Bjarki


Bjarki - 19.02.1897, Blaðsíða 3

Bjarki - 19.02.1897, Blaðsíða 3
27 þessa snjöllu vörn ritstjórans sem jeg þykist nú hafa ’damt< eftir bcstu sannfæríngu. Nú er best fyrir nafnlausa ritstj. að koma opinberlega fram með nafni er hann mótmælír þcssum »dómi< mínum °S er það honum sæmra en sitja einsog náttugla út í cinhverju skúmaskoti og bögglast við að setja saman »mislukkað« skop* og illyrði um þá cr þora að segja oþinberlega það er þeim býr f brjósti, og er als eingin launúng á nafni sínu. Akureyri, 14. Jan. 1S97. Jóhannes Sigurðsson. * * * Bjarki getur ekki flutt þetta svar alveg umtölulaust. Hann hafði sjeð það fyrir að Stefni bróður sínum myndi Jhafa þótt grátt gamanið*, og þó altaf sje leiðinlegt að sjá persónulegan óþverra á prenti, þá verður þó líka að gæta hins hvc nauða óþaegilcgt það er fyrir blað, að þurfa að vera að sanna lescndum sínum að það í raun og Veru eigi bæði til ritstjóra og stefnu. Hafi lesendurnir sjcð það áður, cr sönnunin óþörf, en hafi þeir ekki sjeð það, er mjög ilt að sanna það. Bjarki vonar nú samt að bróður sínum hafi tekist þetta, og að ritgjörðaskráin hafi sannfært lesendurna, en þá átti hanu að sjá að persónu- legu hnúturnar til Jóhannesar voru óþarfar, því þær eru töluvert lakari til sönnunar, en neyða nú Bjarka til að láta Jóhannes bera hönd fyrir höfuð sjer. Vest er þó að Bjarki sjer ekki fyrir endann á þessu hnútukasti enn þá, en þess vill hann biðja hinn heiðraða höfund þessa svars að hafa sig sem minst í framkrókum, því þó það sje í sjálfu sjcr merkiiegt, og fróðlcgt fyrir þjóðina að vita hvort Stefnir hcfur ritstjóra og stefnu eða ekki, þá getur það þó ekki talist eiginlegt velferðar eða áhugamál. Fyrirspurnin um spítalafjósin var auðsjáanlega græsku- laust gaman, sem Bjarki vildi lofa Stcfni að brosa að og pað hefði hann líka vafalaust gert ef vel hefði legið á honum. Jóhannesi kom hún ekkert við, og hafði hann aungan hlut að henni átt, og var óþarfi af Stefni að nefna hana í því sambandi. Jón Hinriksson. Ff þú hcfur komið að bóndabæ við oinbogann á Laxá í I íngeyarsýslu, þar sem hun tekur á rás norður í Lax- árdal, og ei þú hefur iitið mann, aldurhnfginn: lítið eitt lotinn, skarpleitan í andliti, ennismiktnn, snareygan og Ullhvítan fyrir hærum— þá hefur þú kornið að Hellu- vaði í Mývatnssveit og sjeð Jón Hinriksson, skáld. Fyrst er jeg heyrði mál manna, heyrði jeg getið Jóns Ilinrikssonar og skáldskapar hans. þó cru nú aðcins tvö ár liðin síðan jeg sá hann fyrst; og atvikaðist það þannig, að jeg heimsókti hann í þeim vændum, um lángan veg. Jcg áleit rjettafa, að skjóta eigi þeirri för á frest um. óá- kveðinn tíma. Jcg vissi af afspurn kunnugra manna, að Jón hafði komist í hann krappan stundum í þrotlausa 65 ára lífsbarnínginum sínum og bjóst jeg þv{ við, að fyr en seinna myndi verða farið að senda eftir honum í ver- ið — heiman að frá höfuðbólinu okkar allra. Dagur var Hðinn þegar jeg kom að Heliuvaði. Jeg hitti syni Jóns við fjárhús, gervilega menn og hvatlega, °g kom okkur saman um, að jeg txti eigi leingra um kvöldið. Vjer vorum lítið eitt málkunnugir. Jeg hafði hugsað, að Jón væri sjerlyndur nraður og einhætur eins og nrargir alþýðu menn eru og hafa verið, sem vel eru gcfnir, cn alist hafa á útigángi og á »moð- um lukkunnar< — eins og Jón hefur hlotið. í’egar jeg kom inn á baðstofugólfið, sá jeg aldurhníginn mann haii- ast að kodda f einu rúminu og vissi jcg að það var hús- ráðandinn, þó öðruvisi liti út cn jcg hafði ætlað. Nú sá *) Það er nærri eins og mislukkaða skandalatilraunaba$lið á Oddeyri sem Stefnir gat um um dagínn. Höf. jeg að Jón var þýðlegur og kvikur í