Landvörn - 01.05.1952, Side 2
2
LANDVÖRN
Þjóðin gengur undir
landspróf
Framh. af 1. bls.
helzt hafa kosið að vera í hægri
meirihluta, þar næst að fylk-
ingar væru jafnar, en viðunan-
leg aðstaða að vera vinstra meg-
in, einkum þar sem stjómin hafði
beinlínis þörf fyrir atkvæði hans.
Hálfum mánuði eftir að stjórnin
var fullmynduð, kom Ásgeir upp
í stjórnárráð og sagði landstjórn-
inni frá leyndarmálinu. Féllust
ráðherrunum hendur við þessi
tíðindi og var eftir á fullyrt, að
sumir þeirra mundu fegnir hafa
viljað vera lausir við veg og
vanda í ríkisstjórn, fremur en
að taka við þessari arfleyfð. —
Þingmenn sáu, að ekki mundi
annað hlýða, fyrst um sinn, en að
fylgja fordæmi Ásgeirs og hafa
mútumálið ekki í fjölmæli í nokk-
ur ár, til að varpa ekki skugga á
landið meðan hægt var hjá því að
komast. Hins vegar liggja í fórum
stjórnarráðsins og Landsbankans
öll skjöl viðvíkjandi þessum
greiðslum og öllu fyrirkomulagi
þeirra. Auk þess vita nokkur
hundruð manna, víðsvegar á land-
inu, um leyndarmálið frá 1934.
Innan tíðar verður frá því sagt
í sjálfævisögum og endurminn-
ingum þjóðmálamanna frá þessu
tímabili. Það er þess vegna ófram-
kvæmilegt að viðhalda varanlegri
leynd um málið, enda tæplega
æskilegt. Kjósendur víða um land
geta borið frásögn þessa blaðs
undir ráðherrana, sem tóku við
mútumálinu úr höndum fráfar-
andi stjórnar. Þeir geta ennfrem-
ur spurt Ólaf Thors, Ottesen,
Bemharð, Jón á Akri, Pál Her-
mannsson, Jóhann í Eyjum, Jör-
und, Helga Jónasson, Þorstein
Þorsteinsson og fjölmarga aðra,
sem vita nákvæmlega um aðal-
atriði þessa raunalega máls. Auk
þess er Ásgeiri hér með gefið
tækifæri til að segja alþjóð
manna frá viðhorfi sínu til máls-
ins, hvers vegna hann lagði út á
þessa slysaleið, tók á sig einan
alla ábyrgð og beitti um fram-
kvæmdina þeirri leynd, sem nú
hefur verið frá sagt. Mútusátt-
málinn var gerður um alþjóðar-
fé og þess vegna á almenningur
rétt á reikningsskilum, þó að
seint sé.
Dvöl Ásgeirs í Framsókn.
Þegar Ásgeir Ásgeirsson gekk
í Verkamannaflokkinn, sumarið
1934, átti hann að baki sér
nokkra pólitíska sögu. Vegna fjöl-
skyldutengsla við Tryggva Þór-
hallsson hafði hann orðið þing-
maður í Framsóknarflokknum.
Honum veittist auðvelt að vinna
kjördæmi og halda því. Hann var
álitlegur maður í sjón og í fram-
komu, vel greindur og betur
menntur heldur en almennt gerð-
ist um jafnaldra hans úr háskól-
anum. Hann var lipur ræðumað-
ur, hélt sjaldan lélegar ræður, en
öðlaðist heldur ekki þá vængi,
sem fylgja baráttu fyrir göfug-
um hugsjónum. Hann var til-
þrifalítill, að því er snerti um-
bótamál kjördæmisins, en varð
vinsæll persónulega af mörgum
héraðsbúum fyrir greiðasemi og
viðvik í Keykjavík fyrir kjós-
endur í Vestur-ísafjarðarsýslu.
