Landvörn - 20.01.1951, Qupperneq 4

Landvörn - 20.01.1951, Qupperneq 4
4 LANDVÖRN Fimmfta bréf ftil Valftýs Sftefánssonar ÍSAFOLDARPEENTSMIÐJA hefur nýlega gefið út bók um heimflutning Snorra Sturlusonar, sem rithöfundar á heimsmæli- kvarða. Bókin heitir Snorrahátíð- in og segir frá minningarathöfn- um Norðmanna og íslendinga 1947 og 1948 í sambandi við sættagerð frændþjóðanna um frægasta sagn- fræðing Norðurlanda. í bókinni er mikill fjöldi mynda af norsk- um mönnum og íslenzkum og af samkomu hér á landi og í Nor- egi í sambandi við sjö alda dán- arafmæli Snorra í Reykholti. Þar eru ennfremur birtar allmargar ræður Norðmanna og íslendinga varðandi þetta sættamál. Eru sumar þessar ræður mjög þýðing- armiklar. Þá hefi ég vegna ís- lenzku Snorranefndarinnar ritað í bókina sögulegt yfirlit um síðasta þátt Snorramálsins í Noregi og hér á landi. Þessi bók er gefin út í litlu upplagi og ekki auglýst sérstak- lega í hinu mikla kapphlaupi jóla- markaðsins. Þetta var vel ráðið. Bókin um Snorrahátíðina er ekki augnabliksverk, heldur söguleg og þjóðernispólitísk heimild. Hún á erindi til sumra af þeim 15 þúsund íslendingum, sem gistu Reykholt 20. júlí 1947 og hafa geymt í huga sér ánægjulegar endurminn- ingar frá þeim degi. En til lengd- ar hefur bókin varanlega þýðingu fyrir menn, sem líta á viðburði sögunnar frá háum sjónarhól og kunna að meta þýðingu merkilegra atburða. Frá því sjónarmiði er æskilegt að lestrarfélög landsins eignist þessa bók áður en hún er þrotin á markaðinum. í almenn- um bókasöfnum geta menn, sem hafa áhuga fyrir djúptækum sögu- legum atburðum, kynnst rökum, sem snerta þroskamenn í landinu um langa framtíð. Svo sem kunnugt. er var Heims- kringla Snorra Sturlusonar ekki gefin út hér á landi fyrr en 7 öldum eftir fráfall hins mikla sagnfræðings. Og að bókin er nú til í öðru hverju heimili á landinu er að þakka rausn Péturs heit- ins Magnússonar fjármálaráð- herra, sem veitti 60 þús. kr. úr landsjóði til að gera menningar- sjóði kleift að framkvæma þetta þýðingarmikla útgáfuverk. Norð- menn höfðu fyrir löngu upp- götvað hið hagnýta, listræna og fræðilega gildi Heimskringlu og átt meginþátt í að gera Snorra frægan sem rithöfund út um öll menntuð lönd. Norska þjóðin hafði sótt þrek og djörfung til þjóð- legrar viðreisnar í glæsilegar þjóð- lífslýsingar Snorra, um líf og háttu forfeðranna á tímum Har- alds ættarinnar. Snorri hafði átt mikinn þátt að endurfæða Noreg, en Norðmönnum má að mestu þakka, að Snorra er nú skipað á bekk með snilldarmönnum sagn- fræðinnar í menntalöndum heims- ins. Vanræksla íslendinga varð- andi sinn frægasta höfund er leið- inleg og lítt afsakanleg, en stafar af smáhug bókmenntaleiðtoga landsins fyrr og síðar. Menn hafa ekki eygt fjallið fyrir sléttunni. Um alllanga stund hefur ís- lenzka þjóðin háð einkennilega erfðadeilu við nákomnustu frænd- þjóðirnar, Norðmenn og Dani. Norðmenn innlimuðu allar forn- bókmenntir íslendinga og allt sem íslenzkt var og nokkurs þótti um vert. Þessi yfirgangur var þáttur í hinni voldugu sókn Norðmanna, eftir að viðreisn þeirra hófst. Norðmenn köstuðu þannig eign sinni á alla hina fornu rithöf- unda þjóðarinnar, en Danir lögðu aftur á móti undir sig allt, sem hönd náði á að festa af sjálfum handritaauðnum frá fyrri tímum. íslendingar reyndu að rétta hlut sinn, en höfðu lítinn mátt og litla tækni, enda varð þeim ekki mikið ágengt í báðum málunum. Að loknu fyrra stríðinu byrjaði ný viðreinarstefna, sem horfði til betri áttar, bæði í Noregi og á íslandi. Stóðu að því í báðum lönd- unum lærdómsmenn £ bókmennt- um og framgjarnir og þjóðræknir æskumenn. Nokkrir ungmennafé- lagar í Borgarfirði keyptu Hvít- árbakkaskólann og starfræktu hann um stund sem menntastofn- un héraðsins. Borgarfjörður hafði þá eignast sinn skóla. Litlu síðar ritaði Sigurður Nordal merka bók um ævi og bókmenntaþýðingu Snorra Sturlusonar, hina fyrstu íslenzku viðurkenningu á gildi Snorra sem hæfði verkefninu. í Noregi hófu ungmennafélagar á vesturlandinu samskot til að reisa Snorra veglegt minnismerki á ís- landi. Það var fyrsta þýðingar- mikla viðurkenning Norðmanna á því, að ísland ætti Snorra og norska