Landvörn - 15.05.1951, Page 4
4
LANDVÖRN
\
Framh. af 2. hls.
skólann og nokkuð af menntaskólanum, heldur áttu þeir
mikil itök í meirihluta hinna 270 undirskriftarmanna. Það
hafði tekizt að koma þeim blæ á landvarnarmálið, að komm-
únistar og fylgilið þeirra væru hinir einu og sönnu föður-
landsvinir, en himir óþjóðlegir viðvaningar, sem töldu her-
vernd á vegum vestrænna þjóða einu lífsvon hins íslenzka
lýðveldis. Hlutverk þeirra manna, sem stóðu að Landvörn,
var að halda stöðugt fram réttri hugsjón og framkvæmd
málsins, þó að þingið og borgarablöðin héldu að sér hönd-
um, en kommúnistar beittu allri orku og þeirri tækni, sem
þeir hafa numið frá erlendum yfirboðurum, til að deyfa og
hræða landsfólkið. Hins vegar var allur almenningur í
landinu, allt frá því að tilboð Trumans um hervernd barst
stjórn og þingi haustið 1945, fús til að ræða um varnar-
ieysið og taka upp um málið alla nauðsynlega samvinnu
við Engilsaxa. Forysta Ólafs Thors um Keflavíkursáttmál-
ann, hin heita yfirlýsing hans í ársbyrjun 1949 um nauð-
syn sterkustu vígvéla og barátta Bjarna Benediktssonar
fyrir þátttöku íslands í bandalagi Atlantshafsþjóðanna og
framkvæmd herverndar 5 maí s.l., sanna hver var raun-
verulegur vilji þessara manna og ýmsra annarra áhuga-
manna í landinu. Sigur kommúnista lá í því að geta hindr-
að allar almennar umræður um málið á opinberum vett-
vangi. Þess vegna fengu forgöngumenn málsins á Alþingi
nálega engan opinberan stuðning frá almenningi í landinu,
nema að því leyti, sem áhrifa Landvarnar gætti við að
vekja borgarana til vitundar um þá ægilegu hættu, sem
vofði yfir þjóðinni og börnum hennar.
★
^ÐEINS einu sinni síðan 1945 fengu borgarar landsins
aðstöðu til að segja hug sinn í landvarnarmálinu.
Bændafélag Þingeyinga rauf sumarið 1950 óheillaþögn þá,
sem fimmta herdeildin hafði fyrirskipað íslendingum og
of margir gerst til að hlýða. Þingeyzku bændurnir sögðu
það, sem átti að segja og skynsamir og þjóðræknir kjós-
endur höfðu hugsað síðan þjóðinni buðust varnir 1945.
Þessi gegnhugsaða og hreinskilna tillaga varð þjóðinni til
mikillar álitsauka hjá forráðamönnum hinna bandlagsþjóð-
anna, sem höfðu ríkulega ástæðu til að halda, að óvinir
vestrænnar menningar hefðu komið herfjötri á íslendinga.
Ef kjósendur í hverri byggð á íslandi fylgdu fordæmi þing-
eyzku bændanna, athuguðu eðli stórmálanna, ræddu þau og
gerðu um þau opinberar ályktanir, mætti rétta hag lands
og þjóðar við á skömmum tíma. Sofandi þjóð flýtur að
feigðarósi.
