Ólafsfirðingur - 23.01.1946, Blaðsíða 3

Ólafsfirðingur - 23.01.1946, Blaðsíða 3
ÓLAFSFIRÐINGUR 3 áhugamálum ókkar, sem krefjast ekki sundrungar, heldur samstarf allra þeirra, sem að þeim málum vilja vinna af einlægni, hvað sem allri pólitík líður. Ég lít svo á, að þeirra pólitísku grýlur og Gróu- sögur í bæjarmálum Ólafsfjarðar verði lítill styrkur í uppbyggingu þess bæjar, sem allir Ólafsfirðingar hafa hug á, að verði byggður upp af einhug og ein- lægni þeirra manna, sem einhver áhrif geta haft á þau málefni bæjarins, sem mestu varða um framtíð- arþróun hans og menningarþroska og atvinnuskil- yrði íbúanna. En ef til vill eru Gróusögurnar eini styrkurinn, sem sósíalistar vilja leggja fram til vel- ferðarmála okkar unga og fámenna bæjarfélags. Býst ég við, að mörgum þyki lítið til þess styrks koma og þetta pólitíska garnagaul þeirra missi því áreiðanlega marks. Það er ekki pólitík, sem á að byggja bæ okkar, heldur góðir og dugandi íbúar, hvort heldur sem þeir kalla sig sósíalista, fram- sóknar-, jafnaðar-, eða sjálfstæðismenn. I ungum og fámennum og fátækum bæ, eins og Ólafsfjörður er, þá held ég, að aðalskylda íbúanna, og fyrsta skilyrði til að sigrast á óhjákvæmilegum erfið- leikum vaxtaára bæjarins séu sameinaðir kraftar um öll aðkallandi nauðsynjamál, er varða velferð og hag bæjarins, en ekki togstreyta um heimspólitísk sjónarmið. Ég veit, að skrif þeirra sósíalista nú, eru, sem fyrir hinar fyrri bæjarstjórnarkosningar, aðeins kosninga- áróður, og hann getur varla lélegri verið fyrst þeir á annað borð hafa lagt út á þá braut að hefja slíkan áróður . Sjálfstæðismenn í Ólafsfirði hafa að sjálfsögðu lagt sinn skerf til sveitar- og bæjarmála Ólafsf jarðar á undanförnum árum, og án þess að ég ætli að hlaða á þá nokkru oflofi, þá er mér óhætt að segja, að hvað, sem sósíalistar segja um þeirra störf, þá er það víst, að Sjálfstæðismenn hafa unnið svo mikið og vel fyrir Ólafsfjörð og íbúa hans, sem tök hafa verið til á hverjum tíma, en þeir viðurkenna það, sem eðlilegan hlut, að framtíðarverkefnin eru mörg og stór, og þeim er ljóst, að til þess að leysa öll vanda- og nauð- synjamál okkar unga bæjar er nauðsyrí á samstilltum kröftum allra góðviljaðra íbúa bæjarins og skilningi þeirra á erviðleikum fortíðar og framtíðar. Sjálf- stæðismenn líta rauhæfum augum á lífið og reyna að sigrast á erfiðleikum þess með heilbrigðri hugsun og starfi, og þó þeir eigi sína björtu drauma um sigur- sæla baráttu við erfiðleikana, þá lifa þeir ekki í draumheimum dýrlegra stunda, sem koma muni af sjálfu sér yfir börn jarðar, ef kommúnistar fái bara að ráða ríkjum í heiminum. Sjálfstæðismenn vita, að það er ekki uppfylling allra þarfa mannlífsins, hvorki einstaklings eða félagslegra þarfa, að trúa á ein- hverja ofstækisfulla stjórnmálastefnu og í skjóli hennar að heimta allt og krefjast allra hluta hugs- unarlaust og fyrirhyggjulaust, þar skal meira þurfa til. Og sjálfstæðismenn halda áreiðanlega óskertum sönsum fyrir áróðri sósíalista, og þeir missa ekki sjónar á staðreyndum vegna blekkinga þeirra; þeir munu halda áfram að vinna að framfara- menningar- og hagsmunamálum bæjarins með dugnaði, fram- sýni og fyrirhyggju, og framtíðin ein, en ekki sósíal- istar nú, verður fær um að dæma þau störf, sem Sjálfstæðismenn vinna þessum bæ. Þorvaldur Þorsteinsson Nýjárshugleiðingar Sigursveins D. Kristinssonar Eins og ég bjóst við hefur greinarstúfur sá, er ég skrifaði í Siglfirðing 14. des. s. 1., farið óþyrmi- lega í taugarnar í herra Sigursveini Kristinssyni. Hann sendir mér kveðju í síðasta Mjölni og er þýkkja hanns mikil og mætti um hana segja: Að ,,hún brýzt út í bullandi orðum af bláþunnri mælsku í skvett eftir skvett.“ Er grein hans rituð af miklu yfirlæti og er auðséð að hin dásamlega uppgötvun sem Einar Bragi Sig- urðsson gerði hér á síðastliðnu sumri, hefur ekki farið alveg fram hjá honum, heldur stigið manninnum talsvert til höfuðs. — Eitt af því fyrsta í grein Sigursveins eru bolla- leggingar hans um það, hvað ég megi sanna. Er mér ekki skiljanlegt hvað sú lokleysá á að þýða því hún er tilefnislaus frá minni hlið. Eg hef til dæmis ekki reynt að sanna neitt um það að Sjálfstæðismenn væru meiri burgeisar en Sósíalistar. Eg sé ríkari en hann (en um það er hægt að deila), að foreldrar hans séu verkafólk, sem hafi unnið fyrir sér í sveita síns and- litis; — og enn er eitt, sem ég má sanna, það, hvað mörg tug-prósent hann sé meiri öryrki en ég. Vissu- lega er það satt að Sigursveinn er meiri líkamlegur öryrki en ég, en um hagnýta sálarorku þoli ég vitan- lega engan samanburð við mann, sem getur allt nema gengið, samanber sunnudagsblað Þjóðviljans í sumar. Sigursveinn er að tala um, að ,,eigendur“ geti ekki verið án verkafólks. Eg veit ekki hvað hann meinar. Liggur það á bák við, að enginn geti orðið efnaður nema af því sem Sósialistar kölluðu arðrán? En hvernig er það með hann, er hann ekki orðinn sæmi- legur „eigandi" á okkar mælikvarða? Þó er ekki vitað að hann hafi veitt neinum atvinríu, nema við bygginguna á íbúðarhúsi sínu. Eg hef í skrifum mínum enga tilraun gert, til þess að rugla stjórnmálastefnur, hvorki Sósialista eða annarra. Enda er stefna Sósíalista í atvinnumálum svo ákveðin, að ekki er um að villast og hún er sú, að rekstur einstaklinga sé ótryggur og óheppilegur, eigi engan rétt á sér, og eigi því að þurkast út, og opinber rekstur að koma í staðinn, og að sjálfsögðu undir

x

Ólafsfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1943

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.