Bjarki


Bjarki - 22.04.1897, Blaðsíða 4

Bjarki - 22.04.1897, Blaðsíða 4
64 Vaagen fór þ. 19. aftur suður til Reyðarfjarðar á leið til út- landa. Með skipinu fóru aftur heimleiðis þeir Fr. Wathne og Jón Finnbogason, sem hjcr höfðu dvalið nú um hátíðina. Elektra, vörusk. Sig. Johansen kom á Páskadagskvöldið. Eitt- hvað hafði reiði brcinglast og ekki trútt um að menn óttuðust að það hefði farið sömu för og »Terje Viken«, og var það gleði- cfni fyrir eigandann að sjá það hjer heilt á hófi áður hann fór af landi burt. Hjálmar, gufusk. Thor. Tuliniusar, skipstj. Schmidt, kom híngað í fyrra dag. Mcð honum komu verslunarstj. Ragnar Olafsson og kandidat Theódór Jenssen. Ragnar fór samstundir suður á Reyðarfj. með Vaagen. Spitalavandræðin hjcr komu enn þá éinu sinni áþreifanlega í ljós þegar verið var að koma fyrir frakkneska manninum slas- aða. Hjer er hver krókur svo fullur í húsum að nálega einginn getur tekið við sjúkum manni, þó besti vilji væri til. í þetta sinn tókst loks að koma manninum fyrir í Steinholti á Búðareyri. Skemtun, ágæta og fágæta höfðum við Seyðfirðíngar hjer á Páskadaginn. Saungflokkur sá, konur og kallar, sem hjer hef- ur æft samsaung í vetur undir forustu og leiðsögn Geirs Sæ- mundssonar, gerði okkur hjcr þá hátíðagleði sem margir munu leingi minnast. Hjer er dálítill grashólmi á leirunni í mynni Fjarðarár skamt frá húsaþyrpíngunni á Öldunni. Á þessum hólma saung flokkurinn »bæði vel og leingio: mörg lög, vel valin og flest ágætlega æfð. Stillilogn var og blíðasta veður, og margir á- heyrendur, sem nærri má geta, svo að maður einn aðkomandi sagði, að það myndi þykja ótrúlegt að slíkurfjöldi væri hjer sam- an kominn, enda hafði þá víst fylkt sjer á stígana og ströndina hvert mansbarn af Öldunni og nokkrir af Búðareyri, en því miður' vissu Vestdalseyríngar ekki af samsaungnum, og var það skaði. Þó »hátt væri til loftsins og vítt til veggjanna* hljómaði saung- urinn prýðilega vel, ekki síst kvennraddirnar, en þó sjerstak- lega rödd Geirs; var eins og henni brigði þægilega við að vera sloppin út úr Bindindishúsinu, og var það fleiri en einn sem sagði að það væri skaði að Geir Stémundsson færi að Hjalta- stað; mælti einginn á móti því, og verða sóknarmenn Hjaltastaða að virða það á hægra veg. Saungurinn var þakkaður mcð lófaklappi og bravó-hrópum og var auðheyrt að það var gert af öllu hjarta. Skemtunin var á- gæt, og kærar þakkir fyrir iiana. ar eð verslunarskip mitt hefur nú strandað, þá tilkynn- ist hjcr með öllum skiftavinum mínum, að jc-g fer nú til útlanda með »Vaagen« sem hjer er nú, til að fá vörur aftur, og munu nægar birgðir verða komnar híngað til verslunar minnar íyrir lok næsta Maímánaðar. Seyðisfirði. 17. Apríl. 1897. Með virðíngu. Sig. Johansen. Ókeypis. Eins og að undanfórnu verður einnig þetta ár (1897) útbvtt frá apótekaranum á Seyðisfirði 1000 pökkum af garð- og blómfræi. l’cir sem óska að fá eitthvað af fræ- inu eru beðnir að panta það munnlega eða skriflega fyr- ir 15. Mai næstkomandi. Nykomið i bokverslan L. S. Tómassonar. Bókasafn alþýðu I. b., I. og 2. hefti: !. þyrnar, kvæði korst. Erl. ób. 1,50, b. 2,50 og 3,00 2. Sögur frá Síberíu ób. 0,50, bund. 1,00 og 1,50 Eimreiðin 3. árgángur, 1. hefti . • ■ ...1,00 Islandskort nýtt, mcð sýslulitum, ...... . 