Palestína - 01.07.1975, Síða 5
Palestínumenn
eru réttindalausir
í heimalandi sínu
t Allt frá stofnun ísraelsríks hafa stór
svæði landsins verið sett undir her-
lög og herstjórn verið æðsti stjórn-
1 andi svæðanna. A þessum svæðum
s búa 3/4 allra araba iandsins, hátt á
300 þús. manns. Þau lög sem þeir
" |> eru settir undir eru frá þeim
i txmum er Bretar réðu Palestínu og
voru sett af þeim til að berjast gegn
r. frelsisbaráttu í landinu. Þegar þau
voru sett á 1945 mættu þau gífur-
legr i andstöðu af hálfu gyðinga, og
þeir Dov Joseph (seixma hæstarétta-
dómari f fsrael) og Shimshon
Shapiro (seinna dómsmálaráðherra)
sögðu þá að "þau væru í andstöðu
Palestinumenn í ísraelskum fangelsum
við öll grundvallaratriði laga, rétt-
lætis og lögfræði" (yfirlýslng frá
ráðstefnu lögfræðinga í febrúar
1946). Þessir menn virðast í dag
hafa "gleymt" þessarri yfirlýsingu
því báðir voru þeir frumkvöðlar í
setningu laga í fsrael.
Þessi lög ná til allra þátta f lífi eins
manns. Hægt er að setja á menn
"átthagafjötra" og banna þeim að
ferðast úr stað. Hægt er að skylda
menn til að gefa reglulega skýrslu
á lögreglustöð. Það má setja menn
f varðhald um ótakmarkaðan tíma án
réttarhalda. Það má meina manni
aðgang og afnot af eigineignum.
Eyðileggja má eigur hans og gera
land hans upptækt leiki grunur á
að þaðan hafi verið skotið af byssu
eða ef grunur leikur um að sprengju
hafi verið kastað þaðan. Þá má
skylda menn til að hýsa og fæða
hermenn, og lögin leyfa gífurlegar
sektir ef grunur leikur um að við-
komandi hafi tekið þátt í ólöglegri
starfsemi. Eignaupptaka er heimil
geti viðkomandi ekki borgað sektir.
Höft á ferðafrelsieruoft notuð sem
hótun til að hræða menn frá því að
vera í tengslum við pólitísk samtök
eða frelsishreyfingar sem her-
stjórninni er illa við. Ef ferðahöft
duga ekki er beitt grimmari að-
ferðum.
Ein af þeim aðferðum sem beitt er,
er að rek a araba frá landi og
eigum og til afskekktra svæða þar
sem þeir hafa enga möguleika á að
framfleyta sér og hús eru ekki til
staðar. Þar eru þeir hafðir undir
lögreglueftirliti. Þorpsbúar í þorpi
einu 25 km. frá Tel Aviv voru reknir
í útlegð til Efri-Galileu og þeim gert
skylt að tilkynna sig á fjarlægri lög-
reglustöð tvisvar á dag. Öðrurn
hefur verið gert skylt að tilkynna sig
á lögreglustöð 15 km. frá heimili
sínum. Einum Beduina var skipað
að sitja frá sólarupprás til sólarlags
undir ákveðnu tré, og átti hann að
gera það samfleitt í sex mánuði.
Eignaupptaka á landi Araba
Eignaupptaka á landi Araba og aukið
landrými í eigu gyðinga hefur verið
eitt af aðaimarkmiðum síonista allt
frá sofnun hreyfingar þeirra. Stofn-
un ísraelsríkis auðveldaði þetta
markmið og herstjórnin sá ríkinu
íyrir einni af aðferðunum við það.
Til að byrja með 1948 voru palest-
ínuarabar einfaldlega reknlr burt úr
landinu með hervaldi, en þetta var
til lengdar of augljóst ofbeldi þar
sem flóttamannavandamálið vakti
athygli umheimsins. Þessvegna
voru áðurnefnd herlög sett á undir
nafninu "varnarlög". Því tóku yfir-
völd nú að beita grein 125 þessarra
laga til að lýsa ákveðin svæði lokuð
svæði af öryggisástæðum. Þá má
reka íbúana burt úr þorpum sínum og
meina þeim að snúa aftur. Dæmin
um beitingu þessa ákvæðis eru
ótalmörg, og nægir að nefna fá
dæmi:
28. febrúar voru 700 manns reknir
frá þorpinu Kafr Baram og þeir
neyddir til að yfirgefa landið.
