Landvörn - 20.01.1951, Side 2
2
LANDVÖRN
Heima og erlendis
Framh. af 1. bls.
FORRÁÐAMÖNNUM landsmálanna hefur þótt hentugt, að al-
menningur væri athafnalítill um þjóðmálin. Blöð stjórnmálaflokkanna
hafa verið lokuð fyrir öllu nema dæguraðgerðum augnabliksmálanna.
Þegar fólki leiddist að hlusta á þær bollaleggingar, voru skemmti-
atriði tekin í notkun til að safna borgurunum á samkomur, þar sem
vænta mátti, að þroskaðir menn ræddu og skýrðu vandamál alþjóðar.
Búktal togleðursbrúðunnar, myndasýningar, söngur og eftirhermur
var borið á borð fyrir kjósendur. Þjóðin maut þessara skemmtiatriða
með blandaðri hlutleysisgleði. Enn fer hinu sama fram um algerða
svefnværð varðandi hin stærstu þjóðmál. Morgunblaðið Tíminn og
Alþýðublaðið hafa nú um nokkur missiri lýst landránum og siðlaus-
um yfirgangi Rússa gagnvart veikari þjóðum. En ef frá er tekin
smágrein eftir skipherrann á Ægi, sem fyrr er að vikið, hafa öll
þessi blöð steinþagað um innrásarhættuna hér á landi. Plokkarnir
hafa verið svo langþjáðir af undirokun kommúnista, að þeir hafa
alls ekki haft þrek til að ræða hreinskilningslega um lífsbjargarmál
alþjóðar. Hver íslendingur, sem dvalið hefur í Atlantshafsríkjunum
undangengna mánuði, hefur orðið var hinnar þögulu en réttmætu
undrunar yfir andvaraleysi íslendinga. Þjóðir, sem fórna öllum jarð-
neskum gæðum til að reyna að hindra innrás Rússa í lönd sín, ef
til styrjaldar kemur, eiga bágt með að skilja, að kenning Eysteins
Jónssonar skuli hafa verið ríkjandi í landi, sem var í einna mestri
hættu. Kenning þessi er mörkuð bæði í Keflavíkursáttmálanum og
skilyrðum íslendinga við inngöngu í Atlantshafsbandalagið: ísland
neitar að leggja nokkuð af mörkum fyrir frelsið og neitar að nokkur
önnur þjóð verji ísland fyrr en óvinaher stendur í landinu. En þessi
stefna var túlkun fáfróðra borgara á óskadraum fimmtu herdeildar-
innar.
★
SÚ breyting, sem mun gerast í þjóðmálaefnum íslendinga í ná-
lægri framtíð, er að verkskipting komi til greina milli þeirra, sem
stunda þjóðmál með framsýni og hinna, sem beita augnablikshyggju.
Núverandi borgaraflokkar hallast eins og áður að hentistefnu, en
verða meir og meir fyrir áhrifum frá mönnum, sem trúa á mikils-
verð framtíðarsjónarmið. Þegar meginhluti borgaraflokkana dýfði
sér í Rauðahafið, voru eftir nokkrir menn, sem sáu betur. Sumir
þeirra standa að útgáfu Landvarnar. Fimmmenningar Morgunblaðs-
manna voru á sömu línu. Þessir menn og aðrir miklu fleiri, sem ekki
verða hér taldir, hafa haldið sinni baráttu þrátt fyrir ofsóknir af-
vegaleiddra gistivina. Og þessum mönnum hefur orðið mikið ágengt.
Nú er almennt viðurkennt, að bolsivikar séu hættulegir undirróðurs-
menn gegn frelsi og vestrænni menningu og að þeir séu ekki sam-
starfshæfir, sem bandamenn í lýðræðislöndum. Stjórnir Stefáns Jó-
hanns og Steingríms Steinþórssonar byggja tilveru sína á þessari
nýfengnu niðurstöðu. Samtök borgaraflokkanna móti veldi bolsivika
í Alþýðusambandinu við tvennar undangengnar kosningar eru allt
annars eðlis heldur en hin fræga fyrirgreiðsla Morgunblaðsmanna
er þeir komu fimmtu herdeildinni til æðstu valda í þeim félagsskap.