Átti hann mikinn þátt í að koma
á þeirri þjónsaðstöðu, sem ein-
staka þingmenn hafa síðar líkt
eftir til vansæmdar Alþingi. —
Ásgeir hafði ekki gengið um
réttar dyr inn í Framsólcnar-
flokkinn, heldur gegnum vegg-
inn, eins og Brynjólfur Sveinsson
komst að orði, er hann vígði
Bauka-Jón sem Hólabiskup. Hann
var ekki í neinum eiginlegum
tengslum við þær vakningaröld-
ur, sem gáfu Framsóknarflokkn-
um orku og starfsþrótt í aldar-
fjórðung. Hann var ókunnur hug-
sjónum ungmennafélaganna, í-
þróttahreyfingunni, samvinnufé-
lögunum og draumum skilnaðar-
manna um að losa þjóðina við
forræði Danakonungs. Það var
hættulaust að spá Ásgeir því, að
hann kæmist skjótt til metorða
á vegum Framsóknar, en mundi
eiga skamma stund samleið með
þeirri kynslóð, sem hugði á það
stórræði að lyfta þjóðinni til mik-
ils frama með alhliða framför-
um og slíta af henni sjö alda
erlend kúgunarbönd. Meðan gaml-
ir ungmennafélagar á Alþingi
efndu til afmælishátíðar Alþingis
á Þingvöllum og björguðu helgi-
staðnum úr niðurníðslu og van-
rækslu inn í heim nútíma menn-
ingar, lagði Ásgeir orku sína ein-
hliða fram til að verða fundar-
og veizlustjóri í viku á vegum
hátíðanefndar. Að launum mót-
tók hann, fyrir þjóðarinnar hönd,
fleiri og stærri krossa heldur en
nokkur annar íslendingur hefur
prýtt brjóst sitt með fyrr eða
síðar. — Ungmennafélögin fengu
hátíðavakninguna og Þingvöll
endurheimtan, sem andlegan höf-
uðstað, en Ásgeir sína mörgu
krossa.
Stjórnarhættir Ásgeirs.
Ásgeir taldist um þetta leyti
Framsóknarmaður, en var í eðli
sínu einlægur kyrrstöðumaður. —
Hann þráði metorð og tildur. Til
að flýta þeirri þróun, bjó hann
til sinn sérstaka liðsflokk innan
Framsóknar. í fyrstu var um
að ræða klíku til að tefja og
hindra sókn í djörfum umbóta-
málum, en brátt breytti Ásgeir
þessum samtökum í hinn svo-
kallaða Bændaflokk. Vorið 1932
hafði hann komið ár sinni svo
fyrir borð, að hann varð for-
sætisráðherra, aðallega með stuðn-
ingi andstæðinga Framsóknar-
, t
manna, sem vildu gera að engu
sigur Tryggva Þórhallssonar og
samherja hans eftir þingrofið
1931. Ásgeir- hélt nú völdum í
tvö ár. Hann var innilega glað-
ur yfir auknum metnaði, en lét
stjórnarstörfin renna eins og
lygna á milli bakka. Nálega
allar stjórnarframkvæmdir lentu
í höndum misviturra manna, sem
fylktu liði um hans nýfengna
stjórnarstól. Ríkið og einstakling-
ar sukku í botnlausar skuldir
utanlands og innan. Tveimur af
þrem varðskipum landsins var
lagt við bryggjur. Duglegasti
varðskipsforinginn settur í land
í ónáð. Yfirstjórn gæzlunnar tek-
in úr höndum Pálma Loftssonar
i
og fengin lögfræðingi í stjórnar-
ráðinu, sem ekki þekkti til sjó-
mennsku nema af ferðum með
millilandaskipum. Á vegum land-
búnaðarins fiuttu þekkingar- og
ábyrgðarlausir skrumarar kara-
kúlhrúta og minka til landsins
og dreifðu þeim til flestra hér-
aða. — Ásgeir stöðvaði byggingu
Sundhallarinnar. Hann svipti
Þjóðleikhúsið byggingatekjum
þess, og gerði þær að eyðslueyri
í stjórnarráðinu, en húsið stóð
hálfbyggt í 12 ár. Bæði húsin
voru fokheld þegar Ásgeir kom
til valda og næsta nauðsyn-
leg menningu landsins. í fjár-
málum tók Ásgeir upp stefnu
sósíalista, að leggja svo háa
skatta á atvinnufyrirtæki, að ekki
þyrfti aðra auðjöfnun til að und-
irbúa sameignarríkið. Átti hann
á þingi 1933 í hörðum sennum
við Jón Þorláksson út af þessu
máli. Eina málið, sem Ásgeir
lagði vinnu fram við að leysa í
forsætisráðherratíð sinni, var
stjórnarskráin, en sú tilraun mis-
tókst svo hraparlega, að löggjöf
hans um þetta efni er sú léleg-
asta og ófullkomnasta, sem sög-
ur fara af í nokkru menntalandi.
Hvergi var reynt að skapa heild-
arkerfi, miðað við langa framtíð
og alþjóðarheill eins og tókst í
Bandaríkjunum og Noregi með
stjórnarlögum þessara landa. Ás-
geir löggilti, sem þingmenn, mik-
inn hóp flökkufugla, sem eru í
stöðugu kapphlaupi og yfirboði
við ábyrga þingmenn kjördæm-
anna. Seyðisfjörður er minnsta
kjördæmi landsins, en eftir stjórn-
arlögunum frá 1933 og með nú-
verandi flokkaskipun, getur Seyð-
isfjörður kosið sjö þingmenn,
fjóra aðalmenn og þrjá til vara.
