Bjarki


Bjarki - 26.11.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 26.11.1898, Blaðsíða 2
186 Um Hjerað, og jarðabætur par. Allir sjá að þetta er framhald og því þarf jeg ekki að setja hjer yfir þetta: »frh«; eða »framh« cða neina slíka styfíngu eða blaðstýf- íngu, sem gerir ritgjörðirnar altaf svo ljótar og leiðinlegar. það er skárra að setja »1« ef maður er þá viss um að endast til að skrifa II. En jeg set nú hvorugt, og það cr það besta. Jeg ætla nú 'oráðum að koma með jarðabæturnar, en eins og við sjáum verðum við fyrst að skoða fólkið og hjeraðið, því á því hvoru- tveggja byggjast allar jarðabætur. Þegar litið er yfir miðbyk Hjer- aðsins af brúninni tyrir ofan Egilstaði þá sýnist aðallitur sveitarinnar hvorki að vera ljósgrænn nje dökk- grænn þó um miðjan sláttinn sje, heldur er aðalliturinn brúnt grátt og grænt blandað saman. Þetta gera hinir ótölulegu hrjóstur- móar með hálfbrunnum mosaþúf- um, sem steinarnir standa upp úr. Og manni finst strax scm Hjer- aðið sje best lagað fyrir sauðfjenað síður fyrir kýr, hesta og menn. Fjáreígn á Iljeraðí er líka mikil °g góð og hún er aðal, og má hjer segja hinn eini atvinnuvegur þeirra, sem þar búa. Þaðan hefur undan farin ár verið flutt út hver þúsundin á fætur . annari af sauðum sem vegið hafa á velli yfir 105 pund og fjöldi drjúgt á annað hundrað, fimtán íjórðúnga sauðir á velli eru ekkert óalgeingir þar, en margir þýngri á Jökuldal. En af því fólkið jetur ekki sauð- ina sjálft heldur selur þá, þá eru menn ekkert sjcrlega feitir á Hjer- aði, heldur ekki sjerlega stórir og ekki mjög lýginn maður sagði mjcr að áhöld mundi vera um þýngd fólksins og fjárins upp og ofan nema hvað hann tók Haldór á Klaustri undan, því hann er þýngst- ur af öllu á Hjeraði, fyrir utan stórgripi. Sje farið um Rángárvalla- eða Árnessýslu, Borgarfjörð eða Dali, þá gánga kýrnar þar víða í flokk- um eins og ritstjórar í Reykjavík og rjúpnaskyttur á Seyðisfirði. En um Hjéraðið getur maður farið dag eftii dag og ekki sjeð nema tvær og þrjár kýr hjer og hvar, og yfir höfuð man jeg þar ekk'. eftir kúm nema á Klaustrí. Þar voru þær í sömu metum eins og jeg man eftir að þær voru á bestu búunum syðra þar sem jeg þekti til. Annars sje jeg þ-ð af hugviti mínu að í Vallanesi hlýtur að vera eitthvað af kúm til að jeta alt það gras sem þar er á túnum og eingj- um, og svo getur í rauninni víðar verið; og yfir höfuð vil jeg biðja allar kýr á Iljeraði velvirðíngar á því, ef jeg skyldi halda í mínu hjarta að þær væru þar í minni metum cn þær í sannleíka e'ru. En jeg er neyddur til að nefna þær; það gera jarðabæturnar. Ilestafátt er líka á Iljeraði mjög eftir þvf sem á Suðurlandi er kall- að, og í hestasveitum myndu fáir Hjeraðsmenn kalíaðir velríðandi á ferð nema Haldór á Klaustri. Hann fer aldrei að heiman með minna en tvo og þrjá hesta en oft flciri. Ekki þekki jeg alla hesta hans, en um Eldíngu veit jeg að sá er eing- inn svikinn sem á hana er settur. Annars eiga margir þar mikið góða hesta, og ekki mun gamli presturinn á Hallfreðarstöðum vera hrossalaus. Jcg hef sjeð marga fallega hesta hjá Hjeraðsmönnum og traustlega, en þeir eru fáir að tölunni, eins og kýrnar, og er