★
JþRÁ því að her Bandaríkjanna flutti burtu 1946 og frarn
í byrjun maímánaðar 1951, biðu íslands, ef til ófriðar
kom, örlög Finnmerkur úr síðasta stríði. Og aldrei var sú
hætta meiri heldur en þegar floti Rússa lá sumarlangt fyrir
öllu Norðurlandi 1950. Alla þessa stund mundu Rússar
hafa hersett landið um leið og þeir hófu heimsófrið við
Atlantshaf. Rússneskar flugvélar hefðu fyllt alla flugvelli,
en hafnirnar með kafbátum. Bandamenn hefðu sótt á að
hreinsa Rússa burtu úr landinu. Átökin í Finnmörk og í
Kóreu síðastliðið ár sýna hversu þess háttar stórvelda-
glíma leikur lönd, sem verða styrjaldarvettvangur. Seoul
mun hafa verið tekin og endurtekin í stríði að minnsta
kosti fimm sinnum. Kóreumenn eru svo fjölmennir, að þeir
munu geta rétt við eftir slíka styrjöld, en lítið mundi
hafa verið eftir af íslendinguni, ef hin ógæfusömu ginn-
ingarfífl kommúnista frá 1945—1946 hefðu orðið þess vald-
andi að Rússar hefðu getað látið draum fimmtu herdeild-
arinnar rætast áður en hér var komið fyrir skynsamleg-
um vörnum móti austrænni. innrás. Gifta en ekki fram-
sýni valda því, að hér hefur nú tekizt að koma við nokkr-
um. vörnum meðan tími var til. Nú stafar íslandi mestur
voði að því, að þeir menn, sem hafa oft og löngum lýst
yfir að hér ætti aldrei að vera svo mikið sem einn einasti
hermaður á friðartíma, muni reyna að binda hendur for-
ráðamanna bandalagsins í þá átt að hafa hér sem allra
veikastar varnir á friðartímum. Kommúnistar munu stöð-
uglega endurprenta kafla úr ritum og ræðum þessara
manna frá því tímabili þegar þeir voru í kapphlaupi við
kommúnista um atkvæði grunnfærustu kjósendanna í land-
inu og afneituðu landvörnuan.
★
hátt í hervarnarmálinu. Allir þingmenn borgaraflokkanna,
43 að tölu, koma saman í höfuðstaðnum og samþykkja
tvennt: Að sýna kommúnistum þá lítilsvirðingu, að kalla
utanríkisnefnd ekki saman til að ræða stærsta utanríkis-
málið, þar sem vitanlegt er að nefndarmenn úr byltingar-
flokknum mundu samstundis tilkynna allar aðgerðir þjóð-
rækinna manna liðsoddum erlendrar stórþjóðar. f öðru
lagi, að biðja stjórn Bandaríkjanna um að hafa hér allar
tegundir hervarna, líka á friðartímum, í því skyni að
hindra innrás óvinaliðs og baráttu á íslenzkri grund. Þess-
ar ákvarðanir voru teknar af öllum fulltrúum hinna mjög
sundurleitu og illindaiðkandi borgaraflokka, án þess að
hafa fulltrúa kommúnista á nokkurn hátt með í ráðum.
Með þessu atferli var endanlega fordæmd „vinstri stjórnar-
villa“ þeirra pólitísku liðsodda, sem hafa á síðastliðnum
15 árum talið sér henta fóstbræðralag við þá menn, sem
þeir játa nú óhæfa vegna djúptækra spillingar og föður-
landssvika, til að hafa nokkur ákvörðunaráhrif á þýðing-
armestu þjóðmálin. Með samningnum frá 5. maí í ár byrjar
nýr kapítuli í sögu fslendinga, ný flokkaskipting, ný stjórn-
málaviðhorf og önnur vinnubrögð, heldur en áttu við meðan
synir og dætur Estrupsmennskunnar settu með undirskrift-
um móti frelsistökunni og samstarfs við fimmtu herdeild-
ina á portfundum sérstakan svip á öll félagsmálin í
landinu.
★
MEÐ tilkomu liðsafla frá Bandaríkjunum, til varnar áj
hættutímum, er náð þýðingarmiklum áfanga í land-
varnarmálunum, en heldur ekki meira. Hér þurfa að vera
varnir með hinum sterkustu vígvélum til að útiloka innrás
og baráttu í landinu. Þjóðverjar tóku Krít með flugher í
síðasta stríði, þó að þar væru nokkrar varnir og floti
Breta hefði yfirráð á Miðjarðarhafi. Þegar liðsoddar Fram-
sóknar sögðu frá hervarnarsáttmálanum í Tímanum, lögðu
þeir áherzlu á að liðveisla varnarliðsins væri böl fyrir ís-
lendinga og að liðsaflinn yrði að vera sem fámennastur.
