Bjarki


Bjarki - 10.12.1898, Blaðsíða 1

Bjarki - 10.12.1898, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura iínan; n iki 1 'af- slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. III. ár. 49 Seyðifirði, Laugardagínn ÍO. Desember 1898. Um Hjerað, ogf jarðabætur þar. I’etta á nú að verða síðasti biti í háls — ef guð lofar — lesari minn. Við vorum víst siðast vestur í Dölum, og vorum að halda af stað austur á Iljerað. En þegar jeg er að fara úr Dölum dettur mjer í hug góð saga, sem Torfi í Olafsdal sagði mjer um árið. Jeg hafði beðið hann að sýna mjer jarðar- og húsabætur í Olafsdal og vorum við þar á gángi heirn frá mykjuhúsinu og litum yfir sljett- urnar beggja vcgna. Það var seinna hlut sumars 1895. »l’að fer nú að saxast á það sem gera þarf hjer í túninu í OlafsdaK. Ojá, það eru komin ekki svo fá dagsverk í það, því þetta var mest alt kargaþýfi, líkt og þú sjerð þarna, en það er ekki svo lítið eftir enn; og svo þarf að plægja það upp aftur með tímanum einkum gömlu blettina og það er alt mikið verk«. »Gömlu blettina? er það það sem þú sljettir fyrst ? »Nei; það eru blettir Jóns gamla sem hann sljetti áður en jeg kom? »Hafði hann sljettað mikið?* »Já, dálítið. Jeg skal segja þjer hvað hann sagði um það sjálfur. Hann kom híngað einusinni nokkr- um árum eftir að jeg var koininn, og lcit yfir túnið«. » »l’etta hefur nú Torfi sljettað« «, segir hann, »»ójá, það er nú það. Og þetta eru nú blettirnir mínir. það fer orðið lítið fyrir þeim,------en þetta hefur drottinn sljettað, og það er nú minst««. Torfi mun hafii komið að Olafs- dal um 1870 eftir Jón gamla Bjarnarson, hreppstjóra og alþíng- ismann. f’að er líkt um Iljeraðið eins og Olafsdals tún, að drotiinn hefur sljettað þar heldur lítið nema blett og blett í Fljótsdal og þori jeg þó ekki að ábyrgjast að hann eigi það alt með rjettu scm jeg eignaði hon- um þar. En víðast þar sem jeg hef sjeð er landið mjög ójafnt, þýft og hnökrótt með hryggjum og hól- um og grjót út úr hveiíjum hól og og bala, en mýrasund blaut á milli hólanna þar sem lægra liggur. Hjer er þvi jarðrækt cill ervið og dýrari en þar sem jeg hef sjeð s’unnan og vestan, ncma cf vcra skyldi í Flóanum, þar sem alstaðar er hraun undir. Til dæmis hjer á Eiðum er auð- sjáanlega töluvert vcrk í sljettun- um, þó ekki fari meira fyrir þeim en fer. Þar sem þurt er á túninu cr jarðvcgur óþjáll, afar harður á hólunum og sum.staðar að sjá grýtt- ur og grunnur, og þar sem mest er sljettað, í seilunni suðaustur af bænum, þar sýnist hafa verið botn- laust fen og er kosta munur að gánga að því eða hæfilega þurru landi þó þýft sje. Auk þess eru sumur hjer frem- ur úrkomulítil á Hjeraði, að minsta kosti kvað gróður brenna títt af þessum grjót- og helluhólum, sem eru ( flestum túnum og víðast sýn- ast þeir snoggir af vatnsleysi, og þar hagar oft svo til að víða þarf elju og útsjón til að koma á þá vatni og er auk þess nær alstaðar kostnaðarsamt en oft ókleiít. Innan til mcð fljótinu má víða koma vatni að eingi og túnum og er gert á ýmsum stöðum. A Arn- heiðarstöðum hefur Sölvi bóndi komið einhverri lækjarsprænu að túninu. Sölvi er Vigfússon, bróðir Guttorms í Geitagerði, alþíngismans. Sölvi cr myndarlegur maður að sjá, og þó ekki allur þar sem hann er sjeður. Það er þó ekki meint svo að hann sje neinn krókarefur, held- ur hitt að hann lcynir á sjer kost- unum. R-cingi einhvcr orð mín, þá komi hann að Arnheiðarstöðum. A Brekku er líka vcitt á tún. Jeg reið þar um en stóð ekki við. Að Geitagerði kom jeg ekki, því Guttormur var á þíngi og komið að kvöldi, en jeg að róa lífróður að Klaustri, því jeg Jiorði ckki mciia en svo að ciga undir að vekja Haldór upp, því jeg vissi ckki nema hann væri úrillur. A Klaustri er mikil veita á ncs- ið niðri við fljótið, og miklar jarðabætur í sljettum, framræslum og varnargörðum. Það ár, scm jeg kom þar, fanst mjer sem vatn hefði Iegið ofleingi á nesinu, því gras var strjált á )>ví og sýndist vatnsjetið sumstaðar. En vor hafði vcrið afarkalt og getur það li'ka verið orsökin að ekki hafi verið nógu vel sjeð við því. Skrióu- klaustur