Húsgangur - jul. 1997, Side 1
Húsgangur
Innanhússblað Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns Júlí 1997 3
Hátíð í Stokkhólmi
onunglega bókasafnið í
Stokkhólmi hafði beðið mjög
lengi eftir úrbótum í húsnæðismálum,
þegar loks var hafist handa um
framkvæmdir árið 1992, en þá var
líka unnið hratt, og var safnið
„enduropnað“ 2. júní sl.
Safnbyggingin í Humlegárden er
frá árinu 1878. Hún var með öllu
tæmd vegna byggingarframkvæmd-
anna og miklum hluta hennar gjör-
breytt hið innra. Þar sem áður voru
bókageymslur eru nú almenningsiými
að hluta, en þó í miklu meira mæli
vinnusvæði starfsfólks. Þar er fátt um
einkaskrifstofur, hcldur opin svæði,
stúkuð niður með bókastæðum eða
flekum.
Þar sem byggingin er á mjög
viðkvæmu svæði í borginni var
stækkun ofanjarðar ekki leyfð, og var
því eina úrræðið að fara niður í
jörðina. Því hafa nú á 40 metra dýpi
verið rcist tvö fimm hæða stórhýsi,
hlið við hlið. Hvort hús er 150 metra
langt 13,5 metra breitt og 9 þúsund
fermetrar að gnmnfleti. Miðað við
svipuð aðföng og nú á rýmið að end-
ast fram á núðja næstu öld!
Boðið var til opnunarhátíðar sem
stóð tvo og hálfan dag og hófst með
námsstefnu laugardaginn 31. maí,
þar sem innlendir og erlendir fyrir-
lesarar veltu fyrir sér því álitamáli
hvort stórra safna væri þörf á tímum
rafrænnar miðlunar. Svo var talið
vera, enda sumir fyrirlesarar við það
riðnir um þessar mundir að opna
stærstu safnbyggingar allra tíma. Á
það var einnig bent að bókin hefði
upp á sitthvað að bjóða umfram aðra
miðla og ekki væri ólíklegt að bækur
framtíðarinnar yrðu Iistrænni gripir
en nú er og færðust nær frumgæðum
prentunar.
Á sunnudeginum var boðið til
ferðar um nágrenni Stokkhólms og
m.a. heimsótt Skoklosters slott, höll
sem á margan hátt er einstæð í sinni
röð, ekki síst fyrir það að þar er um
30 þús. binda bókasafn frá 17. öld,
nýskráð og vel fyrir komið.
Mánudaginn 2. júní eftir hádegi var
komið að stóru stundinni. Fólk safn-
aðist saman framan við KB, í sól og
hita. Þrjú ávörp voru flutt af tröppum
hússins, hið síðasta af Karli Gústaf
Svíakóngi sem síðan sló þrjú þung
högg á dyr hins konunglega safns,
sem lukust þá upp að bragði. Var svo
athöfninni fram haldið um sinn inn-
an dyra og m.a. afhentar gjafir.
Þeirra á meðal var eintak hinnar nýju
útgáfu Passíusálmanna frá systur-
safninu íslenska. Loks var boðið til
málsverðar í stóru veitingatjaldi
framan við safnið.
Fyrri hluti opnunardagsins var
ætlaður til heimsókna í önnur
bókasöfn í Stokkhólmi. Ég valdi
háskólabókasafnið og sé ekki eftir
því, þótt komið hefði ég þar áður
fyrir mörgum árum. Auk þess heim-
sótti ég í ferðinni bókasöfn háskólans
í Uppsölum. Þessar heimsóknir voru
mjög lærdómsríkar og vel fallnar til
samanburðar við þá reynslu sem
fengist hefúr af starfrækslu okkar nýja
safns á íyrstu árum þess. Þá kom ég
einnig í þingbókasafnið í Stokkhólmi.
Það fluttist í núverandi húsakynni
fyrir fáum árum, gamla bankabygg-
ingu sem snúið hefur verið til nýs
hlutverks og innréttuð þannig að
mikill sómi er að. Þama verður 10.-
13. september nk. haldin ráðstefna
þing- og lagabókasafna og tengist
hún m.a. því að 75 ár em liðin síðan
þingbókasöfnin á Norðurlöndum tóku
upp samstarf sín á milli.
Að lokum má riija það upp að
hver þjóðbókasafnsbyggingin af ann-
arri er opnuð þessi árin. Að okkar
safni ógleymdu var hluti hinnar
risavöxnu byggingar franska
þjóðbókasafnsins opnaður í desember
sl., 14. maí var röðin komin að
stórhýsi þess hluta þýska þjóðbóka-
safnsins sem hefúr aðsetur í Frankfurt
am Main. Fram undan er langþráð
opnun mikillar byggingar yfir
Bretasafn í London, sem venjulega er
kennd við St. Pancras, og innan
tveggja ára verður lokið þeim miklu
húsabótum sem nú standa yfir í
Kaupmannahöfn í þágu Konunglega
bókasafnsins.
Einar Sigurðsson
Afmælisráðstefna NVBF
Dagana 23.-24. maí 1997 var ára afmæli samtakanna, en stofnfúnd- varðasamtakanna. Yfirskrift ráðstefn-
haldin í Hclsingor ráðstefna á urinn var á sínum tima haldinn í Dan- unnarvar: „Fremtiden og forsknings-
vegum NVBF - Nordisk videnskabe- mörku. Á undan ráðstefnunni fór árs- bibliotekerne - styrker og svagheder,
ligt bibliotckarforbund, í tilefni af 50 fundur dönsku rannsóknarbóka- framhald á bls. 4