Kjördæmablaðið - 19.05.1959, Side 3

Kjördæmablaðið - 19.05.1959, Side 3
kjördæmablaðið Þriðjudaginn 19. maí 1959 3 Kosningarnar í vor snúast um kjördæmamálið eitt hina réttu áróðurstækni íhalds- flokksins. VII. ,.Deildu og drottnaðu", sögðu Rómverjar, og reyndu að vekja innbyrðis deilur meðal þjóða, er þeir voru að yfirvinna. „Deildu og drottnaðu“, hugsaði Hákon gamli, er hann atti saman ís- lenzkum höfðingjum, til þess að auðveldara væri að leggja land- ið undir sig. „Deildu og drottn- aðu“, hugsar íhaldið, er það berst fyrir'hlutfallskosningum. Öllum íhaldsmönnum, eins og öðrum, er ljóst, að hlutfallskosningar lyfta undir smáflokka. En þeir treysta á eigin samheldni, eigið skipulag og áróðurstækni um það að þeirra flokkur muni ekki klofna. Hins vegar muni vinstri flokkarnir verða fleiri og veikari með hlutfallskjöri og léttara að ná völdum og halda þeim, ef ekki þarf. ef til vill, að kaupa nema einn smáflokk með þvi t. d. að bjóða öllum aðalráðamönnum flokksins embætti eða vegtyllur, t. d. ráðherrastól nokkra mánuði. Efalaust reikna áróðursmeist- arar ihaldsflokksins þarna rétt. _ Hlutfallskosningar geta eflt flokkshagsmuni þeirra um stund ar sakir, jafnvel um árabil. En hitt ætti að vera ljóst, að þær geta skapað háskalegan þjóðar- glundroða, svo sem mörg erlend dæmi sanna. Eg hygg, að við rólega íhugun muni flestir komast að raun um eftirfarandi afleiðingar af sam- þykkt kjördæmatillagnanna: 1. Héruðin eru svipt þúsund ára gömlum rétti til þess að eiga sér sinn sérstaka fulltrúa á þingi. 2. Persónulegt samband milli kjósenda og þingmanns rofn- ar. Miklu minni hvöt verður fyrir þingmann að leita álits kjósenda. Flokksstjórnin en eigi kjósendur heima í héraði, fá húsbóndavald yfir þing- mönnum. v 3. Vald Reykjavíkur vex mjog mikið bæði vegna aukins þing mannafjölda og bættrar að- stöðu flokksstjórna til áhrifa á þingmannakjör út um land. 4. Miklu meiri hætta verður á því með hlutfallskjöri, að þing ið verði kloflð í marga veika smáflokka, og eríiðara verði að mynda sterka og ábyrga ríkisstjórn. VIII. Setjum nú svo, að byltinga- mennina bresti ekki kjarkinn til þess að bera fram tillögur sínar og fái þær samþykktar af Alþingi því, er nú situr. Hvað er þá fyrir hendi? Ekki er hugsanlegt, að íhalds- foringjarnir komi fram tillögum sínum nú á þingi, nema að beita hörðum flokksaga. Mundi t. d. Pétri Ottesen verða það sársauka laust að láta það verða sitt síð- asta verk á Alþingi að leggja að velli sitt kjördæmi? Manni verð- ur á að spyrja um hugarfar fleiri gamalla íhaldsþingmanna. En kjósendur mega ekki láta beita sig slíkri flokkskúgun. Eina rétta svarið við byltingartillög- unum er það, að um allt land verði hafin samtök um það að bægja frá þingsetu öllum sem fylgja byltingartillögunum. Ihaldsflokkurinn, er að stjórn- inni stendur, ætlar að knýja fram tvennar kosningar á þessu ári. — Samkvæmt anda stjórn- arskrárinnar eiga kosningarnar í vor þá að snúast um stjórnar- skrármálið einvörðungu. Það á ekki að koma til greina, hvar kjósandi eða frambjóðandi hafa áður staðið í flokki. Engin dæg- urmál eiga heldur að hafa áhrif. Hver og einn kjósandi á að .spyrja sjálfan sig, hvort hann Yfirlýst áform nokkurra stjórnmálamanna í Reykja- vík, um