Landvörn - 15.05.1951, Síða 3

Landvörn - 15.05.1951, Síða 3
LANDVÖRN 3 Blað óháðra borgara. Ritstjórar: Helgi Lárusson og Jónas Jónsson. Ábyrgðarmaður: Jónas Jónsson. Afgreiðsla: Laugaveg 7. Sími 5093. Isafoldarprentsmiðja h.f. Yngsta höfn á íslandi in. HAUSTIÐ 1949 þegar verið var að steypa skjólvegg hinn ar nýju bryggju í Þorlákshöfn, gerðist atburður er gladdi þá, sem í þessum framkvæmdum stóðu. Nokkrir stórir vélbátar, sem voru á síldveiðum fyrir sunnan land, komu siglandi upp að bryggjunni, og óskuðu formenn þeirra eftir því, að fá að leggja afla sinn þar á land. Höfðu þeir treyst á góð- ar undirtektir um það mál og sent í gegnum talstöð sína, beiðni til síldarkaupenda í Hafnarfirði að sækja aflann í Þorlákshöfn. Hafnarverkamenn og vélar þeirra voru færðir til á bryggjunni, svo bátarnir gætu lagzt að og athafn- að sig. Innan lítillar stundar fóru stórar vörubifreiðar að koma, sem fluttu aflann um Krísuvíkurveg- inu til Hafnarfjarðar, en veiði- skipin sigldu á miðin og lögðu net sín um kvöldið. Þannig gekk það til í nokkra daga, að unnið var samtímis að síðustu handtökunum við skjól- vegg bryggjunnar, og miklum síldarafla var skipað þar upp við hina hlið hennar. Ef bátar þessir, sem lögðu annars upp í Hafnarfirði, hefðu þurft að sigla þangað með afla sinn, mundu þeir hafa tapað annarri hvorri lögn. Þessi skemmtilegi þáttur veiði- skipanna minnti á annað fyrir- tæki, er gerðist veturinn áður, er verið var að tengja saman Krísu- víkurveginn. Verkamenn voru að taka saman föggur að afloknu verki. Þá lokaðist Hellisheiðin og var ófær fram á næsta vor, en öll umferð milli Reykjavíkur og austursveitanna beindist um þenn- an nýbyggða veg. í báðum tilfell- unum felldi rás viðburðanna sinn dóm, um nauðsyn þessara fram- kvæmda. IV. Þremur mánuðum eftir að lokið var vinnu við nýju bryggjuna í Þorlákshöfn, komu fimm biskupar siglandi til Þorlákshafnar og tóku þar heima. Voru það vélbátarnir Þorlákur, ísleifur, Ögmundur, Brynjólfur og Jón Vídalín. Vélbátar þessir, sem voru af stærðinni 16—27 smálestir, voru eign fiskiveiðafélagsins Meitillinn h.f., sem stofnað var sumarið áð- ur, til að hefja útgerð frá Þor- lákshöfn. Keypti félagið lifrar- bræðsluhús, sem var þar á staðn- um ásamt fiskimjölsverksmiðju, endurbætti allar vélar og tæki og setti þessa starfsemi í gang um leið og vertíð hófst. Biskuparnir hófu veiðar í febrúarmánuði. Ögmundur heltist úr lestinni og var tekinn á land til aðgerðar, en hinir fengu ó- hemjuafla, aðallega í net. Auk biskupanna gengu þrír opn- ir vélbátar, sem einnig öfluðu prýðilega. Aflinn var saltaður, lifrin brædd á staðnum, öll bein möluð í fiskimjöl. Þetta var mjög ánægjuleg end- urvakning á sjósókn í Þorláks- höfn. Komst nú aftur líf og fjör í þessa gömlu veiðistöð, því þarna störfuðu yfir hundrað manns til sjós og lands, við fiskveiðar og við hagnýtingu aflans. Báru sjómenn góðan hlut úr býtum, er vertíð lauk á hinum forna lokadegi. V. Á s.l. vori hófst Meitillinn h.f. handa um auknar