hvort- tveggja eingjaleysinu að kenna og gjafaþýngslum á vetrinn, en ckki hinu að menn meti það minna hjer en annarsstaðar að vera vel ríð- andi, því menn cru hjer snyrti- menn bæði heima og heiman full- komlega á víð annað fólk. Af þessu sem nú hcfur verið sagt um gángandi fjeð, þá vona jeg að allir skilji að það eru hvorki hross nje kýr sem hafa gert Hjer- aðsmerin að slíkum burgeisum scm þeir eru. Það er alt saman sauð- unum að þakka. Sú eign . er hjer mjög arðscm og vafalaust síður stopul en víða annsstaðar; því margir efnamenn eru á Hjeraði og í fám sveitum munu vera jafngóð- ir bændur allir og eru til dæmis í Fljótsdal og þar fram með fljótinu báðu megin. Jeg nefni þann hlut til, því hann þekki jeg skást. Fólk- ið cr í bcsta lagi til fara eftir því sem jcg man cftir að hafa sjeð, víða vcl bygt, og timburhús fleiii cn annarsstaðar þar scm jeg hef far- ið. A Arnheiðarstöðum er aftragf s- byggíng,á Haflormsstað og viðar og jeg minnist ckki að hafa korrið á prýðilegra bóndabýli cn á Klaustri hjá Ilaldóri, nema ef vera skyldi hjá laxakonúnginum á Hvítárvöll- um í Borgarfirði, en rausn á þcim bæum sýnist lík og aungu síðri á Klaustri. Slíkt þekti jeg ekki sunnanlands hjá bændum nema hjá Þorvaldi á Eyri Annars eru Hjeraðsmenn heima- mannlegir og gestrisnir, svo að jeg hef ekki þekt það betra annars- staðar, og tæplega eins. Eftir öllu að dæma cr bað grun- ur mit.n, að iáar sveitir sem jeg hef haft kynni af lifi j-fn góðu lífi eins og hjer fyrir ofan heiði, á Ir.nhjeraði, að minsta kosti Fólk- ið er líka djarflegt og sjálfstætt fre.nur en víða annarstaðar og þó ekki neitt mikið á lofti. Yfir höfuð cr myndarlegt fólk hjer á Hjeraði og margt laglegt í sjón, einkum karlmennirnir. Kvenn- fólk hef jeg færra sjeð laglegt, og veit jeg þó ekki hvort þar er-mið- ur en annarstaðar, því á þriggja mánaða göltri austan frá Markar- fijóti í Rángárþ. og vestur að Rafnseyri við Arnarfjöro, sá jeg ein- ar fjórar stúlkur sem jeg þorði að kalla laglegar og varð svo mikið um, að jeg steingleymdi hvað þær hjetu. Jeg þori þó ekki að segja að bændurnir hjer efra sjeu glöggari á sauði en konur, því bæði sýnir reynslan að þeir kunna vel lag á hvorutveggja og eins gæti hitt verið að jeg væri sjálfur glöggari á kvcnnfólk en sauði. Þessvegna segi jeg ekki neitt. Tveim stúlkum laglegurn man jeg eftir hjer efra, en svei mjer ef jeg þori að segja hverjar þær eru. Annað, sem jeg leit líka eftir voru bækur, og þær íref jeg hvergi sjeð jafnfáar á jafn myndarlegum bæum. Bækur sá jeg ekki að ráði nema á þrem stöðum þar sem jcg hef kom- ið : Egilstöðuin, Hafrafelli og Eið- um. Tveir eru bókverslanir. þriðji er skóli. Á bókfræði cða skáldskap man jeg og ekki að neinn mintist við mig nema frú Elisabct á Hall- ormsstað. Það er gáfuð kona og smekkvís. Seyðisfirði. Rángað til þessa viku hefur mátt heita hjer alauð jörð, aðeins graleit fjöli. Nú hefur komið dálitið snjóföl síðustu dagana, en unnars kyrt vcður og gott alla viUuna. Fískur cr hjer nú ágætur, svo að nálega hiaða menn þegar gcfur og ýmsir hafa afhöfðað þessa daga. Annars er alt tíðindalaust hjcr um slóðir. Ferðalag Egiis. Þær frjettir hafa borist híngað úr Mjóafirði að Egil! hafi