Palestína - 01.07.1975, Side 11
um og palestínuaröbum. 6 líbanskir
hermenn bi3u bana og 2 ísraelsmenn.
Næstu daga á eftir reyndu ísraels-
menn að skjóta á flóttamannabúðir-
nar með stórskotahríð. Þeir voru
að hjálpa bandamönnum sínum, fal-
angistunum, innan Líbanon.
Hvernig falangistarnir misreilmuðu
sig
Þeir misreiknuðu styrk og stuðning
palestínuaraba innan Líbanon, og
hvernig líbönsk alþýða myndi bregð-
ast við ástandi borgarastyrjaldar.
Til að reyna að gera ástandið óvið-
ráðanlegt, reyndu falangistar allt,
sem í þeirra valdi stóð. Aðal-bar-
áttuaðferð þeirra var að skjóta nið-
ur óbreytta borgara með leyniskytt-
um af húsþökum, og gera sprengju-
árásir á flóttamannabúðir í útjaðri
Beirut. Meðan við vorum í Beirut,
voru 94 óbreyttir borgarar skotnir
á götum úti, og 'fjöldi særður.
Fjöldi manns var píndur af falang-
istum. Við sáum 12 ára gamlan
dreng sem lent hafði f klóm þeirra
og verið misþyrmt á hinn hryllileg-
asta máta til að fá hann til að segja
frá viðbúnaði palestínuaraba í því
hverfi f Beirut, sem hann bjó í.
Það varð þessum dreng til lífs að
hann var kúrdi en ekki palestínuarabi
og talaði ekki einu sinni arabísku.
Eitt dæmi um hryðjuverk falangista
er, að þeir stöðvuðu sjúkrabíl sem
í var særður palestínuarabi og skutu
hann. Líka skutu þeir á sjúkrabíla
og drápu a. m. k. 2 bílstjóra og 1
hjúkrunarkonu.
Til að mótmæla hryðjuverkunum
lýstu þjóðleg öfl í Líbanon yfir alls-
herjarverkfalli þ. 21. maí, sem
lamaði gjörvallt athafnalff í landinu.
A hverri nóttu var barist í Beirút,
og öll alþýðan er vopnuð. Skærulið-
ar palestínuaraba voru við öllu búnir
en blönduðu sér ekki í átökin. Þann
23. maí tók herinn völdin í landinu,
en varð að fara frá eftir 64 klukku-
stundir, því allur þorri almennings
reis upp gegn honum, enda var það
vitað að margir af yfirmönnum hers-
ins studdu falangistana. Ef herinn
hefði ráðist gegn palestínuaröbum
hefði orðið borgarastyrjöld í Líbanon
því yfirgnæfandi meirihluti lands-
manna studdi palestínuaraba og þjóð-
legu öflin.
Aðfaranótt 26. maí vorum við tilbú-
in til að yfirgefa landið f flýti, svo
naumt var að styrjöld brytist út.
Sökum óviss ástands fórum við frá
Líbanon þ. 27. maí, en þann sama
morgun fannst sprengja rétt við hót-
elið sem við bjuggum í, með 12 kíló-
um af dýnamíti, og þar sem PLO
taldi sig ekki geta ábyrgst öryggi
okkar urðum við að fara. Síðustu
fréttir frá Líbanon eru þær, að ör-
yggissveitir hers og lögreglu hafa
skotið niður hverja leyniskyttu fal-
angista sem náðst hefur til, og ró
er að komast á í landinu. Þannig
munaði litlu að falangistum yrði að
ósk sinni um borgarastyrjöld. Þeir
beittu aðferðum heimsvaldastefn-
unnar, hryðjuverkum sem afsökun
til að geta ráðist gegn "hryðjuverka-
mönnum" palestfnuaraba, sem þeir
kalla svo. En hver er orsök þess að
þeir einangruðust ? Hún er su að
þeir beittu c hryðjuverkum til fram-
dráttar afturhaldssömum málstað,
en alþýðan studdi þau öfl sem börð-
ust fyrir réttum málstað og höfnuðu
aðferð hryðjuverka.
-/01, AA
PALESTtNA'ii
FRAMHALD AF BLS. 3
PL0“
Stærsti hluti þess fjármagns, sem
notað er til reksturs PLO kemur frá
Palestfnumönnum sjálfum. Flestir
Palestínuarabar gefa 3-6% af tekjum
sínum til PLO, og þeir sem búsettir
eru í Kuwait og Jórdaníu senda stöð-
ugt miklar fjárupphæðir til PLO,
sem þeir safna meðal stuðnings-
manna þar.
Sigrar PLO á alþjóðavettvangi.
Sú barátta Palestfnuaraba, sem náð
hefur gífurlegum árangri undanfarin
ár, er barátta þeirra á alþjóðavett-
vangi fyrir viðurkenningu á Palestínu-
aröbum sem þjóð og rétti þeirra til
að snúa aftur til heimalands sfns.
Nú þegar hafa tugir ríkj a viðurkennt
PLO sem einu löglegu fulltrúa Pal-
estfnumanna. Má þar telja Araba-
ríkin, sósíalísku löndin, Austur-
Evrópuríkin, fjölda ríkja Afríku,
auk ýmissa alþjóðastofnana og frels-
ishreyfinga þriðja heimsins.