Slík fávitaorð eru bergmál frá fimmtu herdeildarfundun-
um í portinu. Þvert á móti þarf að leggja stund á að vörn
landsins verði nægilega öflug til að útiloka innrásarhættu.
Samhliða því verður íslenzka þjóðin að taka þátt í vörn
landsins. Annars grotnar þjóðin niður undan óbærilegri
sneyptutilfinningu fyrir að vera aumust allra. Ef 300
ungir og vaskir Lslendingar störfuðu sem fullæfðir her-
menn í landher og flugliði hins staðsetta varnarliðs hér á
landi og 3000 ólaunaðir þjóðvarðarmenn til aðstoðar við
friðgæzlu í landinu, þá þurfa íslenzkar konur ekki að bera
kinnroða fyrir að vörn þeirra og landsins sé eingöngu í
höndum erlendra manna af því að synir ættlandsins hafi
í lágum kynnum og með setu á aumum portfundum til-
einkað sér lífspeki Björns í Mörk og skorti heilbrigðan
karlmannskjark í lífsbaráttunni. Samhliða hervörnum ís-
iendinga verður þjóðin, ef hún vill halda frelsi og virð-
ingu, að gæta hins fjárhagslega sjálfstæðis, en það er nú ekki
gert. Þjóðin fær nú sem stendur nálega helming daglegra
nauðsynja frá Bandaríkjunum án nokkurs skynsamlegs til-
efnis. Hervarnarmál landsins hafa færst í það horf, sem
óskað hefur verið eftir af aðstandendum þessa blaðs. Næsta
sóknarefni Landvarnarmanna hlýtur að verða áróður til
að vekja tilfinningu þjóðarinnar fyrir því, að hún getur
ekki lifað frambærilegu lífi meðal vestrænna kynstofna,
nema með því að vinna sjálf í sveita síns andlits fyrir
daglegu brauði. — J. J.
Þingvallafundur
STJÓRNARSKRÁRFÉLÖGIN
boða, í sambandi Við aðra áhuga-
menn, landsfund um stjórnarskrár-
málið á Þingvöllum um síðustu
helgi jiinímánaðar nú í vor. Þang-
að eru boðnir og velkomnir allir
þeir menn. sem vilja skapa þjóð-
inni ný stjórnarlög á þeim grund-
velli, sem lagður er af áhugamönn-
um á Austur- Norðurlandi og á
tveim síðustu fundum um þetta
mál á Þingvöllum.
Eftir að þjóðin hefur vaknað til
skilnings á landvarnarþörfinni og
slitavöld í landinu .Dæmi um upp-
lausn stjórnarfarsins, eitt af þús-
und er á þessa leið:
Unnsteinn Ólafsson, garðyrkju-
skólastjóri á Reykjum, er mikill
og ráðdeildarsamur athafnamaður
fyrir landið. Með tekjum af bú-
skap ríkisins hefur hann komið í
verk stórmiklum framkvæmdum á
skólajörðinni, en margir aðrir þjón-
ar ríkisins hefðu heimtað þau út-
gjöld greidd einvörðungu úr ríkis-
sjóði. Hann ákveður að byggja
stórt, gagnlegt og mjög arðvæn-
legt gróðurhús fyrir landið og not-
ar að mestu gamaít efni frá setu-
kosti einn mánuð á Litla-Hrauni
til að afplána brot sitt.
íslenzka þjóðveldið er nálega
stjórnlaust og í fullkominni upp-
laust af því að stjórnarlögin gera
ekki ráð fyrir húsbónda eins og
þó þykir nauðsynlegt jafnvel í litlu
koti eða á litlum bát. Liðsoddar
stjórnmálaflokkanna eru ekki
hræddir við núverandi ástand og
eru enn sem komið er andvígir
hinum nauðsynlegu breytingum á
stjórnariögunum. Hins vegar munu
þeir hlýða rödd flokkanna þegar
hún hljómar í eyruin þeirra frá
þúsund heimilum kjóscnda. Leiðin
að sigri í þessu máli Iiggur um
Þingvöll. — J. J.
