Morgunblaðið - 03.10.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.10.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2018 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Íbúðum í byggingu á höfuðborgar- svæðinu hefur fjölgað um átján pró- sent frá því í mars. Þetta kemur fram í nýrri talningu Samtaka iðn- aðarins. Samkvæmt talningu SI eru núna 4.854 íbúðir í byggingu á höfuðborg- arsvæðinu, eða 752 fleiri en þegar samtökin gerðu síðast talningu á íbúðum í mars. Íbúðir í byggingu eru nú 5,6 prósent af heildarfjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu í árs- byrjun þessa árs en hlutfallið var 4,7 prósent í mars. Reykjavík undir meðaltalinu Hlutfall nýbygginga af heildar- fjölda íbúðarhúsnæðis er hæst í Mosfellsbæ. Þar er 541 íbúð í bygg- ingu og hlutfallið 15,1 prósent af heildarfjölda íbúða í sveitarfélaginu í ársbyrjun. Næsthæst er hlutfallið í Garðabæ þar sem 651 íbúð er í byggingu, eða 11,7 prósent, og í Kópavogi eru íbúðirnar 1.161 og hlutfallið 8,8 prósent. Reykjavík, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes eru undir meðaltali höfuðborgarsvæð- isins. Í Reykjavík er hlutfallið 4,5 prósent af heildarfjölda íbúða en þar eru 2.355 íbúðir í byggingu, ríf- lega 49 prósent allra íbúða sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Í Hafnarfirði eru í byggingu 1,2 pró- sent af heildarfjölda íbúða í sveitar- félaginu, 122 íbúðir, og á Seltjarnar- nesi eru 15 íbúðir í byggingu sem er 0,9 prósent af heildarfjölda íbúða. Langflestar íbúðanna í fjölbýli Af íbúðum í byggingu á höfuð- borgarsvæðinu samkvæmt talningu SI eru flestar í fjölbýli eða um 4.466 og hefur þeim fjölgað frá því í mars um 771 eða um 21 prósent. Á sama tíma hefur sérbýli í byggingu fækk- að um fimm prósent og eru þau nú 379. Þá er mesta fjölgun í íbúðum sem eru á fyrstu byggingarstigum, þ.e. að fokheldu. Slíkar íbúðir eru nú 2.668 sem er aukning um 628 íbúð, eða um 31 prósent frá talningunni í mars. Byggingar sem eru á því byggingarstigi að vera fokheldar eða lengra komnar eru 2.177 talsins og hefur þeim aðeins fjölgað um sex prósent frá því í mars. Segir í greiningu Samtaka iðnaðarins að það geri að verkum að lengra er í að fjölgun íbúða í byggingu birtist í auknum fjölda fullbúinna íbúða. 2,4% fjölgun íbúða árið 2018 Samtök iðnaðarins áætla að í ár verði fullgerðar 2.084 nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem er í takt við spá samtakanna frá því í mars. Um er að ræða 2,4 prósenta fjölgun íbúða á höfuðborgarsvæðinu í ár, en til samanburðar þá mældist vöxtur í fjölda íbúða í fyrra 1,5 pró- sent. „SI spá því að 2.226 íbúðir muni verða fullgerðar á árinu 2019 sem er fjölgun um 2,3 prósent á íbúðum á svæðinu. Þetta eru 202 fleiri íbúð- ir en SI spáðu að yrðu fullgerðar á árinu 2019 í mars-spá sinni. Nokkru fleiri íbúðir munu sam- kvæmt spánni verða fullgerðar á árinu 2020 eða 2.695 alls sem er 2,9 prósenta fjölgun íbúða á svæðinu. Þetta er 87 íbúðum meira en reikn- að var með að yrði fullgert á því ári í mars-spá Samtaka iðnaðarins,“ segir í greiningunni. Hægir á vextinum „Þetta er aukning frá síðustu talningu og það er ánægjulegt að sjá,“ segir Ingólfur Bender, aðal- hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta endurspeglast í öðrum tölum; fjölda launþega í greininni og þætti hennar í landsframleiðslu og svo framvegis,“ segir Ingólfur en 12.600 launþegar störfuðu innan greinarinnar á síðasta ári saman- borið við 7.200 árið 2012. „Miðað við þessa talningu og spá