Bjarki


Bjarki - 23.04.1898, Blaðsíða 1

Bjarki - 23.04.1898, Blaðsíða 1
Eitt blnð á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir i. Jnb, (erlcndis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af- slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. BJARKI III. ár. 16 Seyðisfirði, Laugardaginn 23. April ,,Vaidió út úr landinu11. í ritlíngi sínum »Önnur uppgjöf Íslendínga eða hvað?«: hefur cand. mag. BogiTh. Melsteð bor- ið á borð fyrir íslenska lesendur margt góðgæti, sem full þörf væri að minnast á, og jafnframt sýna frarn á við hver rök það hefði að styðjast. En bæði er, að jeg hef ckki tíma til þess í svipinn, enda efast jcg ekki um að það vcrði gcrt af öðrum, sem fullfærir eru um það. Rcyndar er ýmislegt í þess- um ritlíngi, sem snertir mig per- sónulega, þannig Iagað, að ekki Cr auðgert fyrir aðra en mig sjálf- an að hrekja það. Jeg ætla þó ekki að fást við það að þcssu sinni, því jafnvel þó jeg Ijeti mjer nægja að svara öllum þeim ó- rökstuddu getsökum, sem þar cru bornar fram gegn mjer, þá yrði það oflángt mál. Jeg er líka orðinn svo vanur við að heyra þær og sjá endurteknar hvað eftir ann- að, að jeg kippi mjer ekki upp við það, enda mundu þær verða endurteknar eins fyrir það, hvað sem j e g segði. Aðeins vil jeg láta þess getið gagnvart þeim ýmsu ummælum, sem hr. B. M. hefur eftir mjer, og jeg á að hafa sagt við hann einslega, að þau eru hjer um bil öll meira og minna rángfærð hjá honum eða rifin út úr rjettu sambandi, svo þau fá annan blæ en rjett er. Það get- ur skeð, að hr. B. M. skoði það sem góða og heiðarlcga aðferð, að koma til mans scm »gamall góð- kunníngw og skeggræða um eitt- hvert mál fram og aftur, og nota svo tækifærið til þcss að þjóta með það á prent, ef maðnr kynni að hafa orðað cinhverja setníngu miður heppilega eða óvarkárlega, cinkum þegar ekki sjest í hvaða sambandi orðin hafa verið töluð. En jcg hef nú dálítið aðra skoðun á slíkri aðferð. lv, væri þa(j sök sjcr, cf alt væri haft rjett eftir, en því er ekki að hcilsa hjá B. M. En jeg skal ekki fara leingra út * þessa sálma. Jeg ætla að þessu sinn« aðeins að minnast á tvö at- r«ðí í þessum ritlíngi, sem rcyndar bæði snerta mig persónulega, cn jafnframt eru mjög þýðíngarmikil atriði í því máli, Sem um er ræða. Og það er málið sjálft, Scm j e g læt mjer mest umhugað um, en hvorki mín eigin persóna nje ann- ara. I. Á bls. 46—7 segir hr. B. M. um mig: »Hann segir ann- að við menn heima en við menn hjer«. Og svo rjett á eftir kemur það, sem á að vera sönnunin fyrir þessu : »Hann hefur játað það afdráttarlaust fyrir mjer, að tillögur hans miðuðu að því, að flytja æðsta innlenda vald- ið til Kaupmannahafnar, og hið sama hefur hann gert við aðra«. Þetta er sama staðhæfíngin, sem hr. B. M. bar fram í íslenska stúd- entafjelaginu f Khöfn síðastliðið haust og jeg þá þegar mótmælti. En samt þóknast honum að endur- taka hana á prenti, til þess að reyna að gera mig og minn mál- stað ískyggilegan. Jeg neyðist því til í annað sinn að lýsa því yfir opinberlega, að þetta eru hrein og bein ósannindi. Jcg hef aldrei talað slíkt, hvorki við hann nj e nokkurn annan. Það er þó líklega ekki vísvit- andi, að hr. B. M. fer með þessi ósannindi, heldur frerhur að kenna sama misskilníngnum, sem allur ritl- íngur hans byggist á. Þessi mis- skilníngur hefur komið honum til að rángfæra orð mín, af því hann hefur á 1 i t i ð það vera sama, sem er sitt hvað. Jeg hef nefni- lega sagt, að ef Islendfngur væri skipaður í ráðherrasætið samkvæmt tillögum mínum, þá væri líklegt að hann mundi Iáta meira til sín taka bæði um löggjöf, embætta- veitíngar o. fi., en hin núverandi stjórn vor í Khöfn. og yrði sú raunin á, þá álítur B. M., að með því væri »valdið flutt út tir land- inu«. En þetta er hinn hcrfileg- asti misskilníngur, sem sýnir að hann botnar ckkcrt í hinu núver- andi stjórnarfyrirkomulagi, þó hann sje launaður af tveim þjóðu.u sem sagnaritari. Hann álítur, að ef stjórnin kann að fara eftir tillög- um landshöfðíngja, þá sje það landshöfðfngi sem hafi »valdið« en ekki stjórnin. Og á þessari grundvallarskoðun er allur ritlíng- ur hans bygður. En það er öðru nær en að þetta sanni, að »vald- ið« sje í