Landvörn - 20.01.1951, Side 1
IV. árg.
20. janúar 1951.
1. tbl.
Jónas Jónsson:
Heima og erlendis
EFTIR að Kínverjar hafa kastað öllum sínum herafla með leyni-
stuðningi Rússa inn í Kóreu, var annað hvort að gera fyrir Engil-
saxa að hefja þar stórstríð og búast við að sá eldur kæmi skjótt á
svið Atlantshafsþjóðanna eða að flytja her sinn frá Kóreu og leggja
megináherzlu á varnir á Kyrrahafi og í Evrópu. Hafa Truman og
Atlee hinn brezki sýnilega orðið ásáttir um að láta lokaskil við Kín-
verja bíða seinni tíma. Eisenhower er nú kominn til Norðurálfu til
að efla hinar byrjandi, en sundurleitu varnir álfunnar. Má íslenzka
þjóðin fagna því, að meginstund verður lögð á varnir Norðurálfu,
því þar á þjóðin undir líf og giftu kynstofnsins. Má telja, að Eisen-
hower muni innan skamms senda einhvern liðsauka á Keflavíkur-
flugvöll og síðan til fleiri staða, þar sem mest er hætta á ferðinni
af innrás, ef til ófriðar kæmi. Væntanlega sér þing og þjóð sóma
sinn í því að eiga deild íslenzkra manna í varnarliði hér á landi. Er
óþolandi þjóðarsmán, að biðja aðra seint og síðar meir um hjálp og
vilja sjálfir ekkert á sig leggja. íslendingar þurfa að koma upp flug-
sveit röskra manna. Er talið, að 25 ungir íslenzkir flugmenn hafi
fyrir nokkru boðið ríkisstjórninni þjónustu sína. við landvarnir.
Mætti í fyrstu við una, ef 250—300 íslendingar fengju fullkomna
æfingu í liði Sameinuðu þjóðanna til að geta jafnframt verið stoð
og stytta ríkisvaldsins á friðartímum. Ríki, sem hefur ekki styrk til
að halda lögum landsins í heiðri, er söguleg markleysa. í ofanálag
á þessa sveit þarf þjóðin, eins og ég hef oft vikið að, að hafa 3000
manna ólaunaðan þjóðvörð, m. a. til að standa fyrir fólksflutningi
þegar hætta er á styrjaldartímum. Að lokum þarf að skipuleggja
fyrir fram, hvar konum, börnum og gamalmennum verði komið fyrir,
ef skyndilega þarf að koma fjölda fólks úr þéttbýlinu. Danir telja
sig geta flutt meginþorra Kaupmannahafnarbúa út á land í dreif-
býli á tveim dögum. Hér er allt óundirbúið og helztu blöð landsins
hafa af skiljanlegum ótta við fimmtu herdeildina ekkert sagt um
þetta höfuðmál allra íslendinga. Nú er þörf að láta hendur standa
fram úr ermum, þó að seint sé.
★
ÉG hefi í þrem greinum í þessu blaði sannað, hversu borgara-
flokkarnir þrír hafa á undangengnum átta árum látið kommúnista
hlunnfara sig í meginmálum þjóðarinnar. Að því var nokkur aðdrag-
andi. Flokkarnir frá 1916 höfðu upprunalega markað sér stefnu með
fjarlæg sjónarmið. En nálega samtímis féllu allir flokkarnir í freistni
og gerbreyttu um stefnu. Jón Þorláksson var eindreginn íhaldssinni
og andstæðingur kommúnisma og þjóðnýtingar. Hann fann eftir 1930,
að samherjar hans vildu stefna í háskann. Þeir gerðu samband við
kommúnista um að koma þeim í forystuaðstöðu í verkalýðshreyf-
ingunni og tókst það. Jón dró sig þá í hlé frá forystu í landsmálum.
Nú hefur flokkur hans ráðstafað efnum landsmanna í samráði við
fimmtu herdeildina. Hins vegar hafa Morgunblaðsmenn gert hinum
látna íhaldsforkólfi þann vafasama heiður, að nefna eftir honum
bæjarrekinn togara, sem lá bundinn við Reykjavíkurbryggju, á kostn-
að skattgreiðenda í höfuðstaðnum, fjóra mánuði í sumar sem leið.
Þá vildi Alþýðuflokkurinn ekki vera eftirbátur íhaldsmanna og krafð-
ist að mega trúa bolsivikum sem leiknautum. Þegar Jón Baldvinsson
sagði þeim sannleikann í því efni, var hann fyrst rekinn eins og
stór svikari úr stærsta verkalýðsfélagi landsins og svo mjög mis-
boðið, að hann andaðist af sorg yfir að sjá lífsverk sitt eyðilagt.