Þessi þingpnannafylking getur
skipt liði um þingtímann á þann
veg, að fjórir úr hópnum séu við
löggjafarstörfin, en einhverjir
þrír á ferðaflakki utanlands og
innan. Einn af núverandi full-
trúum þessa kaupstaðar er kos-
inn með 67 atkvæðum. Þeir menn,
sem undirbjuggu þessi stjórnar-
lög, miðuðu vinnu sína við að
gera Framsókn sem mestan skaða,
en hlynna að Sjálfstæðis- og
Bændaflokknum. Svo langt var
gengið í viðvaningslegri ráða-
gerð um stjórnarlögin í innsta
hring stjórnarliðsins, að Jón í
Stóradal átti að verða þingmaður
Austur-Húnvetninga, en Þórar-
inn á Hjaltabakka uppbótarþing-
maður, en þetta fór mjög á ann-
an veg. Hvorugur þeirra náði
þingsætum á þennan hátt. Út-
reikningar Ásgeirs og vina hans
reyndust ekki réttar. Sennilega
hefur þeim ekki komið til hug-
ar, að stjórnarlög þeirra mundu
valda algerðri upplausn og glund-
roða í stjórnarfari landsins og
koma atvinnuvegunum á ríkið og
ríkinu á alþjóða framfæri.
Ásgeir kveður Framsókn og
Bændaflokkinn.
Stjórnarferill Ásgeirs Ásgeirs-
sonar var samfeldur hrakfalla-
bálkur, sem endaði með mútu-
samningnum. Þetta ástand staf-
aði ekki af því, að Ásgeir og
menn hans vildu þjóðinni illa,
en foringinn var haldinn metn-
aðarsýki, sem yfirgnæfði hæfi-
leika, sem annars hefðu mátt
verða að gagni. Hann hafði skyn-
semi til að ráða betur en hann
gerði fram úr þeim málum, sem
nú hefur verið greint frá, en
sókn hans eftir hégóma og sín-
girni margra fylgismanna hans
spilltu öllu stjórnarfarinu. Hann
tók við Framsóknarflokknum 1932,
sem fjölmennustu þingsamtökum
íslendinga. Eftir eitt ár efndi
Ásgeir til kosninga um stjórnar-
lög sín. Þá féllu frambjóðendur
hans eins og flugur og leyfar
þingflokksins komu eftir kosn-
ingar eins og sundurtættur flótta-
her. Þó þótti Ásgeiri sem ekki
væri enn fullt skarð í vör
Skíða. — Hann klauf Bænda-
flokkinn út úr samtökum Fram-
sóknarmanna og mun hafa gert
sér vonir um að ekki heyrð-
ist framar hósti eða stuna úr
þeim pólitíska kirkjugarði. Sjálf-
ur gekk Ásgeir síðastur af skút-
unni, eins og hæfir skipstjóra á
sökkvandi skipi. Vegna mútu-
málsins stóð Ásgeir ekki við heit
sitt við Tryggva Þórhallsson um
að verða bjarghringur þess flokks.
Þegar Ásgeir fór til sósíalista
/
hafði hann gengið af sínu eigin
liði í Bændaflokknum dauðu, en
misnotað trúnað Framsóknar-
manna svo skemmilega, að slíks
eru fá dæmi. Hafði hann þó
fengið metnað sinn allan á þeirra
vegum.
Ásgeir með krötum.
Nú eru liðin 18 ár síðan Ás-
geir byrjaði nýja tilveru hjá
sósíalistum. Hann fór sér hægt.
Menn höfðu ástæðu til að trúa,
að hann vildi láta líta á sig
eins og væri hann seztur í helg-
an stein. Brot hans, sem eftir
eðli sínu hefðu átt að koma fyrir
landsdóm, voru af fyrrgreindum
ástæðum ekki rædd til muna á
opinberum vettvangi. En eftir
átta ára kyrrlátt líf kom Ásgeir
aftur fram á vígvöll stjórnmál-
anna. Flutti hann frumvarp um
nýja stjórnarskrá. Enn var til
gangurinn að lama Framsókn
með því að taka af flokknum
sex kjördæmi. Augnablikstilefni
til stjórnarskrárbreytinganna var
að rjúfa samstarf núverandi
stjórnarflokka, sem gerðu þá úr-
slitatilraun að stöðva dýrtíðar-
flóðið og bjarga atvinnuvegun-
um frá hruni. Enn var sama
ábyrgðarleysið eins og 1933, að
umturna stjórnarskrá landsins til
að jafna krít og metnaðarbar-
áttu flokkanna út af dægurmál-
um. Ásgeir vann sigur, eins og
við mátti búast. Samheldni borg-
aranna var rofið og í átta ár
dundu ærumeiðingar og gagn-
kvæm brigslyrði yfir leiðtoga
þeirra flokka, sem vildu og gátu
unnið þjóðnýtt verk, ef stjórn-
arskrárfleygur Ásgeirs hefði ekki
komið upplausn stjórnarfarsins í
algleyming. Eldur eyðileggingar-
innar náði brátt heim til krata-
flokksins. Stjórnarskrá Ásgeirs
efldi kommúnista, höfuðféndur
Alþýðuflokksins, svo að þeir
fengu tíu þingmenn í stað
þriggja. Alþýðuflokkurinn varð
minnsti flokkur þingsins og svo
horfinn heillum, að hann getur
ekki notið mannvirðinga í alþýðu-
samtökunum, nema með því að
fá lánuð verkamannaatkvæði frá
Framsókn og Morgunblaðsmönn-
um. Dýrkeyptastur varð verka-
mannastéttinni þó sigur Ásgeirs
1942, sökum þess, að hin skefja-
lausa dýrtíð, sem hann steypti
yfir þjóðina, þrengir með hverj-
um degi meir og meir lífskjör
efnaminna fólksins.
