Hrað-Skák - 28.02.1989, Qupperneq 3
HRAÐ-SKAK
Útgefandi:
TÍMARITIÐ SKÁK
Ritstjóri:
JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON
Auglýsingadeild Skákar:
EINAR H. GUÐMUNDSSON
J. Þ. J.
Tœknileg umsjón:
BIRGIR SIGURÐSSON
Ljósmyndir:
TÍMARITIÐ SKÁK
ÚT KOMA 13 TÖLUBLÖÐ
VERÐ KR. 200.00
Prentað í Skákprent
PRENTSMIÐJU TÍMARITSINS SKÁKAR
DUGGUVOGI 23 • REYK.IAVÍK
SÍMAR: 31975, 31391, 31335 • TEI.EFAX: 31399
Af vettvangi
Undanfarin tvö, þrjú ár hefur þess gætt í vaxandi mæli að einhverjir
„hugsjónamenn“ brjótast fram fyrir skjöldu til aðstoðar líknar-
félögum og landssamtökum. Þetta gera þeir með þeim hætti að fá
viðkomandi inn á þá hugmynd að gefa eitthvað út á landsvísu. Upp-
lagið er allt frá 10 og upp í 70 þúsund eintök.
Margir hafa orðið eitthvað varir við þessar útgáfur sem flestar eru
því marki brenndar að vera frekar magn en gæði. Ekki ber að lasta
það að samtök sem eiga erindi til fjöldans fái slík tækifæri, vandinn
er bara sá að ekki er allt sem sýnist í þessum efnum.
Heyrt hef ég um atvik þar sem slíkur hugsjónamaður kom upp á
yfirborðið og bauð ákveðnum samtökum aðstoð sína við að koma
erindi þeirra á framfæri. Best væri að gefið yrði út blað sem borið
yrði inn á hvert heimili. Hvað um kostnaðinn af þessu, var spurt,
hann hlýtur að vera verulegur. Láttu mig um það, var svarið. Ég
safna stuðningi við útgáfuna og sé um að koma henni til lesenda.
Þetta geri ég í ykkar nafni og það eina sem þið þurfið að gera er að
útvega efnið og styðja við framtakið með því litla fjármagni sem þið
hafið til þessara hluta. Kunnara er en frá þurfi að segja að góð-
gerðarsamtök og ríkisfyrirtæki sem eiga brýnt erindi við landsmenn
þjást verulega af fjárskorti. Það er því hvalreki þegar slíka menn ber
að garði og auðsóttir samningar.
Skömmu síðar sér svo afurðin dagsins ljós og hefur þá innanborðs
reiðinnar firn af nöfnum styrktaraðila. Með þessu móti sækist
„hugsjónamanninum“ mikið fé og langt út fyrir allan kostnað
verksins. Svona til undirstrikunar kemur hann svo með hæfilegan
reikning til samtakanna til þess að brúa bilið.
Að undanförnu hefur þessi ófögnuður riðið yfir landsmenn sem
aldrei fyrr. Flestum rennur blóðið til skyldunnar og láta vel af hendi
rakna en auðvitað ómeðvitaðir um það hvert stuðningurinn fer.
„Hugsjónamaðurinn“ hefur jafnframt litla samúð með íslenskum
prentiðnaði og því leitar hann erlendis um vinnu á þessum útgáfum
sínum.
Ágæti lesandi! Svo hart er gengið fram í þessum efnum nú af ófor-
betranlegum atvinnumönnum að fyrirtæki hafa dregið mjög veru-
lega að sér hendur í öllum stuðningi annað en til þessara aðila.
Slík útgáfa sem þú hefur nú í höndum á verulega undir högg að
sækja og allt því óvíst um framtíðina.
HRAÐ-SKÁK 83