þjóðin stæði í mikilli þakk- arskuld við höfund Heimskringlu. Um sama varð merkileg straum- breyting í framkomu riorskra fræðimanna. Mesti þálifandi bók- menntafræðingur Norðmanna, pró- fessor Fr. Paasche, ritaði fræði- lega um Snorra Sturluson og við- urkenndi óhikað og afdráttarlaust £ hinni miklu bókmenntasögu sinni þátt íslendinga i hinum fornu bókmenntum, svo að ekki varð á betra kosið. Eftir þetta var norskum kunnáttumönnum illa stætt á hinum gömlu kröfum sín- um um að innlima alla andlega starfsemi á íslandi £ veldi „móður- landsins" forna. Paasche sýndi enn fremur hug sinn til íslands með þvi að hrinda 1930 i framkvæmd myndun Snorrasjóðs i Noregi. Fá íslenzkir námsmenn í Noregi árlega vexti af 100 þús. norskum krónum til stuðnings við náms- dvöl þar í landi. Geta íslendingar seint fullþakkað Paasche hans framgöngu í erfðadeilunni um höfundarrétt fombókmenntanna. íslenzka Snorranefndin sýndi hug sinn til þessa ágæta fræðimanns með því að bjóða ekkju og dóttur Paasches í sérstaka kynningaferð til íslands. Heima á íslandi varð sú breyt- ing á að skóli Borgfirðinga var fluttur frá Hvítárbakka að sögu- frægð og jarðhita í Reykholti. Var þar byggt eitt mesta og bezt gerða skólahús hér á landi. Heim- ili Snorra var með þessum hætti reist úr langvinnri niðurlægingu fyrir atbeina íslendinga sjálfra. í Noregi óx Snorrahreyfingunni fylgi ár frá ári. Konungsættin, stórþingið, ríkisstjómin, háskól- inn og allar stéttir landsins tóku að lokum saman höndum um að reisa í Reykholti styttu af Snorra. Hún skyldi vera þjóðargjöf og allsherjaryfirlýsing Norðmanna um að þeir viðurkenndu sjálf- stæði íslendinga í listrænum efn- um og þökkuðu áhrif íslenzkra bókmennta á andlegt líf i Noregi og stuðning í sjálfstæðisbaráttu landsins. Sú staðreynd, að fræg- asti listamaður Norðmanna að fornu og nýju, Vigeland, gerði styttu Snorra, var þýðingarmikill þáttur í þessu erfðamáli frænd- þjóðanna. Þegar hundrað fulltrú- ar norsku þjóðarinnar, með kon- Flugvarnar- sveift ? FÖSTUDAGINN 12. janúar 1951 héldu 37 flugmenn og áhuga- menn um flugmál fund í Breið- firðingabúð. Samþykktar voru tvær tillögur um landvarnar- og öryggismál: 1. Vegna hins ískyggilega á- stands, sem ríkir í heiminum, álít- um við undirritaðir það óeðlilegt, að ísland liggi opið og varnar- laust fyrir ofbeldi og yfirgangi erlendis frá. Við viljum því éindregið bjóða fram þjónustu okkar til varnar landinu, til dæmis með því að mynda flugsveit, er starfaði við hlið þess erlenda hers, er hingað kann að verða fenginn til varnar landinu frá bandalagsþjóðum okk- ar í Atlantshafsbandalaginu, og erum reiðubúnir að leggja á okkur þá þjálfun, þær skyldur og þær skuldbindingar, er af okkur yrði krafizt. 2. Eins og kunnugt er hafa Rúss- ungsefni í broddi fylkingar, af- hentu 15 þús. íslendingum þjóð- argjöfina 20. júlí 1947, var erfða- deilu frændþjóðanna um hinar fornu bókmenntir að fullu lokið, með drenglyndi og skörungskap á báða bóga. Sjálf heiðursgjöfin með öllum sínum aðdraganda skar úr í þessu efni og þá ekki síður ræður Norðmanna og íslendinga, sem fluttar voru í sambandi við Snorrastytturnar bæði í Reykholti og í Björgvin og birtar eru í bók- inni um Snorrahátíðina. Þetta heimildarit verður um allan aldur meginsönnun um þessa þýðingar- miklu og virðulegu sætt um gam- alt og óskemmtilegt erfðamál. En erfðamálið við Dani um ís- lenzku handritin er enn á döfinni. í Danmörku eru hræringar í þjóð- arsálinni, hliðstæðar þeim, sem leiddu til lausnar Snorramálsins hvenær því erfðamáli kann að hvenær sem erfðamál kann að verða lokið. En vel mættu íslend- ingar læra í þessu efni nokkuð af reynslunni i Snorramálinu. Undirbúningurinn í Reykholti var nauðsynlegt skilyrði. Snorrastytt- an átti ekki heima hjá hálfhrund- um bæ og olíugeymum á hlaðinu. Endurreisn Reykholts var frum- skilyrði fyrir hinni endanlegu lausn málsins. Nú hefur Dönum yfirsézt hrapalega að því leyti að þeir geyma íslenzku handritin á algerlega óviðunandi stað, í einu óvirðulegum og brunahætt- um. Nú ættu íslendingar að byggja lítið en mjög öruggt og virðulegt hús fyrir handritin, helzt með djúpri neðanjarðar- hvelfingu til öryggis