að beita sér fyrir ein- hliða breytingu á stjórnar- skrá landsins á þá lund að leggja niður og þurrka út öll kjördæmi í landinu utan Reykjavíkur, hefir að vonum vakið feikna athygli. Er þó vafamál að enn sé nógu almennt búið að gera sér fulla grein fyrir hversu af- drifaríkar afleiðingar þessi fyrirhyggjuiitla umbylting kann að hafa í för með sér, takist svo ógæfusamlega til að hún komist á. Augljóst er, að tilefni þessa ráðabruggs er það, að hinir öru fólksflutningar kalla nú á nýja breytingu til þess að fólkið í hinu nýja þéttbýli fái aukið áhrifavald um skipan alþingis frá því sem nú er. Eðiiiegt að þingmönnum þéttbýlisins fjölgi Enginn stjórnmálaflokkur mun neita því að réttmætt og sjálfsagt sé að breyta ákvæð- um um skipan alþingis í þá átt að fulltrúum hins nýja þéttbýlis fjölgi nokkuð. Þessu til sönnunar er stefnuyfirlýs- ing fyrrv. ríkisstjórnar við myndun hennar 1956. Breytir þar engu um þótt svo ógæfu- samlega tækist til, að það stjórnarsamstarf rofnaði af öðrum ástæðum áður en þetta stefnumál og fleiri komust í framkvæmd. Samkvæmt eðli málsins hlaut afgreiðsla þessa máls einmitt að bíða til loka kjörtímabilsins. Má slá því föstu, að stjórn- arskrárbreyting til fjölgunar þingmönnum fyrir þéttbýlið, gæti hlotið ljúft samþykki meginhluta þjóðarinnar, væri um það eitt út af fyrir sig að ræða. Hinn raunverulegi tilgangur Yfirlýsingar og skrif þeirra stjórnmálamanna, sem vikið var að í upphafi, bera með sér að áform þeirra er ekki eitt saman það, að bera fram til sigurs réttarbætur fyrir íbúa þéttbýlisins. Áform þeirra er annað og álítur k j ördæmabr ey tinguna heppilega, ekki fyrir flokk þann, er hann hefir fylgt að undan- förnu, heldur fyrir íslenzkt stjórnarfar, íslenzkt þjóðlíf og menningu á ókomnum áratugum og öldum. Ef svarið verðuj nei- kvætt, má kjósandinn engu skeyta gömlum flokksböndum, heldur kjósa þann einn frambjóð anda, sem öruggur er á móti til- lögunum. Vel má vera, að flokksfylgi íhaldsflokksins og áröðurstækni verði svo sterk, að nokkurt fylgi fáist með tillögunum í Reykjavík og í riki Ólafs Thors. En frá hin- um dreifðu byggðum ætti svarið að verða svo einróma nei, að ald- rei framar reyni nokkur flokkur að ráðast á stjórnarskrá landsins og reyna að fá henni reytt, ein- vörðungu vegna sinna flokks- hagsmuna. Ystafelli, 20. febr. 1959. Jón Sigurðsson. meira. Áform þeirra er að losa um undirstöður stjórnarfars- ins i landinu með því að af- nema kjördæmin. Jafnframt og þar með á að draga úr höndum fólksins í dreifbýlinu eitt aðalhaldreipi þess. Skera á líftaug þess, ef svo vill verk- ast. Hér er fast að orðum kveð- ið, svo fast að rök verða að fylgja, sem sanna réttmæti þeirra, ef þau eiga ekki ógild að falla. Hinn almenni kosningarétt- ur og hin afmörkuðu umdæmi einstakra fulltrúa — kjör- dæmi þingmanna — eru sú undirstaða, sem allt stjórnar- kerfi okkar byggist á. Á þess- um grundvelli hafa stjórn- málafiokkarnir byggt, háð baráttu, sigrað og verið sigr- aðir. En stjórnmálaflokkarnir hafa sínar takmarkanir. Vinnubrögð þeirra eru háð duttlungum og hafa oft og tíðum á sér yfirbragð hverful- leikans og svipar ósjaldan til íslenzkrar veðráttu. Þar er ekki að finna þá festu, sem nægir til farsæls stjórnarfars, ef hún