bragði og ásýndin laus við það soramark, sem flestir gáfumenn fá á sig, sem berjast verða við hríðar og frostrennínga fyrir eigin tilveru sinni og sinna. Við heilsuðumst á almenna sveitafólks-vísu og spurð- umst fyrst almæltra tíðinda. En áður en varði, hneig samræðan að skáldskap og trúarmálum, og var þá sem Jón kastaði ellibelgnum í sama vetfángi: Hann gekk fram á gólfið og settist gegnt mjer; augun leiftruðu og líkaminn allur varð sem á hjólum eins og eflings fjörfisk- ur spriklaði í hverju einasta líffæri. Lítið vildi hann þó tala um skáldskap sjálfs sín, gerði sem minst úr honum og vildi víkja þeirfi umræðu hjá sjer; gaf hann mjer í skyn, að sú tegund ljóðagerðar, sem hann hefði mest lagt fyrir sig, væri nú geingin úr gildi, og vildi helst kenna gamalli kerlfngu, sem hann var sam- tíða í æsku, að hann hefði feingist við »þessa vitleysu*, sem hann hefði líklegast ekkert verið hæfur til, hún hefði kornið sjer til þess. — En ekki finst mjer sú kerlíng á- mælisverð og hafi hún sæl gert og blessuð. —■ Ekki kvaðst Jón hafa eytt vinnutímum í skáldskapinn, heldur andvökustundum næturinnar. I’að fann jeg, að Jón er trúrækinn; en hitt leyndi sjer heldur eigi, að hann er einginn kreddumaður, og svo frjálslyndur, að hann þolir að lcsa hvern höfund sem er. Hann skilur vel dönsku og hefur lesið margt og mislitt á þcirri túngu. Jeg hcfi eigi víða farið, og hælist jeg hvorki yfir því nje kvarta. En jeg hefi heldur aungan mann fundið hálfsjötugan sem er eins úngur f anda og Jón Hinriks- son. Jeg vildi heldur kalla hann nú 67 ára úngan en gamlan. — Hugsunin er afar-skörp og fjölhæf og furðu- lega skygn, þróttmikil og víðförul. Einkum þótti mjer það kynlegt, hve veröldin var björt °g fögur í augum þessa gamal-únga mans — þcssi ver- öld, sem hann er búinn að eiga í mörgu gráu gamni við meira en hálfan sjötta tug ára, vinna baki brotnu fyrir sjer og sínum og fara á mis við það uppeldi og þau lífs- kjör flest, sem slíkum manni eru samboðin og fýsilcg. — En þau um það veröldin og Jón. — Hann er þríkvænt- ur og hefur átt mörg börn og mannvænleg. Nafnkunn- astur þeirra er Jón alþfngism. í Múla. Annars leynir það sjer ekki að hinn »forgeingilegi« maður Jóns er kominn á fallanda fót. Fyrrum var hann svartur á brún og brá; en nú er hvorttveggja mjall hvítt. I hendinni mótar fyrir hverri sin og beini og fíngurnir knýttir og krepptir. Gigtin hefur verið honum meinlegur förunautur um lángt skeið. Þó hefur hann geingið að slætti alt til þessa næstl. sumars, að því meðtöldu Jeg hef enn eigi minst á skáldskap Jóns, beinlínis, sem hann er kunnastur fyrir, enda skortir mig þekkíngu til þess að fara lángt út f þá sálma. — Nokkur kvæði eru prentuð eftir hann í gömlu Akureyrarblöðunum, en varla nokkuð í seinni tíð; og hefur hann orkt töluvert alt fram á þennan dag og stöðugt sótt f sig veðrið heldur en hitt, að kunnugra manna sögn. Jeg þori þó að fullyrða, að ekkert alþýðuskáld íslenskt- sem nú er uppi, mælir Jón Hinriksson Bragamálum,f þeg- ar Páll Ólafsson og Steían G. Stefánsson Vcstur-Islend- fngur eru undanskildir. — Hugmyndir Jóns eru Ijettvígar og sviphreinar, málið furðulcga gott og hagmælskan mjög að íþróttum búin. Jeg set hjer — með bessaleyfi — síðasta erindi úr hestavfsum, hrínghendum, sem Jón kvað síðastl. vetur, þá 66 ára að aldri og má af henni marka nokkuð það, sem jeg hefi greint hjcr að framan, og eru þó margar slíkar eða betri f kvæðadýngju Jóns, sem er afar stór: »Bera vellir blóm og hrís. Bognar elli-hlaðinn. Einn þá fellur annar rís. Eingan hrellir skaðinn. Guðmundur Friðjonsson

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.