Bjarki


Bjarki - 30.10.1897, Side 2

Bjarki - 30.10.1897, Side 2
174 anlegu trú á næsta meðalið. Það var Bramalifs-elixír Mansfeld Bullers. Menn trúa enn þá öllu skruminu, öll- um lygavottorðunum, kaupa glösin í þúsundum, og venja sig á eitrið þángað til þeir geta ekki án þcss verið. 1883 þegar jeg kom til Hafnar sjest þetta kynjalyf þar varla orðið. Menn eru búnir að sjá og reyna húmbúgið þar, en þá eru Islendíngar sem óðast að sloka þetta f sig í þeirri trú að þetta bæti öll þeirra mein. Það sýnist ekkert að duga þó alþýða sjái að þetta meðal hverfi eins og öll hin og þjóðin sje jafn heilsulasin eftir sem áður. Hver maður með víti ætti nú að hafa sjeð fyrír Iaungu, að þó þessi meðul hefðu ekki læknað nema tíunda hvern sjúkdóm af þvf sem þau lofuðu, þá ættu eingin veikindi að vera leingur til á íslandi. En alt þetta dugar ekkert. Trúin er jafnsterk, og Valdi- mar Petersen kaupmaður frá Friðrikshöfn (sem nú lifir í Kaupmannaliöfn dýrðlega eins og konúngur) þarf ekki annað en senda agnið gamla til Islands á ný; þó sýnist eins og hann hafi þókst þurfa að gera það dálftið góm- sætara með einhverju og því hefur hann verið sjer í út- vegum um læknisvottorð. Auðvitað er einginn læknir á íslandi svo samviskulaus að hann vilji vcrða til að hjálpa þessum pilti til að sjúga fje út úr alþýðu með húmbúgi sínu, og það er aðeins skottulæknis-garmurinn á Nesjun- um, Lárus Pálsson, sem líklega hefur vantað þckkíngu eða skilnfng til að sjá hvaða athæfi hann lciddist út í. Jeg skal nú sýna í næstu greinum með órækum vott- orðum að hvert af þessum kynjaiyfjum kostar samsullar- ann í hæsta lagi 5 —10 aura hvert glas með glasi og öllu saman sem þeir selja svo á 1 kr. 50 au. Jeg skal líka sýna með órækum vottum að sum af þessum lækna vottorðum scm fylgja kynjalyfjunum, svo sem Kína-lífs- elixcír o. fl. eru tóm svik frá upphafi til enda. Hættan vofir yfir. Valdimar Petersen trúði manni fyrir þvf nú í vetur sem leið, að á Islandi væri einna besti markaðurinn fyrir Kfna-livs-elixír hans, og þessi sorgar- fáfræði okkar sýnist orðin nú svo kunn í Danmörku að þar er orðið beint kapphlaup um að hella í okkur og heingja á okkur kynjameðulin. Alt þetta sem hingað til hefur hrotið að okkur er þó ekki nema forboðarnir, því einmitt núna sýnist skyggja í sjálft syndaflóðið. Volta- kross og Lífsvekjari SybiIIu eru fyrstu brimsjóirnir og það er vissa fyrir því að von er á fleiru. Lífsvekj- arinn kostar að líkindum blessaðan prángarann, sem býr hann til, svo scm 10 aura með glasi, og svo er þetta selt hjer á 1,50 kr. Tilbúníngurinn á Voltakrossi kostar svo sem 2 til 3 aura, en hjer er hann seldur á 1 kr. og 50 aur. Hjer gctur nú hver greindur maður sjeð svikaprángið og þó treystir þessi blessaður Heskier því að Íslendíngar sjeu svo sauðheimskir að ginnast á þessu og svo örugga trú hefur hann á heimsku okkar að hann ætlar að borga fjölda af íslenskum blöðum 3 — 5 hundruð krónur hverju í auglýsfngar fyrír krossinn og Lífsvekj- arann og gefur auk þess kaupmönnum 50 aura fyrir að selja hvern kross. Svo verður aðalumboðsmaðurinn að hafa eitthvað, segjum 25°/0, og er þó vfst ckki ofhátt sett. Svo græðir sjálfur pótentátinn líklega svo sem 50 aura á hverjum krossi, og þetta eigið þið alt að borga, landar góðir. Svo geingur þetta svona í nokkur ár, þángað til þið eruð búnir að rcyna að alt var heimska og svik og eruð búnir að gera manninn stórríkan scm hafði ykkur að ginníngarfíflum. Svo kemur næsta leynd- arlyfið handa ykkur og börnum ykkar og tekur við þar sem hitt hætti, og svo