I febrúar 1951 voru íbúar 13 þorpa
á Wadi Ara svæðinu neyddir til að
yfirgefa landið.
f nóvember 1951 voru fbúar þorpsins
Buwaishat reknir f burtu og húsin
sprengd í loft upp. Samyrkjubú
var reist á staðnum og í skóla þess
er börnunum kennt að Palestína hafi
verið land án fbúa!
f september 1953 voru fbúar þorp-
sins Umm al-Faraj reknir burt frá
heimkynnum sínum og eigur þeirra
gerðar upptækar.
Auk "varnarlaganna" hafa sionistar
aðrar aðferðir til að gera araba
eignalausa. Ein þeirra er beiting
laga sem heimilar ríkisstjórninni að
gera upptækar eigur þeirra fbúa sem
yfirgáfu landið fyrir 1. september
1948 og b) þeirra sem fóru yfir á
landsvæði sem þá voru undir stjórn
afla sem óvinveitt voru ísrael.
Þannig var gerð möguleg eigna-
upptaka á eigum allra þeirra tug-
þúsunda flóttamanna sem herir
ísraels ráku úr landi frá stofnun
ríkisins í maí 1948. Þessir flótta-
menn skoðast samkvæmt lögunum
sem útlendingar og þeim er meinað
að snúa aftur. Lögin leyfðu líka
að allar eigur Múhanmeðstrúar
kirkjunnar skyldu teljast eigur
ríkisins. Þrátt fyrir þessi lög áttu
arabar enn nokkuð land sem sion-
istunum hafði ekki tekist að koma
klónum yfir. Þá voru sett ný lög
sem heimiluðu ríkinu að taka yfir
land "til afnota f landvarnaskyni og
PALESTlNA s
til að tryggja öryggi fbúanna, til að
vernda mikilvæg svæði eða nauð-
synlega opinbera þjónustu eða til að
veita aðsetur innflytjendum, her-
mönnum á eftirlaunum, eða særðum
hermönnum" svo notað sé orðalag
laganna.
Öll þessi ofangreind lög eru herlög
og sett með þeim fyrirvara að þau
séu aðeins í gildi þegar neyðar-
ástandi hefur verið lýst yfir. En
því er nú þannig farið, að neyðar-
ástandi var lýst yfir 4 dögum eftir
stofnun ísraelsríkis og því hefur enn
ekki verið aflétt..
AHeiðingar Jxessarra ógnarlaga eru
þær að tugþusundir Palestínuaraba
hafa verið gerðir að landlausum
flóttamönnum, og þúsundir þeirra
lifa í hreysum nokkra kílómetra
frá fyrri heimkynnum sem í dag eru
"nýbyggðir" innflytjenda, og þeim
er ekki leyft að koma þangað nema
sem daglaunamönnum sem þræla
á ökrum "nýju eigendanna".
Fjöldamorð á palestfnuaröbum. hafa
oft verið framin, og nægir að minna
á Deir Yassin þar sem 250 manns
voru drepnir. En í augum Zionista
er það dyggð að drepa palestínu-
araba og í þakkarskyni fyrir að hafa
stjórnað árásinni á Kafr Qasim var
Joubrael Dahan, sem ákærður hefur
verið fyrir ao hafa myrt 43 araba,
gerður að "yfirmanni ábyrgumfyrir
málefnum araba" í borginni Ramaí
Um ástandið f skólamálum araba f
Israel
Menntunaraðstaða araba f ísrael f
dag er verri en þegar Palestína var
undir yfirráðum Breta. Meira en
þriðjungur barna palestínuaraba
hefur ekki tækifæri til að ganga í
skóla. Ekkert er gert af hálfu yfir-
valda til að mennta kennara og fjár-
veitingar tll menntunar araba eru
engar. Frá stofnun Israelsrikis
hafa aðeins 270 bókatitlar verið
gefnir úr á arabísku, og kennslu-
tækjaskortur er gífurlegur. Afleið-
ingar jxessa er að meira en 85%
palestínuaraba fellur á bi'ottfarar-
prófi úr skyldunámi. Þetta þýðir
gífurlegt atvinnuleysi meðal ungra
araba, en gefur aftur erfðalygi
sionismans um að palestínuarabar
séu allt samam fæðingahálfvitar byr
FRAMHALD A BLS. 11
Israelskur hermaður merkir bústað
Palestínumanns. Þessa sömu aðferð
notuðu þýsku nasistarnir f ofsóknum
sínum gegn gyðingum ( hina frægu
gyðingastjörnu ) og nú beita síonistar
henni gegn palestfnsku þjóðinni.