er í heild sinni mikil jörð og góð og ágætlega setin, og ekki skil jeg annað en Hallstcinn heit- inn Þorsteinsson og Sessclja sál- uga Þorsteinsdóttir geti verið vel ánægð með meðferðina á jörðinni, þó þar sje nú ekki beinlínis múnk- lífi — úr því að guð almáttugur, María mey og hið heilaga blóð feingu ekki að halda henni eins og þau höfðu ákveðið. Þetta heilaga blóð var komið upp úti í Þýska- landi, og jsagt að væri blóð af Kristi sjálfum, leifar eða helgur dómur, segir Espólín. Þau feingu nú ekki að njóta hennar samt nema svo sem fimtfu ár, því þá tók konúngur jörðina at hinu heilaga blóði og svo lands- sjóður af konúngi og nú á Haldór Benediktsson alt saman, svo jörðin hefur verið í góðum höndum síðan um 1500 að minsta kosti, og munu hendur Ilaldórs ekki verða henni lakastar. Elestarjettin í tröðunum er og jarðarbót og gerð með hagsýni eins og margt annað, en mjer er illa við þá rjett. Það er ójafnt, þegar svángur Iiestur kemur með saddan dóna að Klaustri, að þá er dóninn settur inn við mat og drykk, en hesturinn verður að standa þarna í rjcttinni og fær ekki að nasla garðana sjer til skemtunar. Rjett- in er sjálfsagt búhnykkur, en svci henni samt. Jeg þykist nú vita að Iljeraðs- menn fieiri taki þessa rjettarbygg- íngu í tröðum upp eftir Haldóri, en þó þeir geri það, þá fer það hvergi vel nema hjá J>eim, sem gefa gestunum ekkert heldur. Þar get- ur rjettin sómt sjcr vel; á Ivlaustri fer hún illa. A Valþjófsstað býr nú sjera Þór- arinn. Sá staður er merkilegur, því þar varð sjera Sigurður Gunn- arsson J>íngmaður. Það er inst í Kljótsdal að vestanverðu. Þrátt fyrir alt hefði mjer þó Kklega skotist sá bær hefði ckki sjera Þórarinn verið eins ötull maður 1' búskap eins og hann er gjörfuleg- ur á velli, og á hesti reyndar líka. Hann er nú að gera heljar jarð- rask þar inn með Jökulsá til að veita á nesið hjá sjer. Jeg hef ekki sjeð það, en hann talaði um það þegar jeg var á ferð og mjer er sagt að það sje mikið verk. Jeg vil taka þetta fram af því flcst prestsetur á Suðurlandi voru hrygðarmynd. Þar höföu um lánga æfi setið efnuðustu mennirnir í sveitinni, bæði prestar og prófast- ar og ekki látið gera eitt ærlegt handtak á j'irðunum alla sína hunds- tíð, heldur aðeins beðið eftir því með hendurnar ( vösunum að guð gæfi þeim feitara brauð. Og þeir sýnast ekki cinu sinni hafa haft á- lit á að jarðabætur væru meðmæli hjá því veitíngarvaldi. Kannske voru þar undantekn- íngar, en þær hef jeg ekki sjeð. A Hallormsstað var Björgvin um- boðsmaður byrjaður að veita á og byrjaði vel. Þar mun vist óhætt að setja »frh.« cða »meira«. A Hallormsstað er skemtilegt. Þar lángaði mig til að vera leingur bæði vegna iandsprýðinnar, $kóg- arins og fólksins. Þar hafði verið presturforðumsem ljet höggva skóg- inn miskunarlaust vegna fiskvirð- anna og álnanna, og hefði ekki guð tekið kallinn og fiutt hann í betra brauð, þá cr ckki að vita hvað eftir væri af skógi á Hall- orsstað. Þetta var ekki sjera Sveinn gamli Níelsson. Jeg vil ekki að það verði misskilið, því hann er saklaus. Ef mehn hafa nent að taka eftir lýsingunni á landinu áður, þá sjá þeir að jeg er nú að fara norður með fljótinu að austan. Jeg hafði ætlað mjer að koma að Vallanesi, því þar var Stefán. Bæir og menn mæta manni hjcr eins og gamal- kunníngjar úr ljóðum hans. Fyrst þegar jeg heyrði Breiðavað nefnt eftir að jeg kom híngað, þá var þar líka Hallur. Það getur vel ver- ið að það sje ekki sami Hailurinn sem sagði einnatt ho ho ho hjá sjera Stefáni. En hver hefur sjeð }>ann Hall eða veit hvernig hann var í laginu. Nú var Hallur á Breiðavaði. Það passaði, og það var nóg. Ilver þremillinn getur annað cn minst á sjera Stefán í Vallanesi í huga sínum þegar hann sjer Hall á Breiðavaði glaðlifandi fyrir sjer. Breiðavað er í Eiðaþinghá. Það er austan vatns, nál. miðhjeraði. Þetta er alt sagt áður. Þar er líka Snjóholt og Snjóholtsvötn, þar sem Oddur dró út á djúpið. Það er alvcg rjett sem Páll lögmaður segir að Oddsbragur sje snildar- vcrk. Mjer dettur altaf nokkuð i hug,

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.