koll af kolli. Alt þetta scm hjer er sagt má sanna með ljósum rök- um. Hvað ætla nú iæknar, Iöggjöf, þjóð og stjórn að gera við þetta ? Jeg veit að allir heiðarlegir læknar reyna af ítrasta megni að sporna við þessum svikum við heilsu og hags- muni þjóðarinnar, cn þeir munu lítið gera vart við sig opinberlega af því þeir óttast fyrir að alþýða leggi það svo út, sem þeír geri það fyrir öfundar sakir að ráðast á leyndarlyfin af því þau komi í bága við hag þeirra. En hjer mega þeir ómögulega sitjandi hlut að eiga. Hjer þarf bæði að reka af höndum sjer hættu og svívirðíngu og þeir hljóta að finna að augu als hins mentaða hluta þjóðarinnar mænir hjer cftir hjálp frá þcim. Læknar á Islandi! þið verðið að taka hjer höndum sam- an, þið getið að minsta kosti knúð með okkur á þíng og stjórn. Og þíngið. Ja, Njáll er misvitur. Við höfum háan toll á einni mestu nauðsynjavörunni, sykrinu, en látum sulla í okkur, Brama, Kfna og mörgu fleiru fyrir meira en 5° þúsundir króna á ári og við því hrcyfum við ekki. Gæti nú ekki stjórnin eða cinhver þíngmaður sem lángar til að verða þjóð sinni að liði komið svo scm 100 til 200 °/0 tolli á þennan andskota! ef menn þá vilja ekki banna alveg innflutníng af slíkum vörum sem væri kann- ske það allra besta. Hjcr sjá allir að þfngið getur gert landinu ómetanlegt gagn ef viljann vantar ekki. Hjer þarf að hafa snör handtök. Blóðsugan hefur sogið sig fasta og þar verður ekki sparað. Stjórnin gæti og vafalaust gert gagn hjer ef hún vildi. í’að er mikið spursmál hvort það varðar ekki beinlínís við lög að falbjóða hluti undir einhverju yflrskini fimtíu sinnum dýrari en þeir eru í raun og veru. Hjcr gætu að minsta kosti bæði stjórn og landlæknir leitað til lög- gjafarvaldsins. Landlæknirinn má ekkí láta þetta jafn af- skiftalaust og hann hefur gert. Jeg veit að hann fjekk vísbendíngu um þennan ófögnuð, sem nú er í aðsígi, og fjekk hana þegar í sumar meðan á þíngi stóð, en það sjest ekki að hann hafi gefið því neinn gaum. Orð hans eru svo mikils metin í þessu máli bæði hjá þíngi og stjórn að hann má ekki draga sig í hlje, og hjer krefur nauðsynin að hann láti eitthvað að gert. Og þjóðin? það er meira en leitt að Islendíngur í Kaup- mannahöfn skuli hafa orðið til þcss að gera þessa síðustu árás á okkur. Auðvítað hefur hann hugsað sem svo að yrði hann ckki til þess að senda okkur húmbúgið þá gerðu það aðrir, því svo frjóvsamur akur sem hjer er yrði ekki látinn ósáður. þetta er vorkunn, og cðlilega skoðað frá því siðferðis sjónarmiði sem nú ræður flestum kaupskap í heiminum, en betur hefði hann gert að láta útlendu prángarana og Lárus hómopata um Voltakross og Lífsvekjara eins og Kínabitterinn, cn hvað sem aðalumboðs- maðurinn vill gera í þesssu þá skorum við á alla góða dreingi á íslandi að láta ckki nöfn sín sjást á þessum vand- ræða auglýsíngum, það er sorglegt að sjá sóðasamkeppni fara með bestu dreingi út í það forað, og þjóðræknislegt og heiðursvert var það af Otto Wathne að láta stryka nafn fjarverandi bróður síns út af þcim lista þegar er hann sá það prentað í Voltaauglýsfngunni. Ge'rf allir góðir mcnn slíkt, og um fram alt ættu blöðin að úthýsa slíkum svikapistlum. Jeg veit vel að bæði blöðin og útsölumenn- irnir gera sjer hundruð króna skaða með því að fylgja þessu ráði, en bæði mun bráðum verða sjeð svo um, að þessi hagur verði öllum skammgóður verrnír, og svo treysti jeg þeirri dreinglund hjá kaupmönnum og blaða- mönnum að þcir skorist ekki undan merkjunum þegar um

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.