ætti ein að duga. Sú festa og það aðhald, sem helzt er að-finna í stjórnarfari okk- ar, byggist á sambandi kjós- endanna og þingmannsins. Hún kemur því aðeins fram og fær því aðeins notið sín að þingmaðurinn sé einn um á- byrgðina gagnvart þeim, sem hann er fulltrúi fyrir. Þingmaður í einmennings- kjördæmi, stendur eða fellur með verkum sínum. Verkar þar jöfnum höndum og samanslungið þaö, sem hann vinnur fyrir sitt af- markaða umdæmi og hitt, sem hann afrekar fyrir þjóð- ina alla. Það vinnur enginn meiri- hlutafylgi, og því síður tekst nokkrum að halda því stund- inni lengur, nema hann verð- skuldi traust kjósendanna. Ef hann verðskuldar ekki traust- ið, þá glatar hann því, en annar er kosinn í staðinn. Og vei honum, ef hann er ekki maður til að verðskulda tiltrú kjósendanna. Ekkert hamlar betur ofur- valdi flokksstjórnanna en þetta. Þingmaðurinn er háðari kjósendum sínum en flokks- stjórninn. Það er næstum ó- geringur fyrir flokksstjórn að hrófla við rótgrónum þing- manni, þótt hún fegin vildi, af einhverjum annarlegum á- stæðum. í stórum hlutfallssamsteyp- um myndu þessir kostir nú- verandi stjórnarfars réna mjög fljótlega og hætt er við að þeir hyrfu með öllu fyrr en nokkurn varir, en við tæki alræðisvald flokksstjórnanna með tilheyrandi ofríki og of- stopa og myndi þá mörgum kotkarli þykja þröngt fyrir dyrum. Það er slíkt ofríki ófyrir- leitinna flokksstjórna, sem nú þegar ætlar að kanna mátt sinn. Þess má enginn ganga dulinn. Þar má enginn láta koma að sér óvörum. Gróðrarstíur smáflokka Fleiri hættur fyrir stjórnar- 'farið í landinu stafa af af- Játvarður J. Júlíusson. námi kjördæmanna, ekki síð- ur varhugaverðar. Er enn óséð hvað getur af leitt, ef engum hindrunum verður við komið. Hið hlálega er, að þar eru flokkarnir, sem afnámið á- forma að bjóða sínum eigin bana heim. Stór kjördæmi með 8 eða fleiri þingmönnum, kosnum með hlutfallskosningu, eru hinn eini lífvænlegi jarðveg- ur, blátt áfram gróðrarstíur fyrir smáflokka og flokksbrot, hvert öðru andvígt og sjálfu sér sundurþykkt. Hinir svo köiluðu vinstri menn í land- inu ættu að hafa getað iært nóg af ógæfu sinni, að þeir skuli vera klofnir i 4 flokka og það við núverandi stjórn- arfarsskilyrði. Það er óhugs- andi að þeir, sem nú fylla flokk Sjálfstæðismanna, færu lengi varhluta af hinu sama. Skoðanaandstæðingur og mjög áberandi og djúpstæðar hagsmunamótsetningar eru til staðar í þeim flokki. Þegar búið er að undirbúa jarðveginn og hlúa að klofn- ingsspírunum, þá skjóta þær rótum, dafna og blómgast að lokum. Þá verður óhægt um vik að reiða öxi að þeim rót- um. Sannast hér hið forn- kveðna að blindur er hver í sjálfs sín sök. Þaö er hægt, að vissu marki, að virða minnstu flokkunum í landinu það til vorkunnar að þeir freistast til að líta á stundarhag og telja sér trú um bætta vígstöðu við breytt skilyrði. Hitt væri þó ólíkt ris- meira og virðulegri afstaða að trúa og treysta á sigur góðs málstaðar án annarra meðal en hans sjálfs. Hitt er óskiljanlegt metnað- arleysi og undirmálsmennska, að stærsti stjórnmálaflokkur- inn, sem nú er með þjóðinni, skuli svo gott sem undirstrika það, að honum sé ekki sigurs auðið nema með hjálparmeð- ali hlutfallskosninga. Það er meira metnaðarleysi og