Ármann - 05.08.1948, Qupperneq 1

Ármann - 05.08.1948, Qupperneq 1
LÁNDSMÓT SKÁTA, MNGVÖLLUM 1948 6. TÖLUBLAÐ, FIMMTUDAGINN 5. ÁGÚST Parísarskátiim — Alexander ASalviSljm’ðiir ^a^sins: Forjsetinii í lieím.jsókit. í dag heimsœkir hr. Sveinn Björnsson, forseti íslands, skátatjaldbúðirnar ásamt fleiriim opinberum gestum. Þeir munu skoða tjaldborgina og verða þá hópsýningar að Miðgarði og fleira til heiðurs gestunum. Með þessari opinberu heimsókn sinni sýnir forsetinn skátunum mikinn sóma og um leið að hann metur skáta- ■ hreyfinguna. og starf hennar að verðleikum. HEIÐABÚAR Marteinn J. Árnason deildarfor- ingi Ileiðabúa stöðvaði föruneyti sitt víð Skátaheimilið í Reykjavík á laugardaginn. Hann var á leið til mótsins. Marteinn notaði tækifærið Helgi S. Jónsson stofnancLi og félagsforingi frd byrjun. og hringdi á skrifstofu Ármanns og kvaðst verða á Þingvöllum með allt sitt lið kl. 17. Þú ert auðvitað fararstjóri Heiða- búa? Já, ég má teljast það, en Jrar sem sumarfrí mitt er búið um mitt mót og ég Jrví neyddur til að fara heim, mun Ólafur Skúlason taka að sér forustu fyrir drengjunum en Sesselja Kristinsdóttir fyrir stúlkun- um. Hefur þú fleira háttsettra manna í þinu liði? Já, Jóhanna Kristins.dóttir verður tjaldbúðastjóri telpna en Sveinn Sæ- mundsson hjá drengjunum. Brytar verða Katrín Einarsdóttir og Guðjón Eyjólfsson. Hvað eruð þið rnörg? Alls 45 skátar, 23 drengir og 22 stúlkur. Auk þess eru með okkur 1 stúlka úr Njarðvíkum og drengur úr Garðinum. Hvernig ferðist þið? Við erum á tveimur stórum far- Jregabílum og einn vörubíll undir farangri. Og eins og þú veizt þá unn- um við að undirbúningi mótsins að nokkru leyti og sendum einn bíl í rnorgun með farangur og útbúnað til mótsins sjálfs — og mun það ætl- að til sýninga og annara atriða. Félagsforingi vkkar verður á mót- inu? — Já, Helgi S. Jónsson verður þar, en varla mikið til okkar þjón- ustu þar sem hann er í mótsstjórn- inni og hefur auk þess yfirstjórn allrar dagskrárinnar. Nokkrir fleiri af okkar skátum hafa störfum að gegna vegna mótsins. London 2. ágúst. Skátarnir Þingvöllum íslandi. Beztu óskir og kveðjur. Bennó og Brennu-Helgi. London 2. ágúst. Skátarnir Þingvöllum. Sendum beztu skátakveðjur. Sigurjón Pétursson, Álafossi. Tíðindamaður Ármanns hitti sem snöggvast að máli Monsieur Alex- ander Nicolsky, en liann er einn hinna erlendu gesta okkar hér á mótinu og dvelur hann í boði Jam- boreefaranna frá í fyrra. Alexander er frá París og er 16 ára gamall. Hann er önnum kafinn við að skrifa bréf, er fréttamaður ber að dyrum, en er samt fús á' að ræða við hann um ferðalagið hingað og hvernig honurn lízt á landið og fólkið. — Hvernig stendur á komu þinni hingað? — Það er einmitt það, sem ég skil ekki ennþá. Ég var önnum kafinn við að lesa undir próf, er mér barst bréf í hendur, Jrar sem mér var boð- ið hvorki rneira né minna en alla leið til Islands. Ég skil ekki ennþá fyrir hvað. Ég var bara túlkur og leiðsögumaður íslenzku skátanna í París í fyrra. Mér geðjaðist strax svo vel að íslenzku skátunum, þeg- ar ég sá þá meðal Jrúsundanna í París í fyrra. Fannst þeir eitthvað svo frjálslegir, ákveðnir og sjálf- bjarga. Svo atvikaðist það einhvern veginn Jrannig,- að ég var að mestu með þeirn meðan þeir dvöldu í París. Ég heimsótti þá líka á Jam- boree. Það var gaman að hliðinu þeirra. Hekla og Geysir gjósandi beggja megin við innganginn. Svo jók sýning þeirra mikið forvitni mína. Þegar sýningin var tekin nið- ur gáfu skátarnir mér niðursoðinn fisk í dósum. Þá smakkaði ég ís- lenzkan þorsk í fyrsta sinni. Mér þykir hann afskaplega góður. Harð- fiskur og íslenzka skyrið er líka herramannsmatur. Ég er að.vclta því fyrir mér hvernig þið búið þetta skyr ykkar til. Mér þykir mjólkin ykkar vera góð. Þið hafið fáar kýr en mikla rnjólk. I Frakklandi eru nrarg- ar kýr en nær engin mjólk. Hún er aðeins fyrir litlu börnin. Tíðindamanninum verður litið á bréfið hjá Alexander og verður ekki lítið undrandi er hann sér að það er hvorki franska né enska, sem hann skrifar. — Heyrðu annars? Hvaða mál er þetta, sem þú skrifar drengur? — Ég skrifa mömnru á rússnesku. Mamma og pabbi eru bæði rússnesk. Þau komu til Parísar 1918 og hafa búið þar síðan. Rússland er eins- konar ævintýraland mitt. Ég lref samt aldrei komið þar. Það eru rnargir Rússar í París. Framhald á 2. bls. Sýnishorn af mótshliðum.

x

Ármann

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/2021

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.