Stúdentablað jafnaðarmanna - 15.04.1957, Qupperneq 1
Stúdentablað
jafnaðarmanna
Voka hefur algerlega
háskólastúdenta
Ekkert gert í því að fá framlög til stúd-
enta hækkuð
Formaður stúdentaráðs gleymdi að ganga á fund fjárveit-
inganefndar!!
Svo langt er nú liðið á kjörtímabil núverandi stúdentaráðs, að séð verður,
hvernig því hefur tekizt að gæta hagsmuna stúdenta undir forystu hins nýja
meirihluta Vökuíhaldsins. Vetur er senn á enda og þar með aðalstarfstímabil
stúdentaráðs. Og hvernig er þá sú mynd, er við blasir? ALGER VANRÆKSLA
HAGSMUNAMÁLA STÚDENTA, er svarið. Allan veturinn hafa Vökumenn
verið önnum kafnir við bollaleggingar um IUS en það hefur gleymzt að sinna
hagsmunamálum stúdenta. Formaður stúdentaráðs gleymdi meira að segja að
ganga á fund fjárveitinganefndar alþingis til þess að fá framlög til stúdenta
hækkuð!!
Það vantaði vissulega ekki gorgeir-
inn í Vökupilta við síðustu stúdenta-
ráðskosningar. Formannsefni þeirra
barði sér á brjóst og sagði, að „rauði
bræðingurinn' hefði sofið í baráttunni
fyrir hagsmunamálum stúdenta undan-
farin ár en á því skyldi svo sem verða
breyting, ef Vraka næði meirihluta.
Síðan taldi hann upp nokkur stórmál,
er Vaka mundi hrinda í framkvæmd.
Þar voru helzt: Hjónagarðsmálið, fé-
lagsheimilisbygging, rekstur sumar-
hótelsins og stórkostleg efling Lána-
sjóðs stúdenta. Það vantaði sem sé ekki
stórmálin. En hvernig hefur nú fram-
kvæmdin tekizt? Því er fljótsvarað.
Ekkert gert.
Ekkert hefur verið gert, bókstaflega
ekkert, í hagsmunamálum stúdenta.
Enn hefur aðalfundur félagsheimilis
stúdenta ekki verið haldinn þrátt fyrir
tilmæli fulltrúa jafnaðarmanna í stúd-
entaráði. Ekkert hafði verið minnzt á
sumarhótelið í stúdentaráði í febr. s.l.
Bar fulltrúi jafnaðarmanna í ráðinu þá
fram tillögu um, að stjórn ráðsins
skyldi þegar hefja viðræður við yfir-
völd háskólans og Garðanna um rekst-
ur sumarhótelsins. Gerðist það merki-
lega, að Vökumenn samþykktu til-
löguna. En ekkert hafa þeir þó enn
gert í því að framkvæma hana. Hjóna-
garðsmálið hefur ekki verið minnzt á
í ráðinu.
Gleymdist að ræða við fjárveitinga-
nefnd.
Fyrrverandi formaður stúdentaráðs,
Björgvin Guðmundsson, sendi allmörg
erindi til menntamálaráðuneytisins og
fjárveitinganefndar áður en hann skil-
aði af sér. Var þar á meðal erindi um
hækkað framlag í lánasjóðinn, úr
650.000 kr. í 800.000, aukið framlag til
stúdentaráðs, úr 10.000 kr. í 25.000 kr.
og framlag vegna stúdentaskipta 20.000
kr. Það hefur verið föst venja undan-
farin ár, að formaður og stjórn stúd-
entaráðs gengi á fund fjárveitinga-
nefndar og fylgdi á eftir slíkum erind-
um. Þannig ræddi Björgvin Guðmunds-
son margsinnis við fjárveitinganefnd
og stjórn ráðsins gekk á fund for-
manns fjárveitinganefndar. Fékkst
framlag til lánasjóðs hækkað um 150.000
kr. það ár og nýr liður var tekinn á
fjárlög, kr. 20.000 til stúdentaskipta.
