Bjarki


Bjarki - 13.04.1897, Síða 1

Bjarki - 13.04.1897, Síða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 10 aur. línan; mikill afsláttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifleg fyrir i. Okt, II. ár. 15 Seyðisfirði, Þriðjudaginn 13. April 1897. Erfðaskráin. [’ví menníng nje fegurð ei með okkur deyr, Og mann skyldi ei við þvt' hrylla, Að þurfa ekki’ í gröfinni að muna það meir Að mönnunum líður oft illa. Er erfíngjahópinn minn horfi’ jeg á, — I’að hcld jcg að einginn mjer lái —■ Með áhyggju reikna’ eg upp eignina þá, Scm eftir mig dáinn hann fái. Að fjársjóðum ýmsum til arfs get hann lcitt, — En ekki’ cr það frægðin nje gróðinn; Jeg hvortveggja því hef um æfina eytt I útkjálkabúskap og — ljóðin. Og þeir eru: reynslan að líf er ei ljett, En leið til að sigra og þola; Og heiminum út úr hvern heilagan rjett Að heimta, en aldrei að vola. Að reka’ ei sem uppslitið dufi gegn um drif Hvern daginn með sofandi geði: Að álíta’ ei sorgina ómeginslyf Njc eitrun í lífshraustri gleði. Að rýna’ ei svo fast á alt saurugt og svart Að sjái ei ljós nema’ í móðu; En gleðjast við sólskin og sumarið bjart Og sálirnar háfleygu’ og góðu. Að krossfesta’ ei einn fyrir lesti síns lans Og leysa svo brotlega marga; Að hata til eilífðar meiníng eins mans, En manninum sjálfum að bjarga. Með hverjum helst vinna’ að viðgángi lans, — Ef viðreisn þess gagnlega segjum — Og þó það sje eiðsvarinn óvinur mans Og cinvíg á morgun við heyjum. Að hirða’ ei hvað veröldin verðleggur mann. IS’je vinna til himneskra gjafa, En láta sjer fullnægja fögnuðinn þann Sem fylgir {>ví: orkað að hafa. Að láta ekki glysloforð ginna af sjer mál, Nje gánga’ undir fordóma helsið; I’ví rýmri’ eru fjötrar með sannfrjálsri sál En sambúð við alþýðufrelsið. Af viijanum leysa hvern hugleysis hnút, Fyrir heimskunni meiníng ei beygja; Með þrek til að líða og lcika sjer út Og loks eiga þor til að deyja. Og nú er ei vitund að vanbúnað mjer það vetfáng sem æfin er hnituð, I’ví ráðstafað gjörvallri eigninni er Og erfðaskráin mín rituð. Stephan G. Stephánsson. Mannfjölgun. Úr Þíngeysku sveitablaði, II. (Niðurl.) Aldrei hafa stjórnendur landa verið fíngraleingri cn ein- mitt nú. Það þarf að seilast lángt aftur í aldir, til þess að finna fjegjarnari og rángeygari kristna siðmenníng en þá, sem nú prjónar plöggin og vetlíngana handa land- stjórnarpólitík stórveldanna: Neglur Rússakeisara eru vaxnar frá Eystrasalti og alt austur að Eyrrahafi, Breta- drottníng þeuur pilsfaldinn og »krinólínuna« yfir alla jörð. Frakkar reka Suðurálfubúa þúsundum saman á blóðvöll, Italir taka cinn milliarðinn að öðrum til láns — til þess að geta drepið bræður sína, og Armenía flýtur f blóðí ómáiga barna og svívirtra kvenna. Norðurálfan horfir >egjandi á, þ. e. a. s., hver um sig horfir á sláturstörf hins, ’úsundir presta flytja millíónir af messum. Kristniboðar stikkla yfir dreyradýin austur og suður með fulla vasa af blóðpeníngum og ránsfje þessara gripdeilda þjóða, og þaw með er samviskan fædd og klædd. En hvað kemur þetta umræðuefninu við ? Þctta kemur málefninu þannig við, að á þessari þjófa- öld, þarf eingin þjóð að sitja við ísudrátt yfir kjötkötlum sínum í þeirri von, að krásinni sje óhætt fyrir náúnganum. Það eru þó sæmilegar líkur til, að vjer Íslendíngar fá- um að sitja í friði að aurskriðunum og melunum okkar, En fyrir framan fjörusteina lands vors er útjbúr, sem Snúínbrók og þrælar hennar svífast eigi að ræna og rupla, hvenær sem þau sjá sjer færi. En á meðan það verður eígi, er þar svo mikil vist á borði, að allir Íslendíngar gætu vel satt þar húngur sitt og geingið þó frá leyfðu. Þó er eigi svo að skilja, að landið, eða þessir fáu grasgeirar sem bygðir eru, sjeu eins setnir og þeir gætu verið og ættu að vera. Meðan jarðir falla í auðn á sum- um stöðum en sumar eru eigi nema hálfsetnar, á meðan er það óvit, að segja að fólkið sje of margt í landinu. Það er líka kynleg fjarstæða, að hamast á móti skift- íngu jarða í tvíhýli eða fleiri býli meðan mykjuhaugar eru í grasgrónum þyrpfngum umhverfis bæina — eins og mælt er, að algeingt sje í sumum sveitum á Suður- og Vestur- landi ■— og meðan sauðataðinU er brent, en svörðurinn flatmagar sig óáreittur neðan við túnfótinn á öðrum hverj- um bæ — vegna atorkuleysis og mannfæðar, III, Hvernig verður svo ráðin bót á þessu fólksleysi? Fyrst er að reyna til að halda því fólki kyrru, sem til er í landinu, Með lögum verður þetta als ekki gert og

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.