HæHms' ©g lisftir
Sænsk-islenzka félagið gaf
út snoturt hefti um ísland í
janúar síðastliðnum. — Helgi
Briem sendiherra ritar þar
fróðlega og skemmtilega grein
um heiti landsins. Ekki verður
sagt hið sama um mjög óheppi-
lega ritgerð í sama hefti, eftir
Sigurð Þórarinsson. Hann birt-
ir myndir, bæði af háskóla-
byggingunni og pjóðleikhúsinu,
en nefnir ekki höfund þessara
stórmerkilegu bygginga, sem
hann verður þó að sýna, af því
þær bera af öðrum listaverk-
um íslendinga frá síðustu ár-
um. í stað þess að segja satt
frá skuld þjóðarinnar við Guð-
jón Samúelsson í byggingar-
listinni til eflingar leiklistinni,
fjölyrðir Sigurður Þórarinsson
um symfóníu Jóns Þórarins-
sonar og leiklist Lárusar Páls-
sonar. Úr því svo var byrjað,
bar höfundi að minnast Jóns
Leifs, enda er hann á vegum
íslands með Svíum. Það er und-
legt þegar eðlisgreindir menn,
eins og Sigurður Þórarinsson,
eyðileggja framtíð sína og glata.
góðum verkskilyrðum með fá-
víslegri þjónustu við hina von-
lausu fimmtuherdeildarstarf-
semi.
I-Ieilaga Jóhanna er ein af
furðupersónum sögunnar. Hún
er Jón Sigurðsson frönsku
þjóðarinnar. — Ættjarðarást
hennar og manngöfgi hefur
skapað franska stórveldið.
Frakkar skilja vel þýðingu
hennar. 1 allri Parísarborg er
engin hetjumynd gullin nema
Heilaga Jóhanna og engum
færi slíkt form vel nema henni.
Skáldið leggur áherzluna á, að
slík hetja hlýtur að deyja ung.
Kristur og kvengyðja Frakka
gátu ekki orðið samstiga hvers-
dagsmönnum. Eftir unnin af-
rek urðu þau að fórna lífinu
fyrir hugsjónina. Skáldið legg-
ur svo mikla áherzlu á þýðingu
fórnarinnar, að hann fullyrðir
að ef Heilög Jóhanna hefði
vaknað til lífs aftur, fyrir 30
árum, þegar hún var endanlega
tekin í dýrlingatölu, þá mundi
hún skjótlega hafa orðið að
jþEGAR stjórn landsins undirritaði hervarnarsamninginn
við Bandaríkin 5. maí síðastliðinn, mátti segja að full-
gillt væri sú stefna í þjóðmálum, sem mörkuð var með
línunni frá 1923. Þá var því fyrst haldið fram hér á landi,
að hvenær sem byltingarlýðurinn reisti fána sinn á íslandi,
yrðu allir þjóðræknir menn í landinu að taka höndum
saman móti þessari hættu. Þetta gerðist á mjög áberandi
beðið Engilsaxa um liðveislu og
fengið hana, er stjórnarskrármálið
langsamlega þýðingarmesta mál
þjóðarinnar. Þjóðin hefur forseta,
^em má að lögum engu ráða.
Ríkisstjórnin og þingið hafa af-
hent ábyrgðarlausum nefndum úr-
liðstímunum. Hann fær skriflega
heimild til að gera þessa fram-
kvæmd frá þrem landbúnaðarráð-
herrum, Bjarna, Jóni og Hermanni.
En ein af nefndum ráðsins bann-
syngur þessa framkvæmd og krefst
að skólastjóri sitji að minnsta
fórna gjöf lífsins 1 annað sinn.
— Reykvíkingar munu lengi
minnast þessarar leiksýningar.
Þar var höfuðstaðarbúum veitt
aðstaða til að kynnast háfleygu
listaverki undir virðulegum
kringumstæðum. j j