Hrað-Skák - 12.02.1986, Blaðsíða 3
1 9/xii\86
REYKJAVÍKUR
/ SKÁKMÓTIÐ \
Úígefandi:
TÍMARITIÐ SKÁK
☆
Ritstjóri:
JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON
☆
Umsjón með efni:
GEORG PÁLLSKÚLASON
RÍKHARÐUR SVEINSSON
RAGNAR Þ. VALDIMARSSON
☆
Auglýsingar:
JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON
EINAR H. GUÐMUNDSSON
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON
☆
Tæknileg umsjón:
BIGRGIR SIGURÐSSON
☆
Ljósmyndir:
SIGURJÓN JÓHANNSSON
JÓN FROSTl TÓMASSON
LOFTUR ATLI EIRÍKSSON
(☆
ÚT KÓMÁ' fl ’TÖLUBLÖÐ
411268
VERÐ KR. 100.00
I fi 1 •' N i'
*
Prentað í Skákprent
PRENTSMIÐJU TÍMARITSINS SKÁKAR
DUGGUVOGI 23 — REYKJAVÍK
SÍMAR: 31975, 31391, 31335, 31399
Af vettvangi
XII. Reykjavíkurskákmótið er hafið og gamla spennan og eftirvæntingar-
fulli hrollurinn hríslast á ný um skáksamfélagið, sem næstu daga gerir sali
Loftleiðahótelsins að vettvangi sínum í gleði sigurs eða trega ósigurs.
Mótið var sett á hefðbundinn hátt í Kristalsal Loftleiðahótelsins klukkan
4.30 í gær, þriðjudag 11. febrúar. Formaður mótsstjórnar, Þorsteinn Þor-
steinsson, bauð gesti og keppendur velkomna og þakkaði velunnurum
skákarinnar veittan stuðning nú sem fyrr og gat sérstaklega um höfðinglegan
þátt Reykjavíkurborgar í þessu móti, sem helgað er 200 ára afmæli
Reykjavíkur.
Þorsteinn minntist þess, að einn af keppendum mótsins nú tefldi í I.
Reykjavíkurmótinu 1964, en það er Sovétmaðurinn Michael Tal, fyrrverandi
heimsmeistari í skák, einn alvinsælasti erlendi skákmeistari sem hér hefir
teflt. Tal var síðan hylltur með löngu lófataki.
Formaður Taflfélags Reykjavíkur, Sigrún Andrewsdóttir hélt einnig stutta
tölu, en T.R. stendur fyrir mótinu að hálfu á móti Skáksambandinu og
mæltist henni vel. Að loknum nokkrum skýringum aðaldómara mótsins,
Guðmundar Arnlaugssonar, setti borgarstjóri Davíð Oddsson mótið og lék
fyrsta leik í skák Tal og Danans Jens Kristiansen, og þar með var ballið
byrjað.
Keppendur eru 74, þar af 40 erlendir frá líklega 10 þjóðlöndum. 22 keppenda
eru stórmeistarar og 20 alþjóðlegir meistarar, svo að öllum má ljóst vera að
hér er geysisterkt mót í uppsiglingu. Teflt er í þrem sölum, úrvalsliðið í
Kristalssalnum, en kandidatarnir í tveim ágætum, björtum kennslustofum
í kjallara, en reynsla af seinasta móti var sú, að mörgum líkaði betur að tefla
í „gúanóinu“ eins og Óttar Felix Flauksson skírði kjallarann þá.
Úrslit verða oft óvænt í fyrstu umferð opinn móta og það sannaðist hér. Útút
sigraði sem sagt Miles, en titilhafarnir íslensku glottu við, þeir þekktu nefni-
lega kauða. Hann hafðj teflt við þá á heimsmeistaramótum unglinga hér
áður og unnið m.a. Margeir og gott ef ekki Jón L. líka.
íslensku titilhafarnir fóru vel af stað, þeir sigruðu veikari landa sína, nema
Margeir, sem tefldi við Burger og tapaði. Og Karl Þorsteins féll líka fyrir
Jóhannesi Ágústssyni við að teygja sig of langt til vinnings, en staðan bauð
best upp á jafntefli. Jóhannes var sá eini ungu boðsgestanna sem náði sigri.
Ætli við verðum bara ekki að segja um Margeir og Karl að fall sé fararheill.
Um aðrar skákir má segja að þar fór flest „eftir áætlun“, stigahærri menn-
irnir sigruðu, en með þeim gleðilega viðauka að Bragi Halldórsson vann
Reshevsky og Ásgeir Þór Árnason vann Kogan. Gleðileg óvænt úrslit urðu
hjá utanbæjarmönnunum ungu, þeim Björgvini Jónssyni, Keflavík, sem
gerði jafntefli við Alburt, skákmeistara Bandaríkjanna, Halldóri G. Einars-
syni, sem gerði jafntefli við Ligterink, alþjóðlegan hollenskan meistara og
Jóni Viðarssyni, Akureyri, sem gerði jafntefli við Finnan Yrjölá, sem vann
Lombardy á Visa-mótinu sællar minningar. Af ungu efnilegu T.R.-ingunum
fóru ekki miklar sögur í 1. umferðinni. Þeir töpuðu allir nema Davíð Ólafs-
son, sem fékk ,,feitan“ hálfan punkt gegn undrabarninu Benjamin frá
Bandaríkjunum og einum sterkasta skákmanni vestra nú um stundir. En
koma tímar og koma ráð og engin ástæða til að fárast. Gamanið er hafið og
margir dýrðardagar í vændum.
Hrókur
HRAÐ-SKÁK 3