1,00 Björn Og Guðrún, saga e. Bjarna Jónsson . . . 0,50 Islendingasogur 16. bindi, Reykdæla .....0,45 17. —■ Þorskfirðínga saga . 0,30 Veggjapappir. Margar þúsundir af nýum og fógrum sýnishornum komu nú með Vestu til apótekarans á Seyð- isfirði. Allar pantaðar vörur verða eins og að undanförnu seldar með verksmiðju verði. 1 Jens Hansen, Vestergade 15. Kjöbenhavn K. Stærstu og ódyrustu bírgðir i Kaupmannahöfn af járnsteypum, sem eru hentugar á íslandi. Sjerstaklega má mæla með hitunarofnum með »magazin«-gerð með cldunarhólfi og hristirist, eða án þess, á 14 kr. og þar yfir, sem fást í hundrað stærðum ýmislegum. Eldstór með steikarofni og vatnspotti, með 3 — 5 eldunarholum, á 18 kr. og þar yfir, fást fríttstandandi til þess að múra þær, og fríttstandandi án þess þær sjeu múraðar. Skipaeldstór handa fiskiskipum, hitunarofnar í skip og »kabyssur«, múrlausar með eld- unarholi og magazin-gerð. Steinolíuofnar úr járni, kopar og messíng, af nýustu og bestu gerð. Ofnpípur úr smíðajárni og steypijárni af ýmsum stærðum. Glugga- grindur úr járni í þakglugga og til húsa af öllum stærðum. Galvaniseraðar skjólur, balar. Emailleraðar (gleraðar) og ógleraðar steikarpönnur og pottar. Gleraðar járnkaffikönnur, tepott- ar, diskar, bollar o. fl. Verðlistar með myndum eru til yfir alt þctta, sem þeir geta feingið ókeypis, er láta mig vita nafn sitt og heimili. Á skraddaraverkstofu Eyjólfs Jónssonar, fæst saumaður alskonar karlmansfatnaður, fyrir mjög lágt verð. Snið og frágangur eftir nyustu tisku. Fljót afgreiðsla. Menn ættu að koma sem allra fyrst, áður mcstu sum- arannir byrja. Nýkomnar vörur í v e r s 1 a n Magnúsar Einarssonar: Appelsínur, Lemonaði, Sherry, Portvín, Malaga, Cham- pagnia, Romm, Líkör, Confcct, (brjóstsykur) margar ágætar tegundir. Vindlar, cigarettur, reyktóbak, súkkulaði, kaffi. Veggjapappír, sóffa- og stóla- betrekk og tilheyrandi snúr- ur og hnappar. Sjöl, stór og smá. Borðdúkar, hvítir rauðir, grænir, bláir. Nærfót, prjónuð handa konum körlum og börnum. Barnakjólar. Hattar úr flóka og strái, margskonar bródersilki í meira en 200 litum og margt til hannirða. Vasahnífar og skæri afbragðs vcl vandað, bustar ágætir, handsápur af fínustu tegund, ylm- vatn, buddur, múffur, album frá 1,25 — 20 kr. Vaxdúkar, Flöiel úr silki og bómull' Silkidúkar, slipsi, slaufur, r.f bestu tegund og nýasta sniði. Myndarammar, göngustalir. Hánskar úr ull og silki. Barnagull, loptvogir, klukkur, úr, úrfestar og gullstáss, mjög margbreytt. Silfur og nikkel- plett-borðbúnaður. Snjógleraugu og maírgt fleira.. Enskar vefnaðarvöur og ýmislegt fleira kom með »Thyru« Nykomnar fallegar vörur með »Hjalmari«. Eigandi: Prentfjelag Austfirðínga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: horsteinn Erlingsson. Preutsmiðja Bjarka.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.