13. nóvember 1974 gerðist sá heims-
sögulegi atburður, að fulltrúa PLO,
Yasser Arafat, var boðið að flytja
ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna - þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir síonista og USA-heimsvalda-
stefnunnar til að koma f veg fyrir
það. Það sýnir nokkuð vel aftur-
haldseðli fslensku ríldsstjórnarinnar,
að sendinefnd hennar var ein örfárra
sem greiddi atkvæði á móti rétti Pal-
estfnumanna til að teljast þjóð, f
góðum félagsskap með ríkjum eins
og fsrael, Chile, Bandaríkjunum og
S-Afríku.
"Þetta er mjög mikilvæg stund.
Palestínuvandamálið hefur verið
tekið upp á nýjan hátt hjá Sþ, og
við álftum það jafn mikinn sigur
fyrir alþjóðasamtökin og það er
fyrir þjóð okkar. Það sýnir, að
Sþ í dag eru ekki Sþ fortíðarinnar.
Rétt eins og heimurinn f dag er
ekki heimur gærdagsins."
Síðan ræddi Arafat um hvernig þátt-
taka stöðugt fleiri nýfrjálsra ríkja
hefur virkað jákvætt á starfsemi
samtakanna, og sagði í framhaldi af
þvf:
"Þjóð okkar er farin að finna þessa
breytingu. Með henni finna þjóðir
Asíu, Afríku og S-Amerfku einnig
breytinguna. Afleiðingar þess eru
að Sþ öðlast meiri þýðingu bæði
fyrir þjðð okkar og aðrar þjððir.
Von okkar hefur styrkst um það, að
Sþ geti á árangursríkan hátt stutt
baráttu okkar og sigur málstaðar
friðar, réttlætis, frelsis og sjálf-
stæðis. Okkar leið til að byggja
nýj an heim er skýrt mörkuð -
heim án nýlendustefnu, heims-
valdastefnu, ný-nýlendustefnu og kyn-
þáttastefnu í öllum myndum sínum,
að síonismanum meðtöldum."
Andheimsvaldasinnar um allanheim
gera sér stöðugt ljósari grein fyrir
þýðingu þess að styðja baráttu pal-
estfnsku alþýðunnar á grundvelli
stefnuskrár PLO, A’. þann hátt
verður sigrum alþýðu Indðkfna best
fylgt eftir.
Því hljóta íslenskir and-heimsvalda-
sinnar að fylkja sér undir þá kröfu,
að íslenska ríkisstjórnin slíti nú
þegar stjórnmálasambandi við ísrael
og viðurkenni PLO,
f þessari sögufrægu ræðu segir Ara-
fat m. a.:
-/HG
FRAMHALD AF BLS. 5
Palestinumenn
/fÍ
FRAMHALD AF BLS. 9
Rauði hálfmáni
undir báða vængi. Aðeins 171
palestínuarabi stundar nám við há-
skóla á móti 14. 000 gyðingum.
Þessi vanræksla á að mennta pal-
estfnuaraba er hugsuð af hálfu yfir-
valda til að halda þeim f fáfræði og
koma í veg fyrir að pólitísk vitund
eflist meðal þeirra. Margir eru
vart færir um að lesa og skrifa þegar
þeir ljúka skóla, og sniðgengið er
að kenna nemendunum nokkuð er
höfðað getur til lista eða hefð-
bundinnar menningar palestínuaraba,
en hinsvegar er Gamla Testamentið
skyldulesning, og tekin prðf í sögu
gyðinga, Þetta verður vart kallað
annað en argasta menningarnauðgun
og grimmd! !
Það er greinilegt að stefna ísraels
gagnvart palestínuaröbum grund-
vallast á kynþáttamisrétti og kúgun.
Prent-og ritfrelsi fyrir araba er
ekki fyrir hendi né heldur funda- eða
félagafrelsi. Astandið f'verkalýðs-
málum er líkast þvf sem var undir
Hitler, og samnings- eða verkfalls-
réttur ekki til. Það er farið með
palestínuaraba sem útlendinga í
eigin landi. Hér gefst því miður ekki
rúm til að fara nánar út í ástandið,
en fj allað verður um kúgunina innan
ísrael betur f næsta blaði.
, -/01.
Barátta RHP fyrir alþjóðaviðurkenn-
ingu
í öllu starfi sínu, jafnt á sviði heil-
brigðis- sem félagsmála, er RHP
hluti af baráttu palestínuaraba fyrir
þvf að geta snúið aftur til heimalands
síns. Þessi barátta hefur verið leidd
af PLO á alþjóðavettvangi, og þar
hefur RHP einnig átt hlut að máli.
Myndun slíkrar stofnunar og viður-
kenning á alþjóðamælikvarða er eitt
af síðustu skrefunum í átt að alþjóð-
legri viðurkenningu á palestínuaröb-
um sem þjóð. RHP er óháð stofnun,
grundvölluð á Genfarsáttmálanum og
mannréttindasáttmálanum. Hún er
ætfð reiðubúin að hjálpa öðrum og
hún hefur sent lækna til annarra landa
sem eru í sárri þörf fyrir þá, þrátt
fyrir eigin erfiðleika. Það er því
undarlegt að RHP hafi verið neitað
um fulla aðild að Alþjóða rauða kross-
inum. A síðustu ráðstefnu RK araba-
landanna var RHP viðurkenndur sem
virkur meðlimur, og lagt til að hann
yrði tekinn inn í Alþjóðasamtökin.
Við skorum á Rauða kross Islands
að styðja RHP og taka undir þær radd-
ir sem leggja til að hann verði tek-
inn inn í Alþjóða rauða krossinn. Þá
og ekki fyrr er palestínska þjóðin
sett jafnfætis öðrum þjóðum í hinu
alþjóðlega mannúðarstarfi.
V -/ISJ
J
J