Bjarki - 20.03.1897, Page 3
43
lyndnr. Tvö vitnin, sem skrifuðu undir hið fræga testamenti
hans, scgja að Nóbel við samníng testamentis síns hafi sagt með-
al annars: »í rauninni er jeg sócíaldemókrat, auðvitað með allri
gæ'tni. Sjerstaklega hefur reynslan kent rnjer, að stórir arfar
eru erfíngjum aldrei til hamíngju, og þeim oftast illa varið; þeir
draga úr hvötinni til vinnu og hindra fullkomnun einstaklíngsins.
Mjer er jafnvel ekki urn að börnin erfi meira eftir foreldri sitt
en þau þurfa til að afia sjer þeirrar kunnáttu, sem geri þau að
nýtum^b orgurum «.
Seyðisfirði 20. Mars.
Góða veðrið náði ekki lcingra en fram að helginni sem
leið, og hcfur nú verið kafaldsbylur af landnorðri alla þessa
viku og kominn hjcr töluverður snjór.
Póstur kom í g«r, og sagði tíðindalítið.
Benedikt svslumaður Sveinsson kvað nú sækja um
lausn frá embætti og hafa selt Hjeðinshofða.
Vesta fór hjeðan 11. þ. m. norður um land, Með
henni tók sjer far hjeðan Runólfur Bjarnason búfræðíng-
ur frá Hafrafelli og ætlaði til Rcykjavíkur.
Vaagen, skipstj. Endrcsen, kom híngað 13. þ. m. frá
Höfn. Með skipinu kom híngað Stefán Stefánsson veit-
íngamaður og Baldt, byggíngamcistari danskur, til að reisa
hið nýa verslunarhús Örum og Wulffs á l’órshijfn. Vaagen
hafði meðferðis við í það, og fór hjeðan til Þórshafnar
með hvorttveggja.
Hjálmar, skipstj. Schmidt, kom híngað frá Höfn 14.
þ. m, með vörur til Gránufjelagsins, Sig. Jóhansens, Ims-
lands og Thostrúps. Skipið cr cign Pórarins Tuliniusar
stórkaupmans í Kaupmannahöfn og skrásett hjer á Eski-
firði. Skipið er nýkeyft og aðeins 7 ára gamalt, 330
lestir og lagað bæði til fólks og vöruflutnínga. Skipið
ætlaði hjeðan á Þriðjudaginn var, en hefur legiö hjer á
höfninni þángað til f gærmorgunn, hefur víst ekki litist á
veðrið. Hjálmar hjelt suður á firði og ætlar þaðan til
Hafnar.
Þángað tók sjer far hjcðan kaupmaður Stefán Th.
Jónsson.
Spítalinn. Herra Ernst lyfsala hefur orðið vel á-
geingt hjá þeim sem hann leitaði til í Höfn og hcfur hann
Safnað í pcnfngum um 3000 krónum og feingið loforð um
hús, hæfilegt fyrir spítala, sem sent verður híngað í s.umar.
Af gjöfunum eru 5.00 kr. frá verslun Örum og Wulffs,
loo kr. frá Zöllner og 50 frá Jóni Vídalín (500 frá þeim
Zöllner eins og segir í Austra, er ekki rjett). Auk þess
hefur Þórarinn stórkaupm. Tulinius sent híngað 100 kr.
að gjöf til spítalans.
Helgi Jónsson cand. mag. fór ekki, eins og mis-
prentast hcfur í síðasta blaði, með Vestu til Leith, heldur
kom hann með Lauru I 10 mánaða vísindalega rannsókn-
arför til íslands Og Færeyja og hefur feingið styrk til
þeirrar farar af Carlsbergssjóði í Kaupmannahöfn.