Ásgeir lamar Alþýðuflokkinn.
Mistök og ábyrgðarleysi Ás-
geirs 1942 gerðu þau samtök,
sem Ólafur Friðriksson og Jón
Baldvinsson höfðu hafið til rétt-
mætrar virðingar, að eins kon-
ar brúðuleikhúsi, þar sem tylft
hæstlaunaðra embættismanna rík-
is og bæjar leika öreigalýð í
kröfugöngu. Vald verkalýðssam-
takanna er fyrir löngu flutt frá
Alþýðuflokknum til kommúnista
og langáhrifamesti þátturinn í
þeim valdaflutningi gerðist í sam-
bandi við stjórnarskrá Ásgeirs
1942. Alþýðuflokkurinn fékk þá
sömu reynslu af stjórnarhæfileik-
um Ásgeirs Ásgeirssonar eins og
Bændaflokkurinn og Framsóknar-
menn.
Ásgeir bregzt Ólafi Thors.
Enn liðu tíu ár. Ásgeir tók þátt
í hinu jafna og stöðuga undan-
haldi Alþýðuflokksins, en hann
vænti betri daga. Það hafði verið
stofnsett lýðveldi 1944, mjög á
móti ráðum Ásgeirs og margra
stallbræðra hans. Heilsa Sveins
Björnssonar var á völtum fæti.
Ásgeir taldi biðtíma sinn, án
nýrra mannvirðinga, orðinn nógu
langan. Honnum fannst sjálfsagt
að hann ætti að erfa Svein
Björnsson. Góðvinir hans víða
um land og í höfuðstaðnum fóru
að ympra á að Ásgeir mundi ekki
aðeins vera gott forsetaefni, held-
ur ætti hann að vera sjálfkjör-
inn. Eftir andlát forsetans byrj-
aði Ásgeir skipulegan áróður til
að auka kjörfylgi sitt við for-
setakjör.
En þegar ekki voru eftir nema
nokkrar vikur að kjördegi ákváðu
stjórnarflokkarnir að biðja séra
Bjarna Jónsson, vígslubiskup, að
vera í kjöri fyrir sömu flokka,
sem stóðu um stund í góðum til-
gangi að síðustu vörnum móti
dýrtíðinni. 1942. Þeir vissu eklti
betur en að þetta mundi verða
friðarkosning, og séra Bjarni
virðist hafa orðið við áskorun
flokkleiðtoganna í þeirri trú, að
svo mundi vera. En um leið
og tilkynnt var opinberlega að
stjómarflokkarnir stæðu að fram-
boði séra Bjarna kom í ljós, að
Ásgeir hafði tengt við sig
‘persónulega mikið af ákveðn-
um Sjálfstæðis- og Framsóknar-
mönnum. — Tveir af kunnum
stuðningsmönnum st j órnarinnar,
Gunnar borgarstjóri og Bernharð
útibússtjóri á Akureyri, lýstu
yfir í blöðunum, að þeir hefðu
að engu yfirlýsingar flokksstjórn-
anna og eggjuðu aðra að gera
slíkt hið sama. Síðan gengu báð-
ir þessir þingmenn í kjörnefnd
uppreisnarliðsins. Eysteinn Jóns-
son flaug til Akureyrar, hélt
fund með Framsóknarmönnum,
talaði fyrir framboði séra Bjarna,
en vann ekki á. Margir af flokks-
mönnum hans í bænum og grend-
inni sögðust ekki þurfa neinar
leiðbeiningar frá Reykjavík um
áhugamál sín. Öllu magnaðri var
Framh. á 3. bls.