Bjarki


Bjarki - 17.07.1897, Side 2

Bjarki - 17.07.1897, Side 2
átti 5. þ. m. Átti að ræða þar málið og gera ákveðnar tillögur er lagðar yrðu fyrir amtsráðið. Ákveðið að veita 100 kr. verðlaun fyrir fjárkláða ritgjörð M. Einarssonar dýralæknis og útbýta gefins í amtinu. Forseti Iagði fram skýrslur viðvíkjandi fjárkláða í Norður-í>íng- eyar og Norður-Múlasýslum og ýms brjef viðvíkj. fjárkláðanum og fyrirskipunum amtsráðsins um baðanir; báru þau með sjer að þcim hafði verið óhlýðnast meira og minna, en að nauðsyn á aðút- rýma fjárkláðanum var hvervetna viðurkend. Fjárkláðinn er víðs- vegar um Fíngeyarsýslu og kláðavart nokkuð í Norður-Múla- sýslu. Amtráðið gjörði allmiklar ráðstafanir til útrýmíngar fjár- kláðanum og vörn gegn honum t. d. að beita stránglega tilskipun 5. Jan. 1866, þannig að kláðinn verði læknaður og grunaðar kind- ur tvíbaðaðar kláðabaði, áð sótthreinsa hús nú í sumar þar sem kláðavart hefur orðið, að framkvæma almenna fjárskoðun í rjett- um í haust milli Jökulsár á Brú og Jökulsár í Axarfirði og setja mann til fjárgæslu við Jökulsá á Brú hjá Fossvöllum, og aungri grunaðri kind verði sleft yfir brúna, kostnaður greiddur af jafn- aðarsjóði. Að veittur vcrði styrkur af jafnaðarsjóði til að útrýma kláða í Norðurþíngeyar- og Norðurmúlasýslum 100 kr. fyrir bvern hrepp sem kláðavart verður í. Að hreppstjórum verði settir að- stoðarmenn í fjárkláðamálinu á kostnað jafnaðarsjóðs. Að allar kindur með kláðavotti bæði í byggð og sjerstaklega á afrjettum verði þegar fje er safnað saman á haustin, þegar í stað aðskild- ar frá öðru fje og skornar eða teknar til lækníngar. Amtsráðið veitti 250 kr. styrk einhvcrjnm manni, er forseta sýndist vel til þess fallinn, að læra kláðalækníngar og hafa þær síðan sjerstaklega á hendi. Sýslusjóðsrcikníngar framlagðir af endurskoðendum og samþyktir án athugasemda í öllum sýslum amtsins nema með smávægilegum athugasemdum í Suður- Múlasýslu. Sýsluvegasjóðsreikn. framlagðir af endurskoðendum og sam- þyktir með ýmsum athugasemdum, nema Austur-Skaftafels- sýslu reikníngurinn án athugasemda. Endurskoðaudi lagði fram reikníng búnaðarskólans á Eiðum, voru þeir ransakaðir og samþyktir að mestu án athugasemda. Framlagt brjef frá hreppsnefnd Presthólahrepps um að Sval- barðshreppi veitist ekki heimild til uppgjafa á sveitarstyrk Maríu nokkurrar P'innbogadóttur, en amtsráðið sá sjer ekki fært að taka þá beiðni til greina. Amtsráið felur forseta að brýna fyrir sýslumönnum að hafa eftirlit með því að bækur hreppsnefnda sjeu í góðu lagi og fyr- ir sýslunefndum að stjórnartíðindi hreppanna sjeu í góðum skilum. Áætlun um tekjur og gjöld jafnaðarsjóðs Austur-amtsins. TEKJUR. 1. Væntanlegar eftirstöðvar..........................1200 kj. 2. Jafnaðarsjóðsgjald................................2500 — Álls 3700 kr. GJÖLD. j. Kostnaðurvið amtsráðið................, 850 kr. 00 au. 2. Til heilbrygðismála........................100 — 00 — 3. -- mentamála...............................750 —• 00 — 4. Afbargun og vextir af láni til Skjálfanda- fljótsbrúarinnar............................ 81 — 48 — 5. Til útrýmíngar fjárkláðanum...............1200 — 00 — 6. — styrktar manni að læra kláða lækr.íngar 250 — 00 — 7. Óviss útgjöld...........................408 — 52 •— AIs 3700 kr 00 au. Fundi síð an sl i ti ð. Basarinn Og tombólan fóru fram þá þrjá daga sem auglýst hafði vericð, og er það styst af þeim að segja að þau urðu hinn ágætasti sigur og færa spítalanum meira fje en nokkur maður hafði búist við. Nokkrir þeirra, sem hæst hugsuðu, gátu til að ágóðinn myndi verða »alt að því þúsund krónurc, »en líklega ein sjö til átta hundruð« hafa margir sagt hjer f vetur; nú er tombólan búin og hefur einginn getið rjett, því hún hefur gefið á sext- ánda hundrað króna. Aðsóknin var ágæt öll kvöldin og má einkum nefna framgaungu Færeyfnga við hamíngjuhjólið scm mjög rösk- mannlega, enda mátti sjá margan fullklyfjaðan