Vestfirðingur - 13.01.1960, Qupperneq 2
2
VESTFIRÐIN GUR
Útgefandi: Fulltrúaráð Alþýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi.
Ritstjóri og ábyrgóarmaSur: Halldór Ólafsson.
Blaónefnd: Hannibal Valdimarsson, Skúli Guðjónsson, Játvarður
Jökull Júlíusson, Guðsteinn Þengilsson, Ásgeir Svanbergsson.
Verð árgangsins kr. 70,00. — Gjalddagi 1. júlí.
Verð í lausasölu 2 krónur.
Prentstofan Isrún h.f.
Hrunsongur on sultaróður
Prá því núverandi ríkisstjórn tók
við völdum, og raunar löngu
áður, hefur hún, flokkarnir, sem
hana styðja, og blöðin, sem hún
ræður yfir, beitt öllum sínum á-
róðri að einu og sama marki.
Stjórnmálaforingjar, blaðamenn
og sprenglærðir hagfræðingar hafa
beitt mælskulist sinni, ritleikni og
lærdómi til þess að sannfæra þjóð-
ina um að hún standi nú á hengi-
flugi gjaldþrotsins, við henni blasi
efnahagslegt hrun og fjárhagslegt
ófrelsi. Myndað hefur verið nýtt
orð, „óðaverðbólga“, til þess að
tákna hið hræðilega ástand, sem
fram undan er. Því er haldið fram,
að þjóðin hafi sjálf leitt sig út í
þessa ófæru. Hún hafi á undan-
förnum árum lifað um efni fram,
eytt meiru en hún hefur aflað, þ. e.
velt sér í sukki og óhófi. Og allir
vita, að þegar svo andvaralausu
lífi er lifað, hlýtur það að leiða til
ófarnaðar.
J»essi hrunsöngur og sultaróður
náði hámarki sínu 1. desember
s.l. og í áramótaboðskap forsætis-
ráðherra. 1. des., sem í raun og
veru er annar þjóðhátíðardagur Is-
lendinga, var einn hinna spreng-
lærðu hagfræðinga, Jónas Haralz,
ráðuneyt.stj., forsöngvarinn. Hann
kyrjaði hrunsönginn og sultaróð-
inn í aðalræðu dagsins, en ýmsir
áhrifamenn núverandi stjórnar-
flokka tóku undir. Þennan dag,
sem í 40 ár hefur verið helgaður
sjálfstæðisbaráttu íslendinga —
og sú barátta hefur spakur maður
sagt að væri ævarandi — var al-
gerlega bannað að minnast á jafn
mikilvægt sjálfstæðismál og 12
mílna landhelgina og þá svívirðu,
að enn er erlendur her í landi.
Þetta bann var reynt að afsaka
með því, að efnahagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar væri, eins og nú
standa sakir, mikilvægasta sjálf-
stæðismál hennar. Það er að vísu
rétt, sé þjóðin þannig á vegi stödd
efnahagslega, að frelsi hennar
stafi hætta af.
í áramótahugleiðingu sinni, sem
birt er hér í blaðinu, sýnir
Hannibal Valdimarsson fram á og
færir að því gild rök, að þessu er
alls ekki til að dreifa. íslendingar
eru efnahagslega vel stæðir. Fram-
leiðsla þeirra eykst ár frá ári, eft-
irspurn eftir framleiðsluvörum
þeirra er meiri en svo, að henni
verði fullnægt, og skuldirnar, sem
kyrjendur hrunsöngsins og sultar-
óðsins tala nú svo mikið um að
allt sé að sliga, hafa að mestu leyti
verið stofnaðar vegna kaupa á nýj-
um og fullkomnari framleiðslu-
tækjum og þar með meiri mögu-
leikum til að fullnægja sívaxandi
eftirspurn. Megnið af því, sem eytt
hefur verið umfram það, sem afl-
að var, hefur þannig farið til þess
að bæta og tryggja afkomuna síð-
ar meir.
J»að hefur lika komið í ljós, að
þessi söngur er sunginn eftir
taktslætti erlendra aðila. Því er
feimnislaust haldið fram, að efna-
hagskerfinu verði að breyta, til
þess að þóknast þessum aðilum,
það sé ósk þeirra og fyrirskipan,
og ekki stendur á stjórnarherrun-
um að hlýða. Það var þessi tegund
sjálfstæðisbaráttu!!, sem 1. des-
ember s.l. var helgaður.
En hlýðni við erlent vald, er þó
ekki aðalatriðið. Með þessum
söng er verið að búa alþýðu und-
ir það, sem koma skal, telja henni
trú um, að nú verði hún að færa
stórar fórnir möglunarlaust og fá
hana til að sætta sig við, að þeir
fátæku verði fátækari og þeir ríku
ríkari. Það heitir á fínu máli hag-
spekinganna „frjáls fjárhagsmynd-
un.“
o o o
illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllilillllllllllllllllllll
Til solu
Góður flygill til sölu. Tilboð ósk-
ast fyrir 14. þ. m.
