Bjarki - 30.03.1899, Page 2
So
stjórnarskrá Fínna.
Um þetta er talað alstaðar og
á Rússlandí líka.
S v í þ j ó ð. Andrée er altaf að
gánga aftur. Heimurínn var bú-
inn að koma sjer saman um það,
að fregnin um André austan úr
Síberíu væri lýgi. En svo kom
núna 15. Mars hraðskeyti til Sví-
þjóðar austan úr Asíu. Það var
sent Norðenskjöld baróni, hinum
fræga, og var frá embættismanni
einum í Síberíu, áreiðanlegum manni
og valinkunnum sem Norðenskjöld
þekti.
Maðurinn heitir Aminoff og segir
að hann hafi sjálfur talað við Ljalín
veiðimann sem fregnina bar um
Andrée, en Ljalín hafi aftur haft
sína sögu frá sjálfum Túngúsunum
sem fundu leifar af þeim Andrée
og loftfarí þeirra.
Norðenskjöld hefur híngað til
haft bestu vonir um að Andrée
væri á lífi, en nú telur hann mjög
líklegt að þcssi fregn sje sönn
og hefur beðið stjórnina um að
senda mann austur, og hefur Osk-
ar konúngur þegar gefið fje til
þess, 1500 krónur. Þó hefur þíng
Svía til vonar og vara veitt 40
þús. krónur til sendiferðar til
Grænlandsstranda i sumar til að
leita að Andrée.
En flestir menn telja mjög
líklegt að Nordenskjöld hafi
rjctt fyrir sjer og að leifar
Andrées og fjelaga hans sje
nú fundnar.
N o r e g u r hefur verið einna
háværastur um það þennan mánuð,
að dreingjaflokkur í Kristjaníu hafi
hlaupið með óhljóðum á eftir vagni
konúngsefnis og lýst ást á Noregi
og óvild til Svía. Hægrimenn í
Noregi hafa leingi lifað á því einu
að skamma Björnstjerne Björnson,
en háð og hlátur als heimsins er
nú hjer um bil búið að kæfa þá.
En vinstrimer.n verða að fara gæti-
lega Ifka. Osigur þeirra við bæar-
stjórnarkosnínguna í Kristjaníu hef-
ur sýnt ódugnaðinn og hálfvelgj-
una, svo þeir vita sig aldrei óhulta
fyrir brosinu heldur.
Norðmenn hafa því óvenjulega
lágt um sig nú sem stendur.
D a n i r. Merkast þaðan er, að
Gyldendal er byrjaður að gefa út
öli verk Georgs Brandesar, og
verða þau nú seld fyrir einn þriðj-
úng af því verði sem þau feingust
áður fyrir. Það veit nú og viður-
kennir allur hinn mentaði heimur,
að Brandes sje einn af afarmenn-
um þessarar aldar, og í krafti hans
er flest það fram borið sem nýti-
legt hefur verið unnið í andans
heimi síðustu 10 — 20 árin á Norð-
urlöndum og Islandi þetta tæki-
færi ættu allir þcir að nota, sem
dönskn skílja, tíl þess að kynnast
þeím rótum sem allur kröftugastí
nýgræðíngurinn á Islandi stendur
á. Verk Brandesar verða prentuð
í heftum og kostar hvert 50 aura.
Danir feingu og merkilegan ge-
botsdag hjerna um daginn, því
Kristjáni Friðrikssyni, Kristjánsson-
ar konúngs IX. fæddist sonur. Nú
eru því þrjú konúngsefni í Dan-
mörku, sem hvert á að taka við
af öðru ef þeím endíst ævi, svo
Danir geta nokkurn vcginn ókvíðnir
byrjað næstu öldina þar f stað,
og við með þeim. Það mumt fá
ríki hafa byrjað nokkra öld svo
vel birg.
Smávegís.
Ensk-í slenskt botnvörpu-
fjelag. Það frjettist með þessu
skipi, sem Iausafregn, að ensk-ís-
lenskt botnvörpufjelag væri verið
að setja á stofn í Englandi, og að
íslenska hliðin væri þar Jón Vt'da-
lín konsúll. Það fylgdi sögunni
að Rée hæstarjettarmálafærslumað-
ur væri nú í Einglandi til að koma
þessu t' !ag fyrir Jón.