Samtaka iðnaðarins sem grundvallast á taln- ingunni þá er aukið framboð á full- búnum íbúðum framundan. Við er- um að sjá einhvern vöxt næstu tvö árin en það er að hægja á vextinum frá því sem við höfum verið að sjá,“ segir Ingólfur. Morgunblaðið/Hari Kranar Af íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru flestar í fjölbýli eða um 4.466 og hefur þeim fjölgað frá því í mars um 771 eða um 21 prósent. Á sama tíma hefur sérbýli í byggingu fækkað um fimm prósent og eru þau nú 379. Íbúðum í byggingu fjölgað um 18%  Tæplega fimm þúsund íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu  Íbúðir í byggingu eru 5,6 pró- sent af heildarfjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu  SI áætlar tæplega 2.100 fullgerðar íbúðir á árinu Fjöldi íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu Maí 2010 til september 2018 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Að fokheldu Fokhelt og lengra komið 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Samtök iðnaðarins 2.668 2.177 375 1.641 Íbúðir í byggingu sem % af heildarfjölda íbúða Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í lok árs 2017 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Seltjarnarnes Hafnarfjörður Reykjavík Kópavogur Garðabær Mosfellsbær 8,8% 11,7% 15,1% 0,9% 1,2% 4,5% Höfuðborgar- svæðið alls: 5,6% Heimild: Samtök iðnaðarins Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi banka- gjaldkeri og félags- málafrömuður, lést á sjúkrahúsinu á Akur- eyri föstudaginn 28. september s.l., 93 ára að aldri. Haraldur var fæddur 21. janúar 1925 að Stuðlafossi í Jökulsár- hlíð. Foreldrar hans voru hjónin Hróðný Stefánsdóttir húsfreyja og Sigurður Haralds- son bóndi og síðar for- stjóri Nýja bíós á Akur- eyri. Haraldur lauk prófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1945. Árin 1947-48 starfaði hann á Skattstofunni á Akureyri og í af- greiðslu Loftleiða árið 1949. Hann var sýsluskrifari og gjaldkeri bæjar- fógetans á Akureyri árin 1950-60. Haraldur var gjaldkeri í Útvegs- bankanum á Akureyri 1960-72 og deildarstjóri víxla og skuldabréfa til starfsloka þar 1994. Haraldur gegndi fjölda félags- og trúnaðarstarfa um ævina. Má þar helst nefna að hann sat í stjórn frjáls- íþróttadeildar Knattspyrnufélags Akureyrar(KA)um árabil og starfaði við flest frjálsíþróttamót á Akureyri frá 1941 til 1983. Í stjórn Skíðaráðs Akureyrar 1950-51, í stjórn Skíða- sambands Íslands 1953-58, þar af varafor- maður 1953-58. Ritari stjórnar KA 1958-62 og formaður 1976-79. Í stjórn Tónlistarfélags- ins á Akureyri 1965-70 og einn af stofendum Lionsklúbbsins Hugins 1959, þar sem hann gegndi fjölda trúnaðar- starfa. Ritari stjórnar Leikfélags Akureyrar 1962-64 og fram- kvæmdastjóri 1967. Haraldur hlaut fjöl- margar viðurkenn- ingar fyrir störf sín. Hann var heið- ursfélagi í sex félögum og sam- böndum, m.a. í KA, LA, ÍBA og Frjálsíþróttasambandi Íslands. Hann var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 1998. Eftir hann liggja nokkrar bækur, m.a. Saga Leikfélags Akureyrar og Skíðakappar fyrr og nú. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Elíasbet Kemp Guðmundsdóttr, hús- freyja og bankafulltrúi,. Þau giftust 1954. Börn þeirra eru fjögur, Eva Þórey, Ásdís Hrefna, Ragna og Sig- urður Stefán, Barnabörnin eru 9 og barnabarnabörn 13. Útför Haraldar fer fram frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 8. október kl. 13:30. Andlát Haraldur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.