Bjarki


Bjarki - 29.05.1897, Blaðsíða 4

Bjarki - 29.05.1897, Blaðsíða 4
84 Heimdallur, trollaragrýlan, kom híngað 16. þ. m. og fór eftir sólarhríng. Skemti saungfiokkur skipsius okkur hjer í landi góða stund fyrra Sunnudag, og ljek á horn sín mörg lög, er- lend og íslensk. Á leiðinni hjeðan handsamaði Heimdallur einn trollara og fór með hann á Eskifjörð og var sá sektaður yfir iooo kr. Inga, gufuskip, sem Gránufjelagið hefur leigt til flutnínga í sumar, kom híngað í vikunni sem leið með vörur til verslunar- innar á Vestdalseyri. Thýra kom 26. þ. m.. og fór s. d. Uller kom iíka í vikunni með vörur til Wathnes. Irene, gufuskip sem Jóhansen kpm. hefur leigt, kom híngað á Uppstigníngardag. Komjóhansen sjálfur með skipinu, kona hans, barn þeirra og móðir hans. Með þeim kom stórkaupmaður Th. Bryne, fjelagi Jóhansens. Hann hafði með sjer son sinn. 4 nótamenn til Síldarfjelags Seyðfirðínga, komu með Irene. Hlaðfiski hjer nú í firðinum á hverjum degi. Nýkomið i bókaverslan L. S. Tómassonar. Bókasafn alþýðu 1. b., 1. og 2, hefti: 1. Þyrnar, kvæði Þorst. Erl. ób. 1,50, b. 2,50 og 3,00 2. SÖgur frá Síberíu ób. 0,50, bund. 1,00 og 1,50 Eimreíðin 3. árgángur, I. hefti..........1,00 Isiandskort nýtt, með sýslulitum, .......1,00 Björn Og Guðrún, saga e. Bjarna Jónsson . . 0,50 Islendíngasögur 16. bindi, Reykdæla .....0,45 17. — Þorskfirðínga saga . 0,30 Búkolla og Skák fyrirl. e. Guðm. Friðjónsson 0,25 Samkvæmt kröfu Egils bónda Árnasonar á Bakka, og að undangeingnu fjárnámi, verða 2 hundruð úr Hólalands- hjáleigu í Borgarfirði, seld á 3 opinberum uppboðum til lúkníngar 100 kr. veðskuld og ógreiddum vöxtum. Hin 2 fyrstu uppboð verða haldin Laugardagana 29. þ. m. og 5. n. m. á skrifstofu sýslunnar á Seyðisfirði, kl. 10. f. h., en hið 3. og síðasta á jörðinni sjálfri, Miðvikudaginn 23. Júní þ. á. kl. 12 á hádegi. Uppboðsskilmálar verða til sýnis daginn fyrir hið fyrsta uppboð. Skrifstofu Norður-Múiasýslu, 20. Maí 1897. Eggert Briem settur. Tvo hvolpa (hund og tík) frá 6 mánaða til ársgamla, alíslenska (með standandi eyrum og hríngaðri rófu) kaupir J. M. HANSEN. á Seyðisfirði. Sardíner, anshovis, lax, syltctöj margar tegundir á55au. krukkuna, brjóstsykur, gcrpulvcr, tekex kirsuberjasaft edik á fiöskum, rússneskar ertur, sinnep, frugtfarvi, fiski- sauce, chocolade, confect, vindlar og margt fleira fæst hjá ANDR. R’ASMUSSEN á Seyðisfirði. Ljósmyndirl Um leið og jeg tilkynni almenníngi, að jeg er nú aftur byrjaður að taka myndir, skal þess getið, að jcg hef nú keyft algjörltga nýar ljósmyndavjclar, lángt um betri og fullkomnari cn jcg hef haft áður, svo jeg gct framvegis gefið mönnum fulla vissu fyrir því, að jeg læt einúngis úti góðar og í alla staði vandaðar myndir, og afgreiði þær svo fljótt sem unt er. Myndastofa mín er opin hvern virkan dag frá kl. 10 — 5 og á Sunnudögum til kl.4 e. m. Helmíngur af verði myndanna borgist fyrirfram. Seyðisfirði 1. Maí 1897. Eyjólfur Jónsson. 1 i Menn segja: Aungvir græða fje jafn mikið og skósmiðir; notið því tækifærið og sendið dreíngina ykkar til að læra SkÓSmiði hjá undirskrifuðum, sem kennir þeim vel og kostnaðarlaust. Anton Sigurðsson. Hjá Andr. Rasmussen á Seyðisfirði; fæst, eins og að undanförnu, alskonar skófatnaður með mjög góðu verði. Nýtt snið í hverjum mánuði handa þeim, sem óska eftir hcima unnum skófatnaði. Smjer. Hið eina ekta margarine-smjer FFF á 60 au. pundið og ágætt do. do B á 45 — do. fæst hjá J. M. Hansen. Scyðisfirði Aalgaards ullarverksmiðjur. Umboðsmaður á íslandi: EyjÓIfur JÓnSSOn á Scyðisfirði. Aliir, sem á þessu sumri ætla sjcr að senda ull til að vinna úr erlendis, ættu að senda mjer hana híngað sem allra fyrst, eftir að hún er tilbúin, svo jeg gcti sent hana til Norcgs til verksmiðjunnar, svo fljótt sem unt er. Aalgaards ullarverksmiðjur hafa nú rækilega sýnt að þær hjer á landi, eins og alstaðar annarsstaðar, afgreiða vörur viðskifta manna sinna bæði íijótt og vel og með sjerstakri vandvirkni, og hafa með því unnið sjer meiri hylli almenníngs, en nokkrar aðrar samskonar verksmiðjur. Nákvæmir verðlistar, með öllum nauðsýnlegum upplýsíngum, sendast ókeypis þcim er óska. Sýnis- horn af margskonar vefnaðarvörum eru til sýnis hjer á staðnum. Umboðsmaður minn á Eskifirði er hr. úrsmiður Jón Hermansson, er veitir ull móttöku og gefur nauðsynlegar upplýsíngar. Hjá Anton Sigurðssyni fæst: Ágætur stígvjelaáburður, skó- og stígvjela- reimar mjög sterkar, sömuleiðis skósverta, skóhorn og hnepparar handa kvennfólki, ljómandi fínir, með fíla- beinskafti. ___ Brunaábyrgðarfjelagið »Nye danske Brandforsikring Selskab« Stormgade 2 Kjöbenhavn. Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000). Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum verslunarvörum, innanhúsmunum o. fi. fyrir fastákveðna litla borgun (premie) án þess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðarskjöl (police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmanns fjelagsins á Seyðisfirði: _________ St. Th. Jónssonar. Eigandi: Prentfjelag Austfirðínga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorsteinn Erlingsson. Prentsmiðja Bjarka.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.