Ármann - 05.08.1948, Side 3

Ármann - 05.08.1948, Side 3
ÁRMAN N 3 Fiwmtudagur 5. ágúst. ÁRMANN Útgefandi: 10. Landsmót skáta. Ábyrgðarm.: Guðmundur Ófeigsson. RITNEFND: Jón Tómasson, ritstjóri. Örn Þór, fréttastjóri. Óskar Guðlaugssson, blaðam. Þorbjörg Sigurðardóttir, blaðam. Ljósmyndari: Hallgrímur Sigurðsson. PRENTSM. ODDI H.F. HREFNA TYNES: Margt er skátastarfið Tillitssemi sltátahreyfijiéarijinar Einn af hinum mörgu kostum skátahreyfingarinnar er hlutleysi hennar i stjórnmálum, trúmálum og öðrum peim málum, sem menn skipa sér ákafast um í harðsnúna flokka og félög. Réttara vœri þó ef til vill ad segja, að tillitssemi henn- ar í þessu mcetti teljast nœsta mikil- vceg, tillitssemi hennar og virðing fyrir skoðunum manna, að þcer eigi allar noklturn rétt á sér, að minnsta kosti að vissu marki. Hún opnar einnig á þennan hátt leiðir fyrir fólk úr öllum stéttum til að Itynn- ast þegar á unga aldri og horfast i augu við þá staðreynd, að þrátt fyrir allt er nauðsynlegt fyrir það að vinna saman að málefnum heildarinnar. Þetta má ekki skilja svo, að skát- ar almennt geri slikum skoðunum jafn hátt undir höfði. Það vceri óeðlilegt. En þeir gera sér Ijóst, að hvað sem öðru liður, er það ótrú- lega margt, sem allir eiga sameig- inlegt, og vissulega fleira en marg- ir halda. Að líklega er enginn sá flokkur og engin sú hreyfing, sem höndlað hefur allan sannleikann, en hjá flestum þeirra má finna eitthvert gullkornið, ef vel er leit- að. Þetta er sá víðsýnisfáni, sem skátahreyfingin liefur siglt, undir i rúmlega fjörutiu ár, það ein- kenni, sem gert hefur lienni fcert að sigla, sinn sjó án þess að eiga nokkru sinni á hœttunni að lenda i árekstrum við aðrar hreyfingar, aðra menn, önnur málefni. En það er annað, sem hún getur ekki horft á hlutlaus, ekki horft á aðgerðarlaus. Hún getur ekki lát- ið það viðgangast, að unglingarnir tærist upp af slœpingshætti, fánýt- um skemmtunum og óhollum tízkukenningum, sem að þeim er haldið. Gegn slíkum meinsemdum var hún stofnuð og gegn þeim hef- ur liún unnið og mun vinna gnn i dag — en þó sem áður i sínum frjálsræðisanda. Hlutleysi, aðgerða- leysi i slíkum málum er á engan hátt byggt á viðsýni, það er mis- skilningur á hœsta stigi, heimska og hleypidómar, að viti allra hugs- Eitt af því bezta við skátahreyf- inguna er það, hve margþætt hún er, og hve hún veitir meðlimum sín- um rnörg tækifæri til þroska. Það má segja, að þar sé eitthvað við allra hæfi. Undirstaðan undir öllu skátastarfi hlýtur alltaf að vera skátaheitið og skátalögin. Það tvent á að móta skátann og vera honum leiðarljós á skátabrautinni. Það er sá áttaviti, sem hann verður að stýra eftir, eigi hann að kornast í rétta höfn. Þessu mætti líkja við tré. Stofninn er skátaheitið og lögin, sem eiga að móta alt sálarlíf skát- ans. Greinarnar eru hin ýmsu próf, sem gerir hann hæfari til að upp- fylla skátaskyldur sínar og hjálpa honurn til að sigrast á einum hættu- legasta óvin unglingsins — tóm- stundaiðjuleysinu. Það er með bör'nin eins og blómin. Það þarf að hlúa að þeim, og reita burt alt það illgresi, sem hætta getur stafað af, hverju nafni, sem það nefnist. Það þarf að plægja þann akur vel og undirbúa svo þar vaxi upp sterkur og góður stofn, sem getur staðið af sér stórviðri lífsins. Alt eru þetta verkefni skátahreyfingarinnar. Það sýnir sig altaf betur og betur, að baráttan stendur milli þess góða og þess vonda í heiminum. Skátarnir hafa valið að fylkja sér undir merki þess góða — vera friðarpostular. — Þar dugar engin hálfvelgja. Þeir verða að vera viðbúnir og sýna það í verki, að þeir vilji vera réttu megin í lífinu. „En höfum við gengið til -góðs, götuna fram eftir veg,“ það er samviskuspurning hverjum skáta. íþróttaiðkanir virðast vera mikið að aukast, vera næstum orðin tízka. Allir keppast við að setja sem flest met. Það virðist, sem íþróttamenn- irnir séu á góðri leið með að stinga út leikarana, sem hingað til hafa verið aðalhetjur unglinga, jafnvel fullorðinna líka. Það er vel farið — en ekki nóg. „Maðurinn lifir ekki á brauði andi manna í menningarþjóðfélagi nútimans. Skátahreyfingin á sér marga bandamenn í baráttunni fyrir al- liliða, heilbrigðu uppeldi æskunn- ar, bandamenn, sem eru í höfuð- atriðum sama sinnis og hún. Þeim vill hún veita það lið, sem hún má. H.. einu saman.