framkvæmdir í landi. Félagið keypti gömlu verzl- unarhúsin á Eyrarbakka, sem höfðu verið í eign Kaupfélags Ár- nesinga um margra ára.skeið. Hús þessi biðu á sínum stað, eins og nátttröll sem dagað hefur uppi, því þau komu ekki lengur að þeim notum, sem þau upprunalega voru byggð til. Lét félagið rífa þessi hús og flytja út í Þorlákshöfn. Þar var reist úr efni þeirra mikil bygging, sem snýr fimm burstum móti höfninni. í byggingu þessari eru veiðarfærageymslur, fisk- geymslur og fiskþurrkun. Bygg- ing þessi er glæsilegt hús. Er nú komin upp í Þorlákshöfn á vegum félagsins öll nýjasta tækni til saltfisksverkunar, en hraðfrysti- hús er þar ekki til. Á yfirstandandi vertíð stunda fimm stórir þilfarsvélbátar og sex opnir vélbátar sjó frá Þor- lákshöfn. Reynslan hefur sýnt, að sjósókn á opnum vélbátum í Þor- lákshöfn á vetrarvertíð getur gef- ið góða raun. Svo stutt er að sækja þegar göngufiskur er kom- inn á grunn, að oft er tví og þrí- róið, og ef vel lætur getur verið hleðzla í hverjum róðri. Vertíð opnu vélbátanna er stutt, 7—8 vikur, því þegar gönguþorskurinn leggur frá á dýpri sjó og vestur með landinu, eru þessir smærri bátar úr leik, en þeir geta þá verið búnir að gera góða vertíð, miðað við tíma og tilkostnað. Vertíð opnu bátanna hefst í byrjun marz og endar síðustu dagana í apríl. Nú hagar stund- um svo til á sveitaheimilum, að menn geta farið að heiman ein- mitt þennan tíma, þegar daginn er farið að lengja og orðið hæg- ara um vik við gegningar, og verið komnir aftur heim um það leyti sem vorstörfin hefjast, ef tíð er sæmileg. Hugsa mætti sér, að nokkrir ungir menn í sveit slái sér sam- an, kaupi trillubát í félagi, sem þeir stunduðu fiskveiðar á í Þor- lákshöfn, þann tímann, sem neta- fiskur er nærtækur. Fiskurinn væri keyptur af þeim á bryggj- unni. Þeir þurfa ekki að hugsa um neitt nema að veiða fiskinn, lausir við alla aðgerð og verkun aflans. Þeir væru svo frjálsir í sínu starfi, að þeir gætu tekið upp net sín og hætt, þegar þeir sjálfir vildu, eða önnur störf kölluðu að. Þarna gæti verið um tekjustofn að ræða fyrir unga menn, og jafnframt tilbreyting í vinnu- brögðum, án þess að fórna of miklum tíma frá heimastörfum. Engin önnur verstöð austan fjalls hefur þessa möguleika. VI. Þorlákshöfn rnun hafa verið Um langan aldur ein frægasta veiði- stöð hér á landi, en sökum þess að hún var aðeins bújörð eins bónda og fjarri vegakerfi héraðs- ins, fékk hún ekki hafnarbætur samanborið við margar aðrar veiðistöðvar, þar sem meira fjöl- menni bjó og atvinnuþörf fólks- ins krafðist stærri atvinnutækja. Þorlákshöfn hélt áfram að vera nokkra vikna verstöð, á meðan aðrar verstöðvar urðu að vaxandi bæjum með hafnarmannvirkjum og stækkandi skipum. Sýslunefndir Árnes- og Rangár- vallasýslna hafa með forystu sinni og fyrir velviljaðan skiln- ing Emils Jónssonar samgöngu- málaráðherra, hrundið af stað nauðsynlegu umbótaverki með byggingu þeirrar bryggju, sem komin er í Þorlákshöfn. En þó að höfnin leysi brýnustu þörf