Vorið 1946 var ég einn á bát meðal allra frambjóðenda um að vilja
tryggja framtíð þjóðarinnar með því að gera við Bandaríkin sátt-
mála, bæði um hervernd og hömlulaus verzlunarviðskipti. Nú vildu
allir hafa kveðið þessa Lilju. Ef ísland hefði fylgt dollar, mundi hér
verða frjáls verzlun og íslenzkir námsmenn gætu fylgt aldagömlum
sið um utanferðir sér til þroska. Þátttaka stúdenta og prófessora
í portfundunum átti góðan þátt í að loka námsfólk íslendinga inni í
landinu. í landvarnarmálinu hafa framsýnu mennirnir unnið algerð-
an sigur. Nú þráir íslenzka þjóðin öll, að hingað komi amerískt lið
til að tryggja frelsi og sjálfstæði landsins. Nú er svo komið, að eng-
inn sæmilega skynsamur Islendingur vill taka að sér að verja augna-
bliksstefnu þeirra manna, sem ýttu til hliðar þeim stjórnmálamönn-
um, sem vöruðu í tíma við bolsivikastefnunni.
★
f LÝÐRÆÐISLÖNDUNUM í norðurálfu hneigjast þjóðirnar á
venjulegum tímum að athafnalitlum stjómendum. Kunnir eru úr
Bretasögu milli stríðanna þeir Bonar Law, MacDonald, Baldwin og
Chamberlain. Svipaða sögu er að segja úr öðrum löndum þar á meðal
frá Frakklandi og íslandi. Ef ríkisstjórn er athafnasöm, skapar hún
mótstöðu og fer að óttast um völd sín og hlunnindi stuðingsmanna
sinna. Hins vegar verður þjóðlífið undir langvarandi stjórnarfari
hentistefnumanna eins konar stöðupollur, þar sem Silfurtún, Kaldað-
arnes, Skálholt og Kvíabryggja varða stjórnargötuna. Til að varna
óheillum, þarf í lýðræðislöndum að mynda samtök óflokksbundinna
áhugamanna og knýja fram réttmætar úrlausnir. Valdastreitumenn-
irnir eru fúsir til að vinna ötullega að almennum þjóðnytjamálum,
ef þeir finna í einu vakandi áhuga og fullkominn alvöruþunga frá
því stórveldi, sem heitir „háttvirtir kjósendur“.
★
EG vil nefna nokkur dæmi. Fákænir og lánlitlir menn höfðu um
allmörg ár leikið sér með karakúlpestina. Þar voru að verki Páll
Zóph., Hermann, Dungal o. fl. Átthagar mínir í Þingeyjarsýslu voru
að fara í auðn og mörg önnur héruð, sem ég hafði lík kynni af. Þá
stofnuðu áhugamenn í Þingeyjarsýslu hring vökumanna til að bjarga,
fyrst einu héraði og síðan öllu landinu. Við litmn með fullkominni
lítilsvirðingu á sníglabrölt loddaranna í stjórn, á þingi og í svo-
kölluðum „vísindum“ og gengum beina leið að því að fá heilbrigt
fé í staðinn fyrir sjúkt. Við slciptum á öllu fé í sýslunni í fjórum
áföngum og björguðum fólkinu frá uppflosnun. Síðan tóku dugandi
menn í öðrum héruðum upp þráðinn og nú er von um að sauðfjár-
rækt geti enn um aldir blómgast á íslandi. Síðar tóku Helgi Lárusson
og Pálmi Loftsson húsaleigukúgunina í Reykjavík sömu tökum. Þús-
undir manna festu heit að kjósa nýja menn á þing í Reykjavík, ef
ekki væri úr bætt. Skömmu síðar var málið leyst á viðunandi hátt.
Þá komu verzlunarhöftin til sögunnar. Landvörn hefur frá byrjun
gagnrýnt þá kúgun og nú er svo komið, að Magnús Jónsson, yfir-
maður fjárhagsráðs, segist þrá þá stund að fjötrarnir falli niður.
Stjómarskrármálið er komið á nokkurn rekspöl fyrir samtök margra
manna víða um land. Hvar sem meinsemd býr í þjóðfélaginu, eiga
borgararnir að beita samtökum og áróðri til að knýja fram heppi-
lega lausn. Bændasamtök Þingeyinga eru merkilegur áfangi. Svefn-
purkurnar óttast samtökin og það ekki að ástæðulausu. Önnur deild
er nú að myndast í Skaftafellssýslu. Síðar mun þeim deildum fjölga.
Skattakúgunin mun að líkindum leiða til andófshreyfingar innan
skamms. Þá mun full ástæða til fyrir sjómenn og útgerðannenn, sem
vilja vernda landhelgina og fiskistofninn, að hafa víðtæk og vakandi
samtök móti landhelgisræningjum. Með þessum hætti má útvega valda-
streitumönnum verkefni, sem þá skortir, en væru þeim holl.