Hannes Hafs tein n, skáldið, er
uú ytra með konu sinni. Hann
fór hjeðan ti! Danmerkur, ætlaði
þttðan að sögn til Noregs og Sví-
þjóðar.
Sameinaða gu fu ski pa fje-
Iagið gefur í ár hluthöfum sínum
10 af hundr. í ágóða, og hefur þó
lagt 2 milljónir í vátryggis- og við-
haldssjóð.
Vöruverð ytra.
U11 er í lágu verði og liggur ó-
seld í búnkum.
Fiskur er uppseldur og mikil
eftirspurn. Sagt að fiskur sem
kom nú út frá Suðurlandi hafi
selst prýðilega og má þó nærri
geta að hann hafi vantað »snerp-
una«. Horfur með fisk því óvana-
lega góðar.
Seyðisfirði.
V e ð u r kalt þessa viku. Sd. -4- 5,
snjóhraglandi. Md. -r- 5; bjart veður.
Þd. -í- 5; skafbylur. Miðvd. -í- 7.
Snjóhraglandi og skafbylur fram eftir
degi, skánaði með kvöldi. í dag nær
frostlaust. Sólskin og logn.
í s? Víkíngur kom að norðan á
Mánud.; lenti í íshroða fyrir norðan
Lánganes; sá óglögt til fyrir myrkri og
snióburði og sneri við það aftur. Fór
hjeðan suður á fjörðu á leið utan.
Fetta er því enn sem komið er eing-
• in sönnun fyrir því að t's hindri skipa-
gaungur norðan fytir Iand. Víkfngur
er járnskip og skipstjóri með hann í
fyrsta sinn og varð því að fara var-
lega, sjerstaklega þegar svona var
háttað með veðrið og myrkrið.
Egill kom í gær. Kom ht'ng-
að beint frá Bcrufirði. Með hon-
um komu herra Carl Wathne, frú
Guðrfin Wathne og Hallgrímur
Einarsson ljósmyndari. Til Dj^parogs
St. faktor Gu^mundss. Egíll flutti
fregnir frá útlöndum til 24. þ. m.
Norðurljósa rannsóknir á
í s I a n d i. Veðurfræðisstofnunin í Höfn
sendir í sumar forstöðumann sinn Ad-
am Paulsen við þriðja mann til Akureyrar
og ætla þeir að dvelja þar í vetur, til
að athuga norðurljós o. fl. Líng Dana
hefur veítt til þess 40 þús. **-
Tað mun vera ókunnugleiki hjá Auatra
að hann segir að fjöllistaskólinn sendí
þessa menn. Polyteknisk Læreanstalt
og Meteorologisk Institut erusitthvað.
Póstferóir.
(Sent Bjarka úr Vopnafirði).
Nýbreytni finst okkur það hjer í
ferðaáætlun landpóstanna að póst-
urinn af Vopnafirði sem geingur að
Skinnastað skuli nú fara degi fyr
en verið hcfur hjcðan. Ems og
allir vita sem lesið hafa ferðaáætl-
un landpóstanna og Iesa hana nú,
dylst cingum að póststjórnin næst-
um árlega gerir ýmsar breytíngar
til batnaðar hvað samgaungur
snertir víðsvegar um land.
Hjer aðeins furðar menn á því
eina nú, að sá póstur, sem næst
liðin nokkur ár hefur þurft að
bíða á Skinnastað murgum sinnum
og þar af Ieiðandi dregið út frá
póstsjóðnum marga tugi króna í
biðpeníngum, að þessum pósti
skuii einmitt nú með þessu veitt-
ur viss biðdagur. Virðist okkur
sem þetta hugsum og öllum sem á
það líta, mj'úg kynlegt og alóþarft
og þó einkum ef satt skyldi vera
sem frjest hefur, að um leið og
þessi breytíng fjell á hafi líka bið-
peníngarnir verið tvöfaldaðir: kaup
tvöfaldað fyrir hvern dag sem beð-
ið er eftir pósti frá Grenjaðarstað
á Skinnastað. Þessi aðferð virðist
nokkuð undarleg og fátíð einmitt nú
t>ar sem hún á sjcr stað hjer á þeim
stað og tíma sem póststjórnin er
að spara svo stórum munar, kaup
aðalpósta hjer norður frá og hafa
þeir þó frekar hjer en annarstaðar
á landinu við að stríða hörð og
ill veður og vegleysur og fleira á
þessum útkjálka landsins.