meira vantraust á eigin getu og mál- stað en maður hefði að ó- reyndu ætlað. Þyki þeim mönnum, sem að bera hita og þunga dagsins í stjórnmálaforystunni, þungt fyrir fæti og erfitt að starfa saman að lausn vandamála þj óðlíf sins við núverandi stjórnarfarsskilyrði, hvað verður þá eftir svo sem tvö kjörtímabil hér frá? Ætli þeim gengi betur eftir að hlutfalls- kosningar væru komnar í kring og flokkarnir orðnir 6 —7 talsins? Ætli þeim þætti ekki sem þeir hefðu farið úr öskunni í eldinn? Framantalin rök gegn stj órnarf arsumturnuninni eiga við almennt og alls stað- ar. Þau tala til allra, hvar í ílokki, stétt eða stöðu sem þeir standa og hvar sem þeir búa. Enginn getur sloppið við á- hrifin og afleiðingarnar. Afnám kjördæmanna eru fjörráð við sveitirnar Þá er komið að því að gera sér grein fyrir hver áhrifin verða fyrir sveitirnar og hið svo kallaða dreifbýli sérstak- lega. Er fyllsta þörf að gá vel til alira átta. Það er óhagganleg staöreynd, að velflestar sveit- ir og ailar afskekktari byggðir þessa lands standa höllum fæti í baráttu fyrir tilveru sinni. Samkeppnin um vinnu- aflið, fjármagnið, framkvæmd irnar og lífsafstöðuna alla, er nú einu sinni svo hörð sem raun ber vitni. Það er rikis- valdið í landinu, sem þar hef- ir lagt og leggur þau lóð á vogarskálarnar, er úrslitum valda. Svo umfangsmikil og gagnger eru afskipti þess og ráðstafanir allar orðnar. Hin- ar dreifðu byggðir hafa borið skarðan hlut frá borði þrátt fyrir það, að þær hafa átt sér- staka fulltrúa. Ef kjördæmin verða lögð niður þá dreifist ábyrgð þingmannanna. Þá glatast að miklu leyti hið gagn kvæma ábyrgðarsamband á milli kjósenda og þingmanna. Afnám kjördæmanna er fjör- ráð við sveitirnar. Afnám kjör dæmanna er áfall, sem sveit- irnar mega undir engum kring umstæðum við. Nú þegar er aðstaðan slík, að ekkert má út af bera. Skal það rakið nánar. Fyrrverandi ríklsstjórn bætti hag lands- byggðarinnar Allt fram yfir stjórnarskipt in 1956 var látlaus straumur fólks úr sveitum landsins og einnig úr sjávarplássum aust anlands, norðan og vestan. Á starfstíma fyrrv. ríkis- stjórnar má telja að dregið hafi nokkuð úr þessari upp- flosnun, aðallega þó við sjáv- arsíðuna, því að ríkisvaldið gerði þó nokkuð til að rétta hlut landsbyggðarinnar, frá því sem verið hafði og beina fjármagni í atvinnulíf þar. Einnig var leitazt við að mæta lánsfjárþörf bænda varðandi ræktun og byggingar, en enn verða bændur alveg að búa að sínu um stofnfé búanna og rekstursfé. Er þar ólíku sam- an að jafna og hjá öðrum at- vinnugreinum, sem ríki og bankar sjá fyrir bæði stofnfé og rekstrarfé. Þá urðu bænd- ur allhart úti við ákvarðanir bjargráðanna á s.l. vori, eink- um þeir sem mest áttu ógert og við minnstu máttu. Stjórnarflokkunum finnst ekkert vangert fyrir bændur En nú eru blikur á lofti, sem boða ekkert gott. Þeir sömu aðilar, sem ælta að afnema kjördæmin, reka nú hvert hnefahöggið af öðru á nasir bændum og vanda þeim ekki kveðjurnar að neinu leyti. Hinar stórkostlegu niður- greiðslur úr ríkisjóði, sem nú eru ástundaðar, eru nær ein-

x

Kjördæmablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjördæmablaðið
https://timarit.is/publication/2063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.