Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 16.05.2002, Qupperneq 5

Bæjarblaðið Jökull - 16.05.2002, Qupperneq 5
AUGLYSING frá Yfirkjörstjórn Snæfeilsbæjar Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningar í Snæfellsbæ 25. maí 2002 hafa verið lagðir fram: D J listi Sjálfstæðisflokks listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar 1. Ásbjörn Óttarsson 1. Gunnar Örn Gunnarsson 2. Jón Þór Lúðvíksson 2. Kristján Þórðarson 3. Ólína B. Kristinsdóttir 3. Pétur Steinar Jóhannsson 4. Ólafur Rögnvaldsson 4. Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir 5. Pétur Pétursson 5. GrímurT.H. Stefánsson 6. Sigurjón Bjarnason 6. Kristinn Jón Friðþjófsson 7. G. Sirrý Gunnarsdóttir 7. Steiney Kristín Ólafsdóttir 8. Örvar Marteinsson 8. Ómar Vignir Lúðvíksson 9. Sigrún Guðmundsdóttir 9. Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir 10. Þórey Kjartansdóttir 10. Ingibjörg Sumarliðadóttir 11. Aðalsteinn Snæbjörnsson 11. Áslaug Anna Sigmarsdóttir 12. Sara Ýr Ragnarsdóttir 12. Sigurbjörg Jónsdóttir 13. Jensína Guðmundsdóttir 13. Rúnar Benjamínsson 14. Kristjana E. Sigurðardóttir 14. Björn Erlingur Jónasson GÖb stjórn á fjármálum Nú styttist í kjördag og framboðslistar hafa litið dags- ins ljós. Allvíða eru margir listar í framboði og væntan- lega getur orðið erfitt fyrir kjósendur að gera upp hug sinn í kjörklefanum. Hér í okkar ágæta bæjarfé- lagi er valið væntanlega auð- veldara þar sem tveir listar eru í kjöri. D-listinn, listi sjálfstæðis- manna býður fram krafta sína til þess að halda áfram því mikla uppbyggingarstarfi sem verið hefur í gangi á síðasta kjörtímabili. Par fer samhentur hópur sem er bæði skipaður reynd- um sveitarstjórnarmönnum, sem þekkja vel til verka á þessu sviði, svo og nýjum einstaklingum sem eru ákveðnir í því að leggja góðu málefni lið. Þar að auki er Kristinn Jón- asson tilbúinn til þess að gegna Bæjarstjórastarfinu áfram ef D-listinn fær umboð kjósenda, og heldur meiri- hluta sínum. Kristinn hefur vaxið með hverju verkefni sem hann hef- ur unnið að á síðasta kjör- tímabili. Hann gegnir fjölda trúnaðarstarfa á sviði sveitar- stjórnamála á landsvísu og er mikils metinn á þeim vett- vangi. Það ríður á að við nýt- um okkur þekkingu hans og reynslu, næsta kjörtímabil, svo halda megi uppbygging- unni áfram. Góð stjórn er á fjármálum bæjarsjóðs, og hefur þar orð- ið mikil breyting á, frá fyrri tíð. í dag eru lán bæjarins í skilum, þau voru það ekki er núverandi meirihluti tók við. í dag eru reikningar greiddir á gjalddögum, þeir urðu oft gamlir áður. Áður fóru stórar upphæðir í greiðslu dráttar- vaxta, nú nýtist það fjármagn í framkvæmdir. Þetta vita þeir sem eiga viðskipti við Bæjar- sjóð Snæfellsbæjar. Við skulum nýta krafta samhents hóps með öfluga leiðtoga í farabroddi, í þágu Snæfellsbæjar. Við skulum horfa jákvæð og bjartsýn fram á veginn, í góðu bæjarfélagi sem á mikla framtíð fyrir sér, ef rétt er að málum staðið. Til þess þurfum við stuðn- ing þinn á kjördag. X-D Jákvætt hugarfar. Sigurjón Bjarnason. Fiskiðjon Bylgjo hf Sími: 436 1291- Netf. fbylgja@aknet.is

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.