“ Það er gott og gagn- legt — já, skylda hvers manns að halda líkama sínum vel við, styrkja hann og herða. En maðurinn hefur líka sál, og hún gleymist oft, þó hún sé aðal- atriðið. Hinar andlegu íþróttir mega ekki gleymast, því þær móta sálar- lífið og persónuleikann, sem stjórn- ar svo aftur öllum athöfnum manns- ins. Skátalogin eru einmitt sú and- lega íþrótt, sem við verðum að leggja eins mikla rækt við og jafn- vel meiri en nokkrar aðrar íþróttir. Þó skátaprófið sé að miklu leyti líkt fyrir stúlkur og drengi, þá verð- ur að gera mun á því. Aðalmismun- urinn er fólginn í prófunum, sem hljóta að vera sniðin eftir aldri og þroska hvers kyns fyrir sig. Stúlkur eru t. d. yfirleitt ekki eins duglegar til lengdar við útivinnu og drengir, en flestar duglegar við hús- verk, sérstaklega þykir þeim gam- an að matreiðslu og að þvo af sér. Flestar stúlkur eru gefnar fyrir að læra hjúkrun og hjálp í viðlögum, en margar eru klaufar við að læra hnúta og fara með áttavita, og landabréf. Það liggur í hlutarins eðli, að svona hlýtur það að vera. Hin ýmsu próf hjálpa skátastúlk- unni að skilja hin ýmsu verkefni húsmóðurinnar, öll skátapróf veita holla og heilbrigða starfsgleði á hvaða sviði, sem er. Stúlka, sem elzt upp sem skáti fær í sig frá byrjun þann frjóanga, sem gerir hana hæf- ari, sem uppalanda nýrrar kynslóð- ar seinna meir. Þar, sem hinn rétti skátaandi ríkir, eru beztu skilyrðin fyrir góðum skátaþroska. Það er ekki alltaf að mörg próf og mikil kunnátta geri menn að góðurn skátum, ef skáta- heitið og lögin hafa ekki haft þau áhrif á andlegan þroska manns, að hinn rétti skátaandi ríki. Þar gildir, eins og svo víða annars staðar, jafn- vægið er alltaf bezt og að skátinn hafi hina réttu afstöðu til manna og málefna. Ég hef nú í tvö sumur starfað við skátaskólann að Úlfljótsvatni. Þar hef ég margt orðið að kenna, en þar hef ég líka lært margt. Meðal annars, að ekki gildir sama regk um aðferð á uppeldi alls fjöldans. Ein- staklingseðlið er svo mismunandi, að maður verður að hafa ótal aðferð- ir eigi maður að ná nokkrum árangri. Hvergi betur en þar hef ég séð skátaandann þroskast, stúlkur sem virtust ekki hafa minnsta skiln- ing á skátalífi, breytast svo að það var varla hægt að þekkja þær fyrir sömu börn. Sérstaklega hefur mér fundizt það um telpur, sem hafa verið þar lengri tíma, 1—2 sumur. Árekstrarnir eru náttúrlega margir, einkum hjá þeim yngstu, cn það, sem þær allar verða að læra, er að taka tillit til annarra og að hver ein- stakur skáti er hlekkur í einni 'alls- herjar keðju, sem rná ekki slitna. Hver hefur sitt verk að vinna og allir verða að gera skyldu sína. Það verður oft misklíð á milli systra þó þær séu ekki nema 2 eða 3, hvað þá heldur, þegar þær eru orðn- ar 35 á einu heimili og kannske rnargar á sama aldri. Þá er oft spurt, hvernig er ljósálfaheitið, hvernig er skátaheitið? Þá verður skátaandinn að koma fram. Það verður að jafna allar deilur, sættast og binda bönd- in á ný, allir hafa sarna rétt og allir verða að hlýða sömu stjórn —■ lög- um og reglum. Ég álít að íslenzku skátarnir eigi ekkert, sem getur jafnast á við Úlf- ljótsvatn, þar sem þeir fá tækifæri til að þroska sig í andá skátalaganna — bræða sig sarnan í eina órjúfandi keðju, sem á að vaxa og þroskast til að verða sterkur þáttur í bræðra- lagskeðju skáta um heim allann. Úlfljótsvatni í júlí 1948. ÝMISIEGT HUGRAKKUR SKÁTI. I fyrri heimssfyrjöldinni var franskur skáti handsamaður og skot- inn, af því að hann vildi ekki segja til, hvort nokkrar franskar hersveit- ir væru þar í nánd eða ekki. í skýrslu þeirri, sem send var um þetta, er sagt frá því, að honurn hafi hvergi brugðið, er hann heyrði dauðadóm sinn, og að hann hafi hnígið til jarðar fyrir skotum óvin- anna með hetjubros á vörum. í skýrslunni jer svo að orði kom- izt, að hörmulegt sé til að vita, að slíkt hugrekki hafi að engu haldi komið. Baden-Povell lítur öðruvísi á; hann kveður það vera til mestu upphvatningar að heyra að skáti hafi sýnt slíkt hugrekki, að hann hafi heldur kosið að láta. lífið en bregðast ættjörðinni. En harm vekur það hjá góðum drengjum, að heyra, að Þjóðverjar skyldu sýna svo rnikla lítilmennsku að skjóta drenginn. ★ Gerir þú það? Lifðu fyrir það sem nytsamlegt er, og reistu þér minnisvarða af góð- verkum. Ritaðu nafn þitt með blíðu og viðkvæmni á minnisspjöld þeirra manna, sem þú ert samferða á lífs- lciðinni.

x

Ármann

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/2021

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.