Nefndarálit - 31.12.1944, Blaðsíða 1

Nefndarálit - 31.12.1944, Blaðsíða 1
ATVINNUMÁLANEFND NEFNDAJSÁMf AVARP Á síðast liðnu hausti, var kosin nefnd á fundi í Verkamannafélaginu „Hlíf" sem falið var að gera tillögur um atvinnumál Hafnarfjarðar, með íilliti til atvinnuhorfa verkamanna, miðað við nútíð og framtíð. Nefnd þessi skilaði áliti því sem hér íer á eíiir 25. okt. 1344, og í sama rnánuði var nefndarálit þetta, samþykkt á félagsfundi Hlífar, sem álit Verkamannafélagsins Hlíf í at- vinnumálum Hafnarfjarðar. Með tilliti til þeirrar nauðsynar sem nú er á atvinnuaukningu í bæn- um, þar sem stór hópur verkamanna er atvinnulaus, og verður það, þar til sérstakar ráðstafanir verða gerð- ar, og ennfremum með tilliti til þeirra hreyfingar, sem nú er um land allt, um nýsköpun atvinnuveganna, þá teljum við rétt, þar sem Hafnarfjörð- ur er verkamannabær í þess orðs fyllstu merkingu, að senda þetta nefndarálit inn á hvert heimili í bæn- um, og gefa þar með bæjarbúum al- mennt kost á að kynnast tillögum Verkamannafélagsins Hlíf, um það, á hvern hátt megi meðal annars auka atvinnuna í bænum. — GLEÐILEGT NÝTT ÁR! — Hafnarfirði, 31. des. 1944. Stjórn Verkamfél. Hlíf Atvinnumálanefnd Verkamannafélagsins ,.HLIF“ héfur á fundum sínum tekið til meðferðar viðfangsefni það, er henni hefur vcrið falið af félagsfundi ,,HLÍFAR“, cn það er, að gera tillögur um atvinnumál Hafnarfjarðar, með sérstöku tilliti til at- vinnúhorfa verkamanna, miðað við nútíð og framtíð. Nefndin hcfur athugað og yfirvegað á- standið eins og það er í dag í atv.innumál- um verkamanna, og reynt að skyggnast fram í tímann og sjá, hvað helzt mætti verða til undirstöðu blómlegu atvinnulífi fjarðarbúa. Niðurstöðu nefndarinnar er skipt í tvo flokka, A-flokk og B- flokk. I A-flokk eru þau við'farigséfni, sém Iéýsa vandá þaim í augnablikinu, sem stafar af því atvinnu- leysi, sem nú er og stefnir að. í B-flokki eru þau viðfangsefni, sem tilheyra hinum komandi tíma að meira eða minna leyti. A-FLOKKUR Formáli nefndarinnar fyrir A-flokki er þessi: Nú þegar er farið að bera á atvinnuleysi hjá verkamönnum og búast má við, að hin svokallaða ástandsvinna (setuliðsvinna) hætti að mestu innan tíðar. Við það missa mairgir hafnfirzkir verkamenn vinnu og koma á vinnumarkaðinn, til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Fullkomin óvissa ríkir um jiað, hvort nokfcur vinna verðui á þessum vetri við ísun fiskjar, en sú vinna hefur ver- ið ein aðalatvinnugreinin hér undanfarna vetur, og fullvíst má teljast, að þau fyrir- tæki, sem hér starfa muni eigi bæta við sig fleiri verkamönnum en hjá jieim starfa nú, nema frystihúsin á vetrarvertíðinni, og ennfremur er vitað að litlar líkur eru til þess, að fjölgað verði verkamönnum við þær framkvæmdir, sem nú eru hér á döf- inni. Miklu líklegra er að þar verði verka- mönnum fækkað þegar líður á veturinn. Það er því augljóst að allstór hópur at- vinnuleysingja mun myndast á þessu hausti og stækka þegar líður fram á. I>ví er brýn nauðsyn skjótra aðgerða af hál-u bæjarins til þess að sjá þeim fyrir vinnu, sem nú eru atvinnulausir og fyrirbyggja allt at- vinnuleysi með því að nýta hið fánlega vinnuafl til framkvæmda í bænum og landi bæjarims. Vill nefndin benda á eftirfarandi verkefni er bíða úrlausnar: 1. liður: Vatnsveitu I æjarins verSi komið í viðunandi horf og hafist handa með að leggja öfluga vatns- leiðslu upp í uppsprettu Kaldár. 2. liður: Bærinn hefji nú þegar byggingu fjögra barnaleikvalla. 3. liður: Bærinn kaupi Víðistaðina og geri þar fullkomið íþróttasvæði. 4. liour: Bærinn iagi b yfcfgingarlóoir í bænum, rífi niður kletta, sem til tálmunar eru og mali þá niður með grjótvinnsluvélum í bygging- arefni. Bærinn byggi nýjar götur, þar sem þess er þörf og láti vinna að fegrun og betra skipulagi bæj- arins. Þá láti bærinn vinna garð- lönd bæjarins tilbúin til notkunar og sáningar fyrir bæjarbúa. 5. liður: Bærinn hefji nú þegar byggingu íbúðarhúsa fyrir húsnæðislaust fólk í bænum. 6. liður: Bærinn hefji nú þegar byggingu á sjúkrahúsi, fæðingaheimili, barnaspítala og elliheimili. 7. liður: Bærinn hefji nú þegar stækkun á barnaskólanum eða geri það, sem ef til vill er heppilegra: Byggi nýtt skólahús á hentugum stað í bænum. Sömuleiðis hefji bær- inn byggingu á stóru og full- komnu fimleikahúsi. 8. liður: Bærinn byggi bátahöfn með öllu tilheyrandi, verbúðum báta- bryggjum og frystihúsi, sem nota megi ennfremur til geymslu á matvælum fyrir bæjarbúa. 9. liður: Bærinn girði land sitt í Krísuvík og hefji undirbúning að þeim framkvæmdum, sem hægt er að að hefjast handa um, nú þegar, af þeim sem nefndar eru í 7. lið í B-flokki.

x

Nefndarálit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nefndarálit
https://timarit.is/publication/2062

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.