um löndun fiskiskipa, þarf bryggjan nauðsynlega að lengjast ennþá, a. m. k. 60 m., til þess að veita meira skjól á legunni, svo fleiri stórir bátar geti legið þar í vari við bryggjuna. Á meðan þorskurinn gengur á grunnmiðin, þarf ekki að efa að leið hans liggur með suðurströnd landsins á hin aflasælu fiskimið Sunnlendinga. Fáar veiðistöðvar munu liggja betur við til sjósóknar en Þor- lákshöfn, og með bættum hafn- arvirkjun skapar hún stórkostlegt öryggi öllum fiskiskipum, stærri og smærri, sem eru við fiskveiðar fyrir sunnan hina hafnlausu og hættulegu strönd Suðurlands. Og til þess að sá vaxtarbrodd- ur, sem nú hefur skotið rótum í Þorlákshöfn í útvegsmálum, megi halda áfram að vaxa og þróast, þarf að finna úrræði til að efla þau hafnarvirki, sem þar eru hafin. Votheyshlöður ii. TURNHLÖÐURNAR eru til þess að vekja menn til umhugsunar um mikilvægi votheysgerðar og hvers með þurfti til að ná hinu æskilega takmarki. í hart nær 40 ár höfðu menn gert votheyshlöð- ur eins og þær áttu ekki að vera. Algengust nöfn á hlöðum þessum var „votheysgryfjur" og mátti það kallast sannnefni. Ef til vill endurspeglar þetta orð hug manna til þessara mannvirkja betur en langorðar lýsingar. Geymsla fóð- ursins í þessum „gryfjum“ var oftast í samræmi við nafnið. Var fóðriÖBýmist nefnt sæthey, vothey eða súrhey, en var yfirleitt ekk- ert af þessu, eða þá allt í senn. I flestum tilfellum var það stór- skemmt og ekki ósjaldan ónýtt með öllu. Þeir sem umgengust slíkt fóður voru tæplega í húsum hafandi og hefðu sennilega verið settir í flokk með hrossakjötsæt- um í gamla daga. — Undantekn- ing var þó á þessari venju. Vest- firðingum hafði tekizt að verka vothey, sem telja mátti ágætt fóð- ur og votheysgeymslur þeirra voru margar myndarlegar og vel gerðar. En Vestfirðir eru af- skektir, og bændum í öðrum landshlutum voru ókunnir búnað- arhættir vestur þar. Nú er svo komið, að mönnum er fyllilega ljóst, hvers með þarf til að fá góðar geymslur fyrir vothey og þar með gott fóður. I nýútkominni „Vasabók bænda“ segir Björn Konráðsson í kafla um votheysgerð og votheyshlöður: „Beztar eru hringlaga votheys- hlöður — —. Bezt -er að dýptin sé sem mest------. Það er ekki hagkveemt að þvermál sé minna en 3,5 metrar----“. Þótt grein- arhöfundur sé ekki að ræða sér- staklega um turnhlöður með þess- um orðum, er þetta raunverulega það sem greinir þær frá öðrum votheyshlöðum, þ. e. þær eru hringlaga, þær éru djúpar, þær eru ekki innan við 3,5 metra í þvermál (4—5 metrar). En auk þessa hefur turnhlaðan það sér til ágætis að vera steypt í mót- um, sem tryggja slétta og vatns- þétta veggi án múrhúðunar, en hið trausta og hagkvæma hring- form gerir mögulegt að hafa veggina næstum helmingi þynnri en á hlöðum með beinum veggj- um. Þetta sparar sement og hef- ur því gjaldeyrislega þýðingu. Á síðastliðnu sumri voru steypt- ar 10 hringlaga votheyshlöður í turnmótum og var þetta í Borg- arfirði vestra. Hlutaðeigandi bændur gátu ekki fengið saxblás- ara og urðu