Heimir - 15.02.1947, Page 2

Heimir - 15.02.1947, Page 2
2 H E 1 M 1 R T ogarakaupin bæjarbúa ef illa fer og togararn- HEIMIR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: GUÐLAUGUR GÍSLASÖN Prentsmiðjan EYRÚN h.f. Á að flæma af. vinnufækin úr bænum Grein Jónasar Jónssonar for- manns Útvegsbændafélagsins gefur tilefni til að staldra við og íhuga það viðhorf, sem hér er að skapast gagnvart útgerðinni. Út- svör og önnur opinber gjöld hafa alltaf verið há hér, en þó keyrir fyrst um þverbak eftir að vinstri flokkarnir tóku við stjórn bæjarmálanna, samanber 30% útsvarshækkunin s.l. ár. En þetta er þó ekki það versta. Það hættu legasta fyrir útgerðina er það skilningsleysi og sú áberandi andúð, sem hún á við að búa frá hendi þeirra manna, sem nú fara með stjórn bæjarmálanna. Má þar fyrst og fremst benda á framkomu bæjarfulltrúa kom- múnista, sem fyrst og fremst stóð að því að útgerðin var stöðvuð í byrjun vertíðar og sem síðar leiddi til þess að útgerðarmenn hér urðu að samþykkja mun bærri kauptryggingu en til þekk- ist nokkursstaðar hér á landi. Þá má og benda á afgreiðslu meiri-' hluta bæjarstjórnar á lóðarum- sókn Vinnslu- og Sölumiðstöðv- ar Fiskframleiðenda, er því var synjað um þá lóð, sem útgerð- armann allir ásamt fulltrúa Ný- byggingarráðs, töldu langsam- lega heppilegasta undir hina væntanlegu vinnslustöð félags- ins. Fái félagið einnig synjun á þeirri lóð, sem það er nú í þann veginn að sækja um, er alveg auðséð að meiribluti bæjar- stjórnar ætlar sér að kæfa þessi félagssamtök þegar í fæðingunni. Það verður ekki annað séð, að öllu athuguðu, en að kommún- istar stefni að því, að flæma at- vinnutækin héðan í burtu. Fái útgerðin, sem er undirstaðan undir allri þróun hér, ekki að búa við sömu skilyrði og annars- staðar, er stór hætta á, að hér skapist sama ástand og á Eski- firði. Byggingaframkvæmdir Þegar að fyrverandi' bæjar- stjórn lagði inn beiðni sina fyr- ir þeim tveim togurum, sem bæj- arfélagið hefur nú fengið úthlut- að hjá Nýbyggingarráði, var það gert á þeirn forsendum, að sjálf- sagt og eðlilegt væri, að Vest- mannaeyingar eins og aðrir tækjn þátt í þeirri nýsköpun, sem þá ar efst. á baugi. Hvernig rekstri togaranna yrði hagað var ekki afráðið. En ég þori að fullyrða, að Sjáifstæð- ismenn hefðu aldrei lagt út í það, að láta bæinn, án nokkurra takmarkana, gera togarana út, eins og mun vaka fyrir núver- andi bæjarstjórnarmeirihluta, og gera þar með alla bæjarbúa ábyrga fyrir afkomu togaranna á hverjum tíma. Togarar, eins og bærinn er nú að eignast, eru það stórvirk at- vinnutæki, að ef illa fer, getur taprekstur þeirra á einu ári hæg- lega numið eins miklu og nú er lagt á bæjarbúa í útsvörum, og sjá þá allir haða ástand hér myndi skapast, ef þannig færi. Það eina rétta, sem á að gera í þessu rnáli er það, að bærinn i eitt skipti fyrir öll leggi fram á- kveðna upphæð, annaðhvort í beinu framlagi eða með ábyrgð, og stofni hlutafélag um rekstur togaranna og þá með þátttöku þeirra bæjarbúa, sem með vilja vera. Að sjálfsögðu ætlast ég ekki til annars en að bærinn hafi meirihlutann í þessu íélagi og geti stjórnað því og rekið á þann hátt, sem hann telur heppi- legast. Ég veit að vinstri flokkarnir koma með þá mótbáru, að slíkt félag yrði skattskylt. Vzéri ósk- andi að afkoma togaranna yrði það góð að til þess kæmi. En þegar athugað er, að vextir af kaupverði beggja togaranna nema til að byrja með rtimlega 200 þúsund krónum. Vátrygging 300 þúsund krónum og afskrift- ir, miðað við 12%, 720 þúsund krónum, eða samtals 1220 þús- und kr. á ári, sem frádráttarhæít er við skatt, þegar búið er að draga frá allan útgerðarkostnað, getur hver maður séð, að sá skattur sem á togarana yrði lagð- ur, yrði aldrei mikill og aldrei neitt í samanburði við þá á- hættu, sem lögð er á herðar allra stöðvist og þau hús og aðrar eignir manna, sem fyrir eru hrynji í verði. Þetta verða þeir, sem komm- únista styðja að gera sér ljóst. ir eru reknir án allra takmark- ana af bæjarfélaginu eins og nú er fyrirhugað. Það getur vel verið að meiri- hluti bæjarstjórnar