Skák - 01.12.2002, Qupperneq 22
Áskell Örn Kárason:
13-14. október 2002
Katalónía er eitt af sambands-
ríkjum Spánar, í austurhluta
landsins sem snýr að Miðjarðar-
hafi. Héraðið er betur sett efna-
hagslega en flestir aðrir hlutar
spænska sambandsríkisins og
telja Katalónar sig sérstaka þjóð,
með eigin tungu sem er að-
greind frá ríkismáli Spánverja,
kastilíönsku. Sérstöðuna sýna
þeir m.a. með því að halda uppi
samskiptum við aðrar þjóðir,
m.a. á sviði menningar og í-
þrótta. I nóvembermánuði und-
anfarin ár hafa þeir t.d. efnt til
landskeppni í skák á 10 borðum.
A síðasta ári var þannig att kappi
við Englendinga, en áður við
Frakka og Andorrabúa.
Garðbæingar róa á ný
mið
Víkur nú sögunni að Taflfélagi
Garðabæjar og Jóhanni H.
Ragnarssyni. Jóhann hefur teflt
nokkuð á mótum þar syðra og
talar mál innfæddra. Að undan-
förnu hafa hann og félagar hans
í Taflfélagi Garðabæjar verið ó-
þreytandi við að brydda upp á
nýjungum í starfi félagsins, m.a.
með því að róa á ný mið í er-
lendum samskiptum. Að þeirra
frumkvæði kom hingað frá
Katalóníu úrvalssveit ungra
skákmanna (18 ára og yngri) til
keppni á Glefsismótinu fyrr á
þessu ári. Voru Katalóníumenn
sérstaklega ánægðir með þá
heimsókn og móttökur allar.
Þeir svöruðu með boði til lands-
keppni þeirrar sem hér er til um-
ræðu og á næsta ári er fyrirhug-
að að landslið þeirra 20 ára og
yngri sæki okkur heim. Það er
því útlit fyrir að samskipti þessi
séu að verða fastur liður og
landskeppni við Katalóníu geti
orðið að árlegum viðburði í
framtíðinni. Þá er ekki ólíklegt
að íslenskir skákmenn geti haft
frekara gagn af tengslum við
þessa vingjarnlegu Miðjarðar-
hafsþjóð; þar suðurfrá stendur
skáklíf með blóma og mikið um
alþjóðleg mót, t.d. í Barcelona
og nágrenni. Þá má geta þess að
Katalóníumenn verða gestgjafar
á næsta Olympíuskákmóti sem
heldið verður á eyjunni Men-
orcu árið 2004. Samgöngur
milli Katalóníu og íslands eru
góðar og nokkur hefð fyrir
menningarlegu og viðskiptalegu
sambandi þjóðanna. Aðstæður
eru því hagstæðar fyrir blómleg
samskipti á skáksviðinu. Þeir
Garðbæingar eiga heiður skilinn
fyrir frumkvæði sitt í þessu máli
og þá ekki síst Jóhann Ragnars-
son sem verið hefur potturinn
og pannan í málinu. Hann var
og farar- og liðsstjóri íslensku
sveitarinnar í þetta sinn.
Stór viðburður
Eitt af því sem kom íslensku
keppendunum á óvart var
hversu mikla athygli lands-
keppnin vakti þar ytra. Þannig
var æðsti embættismaður Kata-
lóníu, forseti eða ríkisstjóri, við-
staddur setninguna, ásamt fleiri
fulltrúum stjórnvalda og helstu
fjölmiðlum héraðsins. Einhverjir
heimamanna kunna að hafa
undrast að við Islendingar send-
um ekki okkar sterkasta lið til
keppni, en vegna nálægðar við
Ólympíumótið í Bled var ákveð-
ið að gefa frekar þeim keppend-
um sem næst voru því að komast
í ólympíusveitina kost á því að
306
S K A K