snúið aftur fyrir ! óve'-ri kvöldið scm hann tór hjeðan og komið. um nóttina inn til Norðfjarðar, legið þar af sjer allan storminn og verið ófarinn þaðan fyrra Þríðjudag, og fylgdi með, að hann hafi lfklega ekki farið þaðan fyrri en á Föstudag. Hvað satt er í þessari fregn má hamíngjan vita. En þó kynlegt sje hve hún kemur seint híngað, og eins hitt að hjer mátti heita gott veður tvo daga eftir að Egill fór hjeðan, þá viríist þó ekki ástæða til að tortryggja bessa sögu, sem sögð er svona ljós og rök- samlcg. En leiðinleg er hún og mein- leg, því þetta scinkar ferð Egils minst um viku og verður því öllu til skila haldið að skipið nái híngað fyrir Jól, cn það ætti þó að vera nokkurnveginn víst, ef hann mætir ekki öðrum ó- höppum. Við lifum því í voninni um að Eg- ilt færi okkur brjef og; blöð til Jólanna þrátt fyrir þetta, þó satt kunni að vera. Þess má geta, að maður sem hingað kom úr Mjóafirði í fyrradag kvaðst hafa verið staddur í Norðfirði um helgína sem leið, en hafði þar aungan mann heyrt minnast á Egil og als ekki heyrt þessa sögu fyrri en nú hjer á Seyðis- firði. í’að er auðvitað hugsanlegt að ekki hafi verið minst á Egil einkum efhann hefur þá verið farinn þaðan fyrirnokkr- um döguin. En 'dálítið er þetta grun- samlegt alt saman. Stormurinn. Ekki hafa borist híngað enn sem komið er, fregnir um fleirí skaða, en þá sem áður hafa verið tíndir, en víða hefur veðrið verið slæmt um firðina. þjóösagnir af Austfjöróum Safnað hefur Benedikt Sveinsson — »:« — Hamar. Á milli bæanna Brekku og Ilest- eyrar, stendur einstakur klcttur niðri við sjó og liggur þó vegur- inn fyrir neðan klettinn. Hann er hjor um bil mitt á milli bæanna og er kallaður Harnar, en heitir rjettu nafni Vígdeildarhamar og cr sagt að óbótamenn hafi þar veríð dæmdír og heingdir. Einu sinni voru þrælar tveir í Mjóafirði, mestu illmenni og þjófar, þeir voru í vist hjá bóndanum á Brekku og hjetu báðir Teitar. Hart var þá f ári og þóttust þrælarnir svángir, hlupu því á fjöll og stálu fje bænda sjcr til matar. Bóndinn á Rima næsta bæ fyrir uta.i Brekku, (Hesteyri er næsti bær fyrir innan Brekku) átti IO geitur og I hafur. Þessu öllu stálu þrælarnir, ráku í fjall upp, á háann hamrahjalla upp af Rima og slátruðu þar öllum geitunum og fanst beinahrúgan úr þeim þar nokkru síðar. Síðan er hjallinn kallaður Kiðahjalli. I.oks naðust þrælarnir í dalskvompu í fjallinu út og upp af Brekku og er dalurinn síðan kallaður þræladalur og tind- urinn innan við dalinn Þrælatindur. Var síðan haldið dómþíng yfir þræl- unum á Þínghól og sá dómur upp- kveðinn að þeir skyldu verða heingdir í Vígdeildarhamrinum; áttí þegar að framkvæma dauðadóminn og einhverir sendir með þrælana inn þángað, en einhverra orsaka vegna sluppu þeir og hlupu þegar til fjalla. Menn voru þegar sendir eftir þrælunum til að ná þeim, en það gekk eigi sem greiðast. Loks náðust þeir uppi á háfjalli millí Brekku og Rima, þar uppi á fjall- inu gnæfir tindur, sem kallaður er Teitstindur eftir þrælunum; þar náðust þeir loks og höfðu áður orðið 4 eða 5 mönnum að bana, því sjálfsagt va’r að verjast meoan auðið var. Síðan voru þrælarnir

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.