höndum landshöfðíngja. Þegar slíkt kemur fyrir, sannar það aðcins eitt af tvennu: annaðhvort að tillögur landshöfðíngja eru svo skynsamlegar og góðar, að stjórn- in verður að fallast á þær, eða að stjórnin sökum ókunnugleika verð- ur að fylgja þeim, hvort sem þær eru heppilegar eða óheppilegar. En það álítur B. M. (bls. 5) »hið lángmesta pólitíska happ,« sem landið geti orðið fyrir, að æðsta stjórn þess sje ekki fær um að taka í taumana í hvcrsu öfuga átt sem tillögur undirmanna hennar innanlands kynnu að fara! (»Bara ef lúsin íslensk er, er þjer bit- ið sómi«). En þó það kunni að hafa komið fyrir, að stjórnin hafi farið eftir tillögum landshöfðíngja, þar sem kunnug stjórn mundi ekki hafa gcrt það, þá er það ekki af því, að »valdið« sje hjá honum. Valdið er hjá stjórninni og lands- höfðíngi verður að lúta í lægra haldi, hvenær sem henni þóknast að beita því. Hið lagalega á- stand er það, að landshöfðíngi hefur aðeins tillögurjett bæði í löggjafarmálum og um allar þær embættaveitíngar og annað, scm liggur undir úrskurð konúngs. Og það er hið »lagalega« ástand eitt, scm gildir þegar á á að herða. Og sama hefur líka fyllilega sýnt sig í reyndinni. Það væri ekki neinum sjerlegum vandræðum bund- ið, að nefna bæði embættaveitíng- ar og lagasynjanir, þar sem farið hefur verið þvert á móti tillögum landshöfðíngja. Hvernig fór t. d. með frímerkjafrumvarpið, sem sam- þykt var í einu hljóði af báðum deildum alþíngis og landshöfðíngi lagði til að yrði staðfest? hvernig fór með læknaskipunarlög síðasta alþíngis ? Hvar var valdið þá ? var það í Khöfn eða Rvík? En það er ekki nóg með það, að stjórnin getur virt tillögur landshöfðíngja að vettugi, þegar henni býður svo við að horfa. Hún hefur meira að segja fult »vald« til þess samkva-mt stjórnarskránni (2. gr.), að takmarka verksvið landshöfðíngja eins og hún vill og taka af honum það vald eða rjett til að ráða málum til lykta, sem hann nú hefur. Til þess þarf einga lagabreytíngu, heldur aðeins konúngsúrskurð. Iljer um bil það eina sem stjórnin getur ekki svift landshöfðíngja án samþykkis lög- I gjafarvaldsins, er rjettur hans til að sitja á alþíngi og semja við það, Til þess þarf stjórnarskrárbreyt- íngu. Hitt er annað mál, hvort nokkurri stjórn mundi nokkurn tíma koma til hugar að beita valdi sínu svo, að hún færi að taka nokkuð af því valdi frá landshöfð- íngja sem hann nú hefur. Slíkt mundi einginn ráðgjafi láta sjer detta í hug, hvort sem hann væri danskur eða íslenskur. En stjórnin getur líka gert ann- að. Hún getur hvenær sem hún vill, án þess að spyrja þíngið, skipað d a n s k a n mann í lands- höfðíngjaembættið og I s 1 e n d- í n g í ráðherrasætið. Fá mundi best koma 1' ljós hvar »valdið« er, því ráðgjafinn mundi þá oftast verða eins fær um að dæma um málin eins og landshöfðíngi. En þcssi ráðgjafi gæti samt ekki kom- ið á alþíngi. Væri það þá »að flytja valdið út úr landinu«, að leyfa honum að koma á þíng, svo fulltrúar þjóðarinnar gætu tsilað við hann og haft áhrif á hann? , Jeg bið alla skynbcrandi menn að at- huga þessa spurníngu, og vona að þeir verði þá ekki margir, sem komast að þeirri niðurstöðu, að sú ráðstöfun miðaði til þess, »að flytja valdið ú t ú r landinu«, heldur einmitt hið gagnstæða: að flvtja það i n n í landið. Og annað en þetta fór frumvarp mitt í rauninni ekki fram á, að þv/ er þetta at- riði sncrtir. Því hitt, að skipa sjerstakan rúðgjafa í ráðherrasætið og láta það vera Íslendíng, það getur stjórnin gert hvenær sem hún vill — án nokkurrar stjórnar- skrárbreytíngar, Og þessu: að ráðgjafa Islands væri leyft að koma á alþíngi og hann skyldaður til að bera ábypgð á ö 1 1 u m stjórnarstörfum sínúm (cn ekki stjórnarskránni einni eins og nú), því líkir hinn marglaunaði sagnaritari við uppgjöf Islendínga á sjálfsforræði sínu á 13. öld, er þeir geingu á hönd Noregs kon- úngi. Hafa menn heyrt öllu meiri fjarstæðu? Sje skilníngur hans á öðrum viðburðum sögunnar eftir þessu, þá er það annað en gleði- efni, að mega eiga von á stórri Islandssögu frá hans hendi. Ekki tekst hr. B. M. betur, þeg- ar hann fer að skýra frá, hvaða stefnu hann vilji láta landsmenn

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.