telji sig hafa lagalegan rétt til þess að leggja slíka ábyrgð á herðar bæjarbú- um, en siðferðilegan rétt hefur hann engan til þess. Enda í alla staði óeðlilegt að umboð til setu í bæjarstjórn gefi nokkrum ein- stakling heimild til þess að gera alla bæjarbúa, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, uúgir eða gamlir, þátttakendur í stórfeldri togaraútgerð og þar með hætta nignum þeirra ef illa fer. En úr því, senr komið er, er ekkert annað að gera en vona að allt fari vel. En kommúnistum verður að skijjast það, að togara- útgerð er nú einu sinni þannig háttað, að hún getur eins skil- að stórfeldu tapi eins og mikl- um ágóða. Það þýðir ekkert að starblína eingöngu á, að hér sé um örugga tekjulind að ræða og miða allt við afkomu togaranna undanfarin ár meðan styrjöldin stóð. Það viðurkenna það engir frekar en einmitt sjálfstæðis- menn, að stórvirk nýtíslcu at- vinnufyrairtæki séu nauðsynleg hverju bæjarfélagi. Þess vegna er það vægast sagt mjög miður farið, að þannig skuli að þessum málum staðið lrér, að einmitt þessi sömu tæki skidi geta orðið til þess að hefta um ófyrirsjáan- lega framtíð alla eðlilega þróun bæjarfélagsins ef taprekstur verð ur. Borgararnir eiga þá skýlausa kröfu á hendur hinum ráðandi mönnum í bæjarstjórn, að þannig sé frá þessum málum gengið þegar í upphafi, að ekki komi til að þurfa fari, ofan á allt annað, beint í vasa almenn- ings ef illa fer. Þetta er hægt, og þetta ber ráðamönnum bæjarfélagsins að gera. Höfnin Þeir sem eitthvað fást við inn- flutning hingað til Eyja munu hafa rekið sig á, hvað erfiðlega gengur að fá skip til að koma hingað. Skipamiðlarar og vátrygginga- félög erlendis flokka hafnirnar í hverju landi niður í vissa flokka og reikna flutningsgjöld og vá- tryggingar eftir því. Sú sorglega staðreynd liggur fyrir, að Vestmannaeyjar eru hjá þessum aðilum í sama flokki og Raufarhöfn og aðrar verstu hafnirnar norðanlands. Þessu mun valda það, að fyrir 20 til 30 árum urðu hér alloft skemd- ir á skipum innanhafnar, senr vátryggingarfélögin fengu skelli af. Eftir að höfnin hér var bætt hefur þetta ekki komið fyrir í langan tíma og er mér kunnugt um að bæði fyrverandi og nú- ; verandi bæjarstjórn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá hnekkt hjá viðkomandi aðilum því óorði, sem á höfninni er, en án árangurs. Mér er kunnugt urn, að þegar verið var að flytja kolin frá Pól- landi á s.l. surnri fengust skip til þessara flutninga til Reykja- víkur fyrir 65 krónur tonnið, til Vestfjarðahafna fyrir um 90 krónur en til Vestmannaeyja Lókst loks eftir ítrekaðar tilraun- ir að fá tilboð í eitt skip fyrir 130 krónur tonnið. Nú virðist ekki liggja annað fyrir en að taka þau kol og nokkuð af því salti, sem hingað verður flutt, úr skipi í Reykjavíkurhöfn. Aðrar vörur er ekki að tala um að flytja hingað beint, með því að þau skip, sem sigla milli landa í á- kveðnum ferðum, eru alveg hætt að koma hér við. Auk þess að vera stórkostlegt fjáriiagsatriði, eru þetta slík ó- þægindi fyrir alla, sem eitthvað þurfa hingað að flytja, að við svo búið má ekki standa lengur. Skemmda rsta rfsemi YÍnsfri flokkanna Framhald af 1. síðu. 1945. Ég vil nú spyrja þessa menn. Hafa þeir lagt þessar 475 þúsund krónur til hliðar á sér- stakan reikning á nafn hverrar stofnunar, eins og fyrverandi bæjarstjórn hafði, samkvæmt til- lögu fiá þeim, samþykkt að skyldi gert. Ég þarf ekki að bíða eftir svari. Eg get fullyrt að svo er ekki. Heldur hetur féð verið not- að sem daglegur eyðslueyrir s.l. ár auk útsvaranna 1946. Þetta var um viðskilnað fyr- verandi bæjarstjórnar og gjald- þrotayfirlýsingu vinstri manna. Það getur vel verið að þeim finn- ist það hafa svarað kostnaði að kaupa sér þennan gálgafrest með allskonar rógi bæði inn á við og út á við um hag bæjarins og þar með eyðileggja lánstraust hans. En ég get fullvissað þá um, að al- menningur hér, jafnt þeirra kjós endur sem aðrir, kunna þeini litlar þakkir fyrir.

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/1942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.