Núverandi stjórn stúdentaráðs hefur
hins vegar algerlega haldið að sér
höndum í þessum efnum. Á stúdenta-
ráðsfundi í febrúar s.l. bar fulltrúi
jafnaðarmanna fram fyrirspurnir um
þessi mál. Kom þá í ljós, að formaður
stúdentaráðs hafði aldrei rætt við fjár-
veitinganefnd og eigi heldur neinn úr
stjórn ráðsins. Hins vegar höfðu ein-
hverjir Vökupiltar rætt málið við Ragn-
hildi Helgadóttur. Eitt erindið hafði
algerlga gleymzt, þ. e. framlag til stúd-
entaskipta. Slík var vaka Vöku í þess-
um miklu hagsmunamálum stúdenta.
Enda var árangurinn eftir því: Ollum
þessum erindum stúdentaráðs var
synjað.
Hvað hefur þá verið gert?
En hvað hefur þá stúdentaráð gert
allán veturinn? Jú, það hefur verið
rætt um IUS. Formaður stúdentaráðs
hefur verið á stöðugum ferðalögum
erlendis út af því mikla máli og því haft
lítinn tíma til að sinna „smámálum"
til hagsbóta fyrir stúdenta. M. a. hefur
formaður farið tvisvar til Prag, aðal-
stöðva IUS. Hefur formaður verið nær
tvo mánuði á ferðalögum erlendis á
aðalstarfstíma stúdentaráðs og skýrir
það nokkuð, hvers vegna ekki hefur
unnizt tími til viðræðna við fjárveit-
inganefnd eða aðra aðila um hags-
munamál stúdenta. Meginhluti fundar-
tíma stúdentaráðs hefur einmitt farið
í mas um utanferðir Bjarna.
Vökumenn býsnuðust mjög yfir
„slæmu starfi“ fyrrverandi stúdenta-
ráðs. M. a. sögðu þeir, að „aðeins“
hefðu verið haldnar tvær bókmennta-
kynningar. Enn hefur Vaka þó ekki
komizt yfir þá tölu. „Aðeins" tvær
kynningar hafa verið haldnar, og það
sem verra er, hin fyrri þeirra gersam-
vanrækt hagsmunamál
—----------------------------------------N
Bjarni Bein. leggur land undir fót:
Fór á gagnlausa kjaftasamkundu -
Tók hálfan annan mónuð
Þrátt fyrir margra ára aðild stúdentaráðs að tveimur alþjóðlegum
samtökum stúdenta, hefur ekki verið um að ræða neina þátttöku
stúdentaráðs í norrænu samstarfi stúdcnta fyrr en á s.l. ári, er þáverandi
formaður, fulltrúi jafnaðarmanna í stúdentaráði, sótti fund formanna
stúdentaráðanna á Norðurlöndum, er haldinn var í Osló. Við lá þó,
að Vökumönnum tækist að koma í veg fyrir þá aðild stúdentaráðs að
þessu norræna samstarfi, því að er tillaga formanns um þátttöku í
fundinum lá fyrir, lögðust Vökumenn gegn henni og töldu hér um
„gagnlausa kjaftasamkundu“ að ræða, er ísl. stúdentar ættu ekkert
erindi á. En með því, að formaður átti þess kost að fá ríflegan afslátt
á flugfargjöldum og gat komizt mjög ódýrt á fundinn treystust Vöku-
menn ekki til þess að leggjast alveg gegn för hans. Og þar með hófu
ísl. stúdentar þátttöku í norrænu samstarfi stúdenta. Árangur fundar-
ins varð m. a. sá, að stúdentasamtök hinna Norðurlandanna töldu sjálf-
sagt að styrkja íulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Islands á hina norrænu
stúdentafundi í framtíðinni.