Nánari upplýsingar gefur
Frank Herlufsen.
4NIIIVIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIII
Um efnishyggju
Það er álit margra, að heimspeki sé eitthvað þurrt og leiðin-
I legt, óviðkomandi fjöldanum og daglegu lífi. Samt er hver mað-
ur heimspekingur í þeim skilningi, að hann aðhyllist, sjálfrátt
eða ósjálfrátt, einhverja heimspeki eða heimsskoðun. Enginn
maður er sneyddur skoðunum og er því ævinlega undir áhrifum
einhverrar heimspeki stefnu. Nú er öll heimspeki mótuð stéttar-
legum skoðunum, það er, skoðanir manna endurspegla þjóðfé-
lagslegan grundvöll og afstæður, og í stéttaskiptu þjóðfélagi
eru hinar ýmsu skoðanir því skoðanir hinna ýmsu stétta þess.
Heimspeki er því kerfisbundin mótun stéttarskoðana.
Arðránsstéttir samfélagsins hafa ávallt reynt að réttlæta og
viðhalda stöðu sinni með hvers kyns blekkingum og eru hug-
myndir þeirra og heimspeki veigamikill þáttur í því. Hins vegar
ríður verkalýðnum á, að skilja hlutina eins og þeir eru, án allra
dularklæða, til þess að láta ekki blekkjast af áróðri arðræningja.
Heimsskoðun hins róttæka verkamanns er nefnd díalektisk efn-
ishyggja, af því að hún leitast við að skilja hlutina eins og þeir
eru (efnishyggja) í öllum samböndum sínum og breytileika
(díalektísk). Díalektisk efnishyggja er vísindaleg heimsskoðun,
það er, hún er byggð á allri vísindaþekkingu mannsins, og á at-
hugun og þekkingu án allra hleypidóma, og lögmálum þeim, sem
fundið hefur verið að gilda í efnisheiminum, er beitt til skýr-
ingar á mikilvægasta þætti efnisheimsins, þjóðfélagi manna.
Efnishyggjá vor er ekki kredda, heldur aðferð til túlkunar,
skilnings og skýringar. Efnishyggja heldur fram efninu, sem
undirstöðu alls, andstætt hughyggju, sem telur hug og anda æðra
efni. Það má því túlka hvert mál, annaðhvort að hætti efnis-
hyggju eða hughyggju. Tökum dæmi. Af hverju koma þrumur
og eldingar? Hughyggjumenn hafa svarað, að reið máttarvöld
slöngvuðu eldingum yfir syndum spillt mannkyn. Efnishyggjumað-
ur leitar efnislegra orsaka, sem sé rafmögnun skýja, og er það
í samræmi við vísindalegt eðli efnishyggju, gagnstætt hinum
andlegu skýringum hughyggju. Það er því höfuðatriði hug-
hyggju, að efni sé leitt af anda,.að andi eða hugur eigi sér óefnis-
lega tilveru og að til sé heimur dulrænu, ofan eða handan við
skynheim vorn, okkur óþekkjanlegur. Efnishyggja vor sýnir oss
hinsvegar, að allt, sem er og verður á sér efnislegar orsakir og
heimurinn er efnislegur í eðli sínu, að allt sem nefnist andlegt
er afurð efnislegra ferla, og efni og andi því óaðskiljanleg, að
kleift er að þekkja að fullu öll lögmál efnisheimsins, þótt þau
séu epn ekki að öllu þekkt.
Af þessu má sjá, að heimsskoðun efnishyggjunnar er ekkert ann-
að en hinn eðlilegi skilningur hvers manns á náttúrunni, eins og
hún birtist oss, eins og Engels komst einhvers staðar að orði.
Ágætt dæmi um mismunandi túlkun fyrirbæra eru hinar fjálg-
iegu orðuræður um það, hversu vér séum nú sundurlyndir og að
vandamál vor yrðu auðleyst, ef vér létum af ósamlyndi, rétt
eins og þetta ósamkomulag sé einn þáttur mannlegs eðlis, öðru
óháður. Þeir sem þannig ræða eru blindir fyrir því, að innan
þjóðfélags vors eru þær stéttir, sem óhjákvæmilega hljóta að
eiga í erjum, það er, auðstétt og verkalýðsstétt. Það eru hinir
andstæðu hagsmunir þessara hópa, sem rekast svo harkalega á
sem raun ber vitni, lundarfar og eðli eru þessu með öllu óvið-
komandi, og stéttabaráttan mun ekki hjaðna, heldur fer hún æ
harðnandi, unz hún kemst á nýtt stig með valdatöku verkalýðs-
ins.
Við höfum nú gert oss grein fyrir því að heimsskoðun vor er
efnishyggja. það er díalektísk efnishyggja. Eldra form efnis-
Framhald á næstu síðu.