða fram úr hin- um þýðingarmestu málum. Víti eru til þess að varast þau, og væri betur að svo yrði í þessu efni. Fer vel á þyí, að hinar mörgu konur, sem eiga nokkurn íslenzkan gjaldeyri og hafa hinn mesta áhuga fyrir því að kaupa vinnusparandi vélar í heimilip, en geta ekki fyrir dollaraleysi, minnist forgöngu Aðalbjargar um utanlandsmálin. Á sama hátt mega námsmenn Islands, sem víða um heim þjást vegna gjaldeyris- leysi, muna þátt háskólans ís- lenzka í þessum portgöngumálum. Mun þörf að víkja oftar að þessu efni vegna fraihtíðar þjóð- arinnar. Frelsismálin í víðustu merkingu eru orðin of vandasöm til þess að fram úr þeim verði ráðið með æsingafundum og halilújasamkomum í bandalagi við leigulið erlendra landvinninga- þjóða. * Út af síldarbræðslumálunum var lagt til í Landvörn, að stofn- sett yrði í bænum félag áhuga- manna til að vinna að fegrun borgarinnar. Skömmu síðar frétt- ist, að valdhafar bæjarins hafi gengizt fyrir slíkum samtökum innan sinna vébanda. Slíkt er mjög óvenjuleg aðferð. Þeir sem vinna að umbótum í fegrunar- málum bæja og borga þurfa að vera óháðir valdhöfum staðarins og geta skapað almenningsálit í andstöðu við valdhafana, ef þess þarf með. Sýnilega hefði ekki verið einhlítt fyrir bæinn að hafa í fegrunarfélagi og við forstöðu þar þá borgara, sem hafa ákveðið að hafa að minnsta kosti þrjár síldar- og fiskimjölsverksmiðjur í þéttbýli bæjarins. J. J. Blaðið Landvörn, Reykjavík Hér með óska ég eftir, að gerast áskrifandi að blað- inu Landvörn. Áskriftagjald mitt frá maí til desember 19U8, kr. 20,00 legg ég hér með í peningum — sendi ég hér með í ávísun — óskast innheimt með póstkröfu (strikið yfir það sem ekki er notað). Nafn: ...................................... Heimili: ................................... Póststöð: .................................. *

x

Landvörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landvörn
https://timarit.is/publication/1927

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.