I annað sinn kom til þess að taka afstöðu til formannafundar. I
þetta sinn voru Vökumenn við völd og því fróðlegt að fylgjast með
hvort þeir teldu hér enn um „gagnslausa kjaftasamkundu" að ræða, er
við ættum ekkert erindi á. En nú var annað uppi á teningnum. Allir
Vökupiltar í Stúdentaráði töldu sjálfsagt að taka þátt í fundinum —
enda þótt enginn yrði afslátturinn á fargjöldum. Og Bjarni Bein. lagði
land undir fót. Brá hann sér fyrst á stúdentafund í Kaupmannahöfn,
síðan heimsótti hann „vinina“ í Prag og hélt á formannafundinn í
Helsinki, þar sem hin „gagnlausa kjaftasamkunda“ skyldi fram fara.
Ferðin tók hálfan annan mánuð. Til samanburðar má geta þess, að
för Björgvins Guðmundssonar á formannafundinn í Osló tók 4 daga.
lega misheppnuð. Var hún illa undir-
búin og illa auglýst og árangurinn eftir
því. Hálft hús. Segja má hins vegar,
að síðari kynningin hafi tekizt allvel.
Um aðra starfsemi stúdentaráðs er lítið
að segja. Gamlársfagnaður var hald-
inn í samvinnu við Stúdentafélag
Reykjavíkur og fundur um Ungverja-
landsmál var haldinn í samvinnu við
það sama félag. Má segja, að Vöku-
menn hafi gert stúdentaráð að eins
konar útibúi Stúdentafélagsins. Út yfir
keyrði þó, er sams konar „samvinna“
var tekin upp við Samband ungra
sjálfstæðismanna. Ungur maður kom
til Íslands á vegum samtaka ungra
íhaldsmanna og flutti hér fyrirlestra
um málefni Austur-Evrópu. Síðan var
hann „afhentur" stúdentaráði og látinn
tala á þess vegum. Ekki þarf að taka
það fram, að íhaldsstúdentum hefði
verið í lófa lagið að láta þennan ágæta
mann, er hér á í hlut, koma upp til
Islands á vegum stúdentaráðs og hefði
það verið í alla staði hið eðlilegasta —
en hitt þótti hagkvæmara fyrir íhaldið
— og þá gerði ekkert til, þó að stúd-
entaráð yrði gert að hornreku í við-
skiptunum.
Hér hefur verið drepið á helztu
„afrek“ Vökuíhaldsins í vetur. Ekk-
ert félag innan háskólans hefur
glamrað meira um hagsmunamál
stúdenta en Vaka. Ekkert félag hefur
lagt meiri áherzlu á „ópólitískt“ starf
í þágu hagsmunamála stúdenta — en
einmitt Vaka. Og ekkert félag hefur
svikið þessi hagsmunamál rækilegar
en einmitt Vaka. Öll glamuryrði
Vöku um hagsmunamálin hafa
reynzt marklaust þvaður. I valda-
aðstöðu hefur Vaka hugsað um það
eitt að þjóna íhaldinu og reynt að
finna þau mál, er gætu reynzt hald-
bezt í því skyni að treysta hina póli-
tízku vígstöðu Vökuíhaldsins í há-
skólanum. Þetta mál er nú IUS-
málið. Allt kapp er lagt á að hag-
nýta það mál sem bezt. Hagsmuna-
málin skipta engu á meðan. Þau
geta beðið — og þau hafa fengið að
bíða. En stúdentar munu dæma Vöku
eftir frammistöðunni í hagsmuna-
málunum. Þeir munu minnast van-
rækslu Vökuíhaldsins í hagsmuna-
málum stúdenta og veita Vökupilt-
um lausn í náð við næstu stúdenta-
ráðskosningar.
Stúdentafélag jafn-
aðarmanna
A fundi í Studentafélagi lýðræðis-
sinnaðra sósíalista hinn 28. marz s.l.
var einróma samþykkt að taka upp
nýtt nafn á félaginu, og heitir það því
her eftir Studentafelag jafnaðarntanna.
Töldu félagsmenn, að gamla nafnið
væri of langt og óþjált og því stirt í
vöfum.
LANDSBUh'ASAFN
213084
- Úl A M n s