ÁSKORUN,
í greininni »Annað sorgarslisið til«, í 9 tbl. Bjarka, er
skýrt frá því, hvað hin sorgmædda ekkja hefur mátt reyna,
°g hinu sárbága ástandi hennar, þar sem hún stendur nú
fippi eignalaus mcð 6 óuppkomin börn, öll mannvænleg,
°g sjer ekki annað fyrir en þeim verði tvístrað og kann-
s^c í misjafnar hendur. Því er hjer með skorað á alla
gUvVi dreingi hjer nærlendis, sem unna mannúð og sjálf-
Stæði aö láta eitthvað af hendi rakna ekkjunni til hjálpar
veitir undirskrifaður fegins hendi öllu slíku móttöku,
og mun síðar auglýsa það í Bjarka.
V i g f ú s 0 1 a fss o n í Fjarðarseli:
Ritstjori Bjarka vildi mega láta bestu mcðmæli sín fylgja
áskorun þessari.
Fundur verður haldinn í Síldarveiðafjelagi Seyðisfjarð-
ar, Þriðjudaginn 23. þ. m. á skrifstofu Johansens kaup-
mans og allir hluthafar hjer nærlendis beðnir að koma.
Jeg hefi þegar keyft inn margskonar vörur, sumar af
alveg nýrri gerð og hið lángfallegasta í sinni röð, sem
jeg nokkru sinni hef sjeð og þó svo ódýrt, að jeg hika
ekki við að taka það með heim til Islands.
Jeg hugsa mjer að koma heim með gufuskipinu »Egil«
sem á að fara hjeðan 20. Mars.
Kaupmannahöfn 12. Febr. 1897.
Magnús Einarsson.
A skraddaraverkstofu Eyjólfs Jónssonar,
fæst saumaður alskonar karlmansfatnaður, fyrir mjög lágt
verð.
Snið og frágangur eftir nyustu tísku.
Fljót afgreiðsla.
Menn ættu að koma sem allra fyrst, áður mestu sum-
arannir byrja.
þYRNAR. kvæði eftir þorstein Erhngsson,
fást nú í bókverslan L. S. Tómassonan
Sem umboðsmaður Sandnæss ullarverksmiðju, tilkynni
jeg hjer með hinum heiðruðu skiftavinum mínum, að jeg
læt ekki af hendi hinar unnu vörur nema móti borgun
út í hönd.
Seyðisfirði, 18. Mars 1897.
L. J. Imsland.
Jeg undirskrifaður, Jón Ol. Finnbogason, gef hjer mcð
herra kaupmanni Stefáni Th. Jónssyni á Seyðisfirði fult
umboð mitt til þess að kalla inn, veita móttöku og kvitta
fyrir skuldir, sem dánarbú föður míns, Finnboga sál. Sig-
mundssonar, á útistandandi.
Og er alt sem velnefndur herra kaupmaður Stefán Th.
Jónsson gerir umboði sínu til framkvæmdar, jafn gilt og
jeg sjálfur gert hefði.
Búðareyri við Reyðarfjörð, 10. Desember 1896.
Jón Ol. Finnbogason.
S-m-j-ö-r.
Extra príma margaríne (egta smjör saman við) pd. 0,65 aur.
— — — • — 0,60
— — — rjómablandað gott smjör — 0,55 —
Margaríne A. A. A. •— 0,50 —
Heilir dúnkar 25 pund að þýngd, seljast með 5°/0 af-
slætti, og ílátin ókeypis. — Verður ekki lánað út nema
uppá stuttan timar
St. Th. Jónsson.
Seyðisfirði.
Veggjapappír. Margar þúsundir af nýum og fögrum
sýnishornum komu nú með Vestu til apótekarans á Seyð-
isfirði. Allar jiantaðar vörur verða eins og að undanförnu
scldar með verksmiðju verði.
Goða ku geldmjólka kaupir Sig. Jóhansen kaup-
maður á Seyðisfirði.
Eigandi: Prentfjelag Austfirðínga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorsteinn Erlíngsson.
Prentsmiðja Bjarka.
\