Framsóknarmenn máttu varla láta sitt eftir liggja og sköpuðu komm-
únistum aðstöðu til að starfrækja mikinn hluta allra viðskipta í
Reykjavík, sem flokksgróðastarfsemi. Uþp úr því kastaði Framsókn-
arflokkurinn sér í fang bolsivika og hóf ofsóknir gegn þeim af stofn-
endum flokksins, sem vöruðu við hættunni. Með þessum samstiltu
aðgerðum byrjaði nýtt tímabil í sögu íslenzku þjóðarinnar.
★
FRÁ því að Baldvin Einarsson hóf frjálsmannlega stjórnmála-
starfsemi fyrir nálega 120 árum og þar til landsmálaflokkarnir þrír
köstuðu sér í faðm bolsivika, höfðu allir sæmilegir menn á íslandi
talið sér skylt að gera það eitt í landsmálum, sem vænta mátti að
yrði til framtíðargagns og það jafnvel um aldaraðir fyrir þjóðina.
Þetta má kalla framsýna stjórnaraðgerð eða aldahyggju. Hið nýja
viðhorf, sem skapaðist hér á landi eftir tilkomu kommúnistaflokks-
----------------------------------------------------
Reykvíkingar heimfta
verzlunarfrelsi
FUNDUR reykvískra borgara, haldinn í Listamannaskálanum
14. janúar 1951, krefst þess af Alþingi og ríkisstjórn, að aflétt
verði nú þegar hér á landi öllum verzlunarhöftum og að hér ríki
framvegis í verzlun frelsi, eins og það, sem þjóðin fékk síðast
að njóta á árunum 1924—1931“.
Tillagan samþykkt í einu hljóði.
, ^ ^ -----------..------------------——^-------— -——
ins, er nefnd hentistefna eða augnablikshyggja. Þá er ætíð gripið
til augnabliksúrræða án umhyggju um framtíðina. Með þessum hætti
geta menn, sem annars eru greindir og sæmilega menntir, gripið til
sískiptilegra úrlausna í sambandi við ímyndaða flokkshagsmuni og
persónulega valdastreitu. Síðan þessi stefna hófst hefur íslenzka
þjóðin fengið mörg glæsileg tækifæri til að undirbúa framtíðarvæn-
legan þjóðarhag, en of oft misst af markinu vegna óafsakanlegrar
skammsýni. Stríðsgróðanum var varið í kaup á vélbátum frá Sví-
þjóð, enskum togurum og í síldarverksmiðjur, mjölhús, fiskiðjuver
og hraðfrystihús, sem hafa efni og aðstöðu til að starfa 16. hvern
dag ársins. Síðan varð að gefa með bátunum 175 milljónir frá skatt-
þegnunum. Næst var að fella krónuna um nálega helming fyrir bát-
ana og togarana. Þegar hér var komið, varð þjóðin að láta sér gott
þykja að fá árlega allt að 120 milljónir að gjöf frá framandi atorku-
þjóð til að forðast hallæri, hungursneyð og algerða stöðvun efna-
legra framfara. í ársbyrjun 1951 nægja ekki þessarar aðgerðir til
að halda hinum nýkeyptu atvinnutækjum við sjóinn að framleiðslu-
störfum. Þá verður að setja upp svartamarkaðsbrask með mikinn
hluta gjaldeyrisins, en það er sama og að fella á nokkrum tíma gjald-
eyri þjóðarinnar á eftir franka og liru. Enginn atvinnuvegur í land-
inu ber sig. Stríðsgróðinn er horfinn. Innstæður í bönkum og spari-
sjóðum eru komnar á sitt síðasta ferðalag. Og þjóðin er komin á
alþjóðaframfæri, bæði að því er snertir nokkuð af lífsbjörg sinni og
daglegar framkvæmdir. Augnablikshyggja borgaranna í landinu
er búin að sýna til fulls sitt rétta eðli og óhjákvæmilegu afleiðingar.
Ef svo er haldið áfram stefnunni verður ísland um óákveðinn tíma
að vera undir eftirliti erlendra hjálparmanna líkt og Nýfundnaland,
þegar sú þjóð eyðilagði fjármálasjálfstæði sitt. Tók aldarfjórðung að
venja þá þjóð af augnablikshyggju.
