Bjarki


Bjarki - 18.12.1897, Qupperneq 1

Bjarki - 18.12.1897, Qupperneq 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af- slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. Seyðisfirði, Laugardaginn 18. Desember 1897. II. ár. 51 Leyndarlyfja svivirðingin. Það var svo semvitaskuld að fram- kvæmdarsamir gróðamenn myndu rcnna hýrum augum til gulldýngj- unnar, sem Gratia probatum og önnur slík leyndarlyf týndu úr vösum trúgjarnar alþýðu og hrúg- uðu að samsullurunum. Gratian var sett saman að mestu leiti úr brennisteini og olíu, og lítið lög- uð til læknínga. Allir scm nokk- uð vissu, sáu því, að það stóð á minstu hvað í þessum undralyfjum var, þau urðu aðeitis að vera dá- lítið sterk á bragð, svo alþýða hjeldi að kraftur væri í þeim; og nógu dýr, því ódýr mcðul heldur almenníngur altaf að sjeu Ijeleg hversu ágæt sem þau eru í raun og vcru. Að öðru leiti gátu menn rólegir soðið saman hvcrn þrcmil- inn sem þeir vildu, almenníngur spurði aldrei um hvað í þeim var. Aðeins reið á að láta glögga og nákvæma lýsíngu fylgja þcim; telja upp alla sjúkdóma sem alþýða þekti og scgja að meðalið læknaði þá alla eða kæmi í veg fyrir þá. Öllu var trúað þá alveg cins og nú, og svo var betra að láta fylgja þcirn meðmælíngar frá læknum, sem auðvitað voru ficstar lognar, eins og sumar af þeim sem fylgt kafa B r a m a og K í n a og síðar mun skýrt frá. Þakkarávörp frá sjúkl- íngum fylgdu þeirn líka. Þó var )>að minna þá en nú tíðkast, því nú sýnast þau vera aðalagnið. Mörg voru þau login, en mörg voru líka sönn, því það er víst ckkert samsull til milli himins og jarðar sem hysterisku og tauga- vcikluðu fólki getur ekki svíað af um stund cf trúin á mcðalið gríp- ur hugann. Að það innan skams tíma verður jafnveikt aftur cða verra, urn það veit einginn, því um l>að biður einginn um vottorð, og flestir skammast sín fyrir að hafa látið svíkja sig 0g þegja svO um alt saman. Af samsullinu, scm konr á eftir gratiunni varð Wunder-Krón-essents cinna frægastur. Ekki af því hann væri hóti betri en annað, heldur at því að bræðrunum Schwers hafði tCkÍst svo ágætlega að sctja sam- an lofið um meðalið. Mörgum nú þessi ósköp ofviða, og samviskusök að Ijúga svona, c11 bræðurnir Schcwrs þcktu alþýð- una og vissu hverju hún gat kíngt — og unnu sigur. Enda var bækl- íngurinn sem fylgdi krónu-vökvan- um svo ágætlega saminn að hann varð beint munstur fyrir Brama, Kína, Lífsvekjara Sybillu og Volta- krossi. Hjer er ágrip af helstu eiginlegleikunum: Hin 344. tilvísun umhinn sanna rjetta og ósvikna, keisara- lega allrahæsta einkaleyfða Wunder-Kron-Essents, hvernjg brúka skal og við hverjum sjúkdómum. Þessi dýrindis vökvi (Essents) lækn- ar bæði fljótt og vel svo furðu gegnir, og það þrátt fyrir það, þó að öll önnur meðul hafi verið reynd, og eigi komið að gagni, eins og t. d. eins, tveggja, þriggja, fjögra daga köldu, aila ákafa hitaveiki, tak, blóðsóttir, niðurgáng, fótabólgu, hjartveiki, ógleði, kolbrand, uppsölu, blóðuppgáng, lángvarandi hósta, kulda í neðri hluta líkamans, miltisveiki, steinsótt, iktsýki og