Species amarae

Árgangur
Tölublað

Species amarae - 31.01.1943, Blaðsíða 2

Species amarae - 31.01.1943, Blaðsíða 2
Viðtal við veiðimanninn. Einn okkar duglegasti veiðimaður og lyfjafræðingur iagði s.l. sumar í leiðangur til einhvers strjálbyggðasta héraðs landsins, þar sem ef til vill er að finna eina fisk- auðgustu á landsins. Leiðangurinn gekk í alla staði að óskum og þar eð vér álítum, að það sé í þágu stéttarinnar í heild að fá af þessu ofurlítið nánari fréttir, fór fréttaritari vor í heimsókn til hins nú þjóðfræga veiðimanns . . . Vér hringjum dyra- bjöllunni og ung og fögur snót lýkur upp fyrir oss og býður oss til stofu, — lyfjafræðingurinn er nefnilega ekki ennþá kominn heim af kvöldvaktinni og vér notum tím- ann til að líta ofurlítið nánar á hinar óteljandi veiðisteng- ur, gúmmístígvél, vindsængur o. s. frv., sem prýða hina litlu laglegu íbúð. Þarna eru veiðistengur, sem að voru áliti hljóta að hafa kostað minnst 8—10 kr., línur fram- leiddar úr bezta seglgarni, sem íaanlegt er í Geysi, — og ef vér kíkkum ofurlítið nánar bak við sófann, kemur bezt i ljós að hér stöndum vér gagnvart ósviknum veiðimanni, en nú opnast dyrnar og í skyndi færum vér húsgögnin i samt lag. Brosandi kemur hann á móti oss — vér stönd- um frammi fyrir hinum mikla heimsmanni, sem nýtur hylli þúsundanna fýrir afrek sín, og dáður er af fegurstu konum landsins, já fegurstu konum Norðurlanda, — óvið- jafnanlegur! Ég vona að þér hafið ekki beðið lengi. Húsálfurinn minn hefir vonandi gert yður biðina þolanlega . . . Óðar en varir eru whiskyglösin komin á borðið og eftir að vér erum búnir að kveikja í Havana-vindlunum snýst samtalið bráðlega að veiðiskapnum. flvenær fenguð þér eiginlega áhuga á veiðiskapnum? ■spyrjum vér. Ja, það eru nú liðin möi'g ár síðan, ég hef varla verið meir en 3—4 ára þegar ég veiddi minn fyi'sta fisk heima á Vestfjörðum, ég man það eins og það hefði skeð í gær! Þá var maður nú maður með mönnum, og á ég að trúa yð- ur fyrir því að hann var ekki rnikið rninni en stærstu lax- arnir, sem ég veiddi s.l. sumar. En það eru ca. 5—6 ár síðan ég fór að gefa mig við veiðiskapnum, ef ég mætti segja „rationelt“. ,,Rationelt“? spyrjum vér. Já, ég meina hvernig ég lagði mig sérstaklega eftir að fuílkomna mig sem laxveiðimann. Fimm sinnum í viku æfði ég mig fyrir sunnan Háskólann, alltaf sama æfing- VÍGA-KOLS SAGA frh. hátt ok snjallt at duga sér, því nú liggi líf við. Risinn enn gamli svaraði ok mælti á danska tungu, hvat hann gerir ætíð þá er hann er hræddr óskipliga: „Jeg toler ikke ditta her“, ok hljóp svo áíram allt hvat hann mátti sökum elli. Er Kolr sér at orð hans fá engu á orkat, veðr hann ein- samall á móti putum ok var hann ógurligr ásýndum. Er Sigvörðr puti Gullberason sér hvar Kolr kemr, kastar hann steini einum miklum at Kol, en hann brá við, hváfti ok hrækti hann í lið þeirra puta ok varð Junkariot fyrir <:k hafði hann bana af. Hleypr þá Kemius fram á móti Kol, enn er til kom þorði hvárigr í annan, ok er þeir höfðu staðið góða stund hvár andspænis öðrum án þess at at- hafask, snöru þeir báðir frá ok varð eigi meiri orrusta þann dag. Bundu menn nú sár sín ok sváfu svo af náttina. Snemma næsta morgin . . . (Framhaki í næsta blaði.) in, sem sé að kasta línunni, fyrst yfir hægri öxl, svo yíir vinstri öxl, þá aftur fyrir mig, þá upp í loftið o. s. frv., og ég má til að segja yður það, að s.l. sumar heppnaðist mér virkilega að veiða fisk í loftinu, að minnsta kosti sýndist mér þetta. en það var líka hellirigning. Seinna hætti ég mér upp á Elliðavatn, og þar upplukust augu mín fyrst fvrir alvöru fyrir ágæti þessarar íþróttar, og mér heppnaðist í raun og veru að ná einstöku fisk, og þó að þeir væru ekki stórir var þó dásamlegt að bera þessi sigurmerki heim og fá soðin til morgunverðar næsta dag Ég skildi yður víst ekki fullkomlega, skjótum vér inn í, meinið þér að þér hafið stundum lifað af þeim fiski, sem þér sjálfir veidduð? Já, það geri ég, svarar veiðimaðurinn og hagræðir sér í djúpum chesterfield-stólnum, en ég varð líka að hafa heilsu mína í huga, og „sæsonen" stóþ þá heldur ekki svo lengi, að ég íor tiltölulega fljótt að borða aftur. Já, ég skil að þér hafið lagt allt kapp á að komast sem lengst, einnig utan apóteksins. Of seint sjáum vér, að vér höfum hlaupið á oss. Ofurlítið snögglega svarar gestgjafi minn: Ættum við ekki að halda apótekinu utan við samtalið, seinna gætum við rætt það mál undir öðrum kringumstæðum. En hvað ég vildi nú segja, ég útvegaði mér stóran og álitlegan lystibát, en þér vitið hvernig Elliðavatn er, varla nokkurt vatn, hreint út sagt, og þess vegna flutti ég skip- ið austur á Þingvallavatn. En svo að við snúum okkur aftur að leiðangri vðar s.l. sumar. Veidduð þér mikið? Jú, það getið þér verið viss um, tonnavís. Lax? Ja, hvað er lax og ekki lax? . . . Húsálfurinn kemur inn með rjúkandi kaffið og stundarkorn leggjum við sam- ræðuefnið á hilluna, og ég sé að veiðimaðurinn varpar öndinni léttara, en hvers vegna? Eftir þessa þægilegu samverustund verð ég að kveðja hina heillandi mannpersónu, en á þröskuldinum get ég þó skotið að honum einni spurningu: En hvernig gátuð þér aísett allan þennan afla? Einnig fyrir því hafði ég hugsað, svarar Baldvin bros- andi, H f Laxinn . . . Og hurðin lokast að baki voru. Enginn nýr krossberi. Það hefir Vakið undrun vora, að nafn herra lautenant- provisors, framkvæmdarstjóra, garðyrkjudirektörs, hús- eiganda og farmasauts Sverris Magnússonar. fyrverandi bifreiðarstöðvarforstjóra, núverandi formanns Lyffræð- ingafélags Islands, deildarstjóra í Sveinafélagi fast- og frímúrara og eiginmanns, var ekki meðal nafna þeirra valinkunnu sæmdarmanna og kvenna, sem krossuð voru um síðustu áramót, því vér vissum þó ekki betur, en að téður Sverrir hefði fengið innstillingu til orðunnar Apo techemio et artis cum astra, Juncher hefur lofað að autoklávera i kvöld, en það þýðir sem kunnugt er, að spila sjálfur á piano. Helgi Hálfdánarson hefur sagt i viðtati við blaðið, að kjör lyffræðinga séu nú svo bágborin, að þeir verð.i að leita til hins opinbera um húsnæði nótt og nótt.

x

Species amarae

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Species amarae
https://timarit.is/publication/1950

Tengja á þetta tölublað: 0. tölublað (31.01.1943)
https://timarit.is/issue/437582

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

0. tölublað (31.01.1943)

Aðgerðir: