Bjarki


Bjarki - 30.07.1897, Blaðsíða 2

Bjarki - 30.07.1897, Blaðsíða 2
122 hann væri Íslendíngur, og eingin tryggíng fyrir að hann kæmi fram þvi sem hann hefði samið um við þfngið með- an hann sætí í ríkísráðinu. Rjeði til að fella frv. þegar og kvaðst óhræddur taka á sinar herðar ábyrgðina af því að sínum hluta. Valtýr4 Guðmundsson: Kvað þm. Eyf. hafa sagt að það væri ástæða fyrir þjóðina að stælast nú. Spurði hvort ei ætti að taka tillit til hinna mörgu radda frá þíngmálaf. um að taka samkomulagi ef stjórnin byði það. Hvort þjóðviljinn værí nú orðinn einkisvirði. Spurði hvort formið eitt ætti nú að verða frv. til falls, ef efni þess væri heillavænlegt fyrir þjóðina. Hann kvað þm. Eyf. hafa álasað stjórninni fyrir að hún hefði geingið fram hjá landshöfðíngja í þessu máli. En sjer findist ckki minni ástæða til að álasa landsh. fyrir aðgerðarleysi. Hann hefðí átt að finna stjórnina að máli cn hefði í þess stað skrif- að henni stutt brjef. Kvaðst því samdóma að ráðg. ættí ekki að sítja i ríkisráðinu en það kæmi stjórnarskrárfrv. ekkert við. Kvað valdið ekki færast út úr landinu eftir frv. Munur að semja um málin við ráðgjafa sem maður gæti átt tal við og hefði ábyrgð, en við ábyrgðarlausan landshötðíngja. Minti á Fensmarksmálið, og annað svipað mál, sem nú værí sagt á prjónunum. Kvað ráðgj. geta feingið stjórnina til samþykkis við sig, mcð því að hóta að fara, en það gæti landsh. ekki. Þorl. Guðmundsson mælti móti frv. en af virð- íngu við málefnið vildi hann gefa atkv. með nefnd. Ben. Sveinsson. Hjelt lánga ræðu með sinni vana- legu mælsku. Kvað hann frv. vera í þá átt að lögfesta það sem við híngað til hefðum aðeins liðið, nl. að ráðgj. sæti í ríkisráðinu. Kvað ei nóg þó ráðgj. hjeti sjerstak- ur íslenskur ráðgjafi. Hann yrði að vera og ætti að vera sjerstakur alveg óháður milliliður milli alþíngis og kon- úngs. Þetta frv. efþað yrði samþ. yrði aðeins handskrift undir hina konugl. augl. 2. nóv. Oskandi að flutníngsm. tæki frv. aftur og kæmi með annað sem gæti orðíð grund- völlur fyrir friðsamlegri og rólegri samvinnu í deildinni. Þórður Guðmundsson talaði í sömu átt, lagði til að frv. væri felt, benti meðal, annars á hve hættuleg væri breytingin á 61. gr. stjórnarskr. Guðl. Guðmundsson: Kvað vonirnar í þessu máli að sumu leyti hafa brugðist víðvíkjandi svari stjórnarinnar gegn þíngsályktuninni frá síðasta þíngi. Ivvaðst að sumu Ieyti ekki óánægður með svar stjórnarinnar og afstöðu málsins nú, þótt hann gæti að ýmsu leyti ekki fclt sig við frv. Hjelt að bæta mætti frv. og gcra það við- unandi. Málinu hefði þó þokað ögn í áttina síðan í hitt- iðfyrra. Kvaðst mjög efast um að rjett væri að hafna frv. og þeirri samkomulagsléið er það benti á. Kvað frv. og hvernig það væri til orðið lýsa flaustri eða vanhugsun, en taldi óhyggilcgt að láta formið tómt verða frv. að fótakefli. Kvaðst vantrúaður á að stjórnin mundi segja æfilángt nei við öllum frekari kröfum. Minti á að hún hefði áður sagt að stjórnarskráin væri óbreytíleg. En hvað skeður? Nú cr hún sjálf geíngin inn á að brcyta. Vildi að reynt væri að bæta frv. svo ákvæðum þess yrði framfylgt, og reyna að búa svo um hnútana að ekki værí ástæða til tortryggni. Kvaðst tortrygginn við stjórnina fyrir ýmsar aðfarir hennar, og eftir þvi' sem hún hefði beitt stjórnarskránni híngað til. Hann kvaðst ei skílja að stjórnin skyldi binda samþykkí sitt á frv. við það, að breytíngin á 6x. gr. stjskr. yrði samþykt í þínginu. Spurði hvo.rt stjórnin mundi vilja með þvi fara 1' hrossakaup. Það hefði nú híngað til cklci þótt nein fyrirmyndarpólitík. Hann hrakti ýmsar mótbárur gegn' því að stjórnin gæti verið hjer á landi, taldi víst við gætum bráðum feingið cínhverju meiru framgeingt en frv. byði, þvi hann vildi ei ætla stjórninni þá þrákelkni að hún ljeti aldrei sannfærast. (Talaði lángt og snjalt). Guðjón Guðlaugsson: Kvaðst ei hafa talað í þcssu máli fyr á þíngi, vildi gcra grein fyrir skoðun sinní gagnvart kjósendum sínum og þjóðínni. Tók { þann streing að stjórnin færðist út úr landinu ef frv. yrði samþ. Spurði hvaða vcg þm. sæi til að fá ráðgj. út úr ríkisráð- inu, annan en að sctja það ákvæði í stjórnarskrána. Kvað þm. aunga heimild hafa til að segja að þetta frv. væri þjóðviljí. Þjóðin hefði aldrei átt kost á að sjá ]iað. Stjórnin hcfði blygðast við að koma fram með slíkt frv. en orðið það til happs að fá nógu lágt hugsandi þíngm. til að bera það fram. Rjeði til að fella frv. þegar. Jón Jónsson: Taldí árángurinn af tillögu þíngsins í híttiðfyrra æskilegan. Nú hefðum vjcr skýrar ástæður frá stjórninní. Taldi ábyrgðarhluta að fella frv. Rjeðí til samkomulags við stjórnina. Sagði það rángt vcra að á- mæla þm. fyrir málaleitun st'na við stjórnina og kalla það »makk«. Hann ætti þökk en ekkí óþökk skilið fyrir það. Það hefði verið kallað að hræra í stjórninni. En það væri ekki Jiað vesta þó þíngmaður rcyndi að hræra í stjórninni. Það væri eingin nýlunda þó fleiri reyndu það t. d. dönsku kaupmennirnir. «Stjórnin lægi flöt« fyrir hverjum sem vildi hræra í henni um íslensk mál, því hún þekti hjer ekkert tií. Sagði þm. sköðuðu málið með þvi' að setja það ekkí í nefnd, en það gætí ekkert skaðað að sctja það í nefnd. (Talaði lcingi og djarflcga). Tryggvi Gunnarsson: Kvaðst aldrei hafa verið svo lítilþægur í stjski'.málinu að vilja gánga að slíku sem hjer væri boðið. Rjeði til að kosin væri milliþínganefnd að leita samkomulags við stjórnina. Klemcns Jónsson: Andmælti aftur Valtý og svar- aði ýmsum mótbárum hans. Valtýr Guðmundsson, flutti síðan lángt crindi og andmælti B. Sv., Guðjóni, Klcmens o. fl. Amælti lands- höfðíngja á ný fyrir aðgerðarlcysi. Sjera Einar Jónsson, varð einn til að benda á að stefnurnar í stjórnarbótarmálinu væru orðnar 3 Iijer á Iandí. Eitt blaðið hjeldi fram fullum aðskilnaði Islands og Danmcrkur, og það blað mundi hafa fcingið talsverða útbreiðslu. Aðrir hjeldu fram gömlu stefnunní að setja fram allar vorar kröfur í einu, og gera ráð fyrir vjer feingj- um öllu framgeingt í einu, og svo væri 3. stcfnan ríkj- andi í þessu frv., sú að tcta sig áfram stig af stigi, taka það sem feingist í von um meira síðar. Þótti full ástæða fyrir þíngið að hugleiða þessi veðrabrigði, var hlyntur mílliþínganefnd, sem annaðhvort væri skipuð Islendíngum cinum eða Dönurn og Islendíngum. Landshöfðíngi svaraði Valtý, og kvaðst ekkert um- boð hafa til að mæla með frv. hans. Sagði þm. Vestm.- eyínga hefði sagt að frv. væri samhljóða till. landsh., cn það liti út fyrir hann hcfði ei viijað sjá eða skilja að að- altillaga sín væri að ráðgj. sæti ekki í ríkisráði. Sjcr findist jatn óeðlilegt að danskir ráðgjafar gæfi atkv. um íslensk mál, eíns og að íslcnskur ráðgj. gæfi atkv. uni dönsk mál. Valtýr Guðmundsson svaraði landshöfðíngja og kvaðst honum samdóma um að ráðgj. ætti ekki að sitja í ríkisráðinu, en sjer findist Iandsh. gcra of mikið úr áhrif- um ríkisráðsins á ráðgj. í framkvæmdinni. Vegurinn að fá þessu framgeingt væri að si'nu áliti sá að fá íslenskan mann inn í ríkisráðið til að fylgja málstað vorum. Nefnd samþ. mcð 13 atkv. gcgn 10. 8 menn óskuðu hlutfalls kosníngar. Þeír 10 sem greiddu afkv. móti nefnd voru: B. Sv., Guðjón, Ivlcmíns, Pjctur Júnsson, Sighvatur, Sig. Gunn- arsson, Tryggvi, Þórður Guðmundsson, Þ. Thóroddsen og Jón í Múla. í nefndina kosnir mcð hlutfallskosníng (í fyrsta sinn á alþíngi bcitt hlutfallskosníngum), B. Sv., Klemans', Sig. Gunnarsson, Pjctur Jónsson, Valtýr - og mcð almennri kosníng (sbr. þíngsköpin) Skúlí Thóroddscn, Guðl. Guð- mundsson. Málið cr nú í nefnd, og vcit éinginn ncitt, nema hcyrn- argóðir menn þykjast heyra vobrcsti á nefndarfundunum. Útlendar frjettir. Voðalegt járnbrautarglys varð nálægt Kaupmannahöfir Sunnudagínn xi. þ. m,, sama daginn scm báturinn fórst

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.