því að takmarka hæð hlaðanna við sex metra, enda mun það hafa verið sett að skil- yrði þegar byggingaleyfin voru veitt. Á einu býlinu reisti bónd- inn tvær hlöður af þessari gerð og er augljóst að stórum hag- kvæmara hefði verið að reisa eina turnhlöðu í þess stað. Nú varð hann að kosta upp á tvöfaldan gröft, tvo grunna, tvö steypugólf með niðurföllum og leiðslum og tvö þök, en aukinn kostnaður af þessum ástæðum hefur nálgast kostnaðarverð á einum saxblás- ara. Til viðbótar þessu fær svo bóndinn lakara fóður. Ósaxað heyið liggur ekki eins þétt í hlöð- unum, þrýstingur minni á tveim- ur heystæðum en einni helmingi hærri. Heyið rúmast því ver og skemmist frekar. Hann fær tvær botnskófir í stað einnar og úrgangs hey eða fóðurtap í yfirborðsheyi verður helmingi meira. Þetta er hverjum bónda Ijóst, þótt aðrir eigi ef til vill erfitt með að átta sig á því, ef dæma skyldi út frá staðreyndum. Sumir ráðamenn bænda hafa sagt: „Turnhlöður eru sjálfsagt g'óðar í Ameríku og Svíþjóð, «n þær eru of stórar fyrir smábú hér á landi“. Það er alveg rétt, þær hæfa ekki smábúum, hvorki hér eða í Ameríku, en þær eru alveg jafngóðar og hagkvæmar stærri búum þrátt fyrir það og þau bú eru mörg á íslandi. I næstu grein verður tekið til athugunar, hvað búin þurfa að vera stór svo hagstætt sé að reisa turnhlöður, og síðan í öðru lagi hverjar leiðir eru heppilegastar smábændum. — Þ. B. Aths.: I niðurlagsorðum greinar Þ. B. „Um votheyshlöður" í - síð- asta blaði hefur slæðst prentvilla. Þar stendur: „allur dráttur nauð- synlegustu framkvæmda hefur orð- ið okkur til mikils tjóns. Turn- byggingar verða tekjulitlum bænd- um algert ofurefli“. En í hand- riti var þetta orðað svona: „all- ur dráttur nauðsynlegustu fram- kvæmda hefur orðið okkur til mikils tjóns. Er nú svo komið að byggingaframkvæmdir eru að verða tekjulitlum bændum ofur- efli“. íslenzkukennsla.... litnar af þjóðinni sem heild. — Hvað leggur fræðslumála- stjórnin til. I. H. ATHS. Höfundur þessarar greinar hreyfir hér miklu vandamáli og sparar ekki þung högg. Fjórir menn eiga hér nokkuð að svara til saka: Tveir fyrrverandi kennslumálaráðherrar og tveir frægir málfræðingar. Það eru prófessorarnir Sigurður Nordal og Björn Guðfinnsson, og við Þorsteinn Briem. Tveir úr þessum hópi geta ekki lengur svarað fyrir sig. Að því er kemur til minna afskipta mun ég skýra frá upptökum staf- setningarmálsins í næsta blaði. Mun ég haga orðum þannig, að umræður geti hafist á þann veg að fræðimenn í bók- menntum, kennarar og aðrir áhugamenn um þessi efni geti tekið höndum saman til að finna beztu lausnimar J. J. Teitur Eyjólfsson. Nýtt blaö hóf nýlega göngu í Reykjavík. Það er óháð stjórn- málaflokkum og beitir rckfastri gagnrýni gegn öfgum skattaskipulagsins og hinum sívaxandi, en illa framkvæmda atvinnurekstri ríkis og bæjar- féiaga.

x

Landvörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landvörn
https://timarit.is/publication/1927

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.