Hrað-Skák

Tölublað

Hrað-Skák - 25.08.1988, Blaðsíða 3

Hrað-Skák - 25.08.1988, Blaðsíða 3
\ Af vettvangi Eigum við ekki að fara á bíó, sagði skákmeistarinn við félaga sinn. Ertu vitlaus maður, ekki í svona góðu veðri, ég ætla að tefla. Og það var einmitt það sem meistararnir okkar gerðu. Þeir fóru inn úr sól og steikjandi hita og tóku til við taflið. Þetta var skemmtilegt kvöld og nokkrar góðar uppákomur. Helgi Ólafsson, íslandsmeistari 1964 og Strandamaður sýndi að enn logar í gömlum glæðum og vann mjög örugglega skák sína við Guð- mund Halldórsson, sem virðist alveg heilum horfinn og teflir ekki af sínum alkunna þrótti. Þeir Andri Áss og Rantanen tefldu hörkuskák þar sem Andri gaf stórmeistaranum ekkert eftir. Rantanen varð að játa sig sigraðan í 46 leik. Gott hjá Andra, sem fikrar sig hægt og sígandi upp töfluna og kemst þótt hægt fari. Guðmundur Gíslason tefldi hratt á móti Magnúsi Pálma og vann auðveldlega. Annars hefur það háð Guðmundi á þessu móti að hann hefur verið að vinna fulla vinnu og kemur því þreyttur til leiks. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs og búa verður betur að honum í þessum efnum svo að hann fái að njóta hæfileika sinna. Helgi Ólafsson stórmeistari fikraði sig upp um hálfan vinning er hann varð að sætta sig við skiptan hlut í baráttunni við dr. Popo- vycli. Báðir tefldu af miklu öryggi og þótt prófessorinn léki víst ekki alveg nógu nákvæmt í lokin, var staðan dautt jafntefli. Þeir Flear og Schandorff tefldu mikla baráttuskák. Vann Flear mann og í biðstöðunni er Flear með manni yfir og upp í það á Schandorff aðeins eitt peð. Allir hrókarnir eru enn á borðinu svo einhver þæfingur og nudd getur orðið áður en úrslit ráðast. Nú hefur verið ákveðið að á laugardaginn verði opið hraðskákmót í Bolungarvík og munu flestir keppenda taka þátt í því, frú Flear, einhverjir heimamanna og jafnvel er von á gestum úr Reykjavík til keppninnar. GERIST ÁSKRIFENDUR AÐ C7zaá- HRAÐ-SKÁK 99

x

Hrað-Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrað-Skák
https://timarit.is/publication/2003

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.