★
KOMMÚNISTAR hafa rekið vel sitt erindi frá sjónarmiði hinnr
erlendu forráðamanna. Þeim hefur tekizt að blekkja alla borgara
flokkana, lokka þá til augnablikshyggju í fjárhags- og atvinnumál
um og komið þeim til að halda landinu varnarlausu í ægilegri hætti
alla stund síðan ameríski herinn flutti héðan. Eiríkur Kristóferssœ
skipherra á Ægi hefur, sem sjónarvottur, fyrir skömmu afhjúpað
í Morgunblaðinu eymd og niðurlægingu þjóðarinnar. Hann sá í allt
fyrrasumar flota rússneskra skipa, sem skiptu hundruðum, rétt vif
strendur landsins með þúsundir manna á herskyldualdri, sem gátu
á einum degi breytt landinu í rússneska herstöð, ef Kóreustyrjöldin
hefði skyndilega orðið að alheimsbáli eins og eldsneytið leyfði. For-
ráðamenn kommúnista höfðu í nafni íslenzks sjálfstæðis heimtað að
ísland væri varnarlaust. Þeir höfðu á sínu bandi mikið af nemend-
um menntaskólans í Reykjavík og í háskólanum bæði marga af kenn-
araliðinu og meirihluta nemenda. Frá því að lýðveldið var endur-
reist 1944, sigruðu kommúnistar á öllum samkomum stúdenta í há-
skólanum varðandi landvarnarmálin, þar til Bjarni Benediktsson fékk
leyfi til að tala um frelsismálin 1. desember s.l. Kommúnistar réðu
öllum tillögum stúdenta í íslendingafélögunum í Osló, Stokkhólmi,
Kaupmannahöfn og París. Eini fslendingurinn, sem er starfandi há-
skólakennari á meginlandinu, var athafnamikill erindreki bolsivika-
stefnunnar. Gunnar Thoroddsen og Sigurður frá Vigur frábáðu þjóð-
inni vestrænar varnir 1945. Hver skrílfundurinn af öðrum var hald-
inn í porti Miðbæjarskólans undir forystu bolsivika og þess liðs, sem
Þjóðviljinn kallaði „menntamenn" landsins. Þjóðin var í félagsmál-
um líkt sett eins og maður, sem hefur fengið þungt högg á höfuðið
og riðar á fótum. I þessum svifum glataðist atvinnuöryggið og fjár-
málasjálfstæðið. Þjóðin beið sofandi eftir að vera lögð í bönd fram-
andi kúgunarþjóðar. Framh. á 2. bls.
Alvörumál
STARFSMENN þeir, sem starfa
á Reykjavíkurflugvelli, hafamynd-
að með sér félag, sem hefur starf-
að um nokkurt skeið.
Félag þetta hélt fund þann 13.
janúar síðastliðinn. Þar fóru fram
umræður um ýms dægurmál. Und-
ir þeim umræðum lagði formaður
félagsins, Bjarni Bentsson, fram
tillögu á þessa leið:
„Fundurinn vill vekja athygli
íslenzku þjóðarinnar og ráða-
manna hennar á þeirri hættu,
að hafa flugvelli landsins varn-
arlausa, eins og ástandið er í
alþjóðamálum. Fundurinn vill
því eindregið skora á viðkom-
andi aðila, að beina þeirri hættu
frá með öflugum vörnum".
Tillaga þessi var mikið rædd og
urðu heitar umræður um hana.
Eftir mikið málþóf, var tillögunni
vísað frá með rökstuddri dagskrá
og þar með fékkst hún ekki borin
undir atkvæði.
Hér er mikið alvörumál á ferð-
inni. Hér er meiri hluti þeirra
starfsmanna flugvallarins, sem
eru staddir á fundi þessum, and-
vígir því, að flugvöllur í sjálfri
höfuðborg landsins, sé varinn.
Hér er um svo freklegt ábyrgð-
arleysi að ræða, að við það verður
ekki unað. Hér eru auðsjáanlega
kommúnistar að verki. Islenzka
þjóðin mun vissulega fylgjast vel
með, hvað Alþingi og ríkisstjóm
gerir þjóðinni og landinu til ör-
yggis gegn fimmtu herdeild ís-
lands. Daglega heyrist nú fjöl-
mennari, háværari og þróttmeiri
raddir sannra íslendinga, sem
krefjast þess, að öllum kommún-
istum verði undantekningarlaust
og tafarlaust vikið frá öllum á-
byrgðarstöðum, hvar svo sem þau
störf eru. Hér má ekki neitt svefn-
mók eiga sér stað, hér gilda að-
eins raunhæfar, róttækar aðgerð-
ir. Krafa allra íslendinga er:
Burt með alla kommúnista frá
flugvöllunum, frá loftskeytastöðv-
unum, frá útvarpinu, frá veður-
athugunarstöðvunum, frá flug-
þjónustunni allri, frá öllum skól-
um, frá öllum menningarstofnun-
um og frá öllum öðrum mikilvæg-
um starfsgreinum, hvort sem þær
eru hjá ríkinu, bæjunum, félags-
heildunum eða einstaklingunum.
Það á að hætta þeirri firru, að
láta kommúnistana vera alls stað-
ar snuddandi og snuðrandi um allt
og alla og síðan gefandi skýrslur
til yfirboðaranna. Það er áríðandi
að bægja hinum nagandi rottum
frá grundvallarstoðum þjóðfélags-
ins. Alþingi, sem nú situr á rök-
stólum, verður þegar að taka
þetta stórkostlega alvörumál til
raunhæfra aðgerða. Hér er ekki
eftir neinu að bíða.
Helgi Lárusson.