fótá- veiki, allar greinir af niðurfallssýki, svima, útslátt, hvít klæðaföll og tíða- teppu; ennfremur niðurgáng, þreingíng í móðurlífi og gulu. Meðalið gefur á- gæta matarlyst og eigi þarf að brúka það nema við og við til þess alla æfi að komast hjá als konar rotnunarveiki, kýlum niðurfallssýki og jafnvel tæríngu; það læknar á augabragði allan höfuð- verk og þrautir í öðrum limum, þó þetta sje komið af því, að hafa tekið of þúngt upp eða borið of þúnga byrði. Meðalið ver öllu eitri, illu lofti, og jafnvel drepsótt, því það ver öllu illu aðgángi f og að mannlegum iíkama. Meðalið hreinsar hið óhreinasta blóð á stuttum ti'ma, svo undrun gegnir, og þarf þá eigi blóðtökunnar við, og kemst einginn jurtadrykkur eða heilsubrunnur í hálfkvisti við verkanir þess, þess- vegna læknar þessi undradrykkur á- reiðanlega alls konar fransós, hversu vondur .sem hann er. B r ú k u n i n . Hafi menn þetta meðal ætíð á heim- ilum sínum, og taki það inn í einhverju þrisvar á viku 40— 50 dropa, þá geta þeir eigi aðeins varist nefndum sjúk- dómum, en jafnvel viðhaldið líkama sínum með uppýngdum kröftum til hárrar ellif svo að hvorki förlist minni eða sýn. Ef manni verður illt í maga, þá ska! taka 80 dropa eftir miðdags- og kvöldmat. En eitt er víst, og það er, að meðalinu er aldrei um að kenna þó eigi batni, en það er mjög áríð- andi að hitta þá rjettu viðeigandi dropa- tðlu, og mun hvcr sá, sem brúkar meðalið, komast að raun um það. Ekk- cit er að óttast; önnur algcing meðul veikja h'kamann, en hinir ágætu eigin- legleikar dýrindisvökvans upphefja hæítulegustu sjúkdóma og er næsta styrkjandi, og hcfur því þetta meðal vcrið brúkað við mjög veiklaða menn, jafnt við gamalmenni sem börn, svo mcnn ) hafa furðað sig á verkununum. Hjer skal og getið mjög merkilegrar verk- unar þessa meðals, er eigi er talin lijer áður með hinum fyrgreindu sök- um ágætis síns, og er hún innifalin í því, að auka frjóvsemi, svo undrun gegn- ir. Styrkir meðalið karlmanninn, og þarf eigi annað, en taka 60 dr. um morguninn, en 70 á kvöldin í 8—15 daga eftir því sem orsök er ýngri eða eldri — til þess að útrýma öllum veik- indum hjá konum sem körlum, er hamla æxluninni. En þess ber vel að gæta, að bæði maður og kona brúld meðalið í senn!! Eessi dvrindisvökvi Ijettir ótrúlega fæðínguna, ef teknir eru 80 dr. á und- an rjettum hríðum, og taki kona sem hefur verið dögum saman í barnsnauð meðalið, þá bjargar það konunni bráð- lega svo nærstaddir verða alveg fof- viða. Sje sængurkonan hraust, og þurfi eigi að brúka annað en þessi lyf, en barnið sje þó óvært og heldur kránkt, þá þarf ekki annað en gefa því 2—3 dr. inn í móðurmjólkinni; verður það þá rólegt, og alt skaðvænlegt er rekið brott. Við þetta varðveitist heilsa barnanna til lángframa, þau biómgast sem rósir, og getur hvorki bólan nje mislíngarnir grandað þeim, en fái þau samt þessa sjúkdóma, þá er ekkert betra meðal við þeim heldur en einmitt þessi dýrindis vökvi, þareð hann útrekur með makt og miklu veldi, rýmir til um sjálft hjartað, og ver öllu skaðlegu svo menn geta verið alveg óhultir. Ágirndin