Færeyíng koma frá bindindishi'sinu þau kvöld og voru þar stundum töluvcrt margs konar gripir saman komnir í einu fángi. lrn þó á tombólunni væri margir verðmætir hlutir þá er ekki því að neita að flestir menn fóru þángað meira ,til að gagna fyrirtækinu en til að græða fje og mega þeir una vel við úrslitin. Saungflokkurinn gerði og sitt til að örva aðsóknina og skemti vel öll kvöldin, og sjerstaklega þóttu mönnum tilkomumikil tvfmenníngslögin sem þeir súngu síðasta kvöldið Kristján læknir og sjera Geir Sæ- mundsson. Var þetta vel til fundið af saungflokknum og hafi hann þakkir fyrir. Tilhögun reyndist öll hin besta og fór prýðisvel úr hendi, og hafi nú allir heiður fyrir, þeir sem stofnuðu, þeir sem gáfu og þeir sem keyftu, og mun nú vera komið á seinasta hundraðið í 10 þúsund- u n u m, og þó eru aðeins rúmir 9 mánuðir síðan byrjað var á að safna. „Gamli Hjeraðsbúinn11 hefur skýrt frá því í 15. nr. Austra að hann sje orðinn leiður á að kasta sama óþverranum aftur og aftur og sje jafnvel að hugsa um að hætta. lJetta er vel sagt og þetta hefði hann átt að gera fyr, því þá hefði hann bæðí sloppið hjá því, að vera grunaður um sleikjuskap, og eins hinu, að vilja hafa sig til að verja mál mcð persónuleg- um illyrðum ef hann gat ekki mcð rölcum. Jeg kom með aungvar »slettur« til stórkaupm. O. Wathne, og jeg ber jafna virðíngu fyrir dugnaði hans og framkvæmd- um þó jeg þakki meir pöntunarfjel. heldur en stórversl- uninni lækkun á verði hinnar útlendu vöru hjer. Hjer þurfti því aungum slettum að svara hefði ekkí gamli hjeraðsbúi einmitt viljað nota þetta mál til að kasta persónulcgum óþverra á mig, og þegar hann hefur farið að þessu svo ódreingilega eins og hann hefur gert, að skrifa mjer fyrst gott prívatbrjef og spyrja mig hvort jeg væri »Hjeraðsbúi« og stínga upp á að við jofnuðum þetta með okkur, og koma svo með sorp sitt í Austra eftir að jeg hcf tekið vel brjefi hans og tjáð mig fúsan til að jafna þetta — ja, þá verður hann að fyrirgefa þó mig lángi ekki til að eiga tal við hann leingur. Atvinnu- bríxlum hans gæti jeg vel svarað, en eigi jeg að fara að bera atvinnu hans fyrr og nú saman við mína, þá vil jeg helst hafa nöfn og málefni annara manna laus við það, en láta nöfn okkar beggja koma í staðinn. Iljeraðsbúi. * * * Fað er víst mjög svo rjett hugsað af hinum heiðruðu hjeraðs- búum að hætta þessari stælu, því það mun verða fáum til gagns eða skemtunar að hafa hana leingri, cinkum þar sem þeir virð- ast sammála um aðalefnið, að stórverslunin hafi bætt hjer verð á útlendri vöru; að pöntunin hafi gert það meira cða stöðugra er málefni fyrir sig. Enn þá minna kemur það málinu við hvor hinna heiðruðu höfunda hefur gert sjer eða mannfjclaginu meiri sæmd með atvinnu sinni; einkanlega þegar báðir skrifa nafnlaust. En hvað rithátt beggja snertir, þá var það hvorki rjett nje dreingilegt af gamla Hjeraðsbúa í Austra að telja athugasemd mína við fyrri grein Hjeraðsbúa hjer í blaðinu sem talaða öðrum rithættinum til lofs og hinum til hnjóðs, því mjer finst hvorugur rithátturinn eftirbreytnis verður. Jcg vildi aðeins aunga ábyrgð bera á því að orð Hjeraðsbúa væri að ölln óvilhöll eða ályktanir hans rjettar af því mjer var málið ókunnugt. Fetta lá í mínum orðum og var þarflaust að snúa út úr því. Ritstj. f 14. Júlf andaðist Agústa Margrjet Vigfúsdóttir, kona Olgeirs faktors Friðgeirssonar í Fáskrúðsfirði. Agústa sál. varð aðeins 23 ára gömul og giftust þau hjón í fyrra sumar. Iiún var dóttir Vigfúsar borgara á Vopnafirðiv myndar kona og vel látin. f Nýlega varð bráðkvaddur Hallgrímur bóndi Jónssoa á Skeggjastöðum í Fellum. Hafði hann geiagið niður að> Fljótinu með vinnumanni sínum og hafði þá orð á að> sjer fyndist sem kökkur væri fyrir brjóstinu á. sjer.. Fór hann því hægt og reyndi. ekki á sig. En á. heimleiðinni hnígur hann snögglega niður hljóðalaust, og að því er

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.