Gjaíir eru yður gefnar
„GJAFIR eru yður gefnar feðg-
um og verðið þér litlir drengir af,
ef þér launið engu“, sagði Berg-
þóra Skarphéðinsdóttir við sonu
sína, er hún hafði frétt illmælið
um þá og bónda sinn.
Skattþegnum þessa lands eru
árlega gefnar gjafir og það jóla-
gjafir, sem allar eru vaxnar af
einni og sömu rót og eru því ein
og sama ávaxtartegund, en mis-
munandi að stærð og í misjöfnum
umbúðum, eftir því sem henta
þykir hverju sinni. Gjafir þessar
eru skattkröfur á skattkröfur of-
an, kröfur um milljónir og aftur
milljónir, sem árlega eru sóttar í
vasa skattþegnanna.
Alþingi hefur á umliðnum árum
varið mestum þingtímanum til
þess, að finna nýjar og nýjar
leiðir til að afla og reita hvern
þann athafnamann, sem reynt hef-
ur að afla brauðs handa sér og
sínum með eigin hyggju og sjálf-
stæðum dugnaði. Á liðnu ári sam-
þykkti Alþingi „Eignarránslög-
in“, eða öðru nafni „Stóreigna-
skattinn", og er nú ávöxturinn að
koma í dagsljósið; fullar fimmtíu
milljónir króna á í einu að taka
af fáum mönnum. Þessum milljón-
um á að steypa í eyðsluhít ráð-
leysu og vanhyggju þess opinbera
og mun þó enga staði sjá. Ekki
er látið staðar numið við þessar
aðgerðir. Fjármálaráðherra fékk
Alþingi til að samþykkja niu
milljóna skatt að auki, sem jóla-
gjöf handa þjóðinni ofan á allt
sem fyrir var og búið var að
leggja á herðar mönnum, með fá-
vísum lögum alþjóð til ófarnaðar.
Þjóðin öll er stefnulaust rekald,
sem flýtur andvaralaus og sof-
andi að feigðarósi, ef hún tekur
ekki stjórnarvölinn úr höndum
þeirra óhappamanna, sem hafa
leitt hana á þær brautir, sem hún
nú er komin á og fær hann þeim
í hendur, sem hafa hug og dug að
leysa af þjóðinni fjötra einokunar,
ófrelsis og skattkúgunar.
I fótspor Alþingis fetar svo
bæjarstjórn Reykjavíkur og heimt-
ar meira og meira til bæjarins
þarfa og leggur kaldrifjuð dráps-
klyfjar á hvers manns bak, en
hirðir lítt um sparnað og hag-
sýni. Á þessu ári eiga bæjarbúar
að greiða í bæjarkassann yfir sex
milljónir króna með auknum
sköttum, er það jólagjöf bæjar-
stjórnarinnar að þessu sinni til
fagnaðar fyrir bæjarbúa.
Þegar fjárhagsáætlun Reykja-
víkur var til síðustu umræðu í
bæjarstjórninni, lét borgarstjóri
þau orð falla, að fjármálastefna
Reykjavíkur hefði verið mörkuð
við síðustu bæjarstjórnarkosning-
ar og má ef til vill draga af þeim
orðum hans þá ályktun, að enn
muni óhófsstefnan óbreytt svo enn
skuli haldið áfram eftir sama. leið-
armerki og verið hefur á um-
liðnum árum; er því ærin nauð-
syn fyrir skattþegna bæjarins, að
vita nokkur skil á hvernig fé því
er varið, sem af þeim er krafið
til bæjarins þarfa; ættu því sem
flestir að athuga með gaumgæfni
reikninga bæjarins, eftir því sem
efni standa til.
