Bjarki


Bjarki - 20.03.1897, Page 1

Bjarki - 20.03.1897, Page 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar io aur. línan; mikill afsláttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifleg fyrir i. Okt. H- ár. 11 Seyðisfirði, Laugardaginn 20. IVIars 1897. Svar til Kirkjubiaðsins. Frá B. J. I’ó ritgjörðin í 2. nr. Kirkjublaðsins þ. á.* um bók Balfour’s. »Foundations of belief«, hafi vísindalegan blœ, °g sjc rituð af lærdómi miklum, þá er þó vmislegt í hcnni, sem er mjög villandi fyrir þá, er ekki þekkja þá menn, sem þar eru nefndir, og sumt í henni mun varla gcta talist rjett. l’að er raunalegt, að þá sjaldan lærdómsmenn vorir reyna að fræða íslenska alþýðu citthvað um lífsskoðanir og kcnníngar crlcndra vísindamanna, þá skuli það oftast verða til þess, að alþýða fær alveg rángar hugmyndir um þessa menn, og þýðíngu þeirra fyrir mannlífið og þroskun þess. Ilöfundurinn skiftir allra alda vísindamönnum í tvo fiokka: þá sem fara «efri leiðina« og þá, sem fara »neðri leiðina*, og gefur í skyn, að hinir gömlu hafi farið »efri Ieiðina«, en hinir ýngri neðri leiðina. Þetta minnir mann a gamlan mann, sem ekki fylgir leingur með tímanum, sem finnst að heimurinn fari vesnandi, að alt nýtt stefni ^norður og niður«. Stefna þeirra, sem höf. segir að fari neðri leiðina, segir hann, að ýmist sje kölluð »rcalismus«, »materialismus«, »naturalismus* eða »positivismus« verður eigi annað sjeð, en að höf. leggi eina og sömu þýðíngu í öll þessi orð, að rnins a kosti mun alþýða, sem ekki þel:kir þessar anda- stefnur, skilja hann svo, en það er als ekki nákvæmt eða vísindalegt. Um þennan flokk vísindamanna segir svo höf. að þeir hafi aungan siðalærdðm; að þeir þekki hvorki samvisku nje sálarinnar ódauðleik; að þeir þekki ekki stríðið milli holdsins og andans, og fleira þessu líkt. A öðrum stað í ritgjörðinni segir, að þeir Darwin, Huxley, Spencer, Mill og Comte hafi verið natúralistar og tilheyrt þessum flokki visindamanna; að þeir hafi farið neðri leiðina, gagnstætt þcim Kant og Hegel, sem hafi farið efri leiðina. Þetta er nú hjerumbil alt sem ritgjörðin fræðir menn um lífsskoðanir og kenníngar þessara manna. Og hvaða hugmynd mun það gefa fáfróðri alþýðu um þessa menn? Hún mun ímynda sjer að þeir hafi verið líkari óarga dýr- um en góðum og göfugum mönnum. Hún þekkir ekki kennlngar þeirra, breytni eða sálarlíf, og breytni þeirra °g kenníngar mun hún ímynda sjer í eðlilegu sambandi v'ð þessa fögru(lr) jýsíngu á skoðunum þeirra. Og hvaða gagn er annars ætlast til að slík ritgjörð sem þessi er vinni? Fyrir hverja er hún rituð? Að því leyti, sem alþýða gefur henni nokkurn gaum, vcrður hún aðeins til að villa henni sjónir, og ala hleypidóma, sem áður eru ærið nógir. Alþýða manna verður litlu nær um heirnspekis kerfi Aug. Comtes, þó henni sje sagt, að hann hafi gert mannkynið að guði**. Ekki heldur verður hún . *) Grein þessi var rituð í Apr. í fyrra, og ætluð Kirkjublað- lnu seni ekki gat tekið hana; hún birtist því hjer þó seint sje. **) Rjettara hefði verið að segja, að hann hefði gert skipulagið guði, því það er þúngamiðjan í siðalærdómi hans, og öllu "uuspekig kerfi. miklu nær um áhrif framþróunarkenníngarinnar á lífsskoð- un manna yfir höfuð. Reyni hún að mynda sjer nokkra skoðun eftir þessari ritgjörð, um það efni, sem hún fjallar um, og þá mcnn, sem þar eru nefndir, þá er víst að sú skoðun verður alveg raung. Meira gagn hefði höfundurinn unnið með þvi, að fræða alþýðu mcð sannindum um ævi þessara manna, um breytni þeirra og þann hluta af starfsemi þeirra sem hún fær skilið. Með því hefði hann sýnt alþýðu eftirbreytnisverð- ar fyrirmyndir góðra og göfugra manna, sem með óþreyt- andi elju leituðu sannleikans, og opnuðu mönnunum áður óþekt víðsýni í náttúrunnar og hugsjónanna ríki. (Meira). ÚTLEND TÍÐINDI. Ófriðurinn milli Tyrkja og Grikkja og rifrildið um Krít- ey er svo eftirtektavert og getur haft svo miklar aflcið- íngar fyrir stjórnarástand alt í Evrópu, að það sem þar fer fram nú er þess vel vert að því sj.e fylgt með at- hygli. Norðurálfan er á þessum dögum nær alsherjar styrj- öld en hún hefur verið um lángan tíma, og þó næsta ó- líklegt sje að til þess komi, þá sýnir þó umtalið og að- farir allar hve gagnrotiíl og svívirðileg öll pólitík stór- veldanna er. I fyrstu, og í rauninni enn þá, er Rússum brugðið um, að þeir hafi róið undir Grikki og gefið þeim vonir um styrk. Og nú húðskamma Þjóðverjar Breta og segja að þeir vilji ekki kúga Grikki og leyfa Tyrkjum að halda Krítey af því Bretar ætli sjer hana sjálfir. Síðast þegar frjettist höfðu stórveldin falið Itölum að friða Krít- ey og styrlct þá til þess, og það segja Þjóðverjar sjc ráð Breta, því þeir vilji að Italir fái eyna undir vernd sína fyrst um sinn, til þess að skifta síðar við Breta á henni fyrir Möltu; þetta sje Bretum stór hagur, og geri þá enn þá fastari á Egyftalandi, því eyan er þar beint á móti, og efli stórum ráð þeirra yfir Súesskurðinum. Lík- lega eru þetfa rángar getsakir, en þær sýna vel tor- tryggnina, úlfúðina og ósamlyndið. Sannleikurinn er víst sá, að alla ógar við stríði. Rúss- ar eru ekki tilbúnir, þeir þurfa fyrst að ná sjer auði að austan úr Kína og Síberíu. Annars vilja þeír gjarnan ná í reitur Tyrkjans, en alveg óvíst hvað þeir feingju ef nú yrði skift. Þjóðverjar vilja heldur ekki Evrópu-ófrið. Þeir geta ekkert á honum grætt, en látið bæði Rínlöndin til Frakka og Hertogadæmin til Danm.erkur ef illa fer, því nú munu fáir efa leingur að launsamníngar einhverir sje milli Dana og Rússa. Því brosa menn að stóryrðum Vilhjálms þýska um, að kúga Grikki, Að fráskilinni stríðshættunni, er honum kúgun Grikkja einginn hagur, en þessi takmarka- lausi tignar og hjegómadýrðar hroki hatar allar frjálsar hreyfíngar hvar sem þær cru, og heimtar að þjóðirnar

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.