á stríðstím- um. Þetta hús væri látið bíða tómt rólega eftir því að þroskað- asti hluti dönsku þjóðarinnar feti í fótspor prófessors Paasche og stuðningsmanna hans í Noregi og telji sér meiri sæmd að sýna frændþjóð réttlæti fremur en yfir- gang. Þá er lokið dansk-íslenzka erfðamálinu á sama hátt og Snorrastyttan er virðulegt tákn norsk-íslenzkrar samvinnu fyrr og síðar. — J. ar um ára skeið unnið markvisst að því að koma í veg fyrir að óskir mannkynsins um frið geti ræst. Hafa þeir lagt undir sig hvert landið á fætur öðru, komið á stað óeirðum og innanlands- styrjöldum og látið leppríki sín ráðast á friðsamar þjóðir, og er árásin á Kóreu síðasta og hrylli- legasta dæmið um þessa stefnu. Augljóst er, að með þessari stefnu hyggjast þeir ná heimsyfirráðum. Hafa þeir og notað óspart fimmtu herdeild sína, kommúnistaflokka hinna ýmsu landa, til þess að hrinda þessu í framkvæmd. ísland er vamarlaust land og opið fyrir árásum landræningja. Því vill fundur áhugamanna um öryggismál íslands, sem haldinn var þann 12. janúar 1951 í Breið- firðingabúð, eindregið skora á alla sanna íslendinga að hefja nú þeg- ar ötula baráttu fyrir þvi, að hingað verði fenginn svo öflugur her frá bandalagsþjóðum okkar í Atlantshafsbandalaginu, að öryggi landsins verði tryggt og að stofn- að verði öflugt heimavarnarlið, er starfi við hlið hins erlenda hers til varnar landinu. Fundurinn tel- ur, að beztum árangri verði náð með fundasamþykktum, undir- skriftasöfnunum og áskorunum á Alþingi og ríkisstjórn þess efnis, að hefjast nú þegar handa um framkvæmdir í þessum málum. ★ Tvær stórmerkar tillögur hafa komið fram í þessu máli. Hin fyrsta, sem er nú mjög kunn inn- anlands og utan, er frá Bændafé- lagi Þingeyinga. Síðai-i tillagan er frá íslenzkum flugmönnum, sem snúa sér til utanríkisráðherra og bjóða að ganga í flugsveit landinu til varnar. Er það í fyrsta sinn á síðari öldum, sem íslenzkir menn hafa boðist til að taka á hermannavísu þátt í vörn ættjarð- arinnar. Munu þar fleiri eftir fyl&ja, því vart mun íslendinga skorta hugrekki og manndóm, ef á reynir. Flugmennirnir rökstyðja framboð sitt í varnarliðinu með glöggu og vel orðfærðu ávarpi. Tillögu flugmannanna hefur verið misjafnlega tekið. Útvarpið sagði greinilega frá málinu, en það birtir ekki um þingtímann ávörp á þing eða landsstjórn. Morgunblaðið og Vísir birtu til- löguna alla. Hins vegar hafa for- ráðamenn Alþýðublaðsins og Tím- ans ekki verið búnir að fullráða hvort þeir vilja láta vörn hins unga þjóðveldis vera eingöngu í höndum erlendra hermanna eða gera ráð fyrir þátttöku íslendinga við hlið hermanna frá hinum stærri bandalagsþjóðum. Felldu bæði þessi blöð niður hinn mynd- arlega kjarna tillögunnar, þar sem flugmennirnir bjóðast til að taka sjálfir þátt í vörn landsins. Þjóðviljinn hefur allt illt á horn- um sér og lýsir eins og fyrr löng- un sinni til að landið verði óvarið þar til austrænn innrásarher hef- ur tekið það á sitt vald og breytt því í öfluga herstöð til sóknar gegn frelsinu og menningu. Má glögglega sjá af birtingu þessarar tillögu hvar varnarlína þjóðarinn- ar er rofin, hvar hún er veik og hvar kemur fram byrjun á mann- lund og manndómi. H.F. EIMSKIPAFÉLAG lSLANDS Aðalfnndnr Aðalfundur Hluthafafélagsins Eimskipafélags íslands, verð- ur haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins i Reykjavík, laugar- daginn 2. júní 1951 og hefst kl. 1,30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úr- skurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1950 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoð- enda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjómarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna I stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Tillögur til breytinga á reglugjörð Eftirlaunasjóðs H. f. Eimskipafélags íslands. 7. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. og 31. maí n. k. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 10. janúar 1951. Stjórnin.

x

Landvörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landvörn
https://timarit.is/publication/1927

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.