Ólafsfirðingur - 15.01.1949, Qupperneq 3

Ólafsfirðingur - 15.01.1949, Qupperneq 3
ÓLAFSFIRÐINGUR 3 ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON: UTVEGSMAL OLAFSFIRÐINGA, „ÓLAFSFIRÐINGUR" Útg.: Sjálfstæðisfélögin í Ólafsfirði. Ritstjórar: Baldvin Tryggvason og Þorvaldur Þorsteinsson. Ábyrgðarm.: Ásgrímur Hartmannsson. Áskriftargjald kr. 15.00 á ári. PRENTVERK GUÐM. KRISTJÁNSSDNAR Hvað er framyndan? Hvar, sem menn hittast, berst talið oft- ast að þeim vandamálum, sem þjóð vor á nú við að stríða. Er það auðvitað eðlilegt, því að úrlausn þeirra skiptir livern þjóðfé- lagsborgara miklu máli. Einmitt af þessum sökum þykir rétt að víkja að þessari spurn- ingu um leið og blað þetta hefur göngu sína, þótt viðfangsefninu verði ekki gerð tæmandi skil í fáum orðum. Dýrtíð og verðbólga hefir nú leikið þjóð- arbúskap vorn svo, að enginn framleiðslu- vara þjóðarinnar er samkeppnisfær á er- lendum mörkuðum, og sífellt fleiri mill- jónatugi þarf til uppbóta á helztu fram- leiðsluvörurnar, svo að atvinnutækin ekki stöðvist. Hér við bætizt svo ítrekaður afla- brestur á síldarvertíðum, sem neytt hefir ríkissjóð til stórfelldra styrkveitinga til þess að forða síldarútgerðinni frá gjaldþroti. Sérhver þjóð verður að sætta sig við þau lífskjör, sem verðmæti framleiðsluvara hennar afmarka. Þetta er óhagganleg stað- reynd. Það, sem er að gerast nú, er ekki annað en dulin rýrnun lífskjara, sem engin kommúnistisk kröfusjónarmið fá stöðvað. Þegar þjóðin er farin að heimta meiri arð af atvinnuvegum sínum, en þeir geta innt af hendi, verður hún að endurgreiða það, sem oftekið er, ef framleiðslan á ekki að stöðvast. Með svipuðum framleiðsluafköst- um á þjóðin því ekki nema um tvennt að velja nú: Áframhaldandi peningaflóð með síminnkandi verðgildi og síhærri sköttum til þess að hindra stöðvun framleiðslunnar eða lœkkun verðþennslunnar og fram- leiðslukostnaðarins innanlands með róttœk- um aðgerðum. Alþingi og ríkisstjórn hafa til þessa valið fyrri leiðina, þótt öllum sé ljóst, að hún muni leiða til ófarnaðar og fjármálaöng- þveitis, eins og réttilega er á bent í greinar- gerð útvegsmanna, sem fyrir skömmu birt- ist í Morgunblaðinu. Þessi leið hefir blátt áfram verið valin af ótta við það, að þjóðin ekki skilji nauðsyn róttækrar lækningar á meinsemdinni. Alþingi getur ekki til lang- frama afsakað úrræðaleysi sitt á þenna hátt, ef það vill halda trausti þjóðarinnar. Eigi þingið að vera hlutverki sínu vaxið, verða þingmenn að eiga þann kjark að þora að gera það, sem sannfæringin býður þeim að sé hið rétta. Sú krafa er gerð til sérhvers skipstjóra, að hann stýri skipi sínu með festu og einbeittni, og naumast er minna um vert, að örugglega sé haldið um stjórn- völ þjóðarskútunnar, þegar brim og boðar ógna öryggi hennar. Þing og stjórn verða á hverjum tíma að gera sér ljóst, rð þótt þess- Hér verður byrjað að ræða þessi mál. Mörgum hugsandi mönnum hér heima mun þykja allalvarlega horfa í þessum efnum, — og ekki að ástæðulausu —. Hvert stefnir? Hér fyrr á árum var útgerð rekin af mikl- um dugnaði og stórhug á þess tíma mæli- kvarða og við þær aðstæður, sem þá voru hér fyrir hendi. Bátum fjölgaði smátt og smátt, og þeir stækkuðu, fiskuðu meira, sóttu betur og lengra, veittu aukna atvinnu bæði á sjó og landi. Þetta mátti heita ánægjuleg þróun i rétta átt fyrir vaxandi útgerðarbæ, og gerði marga bjartsýna á framtíð útgerðarinnar með auknum og bættum skilyrðum fyrir þennan atvinnuveg, — sem hefur verið og verður „lífæð“ þessa bæjar. Meðal annars af þessum ástæðum var ráð- ist í hin stórkostlegu hafnarmannvirki í von um, að við það blómgaðist útgerðin, að áhugi manna myndi vakna og vaxa til stærri átaka í útgerðarmálum en áður var, -- að sjómennirnir myndu fagna hinum bættu skilyrðum til sjósóknar héðan að heiman með stórhug og bjartsýni, að þeir mvndu jafnframt óska eftir bættum aðbún- aði á sjónum, betri og stærri skipum, sem möguleika hefðu til að bæta afkomu þeirra, lengja sjósóknartímann með fjölbreyttni veiðiaðferða og síðast en ekki sízt, að þeir myndu notfæra