hefur freistað óráðvandra tii þess að stæla þetta meðal mitt, og látið sem að þeirra væri hið rjetta og ósvikið; og til þess að þeim veitti ljett- ara að svíkja hinn háttvirta almenníng, þá stældu þeir ekki einúngis þá prent- uðu miða orðrjett, er fylgja meðalinu, en dirfðust jafnvel að vcra sjer útum álíka glös og mín, til þess að koma betur út svikalyfinni í þessum duiar- ham. Jeg gjöri það sannarlega ckki af eigingirni að vara almenníng við þessu svikna meðali, heldur knýr skyld- an mig til þess, er jég hugsa til þess hversu mjög að þetta stælda meðal getur spilt heilbrigði manna. Eitt glas af þessu kostar 12 sk. lybsk. (um 75 aura). Bræðurnir Schwers. Eru það nú ekki merkileg for- lög að bæði Islendíngar og aðrar þjóðir skuli hafa glatað og gleymt öðrum eins dýrindisvökva og þess- um? Og er það þó ekki nærri því cnnþá merkilegra að ekki skuli þurfa annað en að breyta urn nöfn á samsctníngnum, hafa glösin öðru- vísi í laginu og eitthvert annað bragð að blöndunni, og þá skuli almenníngur taka við þessu tveim höndum með öruggu trúnaðartrausti einúngis ef sömu forskriítirnar fyigja með? Gratia og Krón-ess- ents fást enn þá í hverju apóteki, og þó eru allir þessir sjúkdómar, sem þau lofuðu að lækna og koma í veg fyrir, jafn tíðir og illir við- ureignar enn í dag eins og þeir voru áður, nema þar sem önnur lyf hafa fundist til að bæta þá. Einhverstaðar hefði þess átt að sjá staðina hefði það ekki alt saman verið tóm svik og fjárpráng, og hefði t. d. nokkur kraftur verið í Krón-essents, þá hefði ekki fjórði og fiiuti hver bóndi í sumum sveit- um rjett í sömu andránni átt að þurfa að kaupa Brama og Kína til að styrkja getnaðarmátt sinn, því þar átti þó Krón-ess- e n t s að vera óbrigðull. En Krón-essentsinn fór sömu leiðina sem liggur fyrir B r a m a, Kína, Voltakrossi og S y b i 11 u, en trúin var eftir, vanþekkíngin var líka eftir og því var alt -búið undir Brama. aungu síður en það hafði verið undir Krón-essentsinn. Pjóðin kunni ekki að nota sjer reynsluna., en við skulum sj á í næstu grein að Braminn kunni það. • Danska orðabókin hans Jónasar«. — o— (Niðurl.) II. Pegar kemur til orðasafnsins sjálfs þá er víst hægt að segja bæði margt og misjafnt um það. Hið helsta hrós þess er orða- fjöldinn eins og líka fyrsti og til- finnanlegasti ókostur þess ér hvernig allan framburð vantar. Auk þess er mörg orðleysan og af- skræmið í því, svo ófróður nem- andi verður jafn ófróður eftir sem áður. Enda virðist fljót- færni og hroðvirkni margoft hafa verið altof nærri starfsmönn- unum. Vitanlega verður því ekki neit- að að framb. sá, er menn nema af bókum sje bæði ónógur og veill; en þvi verður heldur ekki neitað, að orðab. sem þessi, er hefur slík- an sæg ailra þjóða orða, sem rnörg eru mjög torveld í framburði, er naumast hálf án framb. táknana. Tökum t. d. »adagio«. Pað verður víst ekki hreimljótt á túngú byrjandans, sem er að stafa sig tilsagnarlaust áfram! Pað er ekki ólíklegt að það verði á þessa leið: »a-dag-i'-ó« — áherslan á »dag«.

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.