Við gaungum nú að því vísu að
póststjórnin styðji sig mikið við
tillögu ráðanauta sinna víðsvegar
um land bæði við breytíngar á
kaupi pósta og leiðum. En sje
þessi breytíng, sem hjer hefur ver-
ið getið, gerð eftir tillögum kunn-
ugra manna, þá er póststjórninni
full þörf á, að láta fleiri kunnuga
menn athuga þctta.
20/a 99 B.
* *
Ath : Bjárki þekkir að aungu
höfund þessarar grcinar og er als
ókunnur málavöxtum eða að hverju
leiti álit hans er á rökum bygt.
En það er altaf rjettara að slíkar
kvartanir allar komi rjettum máls-
aðilum fyrir eyru en að verið sje
að dylgja með þær manna á milli
án þess nokkur maður hafi hrein-
skílni eða einurð til að bera þær
fram. ,
Abm.
Smátt og stórt.
— «:o:»—
Fossarnir í Noregi fáekki aðeyða
afli sínu í tómum leik leingur, eingum
til gagns, eins og hjer hjá okkur ís-
lendíngum. í Noregi geíngur nú ekkí
á öðru í vetur en kaupum og sölum á
fossum fyrir afarhátt verð. Þar sagá
fossar, hefla, plægja, fletta borðum,
lýsa heiia bæi og borgir, knýa áfram
vagna eftir járnbrautum eða brautar-
laust og eru í stnttu máli hreyfiafl í
alskonar verksmiðjum hverju nafni
sem nefnast. Bæarstjórnir, híutafjelög
og auðmenn reyna hjer auðvitað að
mata krókinn. En það eru innlendir
norskir auðmenn, atorkusamir fram-
fara menn, sem fyrst og fremst vilja
skjóta loku fyrir það að' útlent auð-
magn komist þar inn í Iandið, sem
allir byggja nú á þess bestu framtíðar-
vonir.
Hinar bestu framtíðarvonír okkar is-
Iendínga ættu líka að vera í fossun-
um eða kannske rjettara: þeim mónn-
um sem hjá oss géta bjargað fossunum ‘
úr klóm útlendra auðmanna, auðvitað
helst með því að taka þá í vinnu sjálfir
En því miður er ekki mikið útlit fyrir
að svo verði.
Nú er orðið of umstángsmikið fyrir
okkur Íslendínga að láta vatnstmylnuná
rekast af bæarlæknum og mala kornið
sjálfir sem við jetum — eins og var
orðift talsvert alment fyrir nokkruin
árum. Nú er orðið umstángsminna að
borga heldur mölunartollinn erlendis
og fá svo mjölið drýgt með dáldu aí
múrstgini eða öðrum heilsusamlegum
næríngarefnum — svo sem í skaða-
bætur.
66000 manna höfðu áriðiS97at-
vinnu við 2250 verksmiðjur í Noregi.
Pað ár voru útfluttar iðnaðarvörur fyrir
50 milljónir króna. Fyrir rúmum mans-
aldri var iðnaður svo að segja enginn
í Noregi —, eða litlu meiri en nú er
hjer á landi. Eina iðnaðarvaran sem
flutt er út frá ísiandi er vetlíngar, sokk-
ar og peysur fyrir svo sem 10 þús-
und krónur á ári (þegar ekki er talið
gúanó og hvalmjöl fyrir rúmar 70 þús-
undir króna, sem hvalveiðafjel. vestra
flytja út).
Á íslandi eru nú als yfir 160
fastar verslanir í 44 kauptúnum. Af
þeim eru aðeins rúmar 30 taldar út-
lendar. tar að auki eru um 20
sveitaverslanir á landinu.
Nýtt efni í hús er farið að brúka
erlendis. Það er tilbúið úr samlímdum
þurrum trjáflettíngum sem báðum meg-
in eru klæddir einföldu eða tvötöldu
pappi sem fest er við trjeð með eld-
föstu efni, líkast steinlími. En pappið
er svo gert að það þoli ágætlega loft
og raka.
Sænskt-danskt hlutafjelag hefur keyft
einkarjett á þessum nýa trjávið sem
er kallaður »compoboards.«