Spekingurinn Jón Þorláksson
sagði í ræðu, sem hann flutti
stuttu fyrir dauða sinn, að gróð-
urland Reykjavíkur þyrfti að
auka, því túnin væru sá vitaðs-
gjafi, sem ekki mætti án vera,
því nýmjólkin ný úr kýrspenan-
um væri hið bezta og ómissandi
fóður handa bæjarins uppvaxandi
æsku. Þá voru nær því eitt þús-
und mjólkurkýr í Reykjavík, sem
hafa mjólkað um þrjár milljónir
lítra á ári hverju, sem með nú-
gildandi verðlagi eru sex milljón
króna virði. Nú hefur bæjar-
stjórnin unnið kappsamlega að
því, að eyðileggja þessa atvinnu-
grein bæjarbúa og heppnast það
stórlega vel, því markvíst hefur
verið að því unnið. Afleiðingin er
sú, að nú verða bæjarbúar að
borga til fjarlægra héraða um sex
milljónir króna árlega fyrir að-
flutta mjólk, sem þeir gátu vel
framleitt sjálfir, ef túnin hefðu
ekki verið af þeim tekin. Auk þess
verða þeir að borga árlega milljón-
ir króna fyrir grjótflutning ofan
í gróðurblettina, sem þeir höfðu
varið mikilli orku og fjármunum
til að rækta, sér og sínum til lífs-
viðurværis. Á sama tíma sem
bæjarstjómin er að eyðileggja
gróðurlöndin og með því atvinnu
fjölda bæjarbúa, kaupir bærinn
stóreignina Korpúlfsstaði og rek-
ur þar síðan bú fyrir bæjarins
reikning; af því má sjá ást og
umhyggju bæjarstjómarinnar fyr-
ir framtaki einstaklingsins.
Bústjórinn á Korpúlfsstöðum er
að minni eigin raun og að allra
þeirra dómi, sem til þekkja, dugn-
aðar og sómamaður í hvívetna og
annast búið af mikilli kostgæfni.
Thor Jensen var maður glögg-
skyggn á manngildi starfsmanna
sinna og reyndist jafnan vel góð-
um hjúum sínum; valdi hann
Stefán Pálmason til bústjórnar á
sínu stóra búi og féll jafnan vel
á með þeim. í stað þess að treysta
Stefáni sem reyndum og trúum
dugnaðarmanni, hafa fleiri viljað
þar ríkjum ráða og taka þar um-
ráðahlut sinn á fyrirhafnarlítinn
hátt, síðan bærinn varð þar eig-
andinn. Eftir reikningum Reykja-
víkur árið 1949 er tapið við bú-
reksturinn á Korpúlfsstöðum talið
að vera kr. 52.867,34. Auk þess
er að finna vegna endurbóta á
húsum á Korpúlfsstöðum gjalda-
lið, að upphæð kr. 274.345,64.
Jarðabætur á Korpúlfsstöðum kr.
83.711,74 og kostnaður vegna
mjólkurfræðings kr. 53.393,40, eða
saman lagt, fjögur hundmð sex-
tíu og fjögur þúsund þrjú hundruð
og átján krónur og tólf aurar.
Þessar tölur eru órækt vitni um
búreksturinn á þessu stórbúi bæj-
arins árið 1949. Rentur af stofn-
kostnaði búsins eru hvergi til-
greindar í reikningnum. Ef þeim
væri bætt við, þetta tilgreinda ár,
væri hallinn á búinu yfir hálfa
milljón króna. Hvað það er mikið
að krónutali, sem bænum er búið
að blæða vegna búskaparins á
Korpúlfsstöðum, er mér ekki kunn-
ugt, en eftir því sem þessar tölur
benda til, er það mikið fé.
Einstakir bændur við erfið bú-
skaparskilyrði, verða að borga
opinber gjöld, sem á þá eru lögð
án minnstu miskunar, en þessar
stofnanir, sem bærinn rekur, eru
lausar við allar slíkar kvaðir,
enda sýna reikningar flestra
þeirra hallarekstur, sem nemur
hundruðum og aftur hundruðum
þúsunda króna.
Hingað til Reykjavíkur flutti
fyrir mörgum árum ungur mað-
ur, afburðamikill dugnaðar- og
eljumaður, sem ræktaði hér stór
tún í þeirri góðu trú, að með því
skapaði hann sér og sínum verð-
mæti til lífsbjargar. Hann er einn
af þeim fáu, sem ekki lét bugast,
þegar herferðin var hafin á gróð-
urlönd bæjarins. Þó tún hans væru
öll af honum tekin og honum
greidd smánarborgun fyrir, gafst
hann ekki með öllu upp, en hef-
ur aflað heyja handa kúm sínum
við erfið skilyrði. Kýr hans eru
og hafa verið tíu að tölu. Honum
er gert að greiða um 16 þús. króna
í opinber gjöld árið 1950 og engin
miskun sýnd, þó einkasonur hans
eigi við þungbæran sjúkdóm að
stríða. Þannig er einstaklingurinn
studdur í lífsbaráttunni af þeim,
sem ganga með einstaklingsfram-
tak á vörum, en hefta það í fram-
kvæmdinni. — S. E.