sér tækni og vélamenningu þess tíma, sem við lifum á. Sem sagt: menn létu sér detta í hug, að þróunin héldi áfrant með auknum hraða og glæsilegri árangri fyrir alla aðila. Og var það undarlegt, þó menn bæru slíkar vonir í brjósti? — Ég var einn þeirra manna, sem hafði þessa trú, — og ég hef hana enn —. Þó að stefnan í útvegsmálum okkar hafi tekið dálítinn afturkipp í svipinn, skal ég ir aðilar séu starfsmenn þjóðarinnar, þá hafa þeir verið valdir henni til forustu og eru til þess launaðir að leysa vandamál Iiennar eftir beztu samvizku. Ef þing og stjórn skiltir forustuhlutverk sitt og hagar sér eftir því, er ástæðulaust að kvíða um framtíð þjóðarinnar. Hún er að vísu svo ógæfusöm að eiga innan vébanda sinna hóp manna, sem allt kapp leggja á það að grafa undan efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Leggi þjóðin eyru við skaðleg- um áróðri þeirra manna, sem hafa austræna kúgunarstefnu að leiðarljósi sínu, er von- laust um björgun. Því að það er auðvitað rétt, að örugg forusta kemur að litlu liði, ef þjóðin ekki vill fara að ráðum hennar. Þótt þjóðin búi nú við allstranga skömmt- un og fjárhagsleg vandræði, hefir aðstaða hennar til að heyja sína lífsbaráttu aldrei verið betri en nú. Velmegun er nú meiri og almennari en nokkru sinni fyrr í sögu henn- ar, og hún hefir eignast fullkomin tæki, sem margfaldað hafa framleiðsluafköst hennar. ekki trúa því, fyrr en ég má til, að það sé nema stundarfyrirbæri, — og að innan skamms takist sjómönnum og útvegsmönn- um í sameiningu að sveigja inn á giftusam- legri braut í þeim málum, en nú er farin. Það eru að vísu ýms atvik og óhöpp, sem að líkindum hafa að nokkru leyti haft á- hrif á almennt álit manna hér á útvegsmál- um okkar, og hafa átt sinn þátt í þeirri stefnu, sem nú hefur verið tekin upp. Ástandið. Það virðist einfaldlega vera þannig, að almennt álit bæði sjómanna og annarra sé, að hér verði aðallega ef ekki eingöngu bæði bezt og happadrýgst að reka smábátaútgerð þ. e. trillubáta. Þetta sést meðal annars á þeirri miklu fjölgun slíkra báta hér upp á síðkastið, og ekki síður á því, að betur hef- ur reynzt að fá menn í skiprúm á trillur, en hina stærri báta og skip. Þeir fáu þessara stærri báta, sem hér eru nú til, verða að fá áhafnir að eða liggja aðgerðarlausir vegna manneklu —. Bezt er að taka allt til greina og þá það einnig, að undanfarin ár hafa reynzt mjög óhagstæð fyrir þessa stærri báta og óheppni og afglöp hent suma þeirra. Hinsvegar hefur afli og þá um leið af- koma smábátanna verið með því bezta, sem vonir geta staðið til. Af þessu meðal annars hefur sú skoðun orðið til að smábátarnir hentu betur, og þeir sem ættu í slíkum bátum og gætu unn- ið við þá, væru öruggir um ágæta afkomu sína. Þetta væri æskilegt að gæti reynzt rétt. Ég fyrir mitt leyti vildi óska, að ég gæti öðl- azt svo sterka trú á trillubátaútgerðina, að ég gæti í alvöru og einlægni sagt: „Fáið ykkur bara trillu og þá eruð þið hólpnir."— En ég get ekki annað en verið vantrúaðin: Frh. á bls. 4. Það bæri því vott um sorglega litla hæíni til sjálfstæðis, ef hún gæti ekki leyst fjár- hagsvandamál sín nú. Vér verðum að vona, að Alþingi og ríkis- stjórn auðnist að leysa þann Gordionshnút að skapa sæmilegan starfsgrundvöll fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hitt verður svo þjóðin öll að gera sér ljóst, að eina leiðin til að auka hagsæld sína er að framleiða meiri verðmæti. Þjóðin verður því að einbeita starfskröftum sinum að framleiðslunni og hagnýta til hlýtar þau tækifæri til aukinnar framleiðslu, sem hún hefir öðlazt. Láti valdhafarnir og þjóðin úrræðaleysi og ótta við sjálfa sig og aðra ráða gerðum sínum er ekki annað framundan en fjár- hagslegt hrun og öngþveiti. Sé gengið að lausn vandamálanna af einurð og samvizku- semi forustumanna og skilningi þjóðarinn- ar, má tvímælalaust vænta áframhaldandi velmegunar og atvinnuöryggis. *

x

Ólafsfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